Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2013, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2013, Blaðsíða 15
Til hvers hvalveiðar? Spurningin „Ég verð heima hjá mér.“ Áslaug Erla Nemi „Ég verð í vinnunni.“ Anke Sálfræðingur „Ég verð heima hjá mér.“ Barbara Á eftirlaunum „Kannski fer ég á krakkaskemmtun.“ Charoldtt Leikskólakennari „Verð kannski með vinkonum mínum.“ Andrea Nemi Hvað á að gera um verslunar- mannahelgina? Rússar sýna tennurnar á heræfingu R ússar halda þessa dagana um­ fangsmestu heræfingar sem landið hefur haldið síðan á dög­ um kalda stríðsins. Um 160.000 hermenn taka þátt og þúsundir skriðdreka og brynvarinna bifreiða eru notaðar. Þá eru 170 flugvélar og 70 skip einnig notuð á æfingunum. Síðasta stóra æfing af þessu tagi var haldin árið 1980 af þáverandi Sovétríkjunum. Þetta kemur fram á vef sænska Aftonbladet og þar kemur einnig fram að í haust munu Rússar halda heræf­ ingar nálægt Svíþjóð. Á sama tíma ætl­ ar NATO að halda heræfingar á sama svæði! „Þetta er afturhvarf til tíma kalda stríðsins,“ segir Rússlandssér­ fræðingurinn dr. Kristian Gerner pró­ fessor í sagnfræði við háskólann í Lundi. Hann var í viðtali í DV í fyrra­ sumar um stöðu mála í Rússlandi, þar á meðal um þróun lýðræðis í landinu og stjórnarhætti forsetans, Vladimirs Pútíns. Þeir hafa verið gagnrýndir harkalega undanfarin misseri. „Það er barist um framtíð Rúss­ lands,“ segir Gerner. „Þetta er barátta á milli þeirra sem horfa hvað mest á almenna efnahagsþróun og hins vegar þeirra sem einblína á herinn og áhrif hans.“ „Með æfingum af þessum toga vill maður sýna mátt hersins og að það sé búið að nútímavæða rúss­ neska herinn.“ Næsta æfing Rússa verður í haust og ber heitið „Zapad“ sem þýðir „vestrið“ og er það ná­ kvæmlega sama nafn og síðasta stóræfing Sovétríkjanna hét. Æft verður á svæðum í Eystrasaltinu. „Það er greinilegt að Rússar eru með þessu að undirstrika að Eystrasaltið er þeirra áhrifasvæði,“ segir Gerner í samtali við Afton­ bladet. Hann hefur skrifað fjölda greina og gefið út bækur um mál­ efni Rússlands. Í haust verður heræfing hjá NATO og þær upplýsingar hafa lek­ ið út að með þeim eigi að æfa varnir Eystrasaltsríkjanna! Sem einu sinni tilheyrðu öll Sovétríkjunum. Það er því „ilmandi“ kaldastríðs­ lykt af þessu öllu saman og hreinlega spurning hvort þetta muni leiða til spennu og neistaflugs á milli austurs og vesturs að nýju? F orsenda iðnaðarhvalveiða við Ís­ landsstrendur hefur frá miðri síð­ ustu öld verið erlendir markaðir. Þegar langreyðaveiðar hófust að nýju eftir hátt í þrjátíu ára hlé voru höfð uppi stór orð um sköpun fjölda starfa og milljarða gjaldeyristekjur. Hvorugt hef­ ur gengið eftir. Aðfaranótt sunnudags­ ins 21. júlí sigldi leiguskipið Pioneer Bay inn í Sundahöfn í fylgd tveggja hvala­ skoðunarbáta frá Eldingu og Special­ tours. Um borð voru sex gámar af lang­ reyðakjöti sem til stóð að flytja til Japan en yfirvöld í Hollandi og Þýskalandi stöðvuðu. Stórir plastfingur bentu á flutningaskipið frá hvalaskoðunarbátn­ um og á löngum borða var varpað fram spurningunni: Til hvers? Það er auðvitað stóra spurningin. Til hvers er Kristján Loftsson aðaleig­ andi Hvals hf. og stórútgerðarmaður að standa i viðskiptum sem hann stór­ tapar á? Margir hafa velt þessu fyrir sér en svarið blasir ekki við. Faðir hans Loftur, stofnaði Hval hf. 1948 þegar Bretar og Bandaríkjamenn höfðu ekki lengur not fyrir aðstöðuna í Hvalfirði sem gegnt hafði veigamiklu hlutverki í heimsstyrjöldinni síðari. Á árun­ um fram undir 1990 skapaðist mikil stemning í kringum veiðarnar og sér­ staklega hvalskurðinn og eiga margir ánægjulegar ungdómsminningar frá þeim tíma. En tímarnir breytast og maður skyldi ætla mennirnir með en vissulega eru á því undantekningar. Erlendir fjölmiðl­ ar og umhverfisverndarsamtök