Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2013, Page 2
Klúður hjá KSÍ
3 Margir urðu reiðir
þegar opnað var
fyrir miðasölu á
landsleik Íslands
og Króatíu í um
spili fyrir HM
í knattspyrnu
klukkan fjög
ur aðfara
nótt þriðju
dags. Þetta varð til þess að þeir sem
vissu af miðasölunni gátu hamstrað
miða. Fljótlega eftir að miðar seld
ust upp fóru fjölmargir miðar í sölu
á netinu þar sem þeir voru boðnir á
uppsprengdu verði og í sumum til
fellum var álagningin 400 prósent. Í
miðviku dagsblaði DV var fjallað ítar
lega um miðasöluklúður KSÍ og með
al annars rætt við aðila sem auglýsti
fjóra miða á 30 þúsund krónur.
Máttu ekki
vinna á RÚV
2 Nokkrir af fyrrverandi
starfsmönnum Ríkis
útvarpsins lentu í því
að þeim var sagt upp
störfum hjá RÚV, þeir
lækkaðir í tign eða
gert erfitt um vik í
starfi eða þeir fengu
ekki áframhaldandi starf á miðlinum
vegna pólitískra skoðana sinna. Um
er að ræða einstaklinga eins og Frið
rik Pál Jónsson, Helgu Völu Helga
dóttur, Björgu Evu Erlendsdóttur og
Láru Hönnu Einarsdóttur. Þetta skýt
ur skökku við í ljósi ráðningar Gísla
Marteins Baldurssonar, fyrrverandi
borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins,
sem stjórnanda umræðuþáttar um
stjórnmál í Ríkissjónvarpinu.
„Fengum hann
aldrei til baka“
1 „Við fengum hann aldrei til
baka,“ sagði Helga
Jónsdóttir, móðir
Arons Arnórssonar, í
mánudagsblaði DV.
Aron varð á dögun
um bráðkvaddur á
heimili sínu í Vest
mannaeyjum, aðeins 32 ára. Aron
var einn fjögurra drengja sem Ómar
Traustason var dæmdur í tíu mánaða
fangelsi fyrir að misnota kynferðis
lega árið 1993. Aron var aðeins tíu ára
þegar Ómar braut gegn honum og
hann beið þess aldrei bætur að sögn
aðstandenda. Hann þróaði með sér
geðsjúkdóm á árunum sem fylgdu í
kjölfar misnotkunarinnar og festist í
viðjum vímuefnafíknar.
2 Fréttir 1.–3. nóvember 2013 Helgarblað
1 matsk. safieða 1 hylki.
F æ s t í a p ó t e k u m , h e i l s u b ú ð u m , F j a r ð a r k a u p o g K r ó n u n n i .
Jafnvægi og vellíðan
lifestream™
nature’s richest superfoods
Fangelsaður
fyrir hand-
rukkun
Héraðsdómur Norðurlands eystra
dæmdi í vikunni 33 ára karlmann,
Guðmund Frey Magnússon, í
þriggja ára fangelsi fyrir hand
rukkun. Guðmundur var ákærður
fyrir að hafa þann 8. janúar 2012
veist að tveimur ungum mönnum
og slegið þá báða með flötum lófa.
Hótaði hann þeim frekara líkam
legu ofbeldi ef þeir greiddu ekki
tiltekna skuld, 100 þúsund krónur,
sem hann kvaðst vera að inn
heimta. Í kjölfarið tók hann tölvu
af gerðinni Packard Bell og síma
af gerðinni HTC og fór á brott með
þýfið. Fórnarlömbin eru fædd
1990 og 1994. Í dómi héraðsdóms
kemur fram að Guðmundur eigi
langan sakaferil sem nær allt aftur
til ársins 1996. Með broti sínu rauf
hann skilorð dóms frá árinu 2011.
Auk þess að sæta þriggja ára fang
elsi var hann dæmdur til að greiða
sakarkostnað í málinu, samtals
rúmar 300 þúsund krónur.
WOW kærir
icelandair
n Samkeppniseftirlitið skoðar málið n Skúli Mogensen neitar að tjá sig
N
o comment,“ segir Skúli Mog
ensen, eigandi flugfélagsins
WOW air, aðspurður hvort
fyrirtækið hefði sent kvörtun
til Samkeppniseftirlitsins á
hendur Icelandair vegna meintrar
misnotkunar þess á markaðsráðandi
stöðu. DV hefur heimildir fyrir því
að slík kæra hafi verið send inn til
Samkeppniseftirlitsins. Skúli neitar
að ræða málið við blaðamann DV.
