Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2013, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2013, Page 12
12 Fréttir 1.–3. nóvember 2013 Helgarblað Þ að er auðvitað hægt að líta á þetta sem einn stórkost­ legasta gjörning í íslenskri stjórnmálasögu, og með því að pakka þessu svona inn í þetta eina kjörtímabil verður fyrir­ bærið einstæðara fyrir vikið, og nátt­ úrulega bara meira afgerandi,“ segir stjórnmálafræðingurinn Eiríkur Berg­ mann Einarsson um Besta flokk­ inn. Hann segir að með því að stíga af sviðinu svo að segja á toppi stjórn­ málaferils síns, hafi Jón Gnarr enn á ný tekist að skapa ný viðmið í íslensk­ um stjórnmálum: „Þessi útganga hans var þvert á allt það sem að menn áttu von á. Það er nú yfirleitt þannig í stjórnmálum að þegar menn hafa kló­ fest þessa stóla þá vilja þeir helst ekki gefa þá eftir. Þannig að það gerir þetta allt saman mjög flott.“ Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavík­ ur, lýsti því yfir í útvarpsþættinum Tví­ höfða á miðvikudagsmorgun, að hann hygðist ekki gefa kost á sér í komandi borgarstjórnarkosningum, og það þrátt fyrir að nýlegar skoðanakannan­ ir sýni fram á aukið fylgi Besta flokks­ ins. „Ég kom til að koma ákveðnum skilaboðum á framfæri, sanna ákveðin mál og leggja mitt af mörkum. Mér finnst minn tími búinn á þessu sviði. Ef ég ætlaði að endurtaka þetta yrði ég að verða stjórnmálamaður sem ég er ekki. Ég er einfaldlega ekki stjórn­ málamaður – ég er grínisti,“ sagði Jón Gnarr í þættinum. Spurningin er síðan hvort honum hafi tekist þetta ætlunar­ verk sitt. DV ræðir við fleiri álitsgjafa, þar á meðal rithöfundinn Andra Snæ Magnason og Guðmund Odd Magn­ ússon, prófessor við Listaháskólann, um þann listgjörning sem Besti flokk­ urinn var óneitanlega í upphafi og er kannski enn? Kjósendur fullkomna verkið Besti flokkurinn kom eins og storm­ sveipur inn í íslensk stjórnmál árið 2010 í formi eins konar gjörningalistar, en flokkurinn var augljós háðsádeila á íslensk stjórnmál. Með grín og súr­ realisma að vopni sópaði flokkurinn til sín fylgi með þeim afleiðingum að úr varð stærsta stjórnmálaafl borgar­ innar, með sex kjörna borgarfulltrúa. Sigurinn var sögulegur og stjórnmála­ spekúlantar klóruðu sér sumir hverjir í hausnum. Margir efuðust um færni þeirra í Besta flokknum til þess að koma að stjórn borgarinnar þar sem þau höfðu enga reynslu af stjórnmál­ um. Þá var ítrekað reynt að gera lítið úr framboðinu á þeirri forsendu að þar væri einungis um grín að ræða. Eiríkur Bergmann segir í samtali við DV að reynslan hafi nú afsannað allar slíkar hrakspár: „Það er bara augljóst mál, borgin er ekki í kaldakoli, þetta gekk bara prýðilega hjá þeim, ég held að það sé voðalega erfitt að halda öðru fram.“ Það að gjörningur Besta flokks­ ins hafi gengið upp, segir Eiríkur að sé ákveðið kjaftshögg fyrir klassísk stjórnmál. „Þetta er allt mjög á skjön við hefðir í íslenskum stjórnmálum, og hefur brotið upp kerfið. Menn fengu svona einn á lúðurinn með þessu öllu saman.“ Þó að Jón Gnarr og fulltrúar Besta flokksins eigi vissulega heiður­ inn af framboðinu megi ekki gleyma því að borgarbúar tóku undir og full­ komnuðu þannig verkið. „Ef maður tekur þetta sem atburð eða gjörning þá er þetta algjörlega einstakt og nán­ ast eins og listviðburður inni í stjórn­ málunum. Þetta var þátttökuvið­ burður sem fólkið tók þátt í, þar sem tilgangurinn var að lýsa ákveðnu frati á hefðbundin stjórnmál. Það er mikil­ vægt að átta sig á því að þau gátu þetta ekki ein. Þessi gjörningur heppnaðist og varð svona stór vegna þess að fólkið í landinu var tilbúið.“ Varnarmúrar brotnir Eiríkur er þeirrar skoðunar að eitt helsta framlag Besta flokksins til ís­ lenskrar stjórnmálamenningar sé það Stærsti gjörningur Íslandssögunnar Úttekt Jón Bjarki Magnússon jonbjarki@dv.is Gjörningur Gnarr Jóni Gnarr tókst ætlunarverk sitt með Besta flokknum, sem var að verða borgarstjóri Reykjavíkur út heilt kjörtímabil. Álitsgjafar blaðsins eru sam- mála um að lokaútspilið sé flott, gjörningurinn hafi að vissu leyti verið fullkomnaður. mynd SiGtryGGur ari n Álitsgjafar DV greina áhrif Besta flokksins n „Algjörlega einstakt“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.