Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2013, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2013, Blaðsíða 19
Sport 19Mánudagur 22. júlí 2013 Eins og skrattinn úr sauðarleggnum n Fátt benti til að Phil Mickelson ynni sigur á Opna breska í golfi Þ ó golf virðist mörgum ró- legheitasport geta aldeilis orðið tíðindi í þeirri íþrótt með skömmum fyrirvara. Fátt benti til að Bandaríkjamað- urinn Phil Mickelson ætti mikla möguleika að standa uppi sem sigur vegari þegar leikur var hálfn- aður á lokadegi Opna breska meist- aramótsins. Það gerði hann samt og tryggði sér sinn fjórða sigur á stór- móti í golfi. Opna breska mótið er elsta og virtasta stórmótið í golfinu og undanfarin ár hefur lokadagurinn oftar en ekki verið æsispennandi eins og raunin var í gær. Þegar dagurinn hófst var heimamaður- inn Lee Westwood með tveggja högga forskot á Tiger Woods sem var annar og þriggja högga for- skot á Phil Mickelson. Margir vildu sjá Westwood sigra en hann hefur aldrei unnið á stórmóti og er einn af fáum stjörnum í íþróttinni sem enn hefur ekki hampað einum slíkum. Mickelson byrjaði ekki með nein- um stæl heldur paraði fyrstu fjórar meðan Ian Poulter og Henrik Sten- son virtust í miklu stuði og Stenson fékk strax tvo fugla á fyrstu þremur brautunum. Poulter var valtur til að byrja með en á 9. braut sökkti hann einum erni og svo þremur fuglum í röð. Hvorugur átti þó í Phil Mickel- son þegar upp var staðið en Banda- ríkjamaðurinn setti tvo fugla á fyrri níu og eina fjóra á seinni níu til að tryggja sér titilinn á þremur undir pari. n Uppgjör Suarez Luis Suarez kom til liðs við fé- laga sína í Liverpool á æfingaferð liðsins í Ástralíu í gærdag og gekk beint á fund við þjálfara liðsins en það er í fyrsta skiptið sem þeir ræðast við eftir að Suarez tilkynnti löngun sína til að fara frá liðinu fyrr í sumar. Vakti sú yfirlýsing hörð viðbrögð Rodgers þjálf- ara sem hefur ítrekað sagt að Su- arez fari ekki neitt. Það er þó lítið hægt að gera við leikmann sem ekki vill spila, annað en selja og mörg félagslið eru sögð reiðubú- in að greiða vel fyrir sóknarmann- inn. Arsene Wenger hjá Arsenal er sagður mjög áhugasamur og þó forráðamenn Real Madrid hafi neitað áhuga fyrr í sumar greina spænskir miðlar frá því að Suarez komi til greina, fái hann sölu. Ronaldo kyrr í Madríd Carlo Ancelotti, stjóri Real Madrid, segist fullviss að Cristiano Ronaldo verði áfram í herbúðum liðsins og framlengi samning sinn fljótlega til næstu ára. Ronaldo hefur neitað að skrifa undir samn- ing sem honum var boðinn í vor og hefur enn ekki staðfest neitt um framtíð sína en stjórn Real vill auðvitað tryggja sér kappann til frambúðar enda leikmaður sem enginn vill missa til andstæðinga. Ancelotti var einmitt stjóri þess liðs sem hefur haft hvað mestan áhuga á Ronaldo og næga fjár- muni til að bjóða ef hann væri fal- ur. Eigandi PSG hefur opinberlega sagst vilja kaupa Portúgalann og peningar séu þar engin fyrirstaða. Ná Messi og Neymar saman? Töluvert er um það rætt hvernig þeim gangi að spila saman, stór- stjörnum Barcelóna, Neymar og Messi og fjöldi spekinga lagt lóð sín á vogarskálarnar í þeirri um- ræðu. Sérstaka athygli hafa vakið ummæli Frank de Boer, þjálf- ara Ajax og fyrrum leikmanns Barcelóna, að hann sjái stjörnurn- ar tvær ekki ná saman inni á vell- inum. Þvert á móti séu egó beggja svo stór að það endi með ósköp- um. Annar frægur Hollending- ur, Johan Cruyff, er á öndverðri skoðun og segir báða leikmenn- ina atvinnumenn sem vilji sigra fremur en nokkuð annað og báðir viti að sigur í fótbolta vinnst ekki á einstaklingnum heldur á liðs- heildinni. Lokastaðan á Opna breska 1. Phil Mickelson -3 2. Henrik Stenson PAR 3. Ian Poulter +1 4. Adam Scott +1 5. Lee Westwood +1 6. Hideki Matsuyama +2 7. Zach Johnson +2 8. Tiger Woods +2 9. Francesco Molinari +3 10. Hunter Mahan +3 Meistarinn 