Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2013, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2013, Side 13
Fréttir 13Helgarblað 1.–3. nóvember 2013 Stærsti gjörningur Íslandssögunnar„Veitti sjónarhorn á pólitíkina sem við höfðum ekki áður séð „Þessi gjörningur heppnaðist Kjaftshögg Besta Stjórnmálafræðingur- inn Eiríkur Bergmann talar um Besta flokk- inn sem stórkostlegasta gjörning í íslenskri stjórnmálasögu, og mikið kjaftshögg fyrir klassísk stjórnmálaöfl. Tól listamannsins Goddur segir Jón Gnarr hafa nýtt sér tól listamannsins til þess að takast á við sérfræðinga og Excel- skjöl. Mynd STefán KarlSSon Mikil reynsla Andri Snær Magnason segir að það hefði í rauninni ekki átt að koma neinum á óvart að vel til tækist hjá Besta flokknum. Fólkið þar hafi viðamikla reynslu úr listheiminum. Mynd SigTryggur ari „Hann gerir þetta vel“ Sóley Tómasdóttir ánægð með Besta flokkinn þrátt fyrir að vera ekki sammála öllu. Þ að er alveg ljóst að Besti flokkurinn er mjög merki- legt fyrirbæri. Hann kom inn sem merkilegt fyrirbæri og hann hættir sem merkilegt fyrir- bæri. Hann gerir þetta vel og hann hefur haft áhrif á bæði okkur og borgarbúa. Ég hef stundum sagt að það er bæði skemmtilegra að vera í borgarstjórn og sennilega að búa í Reykjavík þó svo að ég sé alls ekki sammála öllu sem Besti flokkurinn hefur gert og staðið fyrir,“ segir Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, í samtali við DV. Hún viðurkennir að hún hafi vissulega verið ósammála ákveðn- um áherslum flokksins, eins og gengur í stjórnmálunum, en heilt yfir er hún á því að stjórnmálin í borginni hafi þróast á jákvæðan hátt á þessu kjörtímabili. „Við höf- um unnið betur saman og það hefur skipt minna máli hvaðan gott kem- ur. Þá höfum við öll lagt okkur fram um að standa saman um góð mál og gagnrýna síðan það sem við erum sannfærð um að sé ekki gott, alveg óháð flokkslínum eða meiri- og minnahlutalínum.“ Sóley bendir þó á að þessi vinnu- brögð hafi ekki komið úr einhverju tómarúmi. Í kjölfar bankahrunsins hafi allir flokkar tekið sig saman og ákveðið að stilla strengi sína: „Það hafði verið alveg ótrúlegur túrbúl- ans í borginni, en síðasta árið fyrir kosningar hafði nú verið ólíkt ró- legra því sem á undan hafði geng- ið enda voru allir komnir með nóg af óróleikanum sem hafði verið. Besti flokkurinn kemur svolítið inn í þá stemningu og tekur henni bara vel og bætir í.“ Sóley segist hafa átt samleið með borgarfulltrúum Besta flokksins í mörgum málum, hug- sjónir þeirra hafi verið svipaðar á ákveðnum sviðum. „Besti flokkurinn og Jón hafa staðið sig ótrúlega vel í friðarmálum og mannréttindamál- um og okkur hefur lánast að vinna vel saman á þessum vettvangi.“ n Bættu stjórnmálamenninguna gísli Marteinn Baldursson ánægður þó hann gagnrýni ákveðnar áherslur. M ér fannst þeir sem litu á framboð Jóns sem brandara strax frá byrj- un vera gjörsamlega að misskilja punktinn og ég reyndar talaði um það opinberlega í kosn- ingunum fyrir fjórum árum. Þetta var auðvitað ádeila á stjórnmála- menninguna eins og hún hefur verið. Hann var að gera stólpagrín að stjórnmálamönnum sem haga sér eftir einhverri formúlu sem þeir halda að virki. Og þegar hann var í of stórum jakkafötum niðri við Tjörn að gefa öndunum brauð, brosandi fölsku brosi, þá var það auðvitað ekki bara brandari, það var líka sneið sem stjórnmálamenn áttu að að taka til sín,“ segir Gísli Marteinn Baldursson, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Hann segist almennt vera ánægð- ur með störf flokksins, þó að hann hafi gagnrýnt ákveðnar áherslur hans, eins og til að mynda hækkun útsvarsins. Gísli segist kunna mjög vel við borgarfulltrúa Besta flokksins sem hafi verið að reyna að vanda sig í sínum störfum. „Þau hins vegar voru óvenju reynslulítil þegar þau komu þarna inn. En þau hins vegar horfðust mjög heiðarlega í augu við það, þóttust ekki kunna meira en þau kunnu, þannig að þau þurfa að fá prik fyrir það.