Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2013, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2013, Side 15
M eðlimir íslensku vélhjóla­ samtakanna Devils Choice eru ekki ánægðir með að norskum félögum þeirra hafi verið meinað að koma inn í landið og segja mennina ætla að leita réttar síns. Líkt og greint hefur verið frá var ellefu Norðmönnum vís­ að úr landi í síðustu viku en um var að ræða meðlimi Devils Choice í Noregi sem boðið hafði verið til afmælisveislu samtakanna hérlendis. Voru með lögfræðing tilbúinn Samkvæmt heimildum DV komu um 25 danskir og norskir meðlimir Devils Choice til Íslands um helgina vegna umræddra hátíðarhalda og hættu einungis þrír Norðmenn við að koma til landsins eftir að að lögregla skarst í leikinn. Engum Dana var vísað úr landi. Meðlimir Devils Choice er afar ósáttir við þá meðferð sem norskir fé­ lagar þeirra fengu hjá lögreglunni og segja að þeir hafi til dæmis engar skýr­ ingar fengið á því hvers vegna þeim væri meinað að koma inn í landið. „Bara að það væri vegna almanna­ hagsmuna. Þeir handtóku í rauninni engan og þegar þú ert ekki handtekinn þá áttu ekki rétt á lögfræðingi. Við vor­ um með lögfræðing kláran uppi á velli og það kom aldrei beiðni frá þeim, ekki fyrr en einn gat sent sms um að hann vildi lögfræðing, þá gátu þeir ekki hamlað því að hann fengi lögfræði­ aðstoð,“ segir heimildarmaður DV um málið. Lögreglan mætti Heimildarmaðurinn segir brottvísan­ irnar vissulega hafa varpað skugga á hátíðarhöldin, til dæmis hafi þar verið sex norskar eiginkonur án eiginmanna sinna, en konunum var hleypt inn í landið eftir upplýsingatöku á meðan eiginmönnunum var vísað á brott. Auk þess hafi veislan verið haldin „undir góðri vernd“ því lögreglan mætti á svæðið og fylgdist með því sem fram fór. „Það voru fjórir bílar þarna á plan­ inu hjá okkur,“ segir heimildarmað­ ur blaðsins. Hann segir lögregluna hafa verið á svæðinu til miðnættis en þá hafi hún ekki lengur séð ástæðu til að hafa afskipti af samkomunni. Þrátt fyrir þetta hafi veisluhöldin heppnast vel og farið fram með prýði líkt og undanfarin ár en þetta er í níunda sinn sem boðið er til afmælisveislu af þessu tagi. Ætla að leita réttar síns Samkvæmt heimildum DV komu af­ skipti lögreglunnar meðlimum sam­ takanna á óvart. „Þetta er alveg nýtt fyrir okkur. Menn hafa alltaf verið stoppaðir í toll­ inum í gegnum árin þar sem hefur verið spjallað við þá en svo hefur ekki verið neitt mál.“ Einn heimildarmaður segir engar skýringar hafa verið gefn­ ar á því að Norðmönnunum hafi verið vísað úr landi. „Okkar tilfinning er sú að þetta hafi komið frá Noregi, ég held að það sé alveg á hreinu. Þú sérð að það komust allir Danirnir inn í landið.“ Meðlimum samtakanna finnst sú meðferð sem þeir norsku hlutu ekki sanngjörn og herma heimildir DV að einhverjir Norðmannanna ætli að leita réttar síns. „Settu þig bara í þeirra spor: Manneskja með hreint sakavottorð og þú færð ekki einu sinni að ferðast innan Norðurlandanna. Ef þú værir að fara til Noregs og fengir ekki að fara inn í landið og þér væri bara sagt að vegna almannaheillar mætti ekki hleypa þér inn, þá myndir þú nú vilja vita af hverju það væri.