Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2013, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2013, Blaðsíða 16
16 Neytendur 22. júlí 2013 Mánudagur Ráð til að minnka eldsneytisnotkun n Hreinn bíll án óþarfa farangurs er neyslugrennri E ldsneytisverð hefur farið hækkandi undanfarið og því ekki úr vegi að rifja upp ráð til að takmarka eldsneytis- notkunina en á síðu Orkuseturs ins má finna nokkur slík sem gott er að hafa í huga. Þar segir að mikilvægt sé að hafa ávallt réttan loftþrýsting í dekkjum. Of lítill loftþrýstingur auki viðnám og geti aukið eldsneytiseyðsluna um allt að 6 prósent. Ef loftþrýsting- ur er ójafn í dekkjum geti ending dekkja minnkað um allt að 10 pró- sent. Ef aðeins eitt dekk hefur of lít- inn þrýsting geti ending hjólbarð- ans minnkað um allt að 10.000 kílómetra akstur auk þess sem hemlunarvegalengd eykst. Athuga skuli loftþrýsting að minnsta kosti mánaðarlega. Illa stillt vél auki jafnframt eyðsl- una en vanstillt vél geti notað allt að 50 prósenta meira eldsneyti og mengað í samræmi við það. Óhrein eða stífluð loftsía geti aukið eyðslu um allt að 10 prósent og bent er á að bifreiðar þurfi hreint og gott loft til brennslu ekki síður en við sjálf. Óþarfa þyngd eykur eldsneytis- notkun og það gildi sama um bif- reiðar og okkur mannfólkið, aukin byrði veldur meiri áreynslu. Því sé gott að losa farþega- og farangurs- rýmið við óþarfa dót. 50 kíló geti aukið eldsneytiseyðsluna um 2 pró- sent. Þá sé það góð hugmynd að fjar- lægja hluti eins og aukafarangurs- geymslu á toppnum og toppgrindur sem ekki eru í notkun. Toppgrindur og aukafarangursgeymsla á toppn- um auki loftmótstöðu og því sé mik- ilvægt að fjarlæga slíkt eftir notkun. Að lokum segir að hin minnsta mót staða skipti máli og jafnvel fugla skítur á bifreið geti raunveru- lega aukið eyðslu um brotabrot. Bíllinn smjúgi betur í gegnum loft- ið ef hann er hreinn og gljáandi, skítugur bíll geti eytt allt að 7 pró- sentum meira eldsneyti. gunnhildur@dv.is Algengt 255,4 kr. 250,8 kr. Skeifan 254,7 kr. 250,3 kr. Spöngin 254,6 kr. 250.2 kr. Algengt 254,9 kr. 250,8 kr. Algengt 256,4 kr. 250,5kr. Starengi 254,7 kr. 250,3 kr. Eldsneytisverð 21. 07.2013 Bensín Dísilolía Geðveikar pítsur n Pizzan fær lofið að þessu sinni en DV barst þessi ábending; „Ég vil fá að lofa staðinn fyr- ir frábæra þjón- ustu, geðveikar pítsur, stuttan biðtíma og gott verð,“ segir hinn ánægði viðskipta- vinur. Dýrt súr- deigsbrauð n Lastið fær Sandholt bakarí en DV fékk eftirfarandi sent; „Mig langar að lasta Sandholts bakarí fyr- ir okur verð á brauðunum sínum. Súrdeigs brauðin hjá þeim kosta heilar 850 krónur.“ DV bar lastið undir Ásgeir Sand- holt sem bendir á að handverks- menn vinni sínar afurðir frá grunni en ekki úr skyndilausnum eins og deigi úr iðnaðarblöndu. „Súrbrauðin þurfa mikið lengri tíma og mikið betra hráefni. Hér tekur það 48 klukkustundir að gera brauðin sem eru 1 kíló að vigt. Það þarf því að bera saman epli og epli. Það er greinilegt að þetta verð kemur ekki í veg fyrir að neytendur kaupa þessi brauð því seljast upp á hverjum degi og hægt væri að selja tvöfalt meira en við getum fram- leitt. Engum aukaefnum er bætt út í brauðin og við notum besta fá- anlega hráefni, meðal annars salt frá Saltverki, íslenskum framleið- anda. Meðalverð á rúnstykki úr hvaða bakari sem er, er 200 krónur og þau eru um 60 grömm að þyngd meðaltali. Það gerir 1.200 krónur á kílóið fyrir iðnaðarbakað rúnstykki og ekki er talað um okur. Súrdeigs- brauð, handverks- brauð og samsvar- andi kosta 2.000 krónur í Danmörku og í Frakklandi er Pain Poilâne, sem er fyllilega sam- bærilegt brauðun- um frá Sandholt, á 8,85 € fyrir 1,5 kg, sem sagt 1.450 krónur eða 970 krónur á kílóið.