Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2013, Blaðsíða 40
40 Fólk 1.–3. nóvember 2013 Helgarblað
H
æ,“ segir stelpan í dyra-
gættinni og spyr síðan ein-
lægt: „Viltu taka viðtal við
mig?“ „Já,“ segi ég, „en ég ætl-
aði að hitta hana Áslaugu, er
hún heima?“ Áslaug þessi er Friðriks-
dóttir og býr í gula húsinu á holtinu, á
milli kirkju og fangelsis, í takt við vill-
inginn sem dansar uppi á borðum
en vill bara gera sitt besta til að gera
heiminn að betri stað, eða allavega
borgina. Og stelpan, þetta er hún Þór-
katla, elsta dóttirin sem samkvæmt
tímatalinu er orðin 21 árs en gæti allt
eins verið mikið yngri – eða miklu
eldri, eftir því hvernig liggur á henni
og hvernig litið er á það.
Andartaki síðar birtist Áslaug í
dyragættinni, býður mér inn og til
stofu, bannar mér að fara úr skónum
því hér er ekkert verið að velta sér upp
úr því hvort gólfið er hreint eða ekki,
og spyr hvort ég vilji frekar te eða kaffi
því hún er búin að gera bæði og bera
bakkelsi á borð.
Við setjumst við borðstofuborðið
sem fylgdi Áslaugu úr föðurhúsum, á
milli verka eftir Gabríelu og Stórval, en
listin er Áslaugu hugleikin og er alls-
ráðandi hér á þessu heimili sem hýsir
líka verk eftir tengdamóður hennar,
Hafdísi Helgadóttur, og synina sem
eru báðir miklir listamenn.
Dótturina dreymir um frægð
Við borðið ítrekar Þórkatla beiðni sína
um viðtal og klappar saman höndum
af gleði þegar ég gef henni orðið: „Ég
verð að segja allt,“ segir hún áköf og
telur upp helstu afrek og drauma.
Á meðal þess sem hana dreymir
um er að kynna niðurstöður íslensku
þjóðarinnar í Eurovision fyrir heim-
inum, og helst á frönsku, og að spila á
básúnu með Sinfóníuhljómsveitinni,
en hún spilar á fjöldamörg hljóðfæri,
trommur, gítar, bassa, píanó og fleira.
„Ég kann að spila á allt,“ segir hún
stolt, „og ég spilaði einu sinni í Hörpu-
nni á bæði harmonikku og bassa. Það
var ofsalega gaman.“
Afrekin eru mörg og merk, árið
2006 afhenti hún kærleikskúluna,
seinna sýndi hún föt á tískusýningu og
síðan vakti hún mikla lukku með tón-
listargjörningi sem framinn var fyrir
utan gula húsið á holtinu á Menn-
ingarnótt. „Þá hitti ég marga fræga en
ég var eiginlega frægust af öllum,“ en
frægðin er eftirsóknarverð. „Allt í einu
áttaði ég mig á því að ég gæti orðið
besti rithöfundur í heimi og frétta-
maður en núna langar mig meira að
verða leikkona, því ég vil verða fræg.“
Enda þekkir hún marga fræga sem
hafa veitt henni mikinn innblástur.
Þeirra á meðal er ungur leikari, Sig-
urður Þór Óskarson sem leikur þjón-
inn í Mary Poppins, Margrét Eir og
Vala Guðnadóttir, sem hefur kennt
henni að vera stundvís. „Það eru svo
rosalega margir frægir sem ég þekki.“
Mamma hennar grípur inn í, segir
að þetta sé frábært viðtal en hvort
þetta sé ekki orðið gott, hvort við
megum spjalla saman núna. Þórkatla
er ekki á því: „Nei. Ég vil vera áfram.
Mig langar að segja alla söguna. Má ég
klára?“ spyr hún og fær strax já.
Þórkatla vill nefnilega ekki bara
segja frá fræga fólkinu sem hún
þekkir. Hana langar líka til að segja
frá kærastanum sem hún kynntist á
Laugaveginum. Hann heitir Björn og
þótt mamma hennar hafi aldrei hitt
hann þá eru þau nú samt búin að vera
saman frá því að hún var táningur.
„Mig langaði svo að eiga kærasta svo
ég byrjaði bara með honum.
Og þá er ég búin,“ segir hún, þakk-
ar fyrir sig og kveður með handabandi
áður en hún fer upp á næstu hæð og
inn í herbergið sitt.
Elskar lífið meira
Þórkatla er elsta dóttir Áslaugar, eða
eins og hún segir: „dóttir mín, vinkona
og amma á stundum.“
Áslaug var ekki nema 23 ára þegar
Þórkatla fæddist. „Næstu mánuði
kom smátt og smátt í ljós að hún var
ekki alveg eðlileg,“ segir Áslaug. Fyrstu
tvö árin var Þórkatla í stöðugum rann-
sóknum og sjúkraþjálfun, hún fékk
flog og var alltaf mjög veik. Það kom
síðan í ljós að hún var með hjartagalla
og þurfti að fara út í aðgerð. „Eftir það
hætti hún að vera svona mikið veik en
hún hefur engu að síður átt við sína
erfiðleika að stríða, er á einhverfu-
rófi, með lágan vöðvatón og svona, en
er alltaf þvílíkt hress,“ segir Áslaug og
glottir út í annað við tilhugsunina um
uppátæki dóttur sinnar.
