Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2013, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2013, Page 10
10 Fréttir 1.–3. nóvember 2013 Helgarblað Segir SMÁÍS hlaupa á sig n Jón Þór Ólafsson segir boðaða kæru á hendur Tali byggða á misskilningi J ón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, lagði lóð sitt á vogarskál- arnar í umræðunni um hvort Netflix, erlend efnisveita fyrir meðal annars kvikmyndir og sjón- varpsþætti, væri lögleg hér á landi eður ei í ræðu á Alþingi á mið- vikudag. Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóri SMÁÍS, tilkynnti í vikunni að hann ætlaði að leggja fram kæru á hendur Tali fyrir brot á lögum um höfundarrétt. Snæbjörn sagði það koma skýrt fram í þeim lögum að ekki megi fara fram hjá tæknilegum ráðstöfunum er varða höfundarvarið efni. Kemur það í kjölfar þess að bæði ritstjóri Frétta- blaðsins og Ari Edwald forstjóri 365 miðla skrifuðu harðorðar greinar gegn fjarskiptafélaginu Tali í helg- arblaði Fréttablaðsins. Tal hóf ný- verið að bjóða upp á erlendar IP- tölur en helsta ástæðan fyrir því að fá sér slíka tölu er geta orðið áskrif- andi að efnisveitum svo sem Netflix eða Hulu. „Þeir hafa greinilega ekki lesið [lögin] nógu vel. Þeir eru alltaf að hlaupa á sig og kæra. Reyndu að fá lögbann á Deildu.net og Piratebay, sem var hafnað. Þeir eru bara ekkert nógu klárir þessir karlar,“ segir Jón Þór í samtali við DV. Jón Þór bendir á að í framsöguræðu sinni hafi Þor- gerður Katrín Gunnarsdóttir, þá- verandi menntamálaráðherra og flutningsmaður umrædds ákvæðis í íslenskum lögum, sagt: „Ákvæðum frumvarpsins um vernd tæknilegra ráðstafana er með öðrum orðum ekki ætlað að vernda ýmsar ráðstaf- anir útgefenda hljóð- og myndrita til að skipta heiminum upp í tiltekin markaðssvæði …“ Jón Þór segir það skýrt að ef efnið hafi verið gefið út á Evrópska efnahagssvæðinu megi nálgast það með hliðstæðum hætti og Tal býður upp á. Snæbjörn Steingrímsson segir samtali við DV ekki hafa kynnt sér þessi rök Jóns Þórs en sagði að mál- ið snerti ekki Evrópska efnahags- svæðið þar sem flestir fengju sér IP-tölu frá Bandaríkjunum til að nálgast Netflix. n hjalmar@dv.is Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Rektor Háskólans á Akureyri: Rétt staðið að ráðningu Stefán B. Sigurðsson, rektor Há- skólans á Akureyri, segir að ekk- ert athugavert sé við ráðningu Sigrúnar Stefánsdóttur í stöðu forseta félags- og hugvísinda- sviðs skólans á dögunum. Hann hafnar því að góðri stjórnsýslu hafi verið ábótavant og fullyrðir að reglum hafi verið fylgt. Þetta segir Stefán í samtali við Akur- eyri Vikublað. Deilur spruttu upp í kjöl- far ráðningar Sigrúnar þar sem Ólína Þorvarðardóttir, fyrr- verandi þingmaður Samfylk- ingarinnar, hlaut flest atkvæði í kosningu sem haldin var milli umsækjanda meðal starfsmanna skólans. Það var í höndum Stef- áns að taka endanlega ákvörðun um ráðninguna en ekki eru for- dæmi fyrir því að vilji starfs- manna sé hunsaður. Ólína var ósátt við niðurstöðu málsins og hefur látið hafa eftir sér að hún útiloki ekki að fá lögmann til að kanna réttarstöðu sína með til- liti til hugsanlegra skaðabóta. Þá hefur hún sent umboðsmanni Alþingis erindi vegna ráðningar- innar. Í viðtali við Akureyri Viku- blað segir Stefán að í reglum skólans og lögum um manna- ráðningar sé skýrt kveðið á um að velja eigi hæfasta einstak- linginn. „Bæði niðurstaða dóm- nefndar og skýrsla ráðningar- stofunnar voru mjög skýrar að Sigrún væri sá aðili og báðar þessar niðurstöður voru vel rökstuddar. Sviðið hefur valið þá leið að láta ráðgefandi álit deildarfundar byggja á kosningu meðal fundarmanna. Ef þetta stangast á þá ber að fylgja lög- um og reglum og ráða hæfasta einstaklinginn og ég tel að það hafi verið gert í þessu tilfelli,“ segir Stefán. Þjóðarsátt á vinnumarkaði Ný könnun Capacent Gallup fyrir Samtök atvinnulífsins leiðir í ljós að 66,3 prósent landsmanna, eða tveir af hverjum þremur, eru hlynnt því að gerð verði þjóðar- sátt á vinnumarkaði, þar sem lögð yrði meiri áhersla á stöðugt verðlag og stöðugt gengi krón- unnar en í stað þess lögð minni áhersla á launahækkanir. Þetta kemur fram á heimasíðu Sam- taka atvinnulífsins. Þar kemur fram að 17 prósent landsmanna séu andvíg þessari leið og jafn stór hópur sé hvorki hlynntur né andvígur slíkri þjóðarsátt. Könnunin fór fram 10.