“ Snýst um bræðralag Devils Choice hér á landi hétu áður Hog Riders en breyttu nafninu árið 2011 og urðu þar með stuðnings­ samtök hinna alræmdu Vítisengla. Þrátt fyrir þau tengsl segir heimildar­ maður DV að Devils Choice séu ekki glæpasamtök. Þau snúist eingöngu um bræðralag og að veita erlendum bræðrasamtökum stuðning. „Við förum út til þeirra og þeir koma til okkar og svo ef við förum út að hjóla þá höfum við aðgang að öll­ um klúbbunum; getum sofið þar og gert við hjólin og svona.“ Norskum og dönskum félögum Devils Choice hefur verið boðið hing­ að til lands undanfarin ár og þekkja þeir íslensku samtökin vel. „Hluti af þeim sem voru að verða að Devils Choice í Noregi eru gaml­ ir Hog Riders­hópar þannig að svona einn þriðja af þeim klúbbum þekkjum við mjög vel. Þeir eru búnir að vera bræður okkar í lengri tíma. Þetta eru allt bara strákar sem eru að vinna í olíuiðnaðinum.“ Taldir tengjast glæpastarfsemi Gunnar Schram, yfirlögregluþjónn hjá embætti lögreglustjórans á Suður­ nesjum, segir að litið sé á Devils Choice sem skipulögð glæpasamtök enda um stuðningssamtök Vítisengla að ræða. Það mat sé byggt á hættu­ mati sem unnið er af greiningardeild ríkislögreglustjóra en að ákvarðanir um frávísun úr landi séu teknar af Útlendingastofnun. En hvað þarf að liggja því til grund­ vallar að mönnum sé vísað úr landi? „Tengsl við það sem talið er vera, eins og í þessu tilviki, skipulögð glæpa­ samtök. En svo er vísað úr landi á grundvelli útlendingalaga og með til­ vísanir í ákveðnar lagagreinar þar. Það er það sem Útlendingastofnun styðst við.“ Gunnar segir að ólíkt því sem fram hefur komið víða í fjölmiðlum hafi mennirnir ekki verið handteknir. „Í þessum aðgerðum og þegar svona frávísun á landamærum er beitt þá eru menn í rauninni ekki hand­ teknir heldur eru þeir færðir til upplýs­ ingatöku þar sem þeir eru spurðir út í, eins og í þessu tilviki, tengsl við mót­ orhjólasamtök. Síðan fara þær upplýs­ ingar áfram til Útlendingastofnunar sem tekur ákvörðun byggða á hættu­ mati frá greiningardeild ríkislögreglu­ stjóra um hvort þeim verði frávísað eða ekki.“ Vita ekki alltaf um komu vélhjólagengja Mennirnir sem vísað var úr landi hafa margir hverjir komið áður til Ís­ lands án vandræða og segir Gunnar að ástæðan fyrir því sé einfaldlega sú að ekki sé alltaf vitað um komu þeirra. „Það er ekkert sem segir að við finnum þá í hvert skipti sem þeir koma til landsins. Það er ekkert eftirlit sem er hundrað prósent, ég held að það fyrir­ finnist varla.“ Aðspurður hvort beiðni um frávís­ un mannanna hafi komið frá Noregi segir Gunnar að lögreglan fái upp­ lýsingar frá ýmsum aðilum, meðal annars hinum Norðurlöndunum. „Við fáum upplýsingar eftir ýmsum leiðum, bæði formlegum og óformleg­ um, og við erum náttúrulega í nánu samstarfi við Norðurlöndin á þessu sviði þannig að þetta getur komið með allavega móti til okkar.“ Spurður hvers vegna aðeins hluti mannanna sem komu til landsins vegna veislunnar hafi verið sendur á brott segir Gunnar að slíkt sé ákveðið eftir upplýsingatöku hvers og eins. „Það er lagt mat á tengsl við þessi samtök og ef engin finnast og engin eru þá er náttúrulega engin ástæða til að stöðva viðkomandi. Þarna voru til dæmis einhverjar unnustur með í för en það er náttúrulega vitað að þetta eru mjög karllæg samtök og kven­ menn eru ekki meðlimir þar. Þannig að það getur verið alla vega.