2013 Mickelson kampakát- ur með titilinn en í síð- ustu viku sigraði hann líka Opna skoska meistaramótið. Góð vika hjá karlinum. L eikurinn í dag [gegn Svíþjóð] var vonbrigði en heilt yfir er ég mjög ánægður. Við náð- um öllum markmiðum okk- ar sem við settum fyrir mótið og sannarlega er hægt að byggja á þessu til framtíðar,“ segir Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálf- ari kvennalandsliðs Íslands, sem tapaði í gær 4–0 fyrir heimamönn- um í Svíþjóð í átta-liða úrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu. Íslenska kvennalandsliðið mætti þar ofjörlum sínum en úrslitin þýða að Ísland er þar með úr leik á mótinu. Stelpurnar geta þó sannar- lega borið höfuðið hátt því lengra hefur íslenskt landslið aldrei farið í stórkeppni. Leikurinn var helst til ójafn í fyrri hálfleik en íslensku stelpurn- ar fundu sig ekki vel í byrjun leiks- ins og þær sænsku tóku öll völd strax í byrjun. Gríðarleg pressa var á sænsku stelpurnar fyrir leikinn og varla laust sæti á leikvangin- um þegar leikurinn hófst. Pressan virðist hafa verið til góða því þær sænsku spiluðu af ástríðu frá fyrstu mínútu og höfðu skorað þrívegis á rúmum tuttugu mínútum. Þá náðu íslensku stelpurnar vopnum sín- um aðeins á ný um tíma og batn- aði leikur þeirra án þess þó að þær næðu að ógna sænska markinu að ráði. Sænsku stelpurnar héldu uppi mikilli pressu og náðu að bæta við einu marki í síðari hálfleik og loka- tölur 4–0 tap. Byggja á þessum árangri Þó landsliðið okkar hafi lokið leik á EM í þetta skiptið mega þær vera stoltar af árangrinum. Ekki að- eins komst landsliðið okkar í ann- að skipti í röð á Evrópumót heldur náðu stelpurnar í fyrsta sinn í stig með jafntefli gegn Noregi og frækn- um sigri gegn Hollandi og komust í átta liða úrslitakeppnina. Fyrir fjór- um árum fóru þær heim strax að riðlakeppninni lokinni stigalaus- ar. Það var einmitt markmiðið fyrir mótið að komast í átta-liða úrslitin og enginn þrætir fyrir að stelpurnar áttu það skilið og lögðu á sig mikla vinnu en andstæðingar liðsins á mótinu eru allir hærra skrifað- ir á styrkleikalista FIFA. Landsliðs- þjálfarinn segir kannski óraunhæft að ætla að sigra landslið Svíþjóðar sem er það fimmta besta í heimin- um samkvæmt ofangreindum lista og höfðu duglegan stuðning heima- manna á bak við sig. Samningur þjálfarans úti Sigurður Ragnar Eyjólfsson hefur síð- ustu sjö árin þjálfað kvennaliðið og komið því á kort bestu þjóða heims en samningur hans við KSÍ er nú runninn út. Aðspurður um framhaldið segir Sigurður að væntanlega verði fundað á næstunni en hvort sem hann verði ráðinn áfram eða nýr þjálfari taki við kvennalandsliðinu sé sannarlega hægt að byggja á þeirri reynslu og efnivið sem í landsliðinu er nú. Fleira er að breytast hjá íslenska landsliðinu því leikurinn í gær var síðasti landsleikur Katrínar Jónsdóttur, fyrirliða liðsins, en hún hyggst leggja skóna á hilluna. Hún á að baki ótrúlega langan og far- sælan feril sem nær allt aftur til ársins 1992 þegar hún lék fyrst með ung- lingalandsliði en með aðallandsliðinu hefur Katrín spilað 132 leiki og skorað í þeim 21 mark. Geri aðrir betur. n Úr leik en geta þó borið höfuðið hátt n Kvennalandsliðið úr leik á EM n Samningur þjálfarans útrunninn Albert Örn Eyþórsson blaðamaður skrifar ritsjorn@dv.is „Við náðum öllum mark- miðum okkar sem við sett- um fyrir mótið Tölfræði íslands Ísland – Noregur 1–1 Ísland – Þýskaland 0–3 Ísland – Holland 1–0 Ísland – Svíþjóð 0–4 Leikir: 4 Sigur: 1 Jafntefli: 1 Töp: 2 Mörk skoruð: 2 Skot á mark: 10 Skot framhjá: 11 Horn: 7 Aukaspyrnur: 5 Víti: 1 Gul spjöld: 3 Sara Björk vonsvikin Hún stóð sig frábær- lega allt mótið eins og stelpurnar allar í lands- liðinu. Mikill og góður efniviður til framtíðar. SkjáSkOt aF veF UeFa.cOM Sigurður Ragnar Hefur náð að byggja upp frábært landslið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.