–27. október en um var að ræða net- könnun. Könnunin var send til 2.950 manns á öllu landinu, 18 ára og eldri, sem voru vald- ir af handahófi úr viðhorfahópi Capacent Gallup. Fjöldi svarenda var 1.771 og svarhlutfall því 60%. Af þeim tóku 86,5% afstöðu til spurningarinnar. Seldi Skeljung og græðir nú 300 milljónir n Trúnaðarbrestur orsök starfsloka n Fór til Skeljungs og græðir nú milljónir Þ eir tveir starfsmenn Íslands- banka sem seldu meirihluta í olíufélaginu Skeljungi út úr Glitni síðla árs 2008 munu hagnast um hund- ruð milljóna króna við sölu fyrirtæk- isins til sjóðsstýringarfyrirtækisins Stefnis. Starfsmennirnir tveir, Einar Örn Ólafsson og Kári Þór Guðjóns- son, eru báðir hluthafar í Skeljungi og er Einar Örn forstjóri fyrirtækis- ins. Söluverðið á Skeljungi til Stefn- is nemur um tíu milljörðum króna. Einari Erni var sagt upp störf- um í Íslandsbanka, arftaka Glitnis, í apríl 2009 eftir að fram hafði farið skoðun á málefnunum hans innan bankans vegna sölunnar á Skeljungi. Einar Örn var framkvæmdastjóri fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka og seldi Skeljung fyrir hönd bank- ans. Kaupverðið á 51 prósents hlut í Skeljungi nam 1,5 milljörðum króna um mitt ár 2008 og greiddu kaup- endurnir, Svanhildur Nanna Vig- fúsdóttir, Guðmundur Örn Þórðar- son og Birgir Bieltvedt, að hluta til fyrir félagið með verðlitlum fasteign- um í Danmörku. Í maí greindi 2009 greindi DV frá því að Einar Örn hefði hætt í bankanum vegna „trúnaðar- brests“ en í svari frá bankanum við fyrirspurn DV um málið kom fram að hagsmunir Einars Arnar og bankans hafi ekki lengur farið saman. Kári Þór hætti í bankanum á sama tíma. Einar Örn græðir rúmar 300 milljónir Einar Örn á í dag 3,5 prósenta hlut í Skeljungi sem hann greiddi fyrir 25 milljónir króna þegar Svanhildur Nanna og Guðmundur Örn keyptu 49 prósenta hlut í Skeljungi fyrir 500 milljónir króna árið 2010. Þetta sagði Einar í viðtali við Morgunblað- ið í vikunni. Miðað við söluverðið á Skeljungi, tíu milljarða króna, þá er hlutur Einars í olíufélaginu nú 350 milljóna króna virði. Hann mun því hagnast persónulega um meira en 300 milljónir króna á sölu Skeljungs. Svanhildur Nanna og Guðmund- ur Örn, sem eru hjón, eiga 94 pró- sent í félaginu. Eftir standa því 2,5 prósent sem Kári er sagður eiga að hluta, beint eða óbeint. Í samtali við DV neitar Kári því hins vegar að eiga hlutabréf í Skeljungi. „Nei, ég á ekki hlutabréf í Skeljungi.“ Fimmfalda pund sitt Miðað við að kaupverðið á 51 pró- senti í Skeljungi var um 1,5 milljarðar árið 2008, með milligöngu Einars Arnar sem þá var starfsmaður Glitnis, og þegar litið er til þeirrar staðreyndar að hluti söluverðsins var greiddur með verðlitlum fasteignum, og þegar litið er til þess að 49 pró- senta hlutur Íslandsbanka var seldur fyrir 500 milljónir árið 2010, sést að eigendur Skeljungs eru að fimmfalda þá upphæð sem þeir greiddu fyrir Skeljung. Svanhildur Nanna og Guð- mundur Þór eru að fara að innleysa á milli 7 og 8 milljarða króna í hagnað af eignarhaldi sínu á Skeljungi. Lykillinn að þessum hagnaði er Einar Örn Ólafsson sem seldi þeim meirihlutann í Skeljungi út úr Glitni í ágúst 2008 en í þeim viðskiptum fengu hjónin líka forkaupsrétt að 49 prósentum í Skeljungi sem þau keyptu svo nokkru síðar. Einar Örn er sömuleiðis að fara að innleysa mikinn hagnað af viðskiptunum, rúmlega 300 milljónir króna. Hann mun svo halda áfram að vera for- stjóri Skeljungs eftir söluna. Eignarhald þeirra Svanhildar Nönnu og Guðmundar Arnar á Skeljungi er því með nokkrum ólík- indum og eru þau við það að verða milljarðamæringar fyrir vikið. Samkeppniseftirlitið á einungis eftir að staðfesta viðskiptin. Einar Örn er sömuleiðis að fara að innleysa þannig hagnað að hann gæti lifað á honum það sem eftir er ævinnar. Viðskipti þeirra hafa því verið afar fengsæl síðastliðin fimm ár. n Pírati Jón Þór bendir á að SMÁÍS hlaupi sífellt á sig og að málum sem þeir setji í hendur dómstóla sé iðulega vísað frá. 300 milljóna hagnaður Einar Örn mun innleysa hagnað upp á meira en 300 milljónir króna við söluna á Skeljungi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.