Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2013, Page 41

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2013, Page 41
Fólk 41Helgarblað 1.–3. nóvember 2013 „Við höfum oft verið fátæk“ starfsþjálfun hálfan daginn og dreym­ ir um að vinna meira, en hefur nægan tíma til að sinna sínum hugðar efnum. Oft er hún búin að raða upp heim­ sóknum eða melda sig á hina og þessa viðburði, án þess að mamma hennar komi þar nærri. „Hún gerir líka stund­ um eitthvað skrýtið, býður frægum í mat eða eitthvað. Hún skilur ekki muninn á því að vera vinur eða frægur. Ef hún þekkir einhvern úr bíómynd þá heldur hún að hann þekki hana líka.“ Tala við dúkkur „Uppátækin gefa lífinu lit,“ segir Ás­ laug. „Hún setur óneitanlega mikinn svip á fjölskylduna, en við höfum mik­ inn húmor fyrir þessu. Oft erum við í kasti hérna heima. En við tökum kannski ekki eftir öllu lengur. Þegar hún var lítil læsti hún sig oft inni á baði þar sem hún festist í lagi um að verðbólgan éti börnin sín. Þá reyndi ég að ná sambandi við hana, bank­ aði og sagði henni að opna en ekkert gerðist. Það var kannski heil rúta að bíða fyrir utan til að flytja hana í skól­ ann. Þá varð ég að fara inn í henn­ ar hugarheim og taka þátt í laginu. Þá fyrst skapaðist einhver samræðu­ grundvöllur, þegar ég sagði henni að verðbólgan væri komin og hún yrði að drífa sig. Ég man eftir mörgum morgnum þar sem ég sagði henni að drífa sig því verðbólgan væri að flýta sér,“ segir Áslaug hlæjandi. „Þetta er ekki alveg venjulegt heimili. Við tölum til dæmis öll við kalla og dúkkur ef við viljum hafa áhrif á hana. Hún er með litla kalla í vasan­ um sem eru vinir hennar og hún deil­ ir hugsunum sínum með. Hún talar mikið upphátt við kallana í vasanum og þá heyrum við hvernig hún hugs­ ar um okkur. Strákarnir eru tíu og tólf ára, pínu­ litlir í samanburði við hana en skilja hana vel og grípa gjarna inn í ef þeim líst ekki á blikuna. Ef við heyrum á talinu að hún sé að fara að gera eitt­ hvað óráðlegt, fara að heimsækja ein­ hvern frægan sem við vitum að væri bara átroðningur eru þeir snillingar í að afstýra því. Svo á hún líka dúkkur sem hún raðar upp um allt hús og talar við,“ segir Áslaug og bendir á dúkku sem situr með tveimur köllum í sófanum í stofunni. „Við vitum að það má ekki færa þá en ef einhver kemur í heim­ sókn og gerir það þá kostar það hálfan dag af veseni. Við erum öll þátttakendur í þroskaheftu lífi og það er að vissu leyti stórskemmtilegt, svo lengi sem mér verður ekki á að reyna að rífast við hana, sem getur gerst ef ég er þreytt og illa fyrirkölluð og nenni ekki neinu veseni. En það er vonlaus barátta og ég verð bara að setjast niður og gefast upp.“ Annar heimur fyrir vestan Sjálf er Áslaug barn tveggja heima, ráðherradóttir úr Reykjavík sem var send vestur á firði til að vinna í slorinu hjá afa sínum, útgerðarmanninum. Hér í Reykjavík bjó fjölskyldan í gamla Vesturbænum þar sem þorps­ stemningin réð ríkjum. Áslaug gekk í Öldugötuskólann, þar sem krakkarnir voru allir nátengdir og hún þekkti alla í hverfinu, því börnin hlupu inn og út úr hverju húsi. „Síðan fluttum við yfir í Bústaðahverfið þar sem við systurnar fórum í Réttó, sem var aðeins öðruvísi. Þar var meira pönk. Í Reykjavík var mikil áhersla lögð á að gera allt mjög vel, læra vel heima og vera alltaf með allt á hreinu. Fólk­ ið fyrir vestan var hins vegar eins og það hefði komið upp úr fjörunni. Þar kynntist ég sterkum karakterum, sem voru náttúrulegri og hrárri, hikuðu ekki við að segja skoðanir sínar og lifðu skemmtilegum lífsstíl. Það var ekkert glimmer heldur bara harkan sex og menn fóru á sjóinn án þess að eiga svo mikið sem stígvél. Það gekk meira á fyrir vestan, fólk var með meiri læti og tókst á við lífið með allt öðrum hætti