Fyrstu vikurnar, mánuðirnir og
árin voru auðvitað erfið að vissu leyti.
Álagið var mikið en Áslaug velti sér
ekki mikið upp úr því, hún varð bara
að takast á við verkefnið og gera sitt
besta í aðstæðunum. „Fyrsta skrefið
var að komast að því hvað væri að,
hvort þetta væri ólæknandi eða hvort
eitthvað væri hægt að gera. Síðan
reyndum við að átta okkur á því hvað
væri best að gera fyrir þetta barn. Við
vissum ekkert hvernig hún yrði.
Þegar ég hugsa til baka og þess að
ég var bara 23 ára þegar ég stóð í þess-
um sporum þá átta ég mig á því að
þetta hafði auðvitað mikil áhrif á mig.
Ég fór að elska lífið meira og þykja
varið í alls konar hluti sem ég var
kannski ekkert að velta fyrir mér áður.
Það er auðvitað alltaf erfitt ef börn eru
veik og þá er líka hætt við því að mað-
ur einangrist heima.
Í tvö ár var ég heima með henni
en ákvað síðan að láta drauminn ræt-
ast og fara út í framhaldsnám. Margir
efuðust um að það væri ráðlegt, og
spurðu hvort ég gæti þetta með hana,
og hvort ég gæti fengið nógu mikinn
stuðning. En ég fann skóla í London,
komst inn í vinnusálfræði og fékk mér
au-pair. Þetta var vel hægt og eftir á
að hyggja er ég ótrúlega ánægð með
að hafa tekið þessa ákvörðun, verið
ákveðin og farið út. Það skipti mig
miklu máli.“
Átti að lagast í maí
Í Bretlandi var þjónustan fyrir sérstök
börn bæði fjölbreyttari og meiri en hér
heima. Og Áslaug leitaði allra leiða til
að hjálpa dóttur sinni. „Ég gaf öllu
séns í von um að eitthvað myndi virka,
sama hversu fáránlega það hljómaði.“
Hlæjandi rifjar hún upp fund með
konu sem sérhæfði sig í því að vinna
með orkurásir. „Eftir stundina sem
hún átti með barninu sagði hún að
það væri að lagast og yrði í lagi í lok
maí. Við vinkonurnar merktum það
samviskusamlega inn á dagatalið og
grínumst oft með það þegar eitthvað
kemur upp á að það verði í lagi í lok
maí.
Ég fór alveg yfir mörkin í voninni
en vissi á sama tíma að þetta yrði
aldrei allt í lagi. Þú áttar þig á því
smám saman þegar þú ert með svona
barn í höndunum að það er ekki með
fulla greind og þú ferð að skilja að það
mun ekki birtast neinn engill af himn-
um sem mun heila hana. Samt reynir
þú allt þegar svona mikið er í húfi og
ég prófaði alls konar aðferðir, vítamín
og mataræði.“
Fyrstu árin var Áslaug uppteknari
af þessu. Síðan fór hún að leita svara
varðandi hvernig hún gæti best hjálp-
að Þórkötlu að fá sem mest út úr líf-
inu, en þar var engin svör að finna.
„Sérfræðingar voru uppteknari af því
að greina barnið en að aðstoða okkur
með þetta daglega líf. Með tímanum
hætti ég líka að leita svara, hún fór í
skóla og lífið hafði sinn vanagang.“
Frelsið mikilvægast
Sýn Áslaugar á lífið breyttist líka mik-
ið. „Ég sé hvað það er erfitt að vera
þroskaheft stúlka sem skilur ekki
það sama og aðrir. Það veldur mikilli
streitu að vita ekki hvernig fólk muni
bregðast við sér. Henni finnst það oft
erfitt en ég reyni að hvetja hana áfram.
Fólki hefur fundist ég of frjáls-
lynd og ég hef oft fengið að heyra að
hún ætti kannski ekki að fara ein út
að ganga því það gæti eitthvað komið
fyrir. Það getur alltaf eitthvað kom-
ið fyrir og það er ekki hægt að láta
það stoppa sig. Mér finnst ekki hægt
að skerða frelsi hennar vegna ótta.
Frelsið og það að fá að reyna sig er
mun meira virði en það. Mér finnst
allavega mikilvægara að reyna frekar
að byggja upp einstakling sem hefur
burði til þess að takast á við það ef eitt-
hvað kemur fyrir.“
Fyrir vikið lendir fjölskyldan oft í
skrautlegum aðstæðum. Þórkatla er í
„Við höfum oft verið fátæk“
Áslaug Friðriksdóttir er barn tveggja heima,
ráðherradóttir sem vann í slorinu fyrir vestan,
frambjóðandinn sem lét fátækt ekki hindra sig og
sendi manninn á sjóinn til að ná endum saman.
Hann er sex árum yngri og hún var stundum kölluð
barnaræningi til að byrja með, en þetta var ást við
fyrstu sýn og mikil gleði. Hún segir frá óvenjulegu
heimilishaldi þar sem fjölskyldan er þátttakandi í
þroskaheftu lífi dóttur hennar, sem er stundum ansi
litríkt.
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
ingibjorg@dv.is
Viðtal
„Það var ekkert
glimmer heldur
bara harkan sex