Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2013, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2013, Blaðsíða 27
Fólk 27Mánudagur 22. júlí 2013 Skemmtu sér á Bravó Skemmtistaðurinn Bravó var opn- aður síðastliðinn fimmtudag og var fjölmenni í opnunarteitinu. Þar voru til að mynda femínistinn Hildur Lilliendahl og Kolbeinn Ótt- arsson Proppé, fyrrverandi blaða- maður á Fréttablaðinu. Þau virtust bæði skemmta sér vel og kunnu að meta veitingarnar. Hildur gat þó ekki notið snittanna sem boð- ið var upp á þar sem þær innhéldu allar kjötmeti, en hún er gallhörð grænmetisæta. Mikil stemning er í kringum Bravó en næstkom- andi þriðjudag verður boðið upp á „pöbbkviss“ undir dyggri stjórn Jóhanns Alfreðs Kristinssonar úr Mið-Ísland hópnum. Sirkus safnar fyrir tjaldi Sirkus Íslands sló í gegn á Volcano-sirkuslistahátíðinni sem fór fram í Vatnsmýrinni á dögun- um og sýndi 18 sinnum á 10 dög- um. Var þetta í fyrsta skipti sem sirkusinn fékk að sýna í alvöru tjaldi, en þar sem tjöldin eru nú öll farin af landi brott er sirkusinn tjaldlaus á nýjan leik. Meðlimir Sirkus Íslands hafa því brugðið á það ráð að fara af stað með söfn- un fyrir alvöru sirkustjaldi. Með tjaldinu getur sirkusinn ferðast um landið og sett upp sýningar í öllum landshornum. Meðlim- ir í sirkusnum eru 25 talsins, þar af 9 sem hafa sirkuslistina að að- alstarfi. Söfnunin fer fram í gegnum vefsíðuna Karoluna Fund og mun vera stærsta hópfjármögnun Ís- landssögunnar. Draggkeppni Íslands í Hörpu Draggkeppni Íslands verð- ur haldin með pompi og prakt í Eldborgarsal Hörpu þann 7. ágúst næstkomandi, en þetta er í sextánda skipti sem keppn- in er haldin. Þema keppninnar í ár er Beauty is pain (And I´m in a lot of pain) og munu keppendur koma til með að lenda í óvænt- um uppákomum á kvöldin sjálfu. Keppnisatriðin eru átta talsins en keppendur eru ellefu. Sum atriðin eru því dúettar. Draggkóngur og draggdrottning síðasta árs koma einnig fram og kveðja sína titla. Kynnir keppninnar í ár er Diva Jackie Dupree sem kemur beint frá New York til að troða upp. Jackie ku vera þekktur skemmti- kraftur á Manhattan, en hún syng- ur, leikur og semur texta. „Þetta er svolítið súrrealískt“ S tikla úr Hollywood-kvik- myndinni The Fifth Esta- te, sem fjallar um uppljóstr- unarsíðuna Wikileaks, var birt á Youtube í síðustu viku. Stiklan er um tvær og hálf mín- úta á lengd og er uppfull af hasar og dramatík. Birgitta Jónsdóttir, þing- kona Pírata, er ein sögupersónanna í myndinni, enda var hún tengd síð- unni og góð vinkona Julians Assange, upphafsmanns hennar. En það er Benedict Cumberbatch sem fer með hlutverk hans í myndinni. Er skálduð persóna „Þetta er svolítið súrrealískt því engin af þessum senum sem ég var í voru svona, eða með þessu fólki,“ segir Birgitta í samtali við DV eftir að hafa horft á stikluna. „Svona 90 prósent af þessu er ekki raunverulegt,“ bætir hún hlæjandi við. Hún bendir á að um sé að ræða Hollywood-mynd en ekki heimildamynd og fólk verði að horfa á hana með því hugarfari. Birgitta segir að vissulega hafi verið mikil dramatík í kringum Wikileaks en hún sé alltaf öðruvísi í raunveruleik- anum heldur en á hvíta tjaldinu. Hún er þó alls ekki ósátt við það sem hún er búin að sjá. Bendir á að hún sé sjálf skáld svo hún geri sér vel grein fyrir því að raunveruleikinn er oft vel kryddaður bæði í bókum og kvikmyndum. „Í þessu samhengi er ég bara skálduð persóna í þessari mynd og lít bara á það þannig.“ Veitti ráðgjöf Birgitta er ánægð með leikkonuna, Clarice Van Houten, sem leikur hana í myndinni. Þær hittust áður en tökur hófust og Birgitta hjálpaði henni við að gefa tóninn fyrir sögu- persónuna. Hún veitti handrits- höfundum og leikstjóra einnig ráðgjöf við gerð myndarinnar til að fá meira jafnvægi í hana. „Ég lagði nákvæmlega enga áherslu á sjálfa mig, ég var meira að hugsa um heildartóninn í myndinni,“ út- skýrir Birgitta. Hún er búin að vera í góðu sambandi við aðstandend- ur myndarinnar upp á síðkastið og telur að hlustað hafi verið á sínar ráðleggingar. Stuðningsmenn Wikileaks „Þau eru öll miklir stuðningsmenn Wikileaks. Ég skrifaði einmitt Bened- ict á ákveðnum tímapunkti þegar ég var að fara til Bandaríkjanna. Og hann sagði að ef það kæmi eitthvað fyrir þetta fólk sem tengist þessari mynd þá myndi hann gera það sem til þyrfti þó það yrði ekki vinsælt hjá atvinnu- rekendum sínum.“ Þá ætla hand- ritshöfundar að vera með Birgittu við réttarhöldin yfir Bradley Mann- ing sem grunaður er um að hafa lek- ið trúnaðarupplýsingum bandaríkja- hers til Wikileaks, að hennar sögn. „Bara gaman að þessu“ Birgitta er aðeins búin að sjá stikl- una og getur því ekkert sagt á þessari stundu hvað henni finnst um myndina í heild. Hún ætlar að vera alveg niðri á jörðinni og ekki gera sér of miklar væntingar. „Það er bara gaman að þessu,“ segir Birgitta sem ætlar þó að reyna að fá að kíkja betur á myndina áður en hún kemur í kvik- myndahús. The Fifth Estate er stjörnum prýdd, en fyrir utan Benedict Cum- berbatch og Clarice Van Houten fara Laura Linney og Stanley Tucci með stór hlutverk í myndinni. n solrun@dv.is „Svona 90 pró- sent af þessu er ekki raunverulegt Skálduð persóna Birgitta segir að um 90 prósent af kvikmyndinni sé skáldskapur. Sátt við stikl- una Birgitta gerir sér ekki of miklar væntingar um The Fifth Estate en er sátt við stikluna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.