Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2013, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2013, Blaðsíða 13
Fréttir 13Mánudagur 22. júlí 2013 Bílaverkstæði Varahlutaverslun Smurstöð Dekkjaverkstæði Bremsur, spindilkúlur, stýrisendar, o.fl., o.fl. Allar gerðir bætiefna fyrir vél, drif og gírkassa www.bilaattan.is Allt á einum stað N ý rannsókn á vegum Há- skólans í Arizona í Banda- ríkjunum hefur leitt í ljós að hátíðnihljóðbylgjur úr hefðbundnu sónartæki kunni að hafa jákvæð áhrif á líðan fólks. Sé bylgjunum beint að ákveðn- um svæðum heilans geti það bætt eða breytt líðan fólks en bundnar eru vonir við að aðferðin geti nýst til þess að meðhöndla kvíða og þung- lyndi. Sónar á heila Hljóðbylgjurnar sem um ræðir heita „ultrasound“ en eru jafnan kallaðar ómun eða einfaldlega sónar á ís- lensku. Tæknin er meðal annars nýtt til að skoða fóstur og börn í móður- kviði og er sennilega þekktust sem slík. Það er Dr. Stuart Hameroff sem fór fyrir rannsókninni en hún er fyrsta klíníska rannsóknin þar sem ómun er beitt á heila. Grein um niðurstöð- ur rannsóknarinnar birtist nýlega í tímaritinu Brain Stimulation. Hameroff fékk hugmyndina út frá annarri rannsókn þar sem ómun var beitt á heila dýra en niðurstöðurn- ar leiddu í ljós að bylgjurnar höfðu áhrif á líðan og hegðun. Eins og einn martini Hameroff stakk upp á því við sam- starfsmann sinn í skólanum að gera prófanir á sjúklingum með króníska verki en samstarfsmaðurinn stakk upp á því að prófessorinn gerði til- raunir á sér fyrst. Hameroff setti hefðbundið sónartæki að höfði sér í 15 sekúnd- ur. „Ég lagði það frá mér og hugsaði „Jæja þetta virkar ekki,“ sagði Ha- meroff í viðtali á SienceDaily.com. „Síðan um mínútu seinna byrjaði mér að líða eins og ég hefði fengið mér einn martini.“ Hameroff segir skapgerð sína hafa breyst og að hann hafi orðið óvanalega léttur í lund næstu tvo tímana. Hann gat þó ekki útilokað að um placebo- eða gervi- viðbrögð hafi verið að ræða vegna væntinga sinna um að aðferðin hefði áhrif og því ákvað hann að setja af stað klíníska rannsókn. Prófanir á nemendum Þegar rannsóknarnefnd hafði ver- ið skipuð yfir rannsókninni og sam- þykki fengist frá stjórn háskóla- sjúkra hússins í Arizona hófst rann sókn þar sem aðferðin var reynd á 31 sjúklingi með krón íska verki. Til að tryggja óhlut drægni vissi hvorki sjúklingurinn né lækn- irinn hvort kveikt væri á hljóðbylgj- unum eða ekki. Niðurstöðurnar sýndu að líðan sjúklinga varð betri í allt að 40 mín- útur eftir að bylgjunum var beitt en líðan breyttist ekki þegar þær voru ekki í notkun. Til að mæla líðan var notast við Visual Analog Mood Scale, VAMS, sem oft er notað í sál- fræðirannsóknum. Doktorsnemar í sálfræði við há- skólann, tóku því næst rannsókn- ina upp og framkvæmdu tilraunir á sjálfboðaliðum sem voru nemar í sálfræði við skólann. Þeir komust að því að bylgjutíðni við tvö mega- hertz í 30 sekúndur væri líklegust til árangurs. Niðurstöður þeirra sýndu að fólk upplifði sig „léttara“ í skapinu og „hamingjusamara“. Tæki í smíðum Frekari rannsóknir voru gerðar í kjölfarið og nú er háskólinn kominn í samstarf með fyrirtækinu Neuro- tek sem staðsett er í Kísildalnum fræga. Er verið að vinna að gerð tækis sem hægt er að ganga með daglega. Hameroff segir bylgjurn- ar skaðlausar svo lengi sem þeim sé ekki beitt á of miklum styrk og einungis í stutta stund í einu. n n Hátíðnibylgjur örva heilann n Tæki til daglegra nota þegar í þróun Sónar gegn kvíða Ásgeir Jónsson blaðamaður skrifar asgeir@dv.is Dr. Stuart Hameroff Sést hér með sónartæki við höfuð sér en hann er sannfærður um góð áhrif þess. Sónar til heilsu? Nýjar rann- sóknir benda til að bylgjurnar geti haft jákvæð áhrif á líðan fólks. Hópnauðgun í Texas Tíu karlmenn eru sagðir hafa skipst á að nauðga 13 ára stúlku í Texas og hvatt hver annan áfram við verknaðinn á meðan myndband af árásinni var tekið upp á farsíma. Þetta kom fram á vef Huffington Post um helgina Árásin átti sér stað að morgni dags þann 29. júní síðast liðinn og stóð yfir í nokkrar klukkustundir. Stúlkan hafði flúið af barnaheimili og þegið far með þremur ókunnug- um karlmönnum. Á myndinni hér að ofan sjást Juan Lozano Ortega, 25 ára, og Edgar Gerardo Guzman Perez, 26 ára, sem voru á miðvikudaginn kærðir vegna árásarinnar. Læknar sem skoðuðu stúlkuna greindu lög- reglu frá því að áverkar stúlkunnar væru í samræmi við lýsingu hennar. Árið 2010 voru fimmtán einstak- lingar dæmdir fyrir hópnauðgun í Texas. Sá sem hlaut þyngsta dóm- inn var dæmdur í 99 ára fangelsi. „Hefði getað verið ég“ „Trayvon Martin hefði getað ver- ið ég fyrir 35 árum,“ sagði Barack Obama forseti Bandaríkjanna í utandagskrárumræðu á blaða- mannafundi í Hvíta húsinu um helgina. Obama sagði mikla reiði vera í samfélagi Bandaríkjamanna af afrískum uppruna. Obama sagði að fáir þeldökkir karlmenn í Bandaríkjunum hefðu ekki upplif- að það að vera eltir í matvörubúð- um eða að bílhurðum sé smellt í lás þegar þeir labbi fram hjá. „Þetta á við um mig líka. Ég hef sjálfur upplifað þetta.“ Mikil umræða hef- ur skapast um þessi mál eftir að George Zimmerman var sýknaður en hann skaut óvopnaðan ungling, Trayvon Martin, til dauða.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.