en fólkið fyrir sunnan. Það var mér mjög dýrmætt að fá að vera með þessu fólki, því ég held að í dag séu ekki margir eftir sem eru svona eins og teiknaðir upp úr goða­ fræðinni. Þessir ólíku heimar togast á í mér og eiga jafn stóran hluta í mér,“ segir Áslaug. Keyptu gamla verbúð Afi hennar, Jóakim Pálsson, var einn stærsti útgerðarmaðurinn á Vestfjörð­ um á þessum tíma, rak hraðfrystihús­ ið í Hnífsdal og gerði út Pál Pálsson. Áslaug fór vestur með Gabríelu systur sinni á hverju sumri, um hverja páska og alltaf þegar færi gafst. „Þar lærðum við að það besta sem gæti komið fyrir mann væri að fá vinnu og við unnum eins og geðsjúklingar á unglingsárun­ um, fengum svakalaun og uppgrip. Það hefur örugglega mikið að segja um það hvernig ég er innbyggð, alltaf til í að taka tarnir og hella mér í verk­ efnin,“ segir Áslaug sem gekk í öll verk, fiskvinnslu, uppskipun og rækju. „Mér finnst slorið æðislegt, það tengist líf­ inu svo sterkt“ Og þegar enga vinnu var að hafa í fiskinum hékk hún á næsta veitinga­ stað að hjálpa til. Þar kynntist hún sínum bestu vinum og hefur nú fest kaup á gamalli verbúð með þeim og systrunum, risahúsi eða fjögur hund­ ruð fermetrum af vitleysu, eins og þær segja sjálfar. „Húsið gerum við upp sjálf og við erum að anda hug­ myndinni að okkur, hvað við ætlum að gera með það. Hugmyndin er að leigja þetta út en draumurinn er að elda eitt­ hvað þarna. Húsið stendur á snjóflóðasvæði þannig að við megum bara vera þar sex mánuði á ári en ég er ekkert smeyk við það. Mér finnst þetta bara æðislegt. Síðasta sumar vorum við allt sumarfríið fyrir vestan og gott betur. Þegar þetta er farið að taka á sig betri mynd þá getum við varið meiri tíma þarna.“ Kvennamóment flokksins Lífið fyrir vestan var allt annað en borgarlífið. Ein af hennar fyrstu minn­ ingum er frá því að faðir hennar, Frið­ rik Sophusson, var á kosningavöku í Háskólanum og hún sat á kókkassa og fylgdist með, uppnumin af allri gleðinni. Hann fór síðan snemma á þing og var varaformaður Sjálfstæðisflokksins um tíma. Og nú stefnir hún sjálf á annað sætið á lista Sjálfstæðismanna í borginni. Hún segir að hún hafi farið seint af stað í pólitíkinni, miðað við hversu nátengd hún er henni, en þegar hún fór að mæta á fundi í Val­ höll og láta að sér kveða þar gerðist þetta hratt. Hún var strax komin í ein­ hverjar nefndir, á framboðslista og inn sem varaborgarfulltrúi. Þetta var árið 2006, en síðan Hanna Birna hvarf af vettvangi borgarinnar hefur Áslaug verið starfandi borgar­ fulltrúi og vill núna fast sæti. „Mér finnst ég eiga erindi og tel að flokk­ urinn geti komið sterkur inn ef við veljum rétt á lista. Ég tel að fram­ tíð flokksins felist í því að hann haldi áfram að vera þessi frjálslyndi, um­ burðarlyndi flokkur. Og ég verð að viðurkenna að mér finnst svolítið gaman að það sé komið kvennamóment í flokkinn, við erum ekki lengur einnar konu flokkur held­ ur eru margar sterkar konur að sækj­ ast eftir sæti á lista.“ Sökuð um grimma nýfrjálshyggju Flestir sem hitta Áslaugu í fyrsta sinn hvá þegar hún segist vera sjálfstæðis­ maður, en í pólitíkinni hefur hún helst sinnt velferðarmálum og menn­ ingarmálum, og segir að þau séu ekki einkamál vinstri manna. Í borginni sé fyrst og fremst verið að vinna að fé­ lagsmálum. „Ég veit ekki hversu oft fólk hefur furðað sig á því að ég eigi börn og að ég sé í Sjálfstæðisflokkn­ um. Það er svolítið fyndið. Ég held að fólk hafi bara þessa ímynd af Sjálf­ stæðisflokknum að þar séu allir gang­ andi excel­skjöl í jakkafötum. En það er ekki þannig, Sjálfstæðisflokkurinn er bara frjálslynt afl sem dæmir ekki og vill að sömu reglur gildi fyrir alla.“ Ein helsta gagnrýnin á Áslaugu kom í kjölfar þess að hún gagnrýndi hækkun bóta í borginni. Þá var hún sökