Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2013, Side 36
36 Fólk 1.–3. nóvember 2013 Helgarblað
V
ilborg stendur í undir
búningi fyrir næsta verk
efni sitt sem er að klífa
Carstensz Pyramid í Indó
nesíu, sem er hæsta fjall í
Eyjaálfu. Þetta er þriðji tindurinn
af sjö sem Vilborg hyggst sigrast á
á einu ári. Markmið hennar er að
klífa hæsta fjall hverrar heimsálfu.
Í lok maí komst hún á topp Denali,
sem er hæsti tindur Norður
Ameríku, og í síðasta mánuði sigr
aði hún Elbrus, sem er hæsta fjall
Evrópu.
Ekki skuldbundin neinum
Þegar blaðamaður hringir í Vil
borgu til að mæla sér mót við hana
segir hún í hreinskilni frá því að
hún eigi sér enga fasta búsetu. „Ég
á hvergi heima,“ segir hún og út
skýrir að viðtalið verði að fara fram
á kaffihúsi. Hún flakki á milli vina
og vandamanna um þessar mund
ir.
Hún kemur til fundar við blaða
mann á kaffihús í miðborginni.
Íklædd léttum útivistarfatnaði og
brosmild að vanda og yfir heitum
kaffidrykk útskýrir hún betur hvers
vegna hún kýs heimilisleysið.
„Jú, ég er heimilislaus í raun
og veru því ég bý hvergi. Ég geymi
mikilvægustu eigur mínar í ferða
töskum sem ég ferja á milli staða.
Líf mitt kemst fyrir í fimm ferða
töskum,“ segir Vilborg og hlær
og útskýrir að í ferðatöskunum
sé búnaður til ferðalaga. „Í einni
tösku er skíðabúnaður, í annarri er
klifurbúnaður og svo framvegis, ég
fíla þetta að mörgu leyti. Þá helst
að vera ekki skuldbundin einum
eða neinum.“
Þótt hún kjósi heimilisleysið þá
viðurkennir hún að hún hafi eins
og aðrir þörf fyrir að eiga einhvers
staðar heima. En ferðalögin eru
dýr, taka langan tíma og eru krefj
andi og hún hefur þurft að velja.
„Ef ég ætti að velja, þá myndi ég
velja að ferðast. Það er tilgangs
laust að borga af einhverju sem ég
nota lítið sem ekkert,“ segir hún.
Lyklabarn og fiskibollur í dós
Talið berst að uppvextinum. Vil
borg er alin upp í Vogahverfi í
Reykjavík, sleit þar barnsskón
um. Hún vildi strax njóta frelsis.
Sem barn var hún full sjálfstrausts
og harðneitaði að dvelja í barna
gæslu. Hún varð lyklabarn og eld
aði sér fiskibollur og Royalbúðing
á milli þess sem hún lagði óhikað í
langar ferðir hingað og þangað um
borgina.
„Ég var alltaf mjög mikið úti,
vildi hafa nóg að gera. Ég neit
aði að vera í pössun, það hentaði
mér ekki. Þegar ég var sex ára var
ég komin með lykil um hálsinn. Ég
kunni að elda, það var reyndar bara
tvennt á matseðlinum, fiskibollur í
dós eða Royalbúðingur. Mamma
og pabbi keyptu handa mér ör
bylgjuofn svo ég gæti eldað handa
mér sjálf. Ég þráði frelsi og var
barnung að fara langar vegalengd
ir, innan borgarinnar þó. Ég hjólaði
til dæmis í heimsókn til frænda
míns sem átti heima rétt hjá flug
vellinum. Mjög snemma hafði ég
þessa þörf fyrir að ferðast og skoða
mig um.“
Rótleysi og tíðir flutningar
Eftir nokkur ár í Vogahverfi tók við
rótleysi hjá fjölskyldunni. Foreldrar
Vilborgar áttu í hjónabands
örðugleikum og slitu nokkrum
sinnum samvistir.