“ Gísli er þeirrar skoðunar að tilkoma Besta flokks- ins hafi haft góð áhrif á stjórnmála- menninguna í borginni. Vinnu- brögð borgarfulltrúa hefðu verið að breytast áður en Besti flokkurinn kom til sögunnar, flokkarnir farnir að starfa meira saman. „Þannig að þessi kúltúr var aðeins byrjaður í borginni en Besti flokkurinn tók það svona upp á næsta stig ef svo má segja og mér fannst það vera til fyrirmyndar.“ Gísli segir ljóst að Besti flokk- urinn sé afar merkilegt fyrirbæri. „Kosningasigur þeirra 2010 er nátt- úrulega sennilega einhver stærsti pólitíski kosningasigur sem unn- in hefur verið hér á Íslandi. Það að nýtt framboð komi inn og fái 35 prósent er algjörlega makalaust.“ Þá segir hann einnig mjög merkilegt að Jón Gnarr hafi ákveðið að stíga til hliðar, svo að segja á toppi stjórn- málaferilsins. „Það er mjög merki- legt, sérstaklega vegna þess að all- ir gömlu pólitísku greinendurnir, álitsgjafarnir og leiðarahöfundarnir hafa sagt í mörg ár: „Auðvitað held- ur hann áfram. Hvar ætlar hann að fá svona laun annars staðar? Hvar ætlar hann að fá svona völd annars staðar? Menn verða nú svo vanir dekrinu að vera borgarstjóri eða ráðherra að þeir vilja ekki sleppa takinu.“ En hann sýnir einmitt með þessu hvað sú hugsun er gamal- dags.“ n að í gegnum gjörning þeirra hafi þeim tekist að sýna stjórnmálin í allt öðru og nýju ljósi. „Þetta veitti sjónarhorn á pólitíkina sem við höfðum ekki áður séð. Þannig tókst þeim kannski að brjóta niður ákveðna varnarmúra sem hefðbundin stjórnmál hafa reist um sig og opna á möguleika á nýrri og annarri nálgun á pólitíkina.“ Eitt það merkilegasta við þetta allt saman hafi síðan verið hversu vel þeim gekk að reka borgina. „Það komst svona ákveðin ró og stjórnfesta á eftir mikið óróleika tímabil og það sýnir okkur líka að stjórnmálin eru ekki bara vett- vangur atvinnumanna.“ Eiríkur sem hefur áratuga reynslu af því að fylgjast með stjórnmálum og fjalla um þau segist vera mjög hugsi yfir þessu: „Mér sýnist á öllu að Jón Gnarr og fólkið í Besta flokknum hafi svona þroskaðri sýn á hlutverk stjórn- málamanna en við höfum séð í þessu landi.“ Jón Gnarr hafi verið gagn- rýndur fyrir það að hafa sett stjórn- málin í hendur embættismannakerf- isins, þegar honum ætti í rauninni að vera hrósað fyrir það. „Það hefur verið landlægt vandamál að stjórn- málamenn hafa talið sig hafa meiri þekkingu á málum heldur en til þess bærir sérfræðingar.“ Þetta hafi leitt til ákveðins fúsks og viðvaningsháttar í íslensku stjórnkerfi þar sem sér- fræðingar hafi verið settir til hliðar. „Þetta er ekki svona í löndunum í kringum okkur, og mér fannst Jón Gnarr hafa næmari skilning á hlut- verki stjórnmálamanna en þeir sem höfðu verið miklu lengur á sviðinu.“ Mikilvægur gjörningur Rithöfundurinn Andri Snær Magna- son hefur að undanförnu svar- að spurningum forvitinna blaða- manna utan úr heimi varðandi Besta flokkinn. „Þá hef ég bara bent þeim á það að þau koma auðvitað fram sem trúðar, og ímynd íslenskra lista- manna hefur kannski oft verið svona fíflagangur og ábyrgðarleysi, en ef þú skoðar þennan hóp: Hvaða hæfileika þarftu til að túra með hljómsveit milli þrjátíu borga á fjörutíu dögum? Sam- tímis því sem þú ert að koma fram sem listamaður, selja öllum miðana fyrir- fram, klára plötuna. Hvaða hæfileika þarftu til þess að setja upp leiksýningu með fimmtíu manns? Þetta fólk kem- ur þarna inn með gríðarlega reynslu af því að láta ólíkt fólk vinna saman. Menn eru vanir því að vinna með prímadonnur og menn eru vanir því að vinna með alls konar einstaklinga.“ Þetta sé mun meira en þeir sem hafi gengið í gegnum einhverja „flokksvélina“ hafi þurft að gera. „Mér finnst þessi gjörningur mjög mikil- vægur vegna þess að fyrst fannst okk- ur alveg ólíklegt að hann gæti komist til valda, og síðan efuðumst við um að hann gæti valdið þessu og nú finnst okkur alveg ómögulegt að borgin geti verið án hans.“ Hann segir að það eigi þó ekki að koma neinum á óvart að Besta flokknum hafi gengið vel að stjórna borginni: „Listamenn bera mikla virðingu fyrir peningum. Lista- menn eru snillingar í því að teygja krónuna. Þeir kunna að gera tíkall

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.