hafa ýtt undir þjóðernistilfinningar tengd­ ar veiðunum með því að tala um að Ís­ lendingar stundi hvalveiðar og að stöðva þurfi Ísland í því sambandi. Það er auð­ vitað ekki þannig. Staðreyndin er ein­ faldlega sú að hvalveiðar hérlendis eru einkum reknar áfram af einum manni. Hvort sem það er vegna arfleifðar föð­ ur hans eða eigin þrjósku þá gildir það einu. Þetta brambolt stríðir gegn íslensk­ um hagsmunum og löngu tímabært að fólk standi upp og segi hingað og ekki lengra. En eru hvalveiðarnar ekki órjúfanleg­ ur hluti íslenskrar sögu og menningar? Hvalveiðar hófust vissulega við Ísland með skipulögðum hætti á sléttbak árið 1604 en það voru ekki Íslendingar sem stunduðu þær veiðar heldur Baskar. Það voru sömuleiðis ekki Íslendingar sem stunduðu iðnaðarveiðar á hval í rúm 300 ár þar á eftir heldur aðrar Evrópuþjóð­ ir og hvalveiðifyrirtæki eitt á Vestfjörð­ um á ofanverðri nítjándu öld og fram til 1915 og var skráð með höfuðstöðvar sínar í New York. Nokkrar misheppnað­ ar tilraunir voru gerðar af Íslendingum að hefja iðnaðarveiðar á hval en það var ekki fyrr en 1948 með stofnun Hvals hf. að það tókst. Sennilega var hvergi í heiminum jafn sterk andstaða við hvalveiðar og á Ís­ landi á 19. og framanverðri 20. öld. Hana má rekja aftur til ársins 1883 þegar borg­ arafundir voru víða um land haldnir gegn veiðunum. Fólk var ósátt við arðrán erlendra hvalveiðimanna, mengun og sóðaskap auk þess sem fólk taldi að of­ veiði á hval spillti fiskveiðum. Svo öflug var þessi andstaða að Alþingi samþykkti frumvarp til laga um allsherjar bann við hvalveiðum við Ísland 1913, sennilega fyrst ríkja í heiminum. Banninu var aflétt fyrst árið 1928 einkum vegna mikils þrýstings Norðmanna. Þótt hvalkjöt hafi lengst af verið fáan legt á Íslandi var það ekki vegna iðnaðar veiða Íslendinga heldur vegna hvalreka eins og gömul merking orðsins felur í sér. Nú, rétt eins og fyrir 100 árum, ættu Íslendingar að sjá sóma sinn og kjark í því að banna hvalveiðar örfárra aðila í stað þess að gera þær að sínum. Það er til mikils að vinna fyrir Ísland. Votir ferðalangar Ferðamenn hafa verið blautir og kaldir það sem af er sumri á Suður- og Vesturlandi en hlýindi eru í kortunum. Mynd sigtryggur ari Myndin Umræða 15Mánudagur 22. júlí 2013 1 Heimilislaus Gunnar Smári Gunnar Smári Egilsson leitar að ódýrum gististöðum í Evrópu. 2 „Ég þarf bara að komast í gegnum þetta“ Hin norska Marte Dalelv var dæmd í sextán mánaða fangelsi eftir að hafa kært nauðgun. 3 Einn róðrarkappinn hættir vegna persónulegra ástæðna Einar Örn Sigurdórsson mun ekki ljúka róðri frá Noregi til Íslands, en fjórir Íslendingar hyggjast slá heimsmet með róðrinum. 4 „Það versta sem ég hef upplifað“ Kona var skotin til bana á lestarstöð í Umeå í Svíþjóð í gærmorgun. 5 Börnin skelfingu lostin þegar móðir þeirra féll úr rússíban- anum Kona féll til bana í rússíbana í Texas á laugardag. 6 Glænýtt tungumál sem enginn yfir fertugt talar Ungir frumbyggjar í Ástralíu hafa þróað með sér nýtt tungumál. 7 Giftir eftir þriggja ára sam-band Modern Family-stjarnan Jesse Tyler Ferguson er genginn í það heilaga með Justin Mikita, ástmanni sínum til þriggja ára. Mest lesið á DV.is „Það er auðvitað stóra spurningin. Til hvers er Kristján Lofts- son aðaleigandi Hvals hf. og stórútgerðarmaður að standa i viðskiptum sem hann stórtapar á? Kjallari Sigursteinn Másson fulltrúi IFAW á Íslandi Af blogginu Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Veikur maður og það vissu allir Þetta var bölvað högg Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir í viðtali um Ólaf F. Magnússon. – Nýtt lífIllugi Gunnarsson menntamálaráðherra um Sjóð 9. – DV Lágkúruleg aðför og ósannindi Ólafur F. Magnússon um ásakanir Þorbjargar Helgu Vigfúsdóttur. – dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.