„Foreldrar mínir voru svo
lítið í því að skilja og taka saman
aftur á þessum árum, gátu ekki
alveg ákveðið sig,“ segir Vilborg
og brosir. „Nú eru þau endanlega
skilin, en þessi ár fjölskyldunnar
einkenndust af miklu rótleysi. Við
fluttum nærri því á hverju ári. Það
var mér til gæfu að halda áfram
skólagöngunni í Vogaskóla. Þar
átti ég mína traustu vini og vin
konur sem ég hef ræktað vinskap
við síðan. Ég lagði á mig að vakna
eldsnemma á morgnana hvar í
borginni sem ég bjó og tók strætó
hálf sjö í skólann. Mér fundust
ferðalög á milli staða ekkert mál
hvort sem er, og varð ung öllu vön,“
segir hún og hlær.
Sparifötin jogginggalli
Eiginleikar Vilborgar voru strax
mótaðir í æsku. Hún var ekkert
fyrir pjatt og prjál og íþróttir og úti
vist voru henni að skapi.
„Ég var aldrei pjöttuð, mín
spariföt voru jogginggalli. Ég átti
kannski apagalla eða eitthvað slíkt
sem ég notaði fyrir sparigalla. Ég
vildi helst vera úti að leika mér
með vinum mínum og var ekki
mikið fyrir fínlegt dútl. Ég var líka
léleg í því. Ég var oft seinni til í
ýmsu en margir vinir mínir, ég var
til dæmis sein að læra að lesa, með
lélegar fínhreyfingar og gat lítið lit
að eða leirað án þess að það væri
ólögulegt. Á þessum árum gerði ég
mér alls enga grein fyrir þessu. Ég
sé þetta núna eftir á,“ segir hún og
segir frá gamalli minningabók sem
hún fann á dögunum. „Vinkonur
mínar höfðu vandaði sig ægilega
mikið en þegar kom að minni síðu
var þar klunnalegt krot.“
Fékk ekki stuðning
Frelsisþráin hentaði Vilborgu alveg
hreint ágætlega í æsku. Þá var hún
sterk og naut sín. Þegar hún komst
á unglingsár rataði hún í ógöngur.
Styrkleikarnir voru ekki metnir að
verðleikum og sjálfsmyndin moln
aði.
„Ég var oft rekin úr mennta
skóla, þrisvar sinnum. Ég byrjaði í
Menntaskólanum við Sund og þar
fór námið í óefni og ég hætti áður
en ég var rekin, ég var svo látin fara
úr Fjölbrautaskólanum við Ármúla
og svo var ég vinsamlega beðin um
að yfirgefa Tækniskólann,“ segir
hún og skellir upp úr. „Mér gekk
ekki illa að læra og var ekki mikið
að falla á prófum. Mér gekk hrein
lega illa að mæta í skólann, ég var
bara að gera aðra hluti. Mér leið illa
í þessu umhverfi, með lítið sjálfs
traust og brotna sjálfsmynd. Fyrir
mér var ég lokuð inni og frelsisþrá
in leiddi mig í hálfgerðar ógöngur
á þessum tíma. Ég hefði þurft að
finna jákvæða útrás fyrir hana.
Ég hitti einhverja námsráðgjafa
og skildi ekkert hvað þeir voru að
segja. Ég sá mig aldrei fara í há
skóla. Sá ekki slíka framtíð og að
hún væri í boði fyrir mig. Mér datt
það ekki einu sinni í hug.
Það eru margir samverkandi
þættir sem höfðu áhrif á mig á
þessum tíma og gerðu að verk
um að ég sá engan tilgang í því að
byggja mig upp í skóla. Það var
mjög mikið rót á fjölskyldunni og
það hafði mikil áhrif á mig. Ég vann
mikið með skóla og þá náði ég ekki
að rækta mína bestu eiginleika, til
dæmis færni mína í íþróttum. Ég
fékk lítinn stuðning í skóla til þess
að rækta þá og hafði sjálf ekki bein í
nefinu til að standa fyrir mínu.“
Ólukkan er verðmætt
veganesti
Hún djammaði og reykti og hló að
hallærislega pólfaranum Haraldi
sem hún fylgdist með úr fjarska.
Lífið sem hún lifir í dag var óra
fjarri. „Ég djammaði mikið og var
svolítið mikil pæja á þessum árum.