“ Lof og last Sendið lof eða last á neytendur@dv.is Þ ú sparar þér rúmar 360.000 á ári ef þú velur smábíl frekar en jeppa auk þess sem bifreiðagjöldin eru 58.000 krónum lægri. Þetta eru niðurstöður könnunar sem DV gerði á eldsneytiseyðslu á nokkrum stærðum bíla. Reiknivél orkuseturs Stuðst var við reiknivél Orkuseturs- ins en þar er hægt að bera saman eldsneytisnotkun fjölmargra bíla- tegunda. Valdar voru fjórar tegundir bíla, smábíll, meðalbíll, jepplingur og jeppi, sem settar voru í reiknivél- ina sem reiknaði út eyðslu, kostn- að og bifreiðagjöld þeirra. Þá var miðað við eldsneytisverð í dag eða 256 krónur og að bílaeigandinn aki 15.000 kílómetra á ári. Greið rúmlega hálfa milljón Kom í ljós að miklu munar þegar kemur að eyðslu þessara bíla og þeir sem aka um á stórum bílum borga hundruðum þúsunda meira i elds- neyti á ári hverju. Árleg eyðsla á KIA Picanto eru 630 lítrar af elds- neyti sem kosta 160.725 krónur og af honum eru greiddar 10.000 krónur í bifreiðagjöld. Stærsti bíll- inn í könnuninni er Ford Explorer sem eyðir 2.070 lítrum á ári en þeir kosta 528.098 krónur sé miðað við að lítrinn haldist í 256 krónum. Af slíkum bíl eru greiddar 68.560 krón- ur í bifreiðagjöld. Eins má benda á að fyrir utan að sá minni er meira en þrefalt ódýrari í rekstri þá er CO 2 útblásturinn mun minni og því um- hverfisvænna að aka slíkum bíl. eldsneyti dýrt í dag Ef þessar upplýsingar eru settar í samhengi við vegalengdir á Íslandi þá sést að KIA Picanto kemst frá Reykja- vík til Akureyrar fyrir 3.814 krónur en sá sem keyrir Honda Civic þarf að kaupa eldsneyti fyrir rúmar 5.000 krónur. Ökumaður KIA Sportage greiðir 6.000 krónur fyrir eldsneytið en sá sem ekur Ford Explorer þarf að greiða tæplega 12.000 krónur til að komast sömu vegalengd. Þetta er því eitthvað sem fólk í bílahugleiðingum ætti að hafa í huga þegar kemur að því að velja nýjan bíl því eldsneytisverð í dag er með því hæsta sem það hefur nokkurn tíma verið. Að lokum má benda á að fyrir mis- muninn geta hjón dvalið í 9 daga á 4 stjörnu hóteli á Spáni í lok sumars.n n Jeppaeigendur eyða 370.000 krónum meira í eldsneyti á ári Dýr dropinn Það er orðið ansi dýrt að setja eldsneyti á bílinn. MynD: eyþóR ÁRnason munar hundruð þúsundum króna Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is Munur á eldsneytiskostnaði Bílategund eldsneytiseyðsla eldsneytiskostnaður Co2 útblástur Bifreiðagjöld KIA Picanto 630 L 160.725 kr. 1.485 kg 10.000 kr. Honda Civic 885 L 225.781 kr. 2.025 kg 13.360 kr. KIA Sportage 1.020 L 260.222 kr. 2.370 kg 18.880 kr. Ford Explorer 2.070 L 528.098 kr. 5.475 kg 68.560 kr. Svo langt komast þeir á lítranum innanbæjarakstur Blandaður akstur Utanbæjarakstur Frá Rvk til ak smábíll 19,6 km 23,8 km 26,3 km 3.814 kr. (KIA Picanto) Meðalbíll 13,6 km 16,9 km 20,0 km 5.030 kr. (Honda Civic) Jepplingur 12,1 km 14,7 km 16,6 km 6.031 kr. (KIA Sportage) Jeppi 6,3 km 7,2 km 8,5 km 11.744 kr. (Ford Explorer) eldsneyti Lítrinn er á 256 krónur. smábílar Komast 13,3 km lengra á lítranum en jeppar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.