Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2013, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2013, Blaðsíða 4
4 Fréttir 22. júlí 2013 Mánudagur Græða á SÁÁ sjálfsölum n Greiddu sér 2,3 milljónir í arð árið 2012 S jálfsalar merktir SÁÁ, sem selja nammi og smádót, eru ekki í eigu samtakanna held­ ur einkahlutafélagsins Stauks. Staukur er í eigu þeirra Eyþórs Leifs­ sonar og Guðmundar Bjarna Harðar­ sonar. Samkvæmt síðasta ársreikn­ ingi félagsins, samþykktum 8. ágúst 2012, er meginstarfsemi félagsins að reka sjálfsala og annan skyldan rekstur. Þar kemur einnig fram að eigendurnir greiddu sér 2,3 milljónir króna í arð út úr félaginu. Arnþór Jónsson er formaður SÁÁ. Fyrst þegar blaðamaður náði tali af honum kannaðist hann lítið sem ekkert við málið. Eftir að hafa skoðað það staðfesti hann að samtökin hefðu selt Stauk kassana en gefið því leyfi til að merkja þá SÁÁ. „Við áttum þessa kassa, en seldum þá árið 2007. Sá sem keypti þetta átti að borga kaup­ verðið til baka á 5 árum og greiða 400.000 krónur á ári til okkar. Á með­ an mega kassarnir vera merktir okk­ ur,“ segir Arnþór en bætir við að sá samningur sé að renna út. Eftir það verður Staukur að fjarlægja merk­ ingarnar. Aðspurður hvers vegna kassarnir voru seldir á sínum tíma segir Arnþór: „Þetta var bara bölvað vesen. Kassarnir voru alltaf að bila. Ari Matt var framkvæmdastjóri á þessum tíma og hann bara gafst upp á þessu.“ „Við tókum sjálfsalana, sem SÁÁ var búið að planta úti um allt, og styðj­ um þá í staðinn,“ segir Guðmundur Bjarni Harðarson, annar eiganda Stauks og framkvæmdastjóri, en vill ekki gefa upp hversu hár styrkurinn er. Inntur svara við því hvort ekki sé villandi að merkja sjálfsalana SÁÁ þegar þeir eru í raun í eigu Stauks, sem hirðir hluta ágóðans, segir Guð­ mundur: „Ég held að þetta þjóni til­ gangi þeirra mjög vel.“ n baldure@dv.is V ið höfum alltaf þurft að bíða eftir að fá losun; menn eru svo „slow“,“ seg­ ir Haraldur Reynir Jóns­ son, útgerðarmaður og eigandi útgerðarinnar Úthafsskipa sem er með aðsetur á Kanarí eyjum, um verksmiðjutogarann Gloriu sem þurfti að bíða í tæpar þrjár vikur eft­ ir löndun á frystum hestamakríl í Angóla nú í júlí. Gloria lauk veið­ um þann 1. júlí og gerði sig líklegan til að landa í Luanda, höfuðborg Angóla. Yfirvöld í Angóla settu þá á þriggja mánaða veiðibann til að vernda fiskistofnana á miðunum við landið. „Það er komið núna þriggja mánaða stopp – verndunarstopp.“ „Erfiðir“ segir Haraldur DV hefur heimildir fyrir því að áhöfn­ in um borð, meðal annars nokkrir Íslendingar, væri orðin langeyg eft­ ir því að landa fiskinum og að vist­ irnar í togaranum væru orðnar af skornum skammti þar sem togarinn hefði verið „kyrrsettur“ vegna þess að yfir völd í Angóla vildu eigna sér afl­ ann í Gloriu. Hermt var að einungis ,,súkkulaði“ væri eftir af vistunum um borð sökum þess hversu lengi hefur þurft að bíða eftir löndun á fiskinum. „Ef ég skil þetta rétt þá eru yfirvöld í Angóla búin að kyrrsetja skipið vegna þess að þeir telja sig eiga þennan afla. Þeir eru komnir í þá stöðu að þeir eru í vandræðum með vistir og eru að reyna að kaupa sér hveiti og syk­ ur. Þeir voru komnir í það að þeir létu heimamenn skipta fyrir sig á fiski og matvælum. Kannski eru þessar þjóð­ ir bara farnar að vakna til meðvitund­ ar um að þær eigi þennan fisk,“ seg­ ir heimildarmaðurinn um stöðuna á áhöfn Gloriu. Þetta er ekki rétt að sögn Harald­ ar. „Nei, nei, nei (...) Hins vegar eru þeir sérstakir og erfiðir,“ en hann út­ skýrir ekki nánar hvað hann á við með þessum orðum sínum. Löndun lauk um helgina „Þetta hefur alltaf verið svona; við erum búnir að vera þarna síðan í vet­ ur. Gloria hefur verið með nokkra farma þarna,“ segir Haraldur sem var áður einn af eigendum útgerðar Sjólaskipa á Kanaríeyjum sem Sam­ herji keypti árið 2007. Sú útgerð stundaði veiðar við vesturströnd Afríku, aðallega á hestamakríl úti fyrir strönd Marokkó og Máritaníu. Haraldur ákvað hins vegar að halda áfram útgerðinni í Afríku og stofn­ aði Úthafsskip sem rekur tvo verk­ smiðjutogara þar, Gloriu og Victoriu. Haraldur segir að þó að biðin eftir lönduninni hafi verið löng þá hafi uppskipuninni lokið um helgina. „Já, þeir eru að klára los­ un núna í nótt,“ sagði Haraldur á laugardagseftirmiðdaginn. „Íslend­ ingar vilja alltaf fá að losa skipin strax og halda áfram en þarna þarf að bíða eftir losun.