Ég reykti og drakk. Þegar Haraldur
var að fara á pólinn þá fannst mér
hann bara hallærislegur. Ef einhver
hefði sagt mér að ég væri að fara á
pólinn, þá hefði ég bara hlegið og
sagt glætan.“
Reynsla Vilborgar frá þessum
tíma er vissulega ögn þungbær en
hún er henni engu að síður verð
mæt. „Ég myndi aldrei vilja skipta
á þessari reynslu. Hún hefur kom
ið mér á þann stað sem ég er á og
ólukkan er veganesti. Ég heimfæri
reynslu mína á ný verkefni. Ég veit
til dæmis að þótt mér mistakist
einu sinni, þá veit ég alveg að mér
mun ekki endilega mistakast aftur.
Það er ekki málið hversu oft maður
fellur niður, heldur hversu oft mað
ur stendur upp aftur.“
Með tíð og tíma hefur henni tek
ist að nýta styrkleika sinn og láta
það vera að einblína á það sem
miður fer. Auðvitað verður maður
að vera meðvitaður um veikleika
sína, það er mikilvægt. En þekk
inguna á maður að nota í það að
forðast aðstæður eða fá hjálp við
að komast yfir þær. Ekki í að brjóta
sig niður.“
Fjallgangan sem breytti lífinu
Vilborgu tókst að breyta lífi sínu í
einni tuttugu klukkustunda langri
göngu upp á Hvannadalshnjúk.
Hún sá ekki út úr augum, kvalin í
of litlum skóm og gerði allt rangt
sem hugsast gat. Samt varð gangan
hennar fyrsti persónulegi sigur.
„Ég breytti lífi mínu í gegn
um útivistina. Fyrsta gangan mín
var á Hvannadalshnjúk. Ég var að
vinna á Klaustri á hóteli hjá frænku
minni. Það opnaði nýtt útibú, með
risaglugga í austur með útsýni á
jökulinn. Ég stóð oft við gluggann
og horfði á hnjúkinn og upplifði
einhverja þrá.
Ég sagði einn daginn við vin
konu mína, eigum við ekki bara
að fara? Og það gerðum við. Það
var vont veður, ég var í alltof litlum
skóm og hún í alltof stórum skóm.
Við gerðum allt vitlaust, í kolvit
lausum fötum. Bómullarfötum og
skíðabuxum. Gangan tók 20 tíma,
þó að ég sæi ekki neitt fyrir vitlausu
veðri þá fannst mér þetta mögn
uð lífsreynsla. Gangan varð minn
fyrsti persónulegi sigur.“
Björgunin
Sigurinn vatt upp á sig og aukið
sjálfstraust ýtti við Vilborgu að
halda áfram ótrauð í útivistinni.
Hún gekk til liðs við björgunarsveit
og þar stundaði hún stíft nám og
stóð sig í fyrsta sinn á ævinni með
glans.
„Ég gekk til liðs við Björgunar
sveitina Ársæl og þar stundaði ég
nám. Ég fór á námskeið aðra hverja
helgi, verkleg og skrifleg próf sem
ég gekkst undir. Allt í einu var mér
farið að ganga vel, ég lauk nám
inu og fékk leyfi til björgunarstarfa.
Þetta var í fyrsta skipti sem ég
kláraði eitthvað. Og í fyrsta skipti
sem ég var ekki rekin. Ég var ekki
beðin um að yfirgefa svæðið,“ segir
hún og skellihlær.
Ekki lengur stelpan
sem ekkert kann
Nú þegar Vilborg sá og fann að hún
Vilborg Arna Gissurardóttir hefur fórnað öllu
fyrir fjallamennskuna. Hún er heimilislaus að eigin
vali og fær að gista hjá vinum og vandamönnum.
„Líf mitt kemst fyrir í fimm ferðatöskum,“ segir af-
rekskonan sem Kristjana Guðbrandsdóttir ræddi
við um frelsisþrána sem hefur alltaf stýrt henni,
stundum í ógöngur og vandræði en á endanum á
toppinn, þar sem allt er skýrt.
Það felur sig enginn á fjöllum
Kristjana Guðbrandsdóttir
kristjana@dv.is
Viðtal
„Ég djamm-
aði mikið
og var svolítið
mikil pæja
Sneri lífi sínu við Vilborg
lenti í ógöngum sem unglingur
og frelsisþráin varð henni til
trafala. Sjálfsmyndin var brot-
in og sjálfstraustið lítið. Ein
fjallganga sneri ferlinu við.