Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2013, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2013, Blaðsíða 22
22 Menning 22. júlí 2013 Mánudagur Batman og Superman saman í mynd n Stærstu ofurhetjur allra tíma berjast A ðdáendur ofurhetjumynda stukku hæð sína í loft upp af gleði á hinni frægu „Comic-Con“ ráðstefnu í Bandaríkj unum þegar Warner Bros kvikmyndarisinn tilkynnti að ofur- hetjurnar tvær, Batman og Superman myndu sameina krafta sína í næstu kvikmynd um Superman. Mikil eftirvænting Myndin Man of Steel eða Stálmaður- inn sló í gegn í sumar og hefur malað gull. Leikstjórinn Zack Snyder mun leikstýra framhaldinu sem á að koma í kvikmyndahús árið 2015. Þrátt fyr- ir að fá misjafna dóma tóku áhorf- endur ævintýrum Superman opnum örmum og því mikil eftirvænting fyr- ir framhaldinu. Hver leikur Batman? Þeirri spurningu er einnig ósvar- að hver mun leika Batman í nýju myndinni. Það er ljós að Christian Bale mun ekki leika svarta riddarann aftur en hann lék Batman í mynda- flokki Christopher Nolan sem hlaut lof gagnrýnenda og áhorfenda. Það er einnig ljóst að Batman og Superman munu takast á í mynd- inni. Zack Snyder gaf það í skyn á ráðstefnunni og sagði annað nán- ast óhjákvæmilegt. Svo stórar væru þessar tvær ofurhetjur, þær stærstu í heimi. Bardagi milli þeirra væri óumflýjanlegur. Skálmöld fær styrk Hljómsveitin Skálmöld fékk á dögunum styrk frá Útflutnings- sjóði íslenskrar tónlistar (ÚTÓN). Skálmöld, sem spilar harðkjarna víkingarokk, ætlar að nota styrk- inn til að fara í tónleikaferðalag um Evrópu. Sex hljómsveitir eða listamenn fengu styrk frá sjóðn- um í mánuðinum. Dikta fékk styrk til að taka upp plötu í Þýskalandi. Myrra Rós, sem hyggur á tónleika- ferðalag til Eistlands. Rappararnir í Lord Pusswhip, Two Step Horror, Captein Fufanu og AMFJ sem ætla að spila í New York og Alexandra Chernyshova, sem mun syngja í óperuhúsinu í New York. Lagði góðum málstað lið Jóhann Georg Jóhannsson tónlistar maður verður borinn til grafar fimmtudaginn 25. júlí. Jóhann var einn af þekktari tón- listarmönnum þjóðarinnar. Hann var bassaleikari, söngvari, laga- smiður og stofnandi Óðmanna 1966–68, var í Musica Prima 1968–69 og stofnaði Óðmenn II 1969–70. Jóhann söng í upp færslu Poppleiksins Óla 1970–71, var í Töturum (1970) og Náttúru (1972) en hóf sólóferil 1972. Jóhann var í Póker (1978) en sinnti eftir það aðallega lagasmíðum, myndlist og réttindabaráttu tónlistarfólks. Auk tónlistarinnar lagði Jóhann stund á myndlist og ljóðaskrif. Hann lagði einnig góðum málstað lið og þekktur er texti hans við lag- ið Hjálpum þeim (1985) sem var saminn til stuðnings baráttunni gegn hungri í Afríku. Superman og Batman Hvor skyldi hafa betur? E ruði tilbúin að skella ykk- ur aftur til diskóáranna? Í Stúdíó 54? Til ársins 1979!?“ spurði Nile Rodgers þéttskip- að Silfurberg á miðvikudags- kvöld. Það virtist enginn hafa nokkuð við það að athuga svo það var talið í og upphófst þá mikil og verulega skemmtileg dansveisla. Fjölbreyttur ferill Nile kom tónleikagestum snemma í skilning um að þeir fengju að heyra alls kyns lög eftir hina og þessa tón- listarmenn af þeirri ástæðu að hann hefði komið með einum eða öðrum hætti að þeim öllum, þótt oftast hafi það verið á bakvið tjöldin. En feril- skráin talar sínu máli: Hann stofnaði Chic, samdi lög fyrir Sister Sledge og Díönu Ross, pródúseraði og lék inn á plötur með David Bowie, Madonnu og Duran Duran svo einhverjir séu nefndir auk þess að spila gítarriffið í sumarsmellinum „Get Lucky.“ Fyr- ir vikið fengu lög allra þessara lista- manna og miklu fleiri að heyrast. Þetta var eiginlega svolítið eins og að verða vitni að flutningi einhverrar Best of plötunnar – nema hér var það eiginlega Best of Everything í flutn- ingi frábærrar níu manna sveitar. Diskóið lifir Diskótónlistin var þó í forsæti. „Le Freak,“ „Everybody Dance,“ „I Want Your Love,“ „We Are Family,“ „Upside Down...“ öll þessi lög voru leikin og miklu fleiri. Margt má með réttu athuga við fagurfræði diskótónlist- arinnar en þar kom Nile Rodgers hvergi nærri. Lögin hans eru diskó í sinni fegurstu mynd: fönkí, grúví, sexí, katsjí og kúl stöff. Stemningin var góð en ég verð þó að játa að það kom mér nokk- uð á óvart hve lengi salurinn spar- aði skóna. Því á tónleikum sem þess- um er atgangurinn á sviðinu næstum aukaatriði, maður getur allt eins bara snúið bakinu í sviðið og leyft grú- vinu að taka völdin; lokað augunum og dansað sig inn í algleymið. Undir lokin virtust þó jafnvel stækustu fýlu- púkar vera farnir að skekja skankana. Það voru engir hápunktar í sjálfu sér, þetta var eiginlega ein sam- felld háslétta. Þó fannst mér sérstak- lega gaman að heyra bandið taka „Good Times“ eftir að sviðið hafði fyllst af fólki og rappa svo yfir það eins og Sugarhill Gang gerðu í fyrsta hipphoppslagaranum „Rapper’s Delight“. Luftgítarsóló ungrar stúlku Samfelld háslétta n Dansveisla í Hörpu n Vonbrigði að heyra ekki Get Lucky Nile Rodgers & The Chic Organization Silfurbergi, Hörpu 17. júlí 2013 Tónleikar Atli Bollason skrifar „Brosin á tón- leikagestunum sem streymdu út í myrkrið lýstu upp gráa Reykjavíkur- nóttina. Áhorfendur dönsuðu Luftgítarsóló ungrar stúlku á sviðinu var eftirminnilegt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.