Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2013, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2013, Blaðsíða 17
Þ að er ódýrast að fljúga til Edinborgar og Kaup- mannahafnar í vikunni sé miðað við þær niðurstöður sem Dohop gefur. London er örlítið dýrar en flugið þangað kostar 38.000 krónur. Flogið er til 45 áfangastaða frá Keflavík í sumar. Hagstæðasta verðið Þar sem íbúar suðvesturlands eru orðnir langþreyttir á vætutíð og sóarleysi í sumar má gera ráð fyr- ir að margir hugsi sér til hreyfings, sér í lagi þar sem það sér ekki fyr- ir endann á hitabylgjunni í Evrópu. DV skoðaði því verð á flugi til nokkurra borga í Evrópu í vikunni með aðstoða Dophop leitarvélar- innar. Hún finnur ódýrustu flugin sem í boði eru auk þess hún bendir á aðrar dagsetningar sem eru hag- stæðari. Ekki er tekið til greina hvort far- þegar þurfi að stoppa á leiðinni og vert er að benda á að hér er ein- göngu um flugmiðaverð að ræða en ekki hótelgistingu. Samantekt þessi er því einungis til að benda neytendum á hvaða möguleik- ar eru í boði. Eins skal bent á að ódýrara er að bóka flug með lengri fyrirvara og áhugasamir gætu fundið ódýrara flug ef leitað er eftir öðrum dagsetningum. Dýrast til Stuttgart og Brussel Eins og fyrr segir þá er ódýrast að fljúga til Edinborgar eða 35.608 krónur en miðinn til Kaupmanna- hafnar er örlítið dýrari. Flugið til London er á 38.000 krónur en til Manchester er á tæpar 43.000 krónur. Töluvert dýrara er að skella sér til Stuttgart eða Brussel en miðarn- ir þangað eru vel yfir 80.000 krón- um. Þá má benda á að DV athug- aði einnig með flug til New York og ódýrasta fargjaldið þangað var á rúmar 90.000 krónur. Það er því spurning hvort sólarsveltir sunn- lendingar splæsi í flugmiða eða haldi í vonina að ágúst verði betri. Enn er von. n Ódýrast að fljúga til Edinborgar Neytendur 17Mánudagur 22. júlí 2013 Smáforritið Náttúrukort n Aðstoðar okkur við endurvinnsluna N áttúran.is hefur gefið út Endurvinnslukort fyrir iPhone og iPad sem er nú aðgengilegt í AppStore. Á síðu Náttúrunnar segir að smá- forritið sé ókeypis sem og notkun þess. Þeir sem noti það yfir 3G eða 4G samband þurfi að greiða fyrir gagnaflutninginn en það verði þó reynt að halda honum í lágmarki. Endurvinnslukortið verði einnig fáanlegt á ensku og fyrir Android innan skamms. Tilgangurinn með útgáfu smá- forritsins sé að fræða fólk um flokkun og endurvinnslu og ein- falda landsmönnum leit að rétt- um stað fyrir hvern endurvinnslu- flokk. Þannig er ætlunin að stuðla að betri flokkun ásamt betri og markvissari endurvinnslu. Jafnfram segir að Nátturan.is voni að Endurvinnslukortið muni verða gagnlegt verkfæri og auka meðvitund um endurvinnslu og förgun úrgangs. Helstu samstarfsaðilar við gerð Endurvinnslukortsins eru; Um- hverfis- og auðlindaráðuneytið, Sorpa bs., Úrvinnslusjóður, Um- hverfissjóður Landsbanka Ís- lands, Gámaþjónustan, Sorpstöð Suðurlands bs. og Reykjavíkur- borg. Það er því engin afsökun leng- ur fyrir því að endurvinna ekki allt það sem þú getur. Það eina sem þú þarft að gera er að sækja for- ritið og þú færð allar þær upplýs- ingar sem þig vantar til að verða endurvinnslusnillingur. n