Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2013, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2013, Blaðsíða 26
F jölmiðlar í Bandaríkjunum og víðar hafa logað síðustu daga vegna sviplegs fráfalls hins unga leikara Corey Monteith. Corey fannst látinn á hótel- herbergi í Vancouver laugardaginn 13. júlí og er talinn hafa látist úr of stórum skammti af heróíni, aðeins 31 árs að aldri. Corey er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Finn Hudson í dramatísku gamanþáttunum Glee. Hann hef- ur glímt við áfengis- og lyfjafíkn um margra ára skeið en langaði til að sigrast á fíkninni og skráði sig til að mynda í meðferð í apríl síðastliðn- um með stuðningi frá kærustu sinni og meðleikkonu í Glee, Leu Michele. Vandræðaunglingur Corey fæddist 11. maí 1982 í borginni Calgary í Alberta í Kanada. Foreldrar hans skildu er hann var sjö ára gam- all svo hann og bróðir hans ólust upp hjá móður sinni í Victoria í Bresku Kólumbíu. Faðir Corey var hermað- ur og hitti hann föður sinn því lítið eftir skilnaðinn. Corey var sannkallaður vand- ræðaunglingur. Vímuefnaneysla hans hófst strax á táningsaldri, en 13 ára gamall var hann byrjaður að neyta bæði áfengis og kannabisefna og varð strax háður efnunum. Hon- um leið ekki vel í skóla og skrópaði mikið, en 16 ára gamall gafst hann upp á námi eftir að hafa flakkað á milli 16 mismunandi skóla og hvergi fundið sig. Árið 2011 lauk hann loks stúdentsprófi frá einum af þeim 16 skólum í Victoria sem hann hafði gengið í sem unglingur. Komið í meðferð Þegar hann var 16 ára var áfengis- og vímuefnaneyslan orðin svo mikil að Corey var farinn að snúa sér að smá- glæpum til að fjármagna neysluna, en hann stal til að mynda peningum frá vinum og vandamönnum. 19 ára gömlum var honum komið í með- ferð af móður sinni og bestu vinum og náði í kjölfarið að halda sér edrú í nokkur ár. Corey hefur talað um að hann hafi verið afar þakklátur fyrir að hafa verið sendur í meðferð, hún hafi hreinlega bjargað lífi hans, en eftir meðferðina hóf hann að endurskoða líf sitt og vinna í starfsframa sem leik- ari og tónlistarmaður. Hæfileikaríkur Corey hóf ferilinn í Vancouver þar sem hann náði að landa litlum hlut- verkum í ýmsum sjónvarpsþáttum og birtist auk þess í myndum á borð við Final Destination 3, Whisper og Deck the Halls. Það var ekki fyrr en upptaka með honum að syngja 80‘s slagarann Can‘t Fight This Feeling sem honum tókst að næla í stærsta hlutverk ferilsins sem íþróttastrák- urinn Finn Hudson í söngþáttun- um Glee. Þættirnir hófu göngu sína árið 2009 og eru gríðarlega vinsælir í Bandaríkjunum, en alls hafa verið gerðar fjórar seríur og er sú fimmta væntanleg í haust. Óvíst er þó hvern- ig framleiðendur þáttanna munu snúa sér í ljósi þess að einn aðalleik- aranna er nú fallinn frá. Lifði tvöföldu lífi Fjölmiðlar greindu frá því nýverið að Corey hafi í raun lifað tvöföldu lífi. Hann hafi náð að halda fíkninni í skefj- um á meðan hann var við tökur á Glee í Los Angeles, en um leið og hann fór aftur til heimaborgar sinnar, Vancou- ver í Kanada, hafi hann djammað mik- ið og neytt áfengis og fíkniefna svo dögum skipti. Það er því ekki ólíklegt að eitt slíkt djamm hafi dregið þennan hæfileikaríka leikara til dauða. n 26 Fólk 22. júlí 2013 Mánudagur B reski Oasis-rokkarinn Liam Gallagher hyggst stefna bandaríska dagblaðinu New York Post fyrir að skrifa frétt um barn sem Gallagher á að hafa átt utan hjónabands á síðasta ári. Það er breska blaðið The Guardian sem greinir frá þessu. Í grein New York Post er sagt frá því að Gallagher hafi verið stefnt fyrir fjölskyldudómstól á Man- hattan vegna stúlku sem hann á að hafa eignast í leynilegu ástar- sambandi. Stúlkan eigi nú að vera tæplega ársgömul og hafi orðið til í framhjáhaldi Gallagher við dular- fulla konu sem sérhæfi sig í að taka viðtöl við frægt fólk. Samkvæmt grein blaðsins fer konan fram á þrjár milljónir bandaríkjadollara, en það samsvarar tæpum 365 milljónum íslenskra króna. Gallag- her, sem áður var söngvari rokk- hljómsveitarinnar Oasis, er giftur kanadísku söng- og leikkonunni Nicole Appleton, en þau gengu í það heilaga árið 2008. Saman eiga þau eitt barn auk þess sem Gallagher á tvö önnur börn úr fyrri hjónaböndum. Ósáttur Liam Gallagher er ekki ánægður með umfjöllun um mögulegt framhjáhald. Stefnir New York Post n Ósáttur við umfjöllun um meint framhjáhald Jason Biggs að verða faðir Bandaríski leikarinn Jason Biggs á von á sínu fyrsta barni ásamt eigin konu sinni, Jenny Mollen. Þetta tilkynnti leikarinn í sjón- varpsþættinum Chelsea Lately í síðustu viku. Biggs er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Jim Levenstein í hinum sívin- sælu American Pie-myndum, en hann kynntist Mollen við tökur á myndinni My Best Friend‘s Girl og gengu þau í það heilaga árið 2008. „Síðustu orð hans til mín voru: „Ég vil ná bata“ „Síðustu orð hans til mín voru: „Ég vil ná bata,“ og mér hefur alltaf fundist eins og þetta hafi átt við alveg þar til hann lést,“ segir Ryan Murphy, framleið- andi Glee-þáttanna sem Cory Monteith fór með aðalhlut- verk í. Murphy er í viðtali við sjón- varpsstöðina E! þar sem hann ræðir sviplegt fráfall leikarans. Monteith glímdi lengi við eitur- lyfja- og áfengisfíkn og dró það hann að endingu til dauða. „Mér hefur alltaf fundist eins og hann hafi viljað sigra fíknina en að hann hafi verið sakbitinn og niðurlægður af því að honum tókst það ekki,“ segir Murphy. Ryan Murphy Framleiðandinn á bak við Glee-þáttaröðina. Mynd: ReuteRs Cory Monteith Lést eftir að hafa tekið inn of stóran skammt af heróíni. Sorgarsaga Corey Monteith n Heróín dró Glee-stjörnu til dauða n Lifði tvöföldu lífi og faldi neysluna Ástfangin Monteith ásamt unnustu sinni og meðleikkonu, Leu Michele.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.