Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2013, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2013, Blaðsíða 23
Menning 23Mánudagur 22. júlí 2013 Vilja að bókin blómstri n Tunglkvöld númer II á Loftinu S íðasta kvöld gekk mjög vel og bækurnar seldust upp á tveimur tímum. Ef það verð- ur eitthvað eftir af þessum 69 eintökum þá steypum við því í höfnina. Falleg tala, vísun í ýmis legt, til dæmis tungllendinguna. Bókaforlagið Tunglið fagnar út- gáfu tveggja nýrra bóka með upp- lestri og útgáfuhófi á Loft Hostel í Bankastræti í kvöld. Bækurnar heita Veraldarsaga (mín) – aldarfarsbók eftir Pétur Gunnarsson og Kvíða- snillingurinn – skáldsaga í hæfilegri lengd eftir Sverri Norland. „Við erum lítið forlag sem tók til starfa í júní. Við héldum fyrsta tunglkvöldið í Hljómskálanum og það gekk vonum framar. Hug- myndin er að sameina bók og við- burð. Snúa upp á þetta hefðbundna form þar sem bók kemur út og fjar- ar svo út í eilífðina í rykfallinni hillu í bókabúð,“ segir Dagur Hjartarson, einn af tunglmönnum. Hann segir að þess vegna sé bókin aðeins gefin út í takmörkuðu upplagi og fáist aðeins þetta eina kvöld. „Aðeins eru gefin út 69 eintök af bókunum og ef eitthvað er eft- ir af upplaginu þá steypum við því í höfnina. Við viljum að í stað þess að bókin sé fáanleg í langan tíma þá blómstri hún á einu kvöldi og spr- ingi eins og flugeldur,“ segir Dagur. Auk upplestursins verður boðið upp á tónlistaratriði. Hljómsveitin Pírapíl kemur fram og tónlistarkon- an Jara syngur frumsamin lög. En af hverju 69 eintök? „Þetta er nú bara falleg tala, sem hefur líka vísun í ýmislegt. Til dæm- is tungllendinguna.“ n simon@dv.is Haraldur Jónsson listamaður Kom fram á síðasta tunglkvöldi. Samfelld háslétta sem var þá stödd á sviðinu gleymist hins vegar seint. Eins var gaman að heyra bandið taka „Lady (Hear Me Tonight)“ með Modjo en uppistað- an í því er fengin úr gömlu Chic lagi. Vonbrigði með Get Lucky Einu vonbrigðin voru líklega að bandið skyldi ekki taka „Get Lucky.“ Nile hefur látið hafa eftir sér að hon- um finnist það ekki vera „sitt lag“ og veigri sér því að flytja það. Ekki veit ég hvers vegna það gildir annað um Daft Punk heldur en um Duran Dur- an, en sú lausn að spila upptöku af laginu á tiltölulega lágum hljóð- styrk og hreyfa varirnar með er allt- ént ekki góð og fyrir vikið enduðu tónleikarnir svolítið undarlega – er þetta búið? Verður það kannski upp- klappslag? Svo fór ekki, en brosin á tónleikagestunum sem streymdu út í myrkrið lýstu upp gráa Reykjavíkur- nóttina svo um munaði. n Nile Rodgers í Hörpu Sló í gegn á tónleikunum. MyNdiR bRyNJaR sNæR F jölskyldualbúmið er ný, þreföld safnplata með eitthvað fyrir alla í fjölskyldunni. Á fyrstu plötunni er úrval nýlegra laga með flytjendum sem þau í framsætinu er líklegust til að dýrka og dá. Meðal þeirra má nefna Mannakorn, Egó, Sálina hans Jóns míns, Baggalút og Rúnar Júlíusson, Megas og Ágústu Evu, KK og Magga Eiríks. Á miðplötunni ráða yngri flytjendur ríkjum og kætist þá unglingadeildin og aðeins eldri. Flytjendur á henni eru til dæmis Valdimar, Jónas Sigurðsson, Dikta, Hjálmar, Friðrik Dór, Páll Óskar og Ásgeir Trausti. Á þriðju plötunni fá yngri börnin sinn skammt með efni frá Friðrik Ómari, Sigríði Thorlacius, Ávaxtakörfunni, Felix Bergssyni, Hönsu, Benedikt búálfi, Hafdísi Huld, Skoppu og Skrítlu, Eiríki Fjalari ásamt öðrum. Þessi er tilvalin í ferðalagið fyrir alla fjölskylduna. n Nýtt fjölskyldualbúm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.