“ n Steinskot Guesthouse Steinskot er gamall sveitabær á Eyrarbakka. Allt til alls. Krakkar geta fengið að fara á hestbak. Hægt er að sjá húsið á youtube “steinskot”. Sjón- varp, internet o.s.frv. Rúm fyrir 6 manns. Hægt að setja upp tvö aukarúm. Hafið samband í síma 867-5015 eða á netfangið skurdur6@hotmail.com Brottvísanir vörpuðu skugga á hátíðarhöldin n Norskir meðlimir Devils Choice íhuga að leita réttar síns n Lögreglan mætti á staðinn Mörgum verið vísað úr landi Í byrjun árs 2002 voru 19 meðlimir Vítisengla stöðvaðir við komuna til landsins og þeim meinuð landganga en segja má að sú aðgerð hafi markað upphafið af því mikla eftirliti og afskiptum sem íslenska lögreglan hefur haft af komu erlendra glæpa- samtaka til landsins. Lögð hefur verið mikil áhersla á að bregðast við fjölgun skipulagðra glæpasamtaka hér á landi og hefur ófáum meðlimum erlendra vélhjólagengja, sem talin eru stunda skipulagða glæpastarfsemi, verið meinað að koma inn í landið. Í júlí 2002 var til dæmis sex félögum í norsku vélhjólasamtökunum Savage MC meinað að koma inn í landið er þeir komu til Seyðisfjarðar með Norrænu, en samtökin tengjast hinum alræmdu Vít- isenglum. Í desember 2003 var svo fimm Vítisenglum vísað úr landi og um ári síðar var dönskum meðlimum vélhjólasam- takanna Hog Riders meinað að koma inn í landið er þeir lentu á Keflavíkurflugvelli. Í nóvember 2007 var þremur norskum félögum Vítisengla vísað úr landi er þeir komu hingað til lands ásamt eiginkon- um sínum og í mars síðastliðnum voru tveir meðlimir Vítisengla stöðvaðir á Keflavíkurflugvelli, annar frá Rúmeníu en hinn frá Noregi, en mennirnir komu hingað til að vera viðstaddir afmælishátíð Vítisengla á Íslandi. Var þeim vísað af landi brott sam- kvæmt ákvörðun Útlendingastofn- unar. Brottvísanir dæmdar lögmætar Mikil óánægja með aðgerðir lögreglunnar hefur ríkt á meðal félags- manna hinna ýmsu vélhjóla- samtaka sem sagt hafa brottvísanirnar ólögmætar en þann 17. október síðast- liðinn féll hins vegar dómur í Hæstarétti sem segja má að veiti ákveðið fordæmi fyrir framkvæmd lögreglu í málum sem þessum. Þá staðfesti Hæstiréttur úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur, að fenginni umsögn EFTA-dómstólsins, um að sýkna íslenska ríkið af kröfum Norðmannsins Jan Anfinn Wahl en Whal er meðlimur vélhjólasamtakanna Vítisengla og var vísað úr landi er hann hugðist dvelja hér um þriggja daga skeið í febrúar 2010. Koma hans var talin ógna allsherjarreglu og þjóðaröryggi Íslendinga. Wahl var ekki ánægður með brottvísunina og stefndi íslenska ríkinu þar sem hann fór fram á að fá greiddar skaðabætur en líkt og fyrr sagði var íslenska ríkið sýknað af öllum kröfum stefnanda. Hörn Heiðarsdóttir blaðamaður skrifar horn@dv.is Fréttir 15Helgarblað 1.–3. nóvember 2013 Vítisenglar Mörgum erlendum Vítisenglum hefur verið vísað úr landi. Mynd GeTTy IMaGeS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.