“ Greiða beint til yfirvalda DV fjallaði ítarlega um fiskveiðar íslenskra útgerða í Vestur­Afríku á síðasta ári. Þar kom meðal annars fram að um þriðjungur af tekjum Samherja síðastliðin ár sé tilkominn vegna veiðanna við strönd Vestur­ Afríku. Tekjurnar og hagnaðurinn af fiskveiðunum skilar sér því ekki til viðkomandi Afríkuríkja nema að litlu leyti í gegnum veiðigjöldin sem Samherji greiðir til þarlendra yfirvalda. Afríkuútgerð Samherja var því mjög arðbær. Útgerð Sam­ herja taldi sjö verksmiðjutogara en akureyska útgerðin seldi útgerðina til rússneskrar útgerðar, Murmans Troll Fleet, fyrir skömmu. Aðspurður um hvernig gjald­ töku yfirvalda í Angóla á fiskveiði­ réttindum sé háttað segir Harald­ ur að erlendar útgerðir greiði fyrir hvert veitt tonn. „Það er borgað fyr­ ir veiðileyfi beint til ráðuneytisins. Það er bara borgað fyrir hvert tonn. Þannig er það víðast hvar þarna nið­ ur frá,“ segir Haraldur. Aðspurður um hvort ekki sé greitt eitt veiðigjald fyrir ótakmark­ aðar veiðar í einhverjum af löndum Vestur­Afríku þar sem Íslendingar veiða segir Haraldur að þetta hafi breyst nokkuð síðast liðin ár. „Þetta hefur breyst nokkuð síðast liðin ár. Það eru flestir sem eru bara með ákveðið gjald fyrir hvert tonn.“ Skilyrði um sölu innanlands Haraldur segir að yfirvöld í Angóla setji skilyrði um það að erlendar út­ gerðir landi fiskinum, sem veiddur er á miðunum við landið, þar í landi og að fiskurinn skili sér á markað innan­ lands. „Aflinn fer á heimamarkað. Það er skilyrði frá stjórnvöldum. Hann er ekki til útflutnings.“ Aðspurður um hvernig útgerðin hans gangi í Afríku segir Haraldur að hann vilji ekki ræða það í smáatrið­ um. „Ætli maður tjái sig nokkuð um það. Það er allur gangur á þessu.“ n Flugslys í Keflavík Á sunnudagsmorgun brotlenti flug­ vél af gerðinni Sukhoi Superjet­100 á Keflavíkurflugvelli. Hjólabúnaður vélarinnar opnaðist ekki og lenti flugvélin því án hans og rann út af brautinni. Fimm manns voru um borð í vélinni sem var í æfingaflugi. Fjórir sluppu ómeiddir en einn var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja með áverka á fæti. Rannsóknarnefnd Samgöngumála og lögreglan á Suðurnesjum vinn­ ur að rannsókn málsins en ekki er vitað hvað olli slysinu. Umrædd flugvél hefur verið síðast liðinn mánuð við tilrauna­ og æfingaflug á Keflavíkurflugvelli á vegum fram­ leiðanda vélarinnar. MBL.is greindi frá því að áður hefði hjólabúnaður í vélum af þessu tagi bilað. Ölvaður skip- stjóri færður til hafnar „Snemma í morgun vöknuðu grunsemdir um að skipstjóri fiski­ báts á vestfjarðamiðum væri ölv­ aður en skipið var þá statt út af Ísafjarðardjúpi,“ sagði í tilkynn­ ingu frá Landhelgisgæslunni en atvikið átti sér stað á laugardag. Þyrla Landhelgisgæslunnar, sem verið var að búa í eftirlitsflug hélt þegar á staðinn auk þess sem nærstatt varðskip var sent áleiðis á vettvang. Í tilkynningunni kemur fram að stýrimaður þyrlunnar hafi far­ ið um borð í bátinn ásamt lög­ reglu og reyndist grunurinn á rök­ um reistur. Að auki voru skráðir áhafnarmeðlimir ekki um borð. Stýrimaður þyrlunnar tók yfir stjórn bátsins og sigldi honum til Bolungarvíkur. Um það leyti sem komið var með bátinn til Bolungarvíkur var þyrlan kölluð að slysi sem var í Skagafirði um hádegisbil. Beið í 3 vikur eftir löndun í Angóla n Íslenski verksmiðjutogarinn Gloria hefur verið að veiða við Angóla „Hins vegar eru þeir sér- stakir og erfiðir Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Heldur áfram með útgerð Haraldur í Sjólaskipum heldur áfram rekstri útgerðar í Vestur-Afríku og á meðal annars verksmiðjutogarann Gloriu. Sjálfsalinn Sjálfsalinn er merktur SÁÁ en er í eigu einkahlutafélagsins Stauks. Félagið greiddi rúmlega tvær milljónir í arð til eigenda sinna samkvæmt síðasta ársreikningi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.