Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2013, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2013, Side 10
10 Fréttir 22. júlí 2013 Mánudagur S tjórn bandaríska túnfiskfyrir­ tækisins Umami ákvað að reka framkvæmdastjóra fyrir­ tækisins, Óla Val Steindórs­ son, í lok síðasta árs eftir að fyrirtæki í hans eigu gat ekki borgað 18 milljónir dollara fyrir túnfisk sem það hafði keypt af fyrirtækinu. Óli Valur hafði ákveðið að láta fyrirtæki sitt, Atlantis Group, vera millilið í við­ skiptum Umamis og kaupenda tún­ fisksins í Japan. Stjórn Umamis vissi ekki af þessum viðskiptum fyrr en eft­ ir að þau voru um garð gengin. Svo gat Atlantis ekki borgað Umami fyrir tún­ fiskinn. ,,Hann er aðaleigandi Umami og forstjóri fyrirtækisins og jafnframt aðaleigandi Atlantis. Og hann selur túnfisk til síns eigin fyrirtækis en gat svo ekki borgað. Atlantis setti að veði hlutabréf í Umami,“ segir heimildar­ maður DV en Atlantis Group átti rúm sextíu prósent í Umami. Bæði Óli Valur Steindórsson og Atlantis Group eru gjaldþrota í dag og er bú þeirra í gjaldþrotameð­ ferð. Einstaklingsgjaldþrot Óla Vals er eitt stærsta gjaldþrot einstaklings hér á landi: Á milli þremur og fjórum milljörðum króna var lýst í bú hans. Kröfurnar í bú Atlantis Group nema einnig milljörðum króna. Umami rekur túnfiskeldi í Mexíkó og Króatíu og er um að ræða stærstu slíku starfsemi í heimi. Um 300 starfsmenn vinna hjá Umami og er hlutdeild þess á bláuggatúnfisk­ markaðnum um 20 prósent á heims­ vísu. Fyrirtækið er skráð á markað í Bandaríkjunum og er heildarvelta þess um 80 milljónir dollara, nærri tíu milljarðar króna. Allur túnfisk­ urinn sem Umami framleiðir fer á markað í Japan þar sem hann er seld­ ur sem sashimi. Hætti snögglega Fjallað hefur verið um stöðu Umamis í íslenskum fjölmiðlum á liðnum dögum í kjölfarið á grein í norsku blaði um starfsemi félags­ ins. Í þeirri umfjöllun hefur kom­ ið fram að Óli Valur, sem forstjóri og stjórnar formaður Umami, hafi hætt snögglega hjá fyrirtækinu en ekki var sagt frá því af hverju honum var ýtt út úr bandaríska félaginu. Ástæðan mun hins vegar hafa verið þessi: Við­ skipti Óla Vals við fyrirtæki sem var í hans persónulegu eigu og hélt utan um rúmlega 60 prósenta hlut hans í Umami. Á vefsíðu bandaríska fjármála­ eftirlitsins er að finna gögn um starf­ semi félagsins þar sem þessari þróun er lýst þó svo að einungis lítill hluti sögunnar sé sagður þar. Þar seg­ ir meðal annars, í árshlutauppgjöri Umami fyrir seinasta ársfjórðung 2012: „Þann 8. desember 2012 lét Óli Steindórsson, forstjóri og stjórnar­ formaður Umami, af öllum störfum sínum fyrir fyrirtækið sem og af störf­ um sínum fyrir dótturfélög þess.“ Samband af „heimsku, klúðri og óheppni“ Heimildarmaðurinn segir að ástæð­ an fyrir því af hverju Atlantis gat ekki borgað hafi meðal annars ver­ ið fall japanska jensins. „Þá neyddist stjórnin til þess að láta hann fara. Stjórn Umamis átti bara engan ann­ an kost þegar hún stóð frammi fyr­ ir því að framkvæmdastjórinn væri ekki að borga,“ segir heimildarmað­ urinn. Umami er skráð á hlutabréfa­ markað í Bandaríkjunum og því liggja fyrir miklar opinberar upplýs­ ingar um starfsemi félagsins. „Ég hef enga samúð með Óla Val en mað­ ur verður samt að vera sanngjarn: Hann ætlaði sér ekki að maka krók­ inn persónulega. Heldur er það þannig að þetta var redding þar sem Atlantis Group var með fjármögnun til að kaupa túnfiskinn. Svo bara gekk þetta ekki upp; hann fór bara fram úr sjálfum sér. Þetta átti bara að vera biðleikur hjá honum sem hefði get­ að gengið upp ef japanska jenið hefði ekki hrunið í verði,“ segir heimildar­ maðurinn og bætir því við að þetta hafi ,,verið sambland af heimsku, klúðri og óheppni“. Veðsetti hlutabréfin fyrir láninu Í árshlutauppgjöri Umami segir að Óli Valur hafi veðsett 9 milljón­ ir hluta fyrir kröfunni sem Umami átti á hendur Atlantis út af túnfiskin­ um sem Umami seldi Atlantis. Orð­ rétt segir í árshlutauppgjörinu: „Til að veita veð fyrir heildarupphæðinni sem Atlantis skuldaði okkur veitti Atlantis fyrirtækinu veð í 9 milljón­ um hluta sinna í Umami. Þar sem Atlantis greiddi ekki skuldina á gjald­ daga þann 31. júlí 2012 höfðum við rétt á að leysa til okkur hlutabréfin... Í desember nýttum við okkur þennan rétt okkar og leystum til okkar 9 millj­ ón hlutina...