Kvartað vegna verðlagningar
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri
Samkeppniseftirlitsins, staðfestir að
spurður að kvörtun hafi borist til
stofnunarinnar frá WOW air. „Það er
til meðferðar hjá stofnuninni kvörtun
vegna hugsanlegrar misnotkunar á
markaðsráðandi stöðu. […] Ég held
að það séu ekki forsendur fyrir mig til
að fara náið út í það en umkvörtunar
efnið varðar verðlagningu,“ segir Páll
Gunnar aðspurður um inntak kvört
unarinnar. DV hefur ekki heimild
ir fyrir því um hvað kæran snýst ná
kvæmlega en hugsanlegt er að um
sé að ræða meinta sölu Icelandair á
flugmiðum á undirverði til ákveðinna
áfangastaða til að hafa betur í
samkeppninni við WOW air.
Forstjórinn segir að kvörtunin sé
til meðferðar og búið sé að afla gagna
í málinu. „Það er búið að afla gagna
og það er verið að fara yfir þau.“ Páll
Gunnar segir að slík rannsókn geti
endað með sektum eða íhlutun,
breytingum á starfsemi og öðru
slíku. Forstjórinn segir hins vegar
að ekki liggi fyrir hvort um brot á
samkeppnis lögum hafi verið að ræða.
Skúli hugsar stórt
Icelandair er risinn á íslenska flug
markaðnum en WOW air er eina ís
lenska flugfélagið sem veitir því
samkeppni í millilandaflugi eftir fall
Iceland Express. Skúli Mogesen hef
ur lagt mikið undir í rekstri WOW og
fékk fyrirtækið flugrekstrarleyfi fyrir
nokkrum dögum en fram að því hafði
WOW átt í viðskiptum við erlend flug
félög um leigu á farþegavélum. Nú er
WOW hins vegar með réttu orðið flug
félag og stefnir í aukna samkeppni á
milli þessara tveggja fyrirtækja. WOW
hefur til að mynda boðað að félagið
ætli að hefja áætlunarflug til Stokk
hólms næsta sumar en hingað til hef
ur Icelandair setið eitt að þeirri flug
leið.
Skúli hefur hnýtt í Icelandair opin
berlega og sagði meðal annars eitt
sinn, aðspurður hvort hann hefði
áhuga á fjárfestingu í Icelandair, að
hann hefði ekki áhuga á slíku gömlu
ríkisflugfélagi. Þá greindi Viðskipta
blaðið frá því fyrir ári, eftir yfirtöku
WOW air á Iceland Express, að Skúli
hefði sagt á starfsmannafundi að
markmiðið væri að „drepa“ Icelanda
ir fyrir árið 2015.
Mikill stærðarmunur
Fyrirtækin hafa hins vegar ekki deilt
opinberlega áður eða átt í málaferlum
fyrr en nú þegar kæra WOW á hend
ur Icelandair liggur fyrir. Hið eina sem
nefna mætti úr fjölmiðlaumfjöllun
um fyrirtækin var þegar WOW air réð
markaðsstjóra Icelandair, Guðmund
Arnar Guðmundsson, til starfa í árs
byrjun 2012 og stal honum þar með
frá Icelandair. Starfslok hans ýfðu
þó ekki fjaðrir stjórnenda Icelandair
þannig að brugðist væri við opinber
lega.
Mikill stærðarmunur er á félögun
um enda Icelandair rótgróið fyrir
tæki á meðan Skúli stofnaði WOW
árið 2011. Til marks um muninn á
rekstri WOW air og Icelandair þá skil
aði WOW tapi í fyrra upp á tæpar 800
milljónir á meðan Icelandair hagnað
ist um rúma 7 milljarða króna. Hins
vegar má benda á að WOW skilaði
184 milljóna króna hagnaði á fyrstu 7
mánuðum þessa árs þannig að Skúli
er að snúa rekstrinum til betri vegar
og auðvitað tekur alltaf tíma að koma
flugfélagi á laggirnar. n
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
Kæra til Samkeppniseftirlitsins WOW air hefur kært Icelandair til Samkeppnis-
eftirlitsins fyrir meinta misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Skúli Mogensen er eigandi WOW.„Það er til með-
ferðar hjá stofnun-
inni kvörtun vegna hugs-
anlegrar misnotkunar á
markaðsráðandi stöðu.
Fréttir vikunnar Þessar fréttir bar hæst í DV í vikunni
Sjö ára dómur
Hæstiréttur staðfesti á fimmtu
dag sjö ára fangelsisdóm sem Karl
Vignir Þorsteinsson fékk í Héraðs
dómi Reykjavíkur síðastliðinn
júní. Karl Vignir var ákærður fyrir
að brjóta gegn fjórum andlega
fötluðum einstaklingum. Miðað
við það sem kemur fram í dómin
um er ljóst að aðeins stuttu áður
en Kastljós fjallaði um Karl Vigni
hafði hann nauðgað í það minnsta
tveimur einstaklingum, en fjallað
var um hann í janúar 2013. Í hér
aði kom fram að hann ætti sér
engar málsbætur. Mönnunum var
hann dæmdur til að greiða sam
tals þrjár milljónir króna.