Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2013, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2013, Blaðsíða 6
H ópur dýraverndunarsinna hefur lagt fram kæru á hend­ ur Bergi Bjarnasyni, bónda á Flatey á Mýrum, og sveitar­ stjórn Hafnar í Hornafirði vegna brota á girðingarlögum og meintra brota á dýraverndarlögum en hópurinn segir fjölda hreindýra hafa drepist eftir að hafa flækt horn sín í ólöglegum rafmagnsgirðingum í eigu Bergs. Sjálfur kannast Bergur lítið við málið og segir engin dýr hafa drepist eftir að hafa flækst í girðingunni. Meðfylgjandi myndir gefa annað til kynna. Lögreglan mætti Lögreglustjóranum á Eskifirði barst kæran síðastliðinn miðviku­ dag en þar eru Bergur og sveitar­ stjórn Hafnar á Hornafirði kærð fyr­ ir brot á 11. grein girðingarlaga og 2. grein dýraverndunarlaga með því að hafa látið ógert að hreinsa upp raf­ magnsgirðingar og þannig orsak­ að kvalafullan og langvarandi dauð­ daga margra hreindýra og ofboðið kröftum þeirra og þoli. Að auki er Bergur kærður fyrir brot á almennum hegningarlögum fyrir að hafa ógnað konu úr hópnum með girðingarstaur úr járni og gert sig líklegan til að slá til hennar í viðurvist vitna, þar á meðal lögreglumanns. Forsaga málsins er sú að laugar­ daginn 26. október fór hópur dýra­ verndunarsinna að Flatey á Mýrum til að rífa upp girðingu í eigu Bergs en hópurinn telur umrædda girðingu ólöglega og auk þess hafa valdið dauða fjölda hreindýra á síðustu árum, sem flækt hafa horn sín í henni. Bergur var ósáttur við fram­ göngu hópsins og þurfti lögreglu til að skakka leikinn og leita sátta máls­ aðila. Sexmenningarnir létu svo fjar­ lægja skrokk hreindýrs sem flækst hafði í girðingunni og legið þar í um tvær vikur. Ljót aðkoma „Við fórum þarna hópur dýravina austur á Höfn í Hornafirði eftir að hafa fengið hringingu frá tveim­ ur bændum sem lýstu yfir áhyggj­ um sínum á ástandi mála. Við fórum sex manna hópur þangað austur og fórum í þetta verk af þeirri einföldu ástæðu að við teljum að það hafi ver­ ið gengið á rétt dýra til þess að fá að vera í friði,“ segir Árni Stefán Árna­ son, lögfræðingur og dýraverndunar­ sinni. Hann segir aðkomuna hafa verið ljóta og að ekki hafi komið ann­ að til greina en að leggja fram kæru. „Þú sérð náttúrulega bara mynd­ irnar sem fylgja með kærunni, þetta lýsir sér að mestu sjálft. Þetta er ekki falleg sjón og það lá við að maður þyrfti áfallahjálp þegar maður kom og sá þetta svo það var ekki um annað að ræða en að ljúka málinu með þessum hætti.“ Girðingarnar eins og gildra Árni segir Berg hafa verið afar óánægðan með afskipti sexmenning­ anna af girðingunni. „Hann Bergur er aldrei ánægður með það þegar menn eru í dýravernd þarna fyrir austan og sýnir ávallt í sér tennurnar þegar þar að kemur, þær fáu sem eftir eru. Hann er búinn að vera afskaplega erfiður viðfangs, því miður, og ekki sýnt þessu neinn skiln­ ing og er eiginlega sá eini sem hefur ekki gert það en hann smitar dálítið mikið út frá sér í því.“ Árni segir flesta aðra bændur á svæðinu passa upp á sínar girðingar af umræddum ástæðum. „Þetta er eiginlega aðalhættu­ svæðið, Flatey á Mýrum, og þessi girðing í eigu Bergs hefur verið að fella þarna mörg hreindýr,“ segir Árni og vísar í fylgiskjal með kærunni sem er samantekt yfir dauða hreindýra á svæðinu. Þar kemur fram að frá ár­ inu 2010 hafi ellefu dýr drepist vegna girðingar í eigu Bergs. „Það sem hefur gerst í þessu áður hefur oft verið tengt gömlum síma­ línum sem hafa legið neðanjarðar eða annars konar drasli sem menn hafa sannarlega ekki skilið eftir að ásettu ráði, en vandamálið í þessu til­ viki er að Bergur er meðvitaður um að þessar girðingar valda dýrum hættu og hann gerir ekkert í því að taka þær upp. Þær liggja bara þarna og eru eins konar gildra fyrir dýrin vegna þess að um leið og tarfur er búinn að komast í snertingu við svona vír þá vefur hann honum eins og skot utan um hornin á sér. Ef illa fer þá festist hann og ef eins illa fer og mögulegt er að hugsa sér þá drepst hann bara.“ Kannast ekki við dýrin Bergur Bjarnason kannaðist ekki við umrædda kæru þegar blaðamaður hafði samband við hann en segir ekk­ ert hreindýr hafa drepist eftir að hafa flækst í girðingu í hans eigu. „Það er ekki rétt. Það voru engin hreindýr flækt þarna í girðingunni og það er nú svo slæmt að það var búið að draga afgamlan haus af einhverj­ um úldnum kálfi og setja hann þarna við girðingu og vefja vír um hann til að eigna girðingunni það,“ segir hann og bætir við að hausinn hafi verið skorinn af með hníf og því sé klárt mál að einhver hafi komið hausnum fyrir á girðingunni. Hann kannaðist ekki við að hafa séð heilan skrokk af dauðu hreindýri við umrædda girðingu. „Ég hef ekkert um þetta að segja. Þeir óðu þarna inn án þess að hafa nokkurt leyfi og rifu niður girðingu hjá mér.“ Bergur er ekki sáttur við fram­ göngu sexmenninganna en neitar þó að hafa ógnað konu í hópnum. „Það er ekki satt. Hún var að taka staur sem ekki var alveg brotinn og fleygði honum svo frá sér. Ég tók hann upp, gekk fram með hliðinni á henni og sagði að hún ætti ekki að vera að saga þetta niður, hún ætti ekkert í þessu. Þetta var nú svo ömur­ legt.“ Að öðru leyti segist Bergur lítið geta tjáð sig um málið að svo stöddu, enda hafi hann enn ekki séð kæruna og viti því ekki hvað hann sé sakað­ ur um. n 6 Fréttir 1.–3. nóvember 2013 Helgarblað Vorum að taka upp nýjar vörur Mörkinni 1 | Sími: 568 2200 | www.babysam.is „Lá við að maður þyrfti áfallahjálp“ n Dýraverndunarsinnar kæra bónda fyrir girðingar n Vændur um að ógna konu með staur Hörn Heiðarsdóttir blaðamaður skrifar horn@dv.is „Þetta er ekki falleg sjón og það lá við að maður þyrfti áfallahjálp þegar maður kom og sá þetta. Dauðagildra Dýrin hafa þurft að þola hægan og kvalafullan dauðdaga. MynDir Árni StefÁn ÁrnaSon fjarlægt Sexmenningarnir létu fjarlægja hræ dýrsins. MynDir Árni StefÁn ÁrnaSon Dautt hraundýr Við teljum að það hafi verið gengið á rétt dýra til þess að fá að vera í friði. fór í leiðangur Árni Stefán Árnason segir að að koman hafi verið ljót.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.