Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2013, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2013, Síða 24
24 Fréttir 1.–3. nóvember 2013 Helgarblað 11 Einar Friðrik Kristinsson 72 ára Eignir: 701 milljón kr. n Einar og eiginkona hans Ólöf Októsdóttir eiga, ásamt öðrum, fjölskyldufyrirtækið Daníel Ólafsson ehf., oft kallað Danól. Synir Tómasar Tómassonar seldu Ölgerð Egils Skallagrímssonar til Danól árið 2002 og voru fyrirtækin tvö sameinuð árið 2008. Stjórnarformaður Ölgerðarinnar er sonur Einars og Ólafar, Októ Einarsson, en hann keypti sjötíu prósenta hlut í fyrirtækinu af föður sínum árið 2007. 12 Matthías Kjeld 77 ára Eignir: 699 milljónir kr. n Matthías Kjeld læknir er sérfræðingur í meinefna- fræði. Árið 1991 var fjallað um hann í fjölmiðlum og sagt að hann hefði fengið tugi milljóna króna greiddar frá Tryggingastofnun vegna vinnu sem unnin var á rannsóknastofu hans. Hann fékk til að mynda árið 1988 um 70 milljónir króna fyrir vinnu frá rann- sóknastofunni. Auk þess að reka rannsóknastofu í Domus Medica var hann í fullu starfi á Landspítalanum. Svo virðist sem hann hafi náð að ávaxta það fé vel. Hann er kvæntur Marcellu Iniguez. 13 Sigurður Helgason 70 ára og Kirstín Flygenring 58 ára Eignir: 620 milljónir kr. n Sigurður er framkvæmdastjóri og eigandi Stjórnhátta sem er ráðgjafarfyrirtæki sem sérhæfir sig í opinberri stjórnun og stjórnsýslu. Hann er menntaður stjórnsýslufræðingur og hefur starfað við ýmis verkefni tengd því. Hann er fyrrverandi framkvæmdastjóri Björgunar ehf. Kirstín, eiginkona Sigurðar, er með meistaragráðu í hagfræði og hefur meðal annars starfað hjá OECD og Þjóðhags- stofu. Hún sat í rannsóknarnefnd sem skilaði skýrslu um Íbúðalánasjóð fyrr á árinu. Kirstín er dóttir Ingólfs Flygenring þingmanns sem var framkvæmdastjóri við útgerð og verslun í Hafnarfirði um árabil. 14 Jakob Valgeir Flosason 41 árs Eignir: 527 milljónir kr. n Jakob Valgeir Flosason er útgerðarmaður og athafnamaður frá Bolungarvík. Hann var eigandi huldufélagsins Stíms ehf. sem hefur verið til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara. Síðastliðin maímánuð var honum stefnt ásamt öðrum fyrir að hafa tekið ákvörðun um að veita lán til félagsins þegar það lá fyrir að það væri ógjaldfært. Jakob Valgeir er kvæntur Björgu Hildi Daðadóttur. 15 Páll Breiðdal Samúelsson 84 ára Eignir: 500 milljónir kr. n Páll stofnaði fyrirtækið P. Samúelsson hf. árið 1970 til að sjá um innflutning og sölu Toyota- biðreiða á Íslandi. Upp úr árinu 1990 varð Toyota vinsælasta bílategund á Íslandi. Páll seldi allt hlutafé í félaginu árið 2005 til Smáeyjar ehf., fjárfestingafyrir- tækis Magnúsar Kristinssonar. Kaupverðið var trúnaðarmál en ætla má að Páll hafi hagnast verulega. Páll er kvæntur Elínu Sigrúnu Jóhannesdóttur. 16 Hilmar Gunnarsson 42 ára Eignir: 487 milljónir kr. n Hilmar starfaði um árabil hjá OZ á Íslandi og í Kanada og stýrði m.a. sölu- og markaðsstarfi félags- ins. Hann stýrði söluferlinu er OZ var selt til Nokia árið 2008. Frá því hefur hann fjárfest í ýmsum sprotafyrir- tækjum og situr í stjórn fyrirtækja t.d. DataMarket og CAOZ. Maki Hilmars er Guðný Kristín Hauksdóttir. „Lykillinn að velgengni er að gera það sem manni finnst skemmtilegt, að vinna með góðu fólki og aldrei gefast upp,“ segir Hilmar. „Það í sjálfu sér gerir mér kleift að gera áhugaverða og skemmtilega hluti og hjálpa til í sprotaumhverfinu á Íslandi sem ég er búinn að vera að einbeita mér að,“ segir hann spurður um hverju peningarnir hafi breytt. 17 Arnold B. Bjarnason 82 ára Eignir: 480 milljónir kr. n Arnold er viðskiptafræðingur að mennt og stofnaði Timbur og stál, fyrirtæki sem þjónaði hús- byggjendum. „Það er bara vinnusemi. Ég hef ekkert stefnt að því að verða auðugur og tel mig ekki vera það. Það kemur ekki fram í neinu í daglegu lífi mínu að ég sé orðinn auðugur,“ segir Arnold í samtali við DV aðspurður hverju hann þakki velgengnina. 18 Magnús R. Jónsson 77 ára Eignir: 477 milljónir kr. n Magnús er eigandi Garra hf. sem hann stofnaði árið 1973. Sonur hans, Magnús, er framkvæmdastjóri fyrirtækisins í dag. Fyrirtækið sérhæfir sig í inn- flutningi og sölu á matvöru og matvælaumbúðum fyrir veitingastaði, hótel, bakarí, skóla og leikskóla auk mötuneyta og ferðaþjónustufyrirtækja. 19 Kristján Kristjánsson 74 ára Eignir: 412 milljónir kr. n Kristján er fyrrverandi húsasmiður og er hann kvæntur Þuríði Guðmunds- dóttur kennara og ljóðskáldi. 20 Magnús Gunnarsson 67 ára Eignir: 398 milljónir kr. n Magnús hefur verið umsvifamikill í íslensku við- skiptalífi til margra ára. Hann hefur komið að hinum ýmsu fyrirtækjum og setið stjórn fjölmargra. Hann hefur verið stjórnarformaður Eimskipafélags Íslands, Brims, Búnaðarbankans og Haraldar Böðvarssonar. Hann er menntaður hagfræðingur og kvæntur Gunnhildi Gunnarsdóttur. Árið 2011 var hann búsettur í Garðabæ en er í dag skráður með lögheimili í Bretlandi. 21 Margrét Gunnlaugsdóttir 75 ára Eignir: 384 milljónir kr. n Margrét er ekkja Ketils Axelssonar sem rak fyrst Tóbaksverslunina London, síðan London dömudeild og frá 1992 Café Paris. 22 Oddur Gunnarsson 53 ára og Áslaug Jónsdóttir 53 ára Eignir: 373 milljónir kr. n Hjónin Oddur og Áslaug ráku Húsgagnahöllina í rúm tuttugu ár. Í dag eiga þau verslanirnar Líf og List í Smáralind og Líf og List – húsgögn í Ármúla. „Ég er bara búin að vera farsæl í viðskiptum og er búin að vera í fjölskyldu- bisness í þrjátíu ár, síðan ég var tvítug, við hjónin,“ segir Áslaug í samtali við DV.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.