“ Í árshlutauppgjörinu er rak­ ið hvernig viðskiptakrafa Umami á hendur Atlantis hafi numið 16,9 milljónum dollara þegar hlutabréf­ in í Umami voru leyst til fyrirtækis­ ins. Ekki liggur fyrir hvert verðmæti hlutabréfanna í Umami er en í árs­ hlutauppgjörinu segir að fyrirtæk­ ið sé að reyna að fá eins mikið upp í kröfu sína og það getur. ,,Við leitum allra leiða til að fá eins mikið upp í kröfur okkar og við getum, meðal annars með kröfugerð í þrotabú Atl­ antis.“ Heimildarmaður DV segir að um sorgarsögu sé að ræða: „Þetta er bara sorgarsaga.“ Eins og er stendur yfir vinna hjá Umami þar sem stjórnendur fyrir­ tækisins reyna að verðmeta hluta­ bréfin í fyrirtækinu sem voru yfir­ tekin upp í skuld Atlantis og koma þeim í verð. Umami var endurfjár­ magnað fyrr á árinu með 65 milljón­ um af nýju hlutafé frá hluthöfum og sagði Róbert Guðfinnsson, sem á 15 prósenta hlut í félaginu, í viðtali við DV fyrir helgi að fyrirtækið væri „á keyrslu“ núna. n G jaldþrot Óla Vals Steindórs­ sonar er með þeim stærri sem sést hafa hér á landi, en tæplega fimm millj­ arða króna kröfur bárust í bú hans. Skiptastjóri búsins er Guðni Haralds son. Í skýrslu skiptastjórans um bú Óla Vals, sem dagsett er í maí, koma fram upplýsingar um gjald­ þrotið. Þar er meðal annars haft eftir Óla Val að helsta ástæðan fyrir háum kröfum í bú hans sé að hann hafi verið í sjálfsskuldar ábyrgð upp á rúmlega 3,3 milljarða króna fyrir ástralskt útgerðarfyrirtæki, Australian Fishing Company. Meðal annarra sem lýsa kröfum á hendur Óla Val eru fyrrverandi viðskiptafélagar hans hjá Umami. Þá segir að daginn áður en frest ur inn til að lýsa kröfum í bú Óla Vals hafi runnið út hafi hann selt Landcruiser­jeppa til vinar síns vegna meints tveggja millj­ óna króna láns. Um var að ræða Landcruiser frá 2005 sem met­ inn er á fjórar milljónir króna. Skiptastjórinn sá hins vegar engar heimildir um að þessar tvær millj­ ónir hefðu borist inn á reikning Óla Vals. Litið er á söluna sem gjafa­ gerning sem gerður hafi verið til að koma bílnum út úr búinu fyrir þrot­ ið. Skiptastjórinn ætlar að láta rifta sölunni á bílnum fyrir dómi. Orð­ rétt segir í skýrslunni: „Skiptastjóri hefur sett breytingalás á bifreiðina í Bifreiðaskrá og hyggst fylgja riftun eftir fáist til þess peningar frá kröf­ uhöfum.“ Enn fremur segir að Óli Valur sé ekki skráður eigandi hússins sem hann býr í í Mosfellsbæ ásamt konu sinni dag; hann afsalaði sér húsinu til konunnar sinnar árið 2006 eftir að þau gerðu með sér kaupmála. Búið er að selja hús Óla Vals í Bandaríkjunum, sem greint er frá annars staðar í greininni, og feng­ ust fyrir það 1,4 milljónir dala, um­ talsvert lægri upphæð en sett var á húsið. Þrotabú Óla Vals er því nokkuð skrautlegt og býst skiptastjórinn við því að einungis nokkrir tugir milljóna fáist upp í kröfurnar sem eru upp á tæpa fimm milljarða króna eins og áður sagði. n Risastórt þrot Ingi Freyr Vilhjálmsson ritstjórnarfulltrúi skrifar ingi@dv.is „Hann fór bara fram úr sér“ 320 milljóna hús Óli Valur fjárfesti í rúmlega 750 fermetra húsi í San Diego í Bandaríkjunum. Húsið er nú í söluferli hjá skiptastjóra þrotabús hans fyrir 320 milljónir króna. Sjö svefnherbergi eru í húsinu og sex baðherbergi. Seldi sjálfum sér túnfisk Óli Valur Steindórsson, fyrrverandi aðaleigandi og framkvæmdastjóri túnfiskeldisins Umami í Bandaríkj- unum, var sagt upp störfum hjá fyrirtækinu eftir að upp komst að hann hefði selt fyrirtæki í sinni eigu túnfisk sem félagið gat á endanum ekki borgað. „Sambland af heimsku, klúðri og óheppni. n Rekinn frá Umami eftir að fyrirtæki í hans eigu var milliliður í viðskiptum félagsins

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.