Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2013, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2013, Blaðsíða 8
08 Fréttir 22. júlí 2013 Mánudagur K ári Stefánsson, læknir og forstjóri erfðafyrirtækisins Decode, hefur miklar áhyggj­ ur af niðurskurðinum í ís­ lenska heilbrigðiskerfinu og afleiðingum hans. DV ræddi við Kára um íslenska heilbrigðiskerfið í vik­ unni í tengslum við boðaðan niður­ skurð í ríkisrekstri. Kári segir að nú sé svo komið að hans mati að niður­ skurðurinn í heilbrigðiskerfinu kunni að vera farinn að leiða til dauðsfalla: „Taktu nú eftir, og þetta eru ekki ýkj­ ur hjá mér: Er fólk farið að deyja á Ís­ landi af því heilbrigðiskerfið er holað að innan, er fólk raunverulega farið að deyja? Ástandið á Landspítalanum er orðið þannig að hann stendur ekki lengur undir nafni. Við erum komin fram að bjargbrúninni af því það er hvergi hægt að skera niður.“ Boðaður niðurskurður Miklar umræður fara nú fram í sam­ félaginu út af boðuðum niðurskurði sem ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins hefur sagt að sé á stefnuskránni. Ríkisstjórn­ in hefur sett á laggirnar sérstak­ an niðurskurðarhóp sem í sitja Vig­ dís Hauksdóttir og Ásmundur Einar Daðason úr Framsóknarflokknum og Guðlaugur Þór Þórðarson úr Sjálf­ stæðisflokki sem eiga að leggjast yfir hvar séu heppilegast að skera nið­ ur. Vigdís hefur sagt í fjölmiðlum að „allt“ sé undir í niðurskurðarhug­ myndum ríkisstjórnarinnar. Niður­ skurðarhópurinn hittist á fundi á fimmtudaginn og ræddi fyrstu hug­ myndir sínar að niðurskurði. Afleiðingar hagræðingar Miðað við orð Kára hefur niðurskurð­ urinn í heilbrigðiskerfinu verið það mikill á liðnum árum að skorið hafi verið inn að beini og jafnvel lengra enda er heilbrigðiskerfið langt í frá það fyrsta sem komið hefur til umræðu í væntanlegum niðurskurði. Frekar hefur til að mynda verið staldrað við menntakerfið, meðal annars á há­ skólastigi. Þegar Kári er spurður að því hvað hann eigi við með því að fólk sé að deyja á Íslandi út af niðurskurðinum þá tekur hann dæmi um að það taki miklu lengri tíma nú en áður að koma sjúklingi í lífshættu, af slysavarðstofu í hjartaþræðingu. „Um helgar þá tek­ ur núna 45 mínútur að koma sjúklingi sem hefur fengið bráðahjartaáfall, af slysavarðstofunni og í hjartaþræðingu. Ég man ekki nákvæmlega hvað þetta tók langan tíma fyrir niðurskurðinn en hann var miklu styttri. Til að komast í svokallaða elektrófýsíólógíska rann­ sókn á hjartadeild þá er nú eins og hálfs árs bið sem getur skipt sköpum því slík skoðun getur leitt til þess að gera þurfi ákveðnar aðgerðir sem geta komið í veg fyrir hjartsláttaróreglu sem aftur getur leitt til heilablóðfalla. Svo getum við haldið áfram: Á Íslandi fá menn ekki nýjustu lyf því þau eru svo dýr og Tryggingastofnun borgar ekki á móti sjúklingum fyrir slíkt held­ ur aðeins fyrir samheitalyf og við Ís­ lendingar borgum meira úr okkar vasa fyrir lyf en nokkur þjóð í kringum okk­ ur. Það er búið að taka út úr lögunum að lífsnauðsynleg lyf eins og insúlín hjá sykursjúkum og svo framvegis eigi að borgast að fullu af Tryggingastofn­ un. Þessi hluti velferðarkerfisins hefur orðið fyrir gríðarlegum skakkaföllum á liðnum árum, á meðan við reisum austurþýskar alþýðuhallir,“ segir Kári og vísar til byggingar Hörpunnar. Skilur ekki forgangsröðunina Kári segir að hann skilji ekki þá for­ gangsröðun sem hafi verið í samfé­ laginu á liðnum árum og vísar meðal annars til Hörpunnar sem hann seg­ ist þó hafa mikið yndi af. „Þú lýkur við þessa glæsilegu tónleikahöll eins og Hörpuna og hún kostar nokkra milljarða á ári í rekstri. Það er mjög gaman að eiga nýja tónleikahöll og ég fer í hana eins oft og ég get. En af því að við eigum Hörpu þá getum við ekki rekið almennilegt heilbrigðis­ kerfi! Við erum að bora gat í gegn­ um Vaðlaheiðina af því okkur þykir vænt um göt í gegnum fjöll og okk­ ur finnst gott að vita af þeim þarna. Af því við erum að bora gat í gegnum Vaðlaheiðina þá getum við ekki rekið almennilegt heilbrigðiskerfi! Hvað á svona lagað eiginlega að þýða? Skilur þú þetta?“ n Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Viðtal n Kári Stefánsson hefur áhyggjur af niðurskurði í íslenska heilbrigðiskerfinu „Heilbrigðiskerfið er Holað að innan“ Mikið niðri fyrir Kára Stef- ánssyni er mikið niðri fyrir þegar hann ræðir um niðurskurðinn í heilbrigðiskerf- inu á Íslandi og spyr hvort hann hafi valdið dauðsföllum. „Á meðan við reis- um austurþýskar alþýðuhallir... Ákærður vegna barnakláms n Lögreglumaður á Fáskrúðsfirði slapp við ákæru vegna ásakana um misnotkun E kki verður gefin út ákæra í kynferðisbrotamálinu gegn Grétari Helga Geirssyni, lög­ reglumanninum á Fáskrúðs­ firði sem kærður var fyrir kynferðis­ brot í fyrrahaust, þótt fundist hafi barnaklám við húsleit sem gerð var á heimili hans vegna málsins. Hef­ ur manninum hins vegar verið birt ákæra vegna vörslu klámsins. „Það skýtur skökku við að mað­ ur sem sendur er í leyfi og ákærður fyrir að vera með barnaklám á tölv­ unni sinni þyki ekki nægilega grun­ samlegur til að draga fyrir dómstóla í kynferðisbrotamáli gegn barni,“ seg­ ir faðir stúlkunnar sem er hneyksl­ aður á vinnubrögðunum. „Það var enginn ásetningur hjá mér að ætla að eiga þetta,“ segir Grétar í samtali við DV, aðspurður um barnaklámið. „Mér var sagt að fundist hefði myndskeið og að þeir teldu að stelpa sem kæmi fyrir í því væri undir 18 ára aldri. Það er greinilega þeirra mat og þess vegna flokkast þetta sem barnaklám.“ Seg­ ist Grétar hafa notað Pirate Bay fyrir nokkrum árum og halað þar niður ýmiss konar efni. „Þar má finna eró­ tík og ég hafði einstöku sinnum hal­ að niður einhverju þaðan.“ DV greindi fyrst frá málinu gegn lögreglumanninum í maí síðast liðnum og ræddi bæði við föður­ inn og lögreglumanninn. „Að mati Barnahúss og sálfræðinga var fram­ burður dóttur minnar mjög trúverð­ ugur,“ sagði þá hinn fyrrnefndi sem velti því fyrir sér hvort verið væri að hlífa meintum geranda sérstaklega vegna þess að hann hefði starfað fyr­ ir lögregluna. „Það er dálítið furðu­ legt hvernig fjöldi annarra mála hef­ ur komið upp eftir þetta og fengið talsvert fljótari meðferð í kerfinu. Það er eins og þetta mál hafi setið á hakanum á