gunnhildur@dv.is Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is n Kaupmannahöfn og London á innan við 40.000 krónur Dæmi um ýmsar borgarferðir Borg: Dagsetningar: Upphæð: Flugfélag: Edinborg 25. – 29. júlí 35.608 kr. EasyJet Kaupmannahöfn 23. – 29. júlí 35.770 kr. EasyJet London 23. – 30. júlí 38.051 kr. EasyJet Manchester 21. júlí – 1. ágúst 42.939 kr. EasyJet Stokkhólmur 24. júlí – 1. ágúst 64.184 kr. Icelandair París 23. – 30. júlí 66.126 kr. Transavia France Amsterdam 25. júlí – 2. ágúst 67.496 kr. EasyJet og WOW air Osló 25. júlí – 2. ágúst 68.471 kr. SAS og WOW air Glasgow 24. – 30. júlí 71.939 kr. WOW air og easyJet Stuttgart 24. – 27. júlí 84.323 kr. Lufthansa Brussel 24. – 29. júlí 86.122 kr. Lufthansa og SAS Farangursverð Þeir sem hafa hug á að ferðast ættu að hafa í huga að sum flugfélög rukka sérstaklega fyrir farangur. Sem dæmi má nefna að hjá WOW air er farangursheimild fyrir ferðatösku utan handfarangurs ekki innifalin í fargjaldinu. Þá er ódýrara að kaupa slíka heimild á netinu. EasyJet rukkar einnig aukalega fyrir töskur og er gjaldið þar 43 Evrur eða um það bil. Edinborg Ódýrast að fara þangað. Nýtt smáforrit Veitir upplýsingar um flokkun og endurvinnslu. Frystu rauðvín Það er óþarfi að hella niður rauð- vínslögginni sem varð eftir í flösk- unni því það má vel frysta af- ganginn og geyma til seinni nota. Gott ráð er að setja rauðvínið í ísklakabox og frysta sem rauðvíns- ísmola. Þótt manni finnist af- gangurinn ekki mikill þá er hann kannski akkúrat það magn sem þig vantar næst þegar þú ferð eft- ir uppskrift sem inniheldur rauð- vín. Þannig sleppur þú einnig við að opna nýja flösku einungis til að nota lögg af henni við matar- gerðina. Úr skúffum í endurvinnsluna Það er hætt við að á flestum heim- ilum megi finna gamla farsíma sem annað hvort eru ónýtir eða nothæfir. Það er ekkert vit í því að láta þessa síma liggja í skúffum og taka upp pláss. Það ætti hins vegar ekki henda þeim því í þeim eru efni sem eru skaðleg umhverfinu og því á að koma þeim til endur- vinnslustöðvar. Á síðu Sorpu er bæklingur sem segir til um hvað skuli gera við raftæki. Öll minni raftæki svo sem farsímar, strau- járn, brauðristar, hárþurrkur, rak- vélar, útvörp, kaffivélar, símar, prentarar, borvélar, tölvur, fartölv- ur, lófatölvur, flatskjáir, leikföng og fleira á að fara með á Endur- vinnslustöðvar. Hægt er að skila nothæfum tækjum til endurnotk- unar í gám Góða Hirðisins. Haltu garð- húsgögnun- um fínum Viðhald á tréhúsgögnum er mikil- vægt til að þau endist lengur og líti betur út. Á síðu BYKO eru upp- lýsingar um hvernig best sé að viðhalda þeim. Þar segir að fyrst skuli bera viðarhreinsi á viðinn. Fólki er bent á að mismunandi efni geti verið með mislanga virkni og því gott að lesa allar leiðbein- ingar áður en efnin eru notuð. Skrúbba skuli húsgögnin með stífum bursta eða háþrýstiþvo þau. Mikilvægt sé að láta viðinn þorna vel áður en slípað er létt yfir hann með sandpappír. Gæta þurfi þó þess að þetta geti valdið litamismun. Að lokum skuli bera viðeigandi viðarolíu á viðinn og þurrka yfir með bómullarklút eftir áburðinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.