Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2013, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2013, Blaðsíða 3
Fréttir 3Mánudagur 22. júlí 2013 Nálgast heimsmetið n Auður djúpúðga farin til Færeyja Í slendingarnir fjórir sem hyggj- ast setja heimsmet með því að róa Auði djúpúðgu, sérstökum úthafsróðrarbát, frá Noregi til Ís- lands, lögðu af stað frá Orkneyjum til Færeyja á laugardagsmorgun, en bein vegalengd þar á milli eru 190 sjómílur. Þeir hafa dvalist á Orkn- eyjum í rúman mánuð og beðið eft- ir hagstæðu veðri en gátu loks lagt af stað um helgina. Færeyjar verða ann- ar áfangastaður áhafnarinnar sem hyggst landa í Porkeri á Suðurey. Áhöfnin lagði af stað þann 17. maí síðast liðinn frá Kristiansand í Noregi og kom til Orkneyja mánuði síðar, á þjóðhátíðardegi okkar Íslendinga. Hana skipa þeir Einar Örn Sigur- dórsson, Eyþór Eðvarðsson, Kjartan Jakob Hauksson og Svanur Wilcox. Af persónulegum ástæðum mun Einar þó ekki halda förinni áfram til Færeyja og mun Hálfdán Freyr Örn- ólfsson leysa hann af. Hálfdán er sjómaður og nemi í Stýrimannaskól- anum. Hann tók þátt í Járnkarlinum árið 2010 og var í boðsundssveit sem synti yfir Ermarsundið árið 2012. Takist ofurhugunum að róa frá Noregi til Íslands komast þeir í heimsmetabók Guinness, en leiðin sem þeir hyggjast róa er um tvö þús- und kílómetrar í beinni línu og hef- ur aldrei verið róin áður svo vitað sé. Markmið áhafnarinnar er þó ekki eingöngu að setja heimsmet, heldur einnig að draga fram þau sögulegu at- riði sem tengja saman þjóðir Norður- Atlantshafsins. Saga Auðar djúpúðgu, sem báturinn er nefndur eftir, tengir einmitt saman allt svæðið sem áhöfn- in hyggst róa um. horn@dv.is Óskar Bergsson vill koma aftur Þ að eru margir sem hafa komið að máli við mig og skorað á mig að fara í fyrsta sætið hjá Fram- sóknarflokknum í Reykja- vík,“ segir Óskar Bergsson, fyrr- verandi borgarfulltrúi og forseti borgarstjórnar. Hann segist hins vegar ekki hafa ákveðið hvort hann taki slaginn. Framsóknarflokkurinn stefnir ótrauður á framboð í borgar- stjórnarkosningum í Reykjavík á næsta ári, búið er koma á laggirnar sérstöku ráði innan flokksins undir forystu Þuríðar Bernódusdóttur sem á að sjá um framboðsmálin í borginni fyrir kosningarnar næsta vor. Gamlar væringar Frá því það slitnaði upp úr samstarfi Reykjavíkurlistans hefur mikið gengið á hjá Framsóknarflokknum í Reykjavík. Björn Ingi Hrafnsson vann í prófkjöri og skipaði fyrsta sætið á lista flokksins 2006, þá varð Anna Kristinsdóttir í öðru sæti og Óskar Bergsson í því þriðja. Anna ákvað að hætta vegna óánægju með niðurstöðu prófkjörsins og þá færðist Óskar upp í annað sætið. Björn Ingi settist í borgarstjórn en ákvað að hætta í kjölfar frétta af umdeildum fatakaupum hans og REI-málsins. Óskar varð þá borgar- fulltrúi flokksins og myndaði á end- anum meirihluta með Sjálfstæðis- flokknum í borginni. Aftur var haldið prófkjör 2010 og þá urðu mikil átök. Tveir sóttust eftir fyrsta sætinu, Einar Skúlason og Óskar. Óskar hafði á kjörtímabilinu verið gagnrýndur fyrir spillingarmál. Því var haldið fram að byggingarfélagið Eykt hefði verið einn helsti styrktar- aðili Óskars í prófkjörinu 2006 en Óskar starfaði sem byggingarstjóri hjá Eykt í upphafi tíunda áratugar síðustu aldar. Því var haldið fram að Eykt hefði notið tengsla sinna við Óskar og Framsóknarflokk- inn við úthlutun lóða og verkefna á vegum borgarinnar. Óskar tap- aði fyrir Einari og hætti í kjölfarið í borgar málapóltíkinni. Í öðru sæti varð Guðrún Valdimarsdóttir en hún ákvað að segja sig af lista vegna þess að fyrirtæki sem var að hluta til í eigu eiginmanns hennar kom við sögu í skýrslu Rannsóknarnefnd- ar Alþingis. Valgerður Sveinsdóttir fór þá upp á annað sætið og í þriðja sætið skipaði Þuríður Sveinsdótt- ir. Fylgi framsóknarmanna náði ekki þremur prósentum í síðustu borgar stjórnarkosningum, staða flokksins í borginni hefur líklega aldrei verið jafn slæm og þá. Einar hættur Einar Skúlason, efsti maður á lista frá því í síðustu kosningum, sagði í samtali við DV að hann væri hættur. „Ég sagði mig úr Framsóknar- flokknum fyrir tveimur árum,“ sagði hann. Valgerður Sveinsdótt- ir sem skipaði annað sætið sagðist ekki geta tjáð sig um hvort að hún hefði áhuga á að blanda sér í bar- áttu um toppsætið. Þuríður Bern- ódusdóttir sem skipaði þriðja sætið er nú orðinn formaður borgarmála- ráðs Framsóknarflokksins. Hún vildi lítið tjá sig um framtíðaráætl- anir sínar. „Það verður hafist handa strax eftir verslunarmannahelgi við að skoða hvernig listinn kemur til með að líta út fyrir næstu borgar- stjórnarkosningar,“ segir hún. Það verður á brattann að sækja fyrir Framsóknarflokkinn fyrir næstu kosningar. Þar sem hann hefur ekki átt fulltrúa í borgar- stjórn hefur hann heldur ekki átt aðild að neinum nefndum borgar- innar. Flokkurinn hefur því ekki verið í umræðunni um borgar- mál þetta kjörtímabil. Stjórnmála- fræðingur sem DV ræddi við sagði að það gæti komið flokknum til góða að hafa verið í fríi í fjögur ár í borginni. Hann gæti, ef menn héldu rétt á spöðunum, komið inn með nýja og ferska rödd í borgar- málaumræðuna. Flokkurinn hefði verið í umræðunni á síðasta kjör- tímabili vegna ýmissa spillingar- mála og það væri kannski farið að fyrna yfir þau. n n Segir marga hafa komið að máli við sig n Tíðinda að vænta fljótlega „Þar sem hann hef- ur ekki átt fulltrúa í borgarstjórn hefur hann heldur ekki átt aðild að neinum nefndum borgar- innar. Hyggur á endurkomu Óskar Bergsson tapaði fyrir Einari Skúlasyni í prófkjöri hjá Framsóknar- flokknum fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar. Óskar segir að margir hafi komið að máli við sig og skorað á sig í framboð fyrir kosningarnar næsta vor. Flokkurinn beið afhroð í borginni í síðustu kosningum. Jóhanna Margrét Einarsdóttir blaðamaður skrifar johanna@dv.is hjá eignarhaldsfélögum sem tengj- ast þessum tveimur mönnum sem nú eru að hefja nýtt ævintýri með byggingu stærsta hótels landsins við Höfðatorg. „Jú, að sjálfsögðu veltir mað- ur ýmsu fyrir sér og vill ekki fara of geyst. En það er ljóst að þörfin er fyrir hendi,“ sögðu Ólafur og Davíð sonur hans, aðspurðir um það í samtali við Morgunblaðið í síðustu viku, hvort hótelbransinn hérlend- is sé á svipaðri leið og loðdýrarækt- un og laxeldi á árum áður. 70 milljón króna arðgreiðsla 2011 Fyrirtækið Íslandshótel varð til fyrir tveimur árum þegar nokkur minni fyrirtæki í eigu Ólafs og fjöl- skyldu gengu í gegnum fjárhags- lega endurskipulagningu eins og Aðalgröf hf., Hótel Reykjavík ehf., Fosshótel ehf., Helgaland ehf., Kaupgarður hf. og áðurnefnt Hús- eignarfélagið Sigtún 38 ehf. sem fékk nærri þrjá milljarða króna af- skrifaða af skuldum sínum. Íslandshótel skilaði 170 millj- ón króna hagnaði árið 2011. Þá borgaði Íslandshótel eina eiganda sínum, eignarhaldsfélaginu ÓDT, 70 milljónir króna í arð vegna rekstrar ársins 2011. ÓDT heitir í höfuðið á Ólafi og er alfarið í hans eigu en ÓDT skilaði sjálft 300 millj- ón króna hagnaði árið 2011. Ólafur hefur lengi verið viðloðandi hótel- bransann en hann keypti rekstur Hótels Reykjavík við Rauðarár- stíg árið 1992 og keypti stuttu síð- ar Holiday Inn og breytti nafni þess í Grand Hótel. Þá heyrir Hotel Reykjavik Centrum einnig undir hans auk Fosshótela sem rekin eru víða um landið. n AfskriftAkóngAr byggjA hótelturn við höfðAtorg n Félag tengt Ólafi Torfasyni, hótelstjóra Grand Hótels fékk 3 milljarða afskrifaða Ofurhugar Takist fjórmenningunum að róa frá Orkneyjum til Færeyja og þaðan til Íslands komast þeir í heimsmetabók Guinness.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.