meðan önnur hafa kom­ ist í gegn,“ sagði hann. Í samtali við Fréttablaðið í síð­ ustu viku var rætt við Grétar þegar ljóst var að ekki yrði ákært í mál­ inu sem tengist meintri misnotkun. Þar sagðist Grétar hafa tekið aftur til starfa en væri í sumarfríi. Sýslumað­ ur staðfestir að það sé ekki rétt og að Grétar hafi ekki tekið aftur til starfa eftir að hafa verið vikið úr starfi í haust. Í samtali við Fréttablaðið sagði Grétar að málið væri til komið vegna þess að föður stúlkunnar lík­ aði illa við hann. Það var hins vegar ekki faðir stúlkunnar sem lagði fram kæruna gegn Grétari heldur Barna­ verndarstofa og móðir stúlkunnar. n Umferð muni aukast um 1,23 prósent á ári Vegagerðin hefur endurskoðað langtímaspá sína um umferð á vegum landsins. Í skýrslu Vega­ gerðarinnar segir að reiknað sé með 1,23 prósenta aukningu í um­ ferðinni á ári fram til ársins 2060, en spáin var síðast endurskoðuð árið 2006 og var þá gert ráð fyrir talsvert meiri vexti, eða 1,86 pró­ sent á ári. Sú spá var fyrir tímabil­ ið 2005–2045. Tölur miðast meðal annars við spá Hagstofu Íslands á íbúafjölda í landinu sem spáir að árið 2060 verði fjöldi íbúa á bilinu 387 þús­ und til 494 þúsund. Vegagerðin telur að þá verði fjöldi bíla lands­ manna á bilinu 353 til 537 þúsund og að heildarakstur geti mest orðið um 7,4 milljónir kílómetra. Þá tel­ ur skýrsluhöfundur að samdrætti í umferðinni sé lokið, en nokkuð dró úr bílaeign í kjölfar efnahags­ hrunsins, og einnig að lítil fylgni sé á milli heildaraksturs landsmanna og þróunar bensínverðs. Ákærður í öðru málinu „Það skýtur skökku við að maður sem sendur er í leyfi og ákærður fyrir að vera með barnaklám á tölv- unni sinni þyki ekki nægilega grunsamlegur til að draga fyrir dómstóla í kynferðisbrota- máli gegn barni,“ segir faðir stúlkunnar. Vill leggja niður RÚV Brynjar Níelsson þingmaður Sjálf­ stæðisflokksins vill leggja niður RÚV. Um helgina skiptust Brynjar og Páll Magnússon á skoðunum í gegnum vefmiðlana Pressuna og Eyjuna. Páll benti á að ef RÚV yrði lagt niður yrðu tveir stærstu fjölmiðlar landsins undir stjórn Davíðs Oddssonar og Jóns Ásgeir Jóhannessonar. Brynjar svari með nýjum pistli og telur rök útvarps­ stjóra „klén“. Brynjar tekur með þessu undir skoðanir ritstjóra Morgunblaðsins sem hefur hvað eftir annað skotið þungum skot­ um á RÚV og fréttastofu RÚV. Vilja Brynjar og fleiri sjálfstæðismenn leggja niður stofnunina og spara þannig 4 milljarða á ári. Selatalning á norðvesturlandi Í gærdag fór fram árleg selataln­ ing Selaseturs Íslands á Hvamms­ tanga. Hún fór fram á Vatnsnesi og Heggstaðanesi í Húnaþingi og voru það vísindamenn frá Selasetrinu sem framkvæmdu talninguna með hjálp nokkurra heimamanna og ferðamanna. Farið var gangandi, ríðandi, ak­ andi og siglandi, en taldir eru selir á um 100 kílómetra löngu svæði og tók talningin nokkrar klukku­ stundir. Selatalningin fór fyrst fram árið 2007 og hefur farið árlega fram síðan. Um eitt þúsund selir hafa verið á umræddu svæði undanfar­ in ár, en í fyrra voru þeir þó tals­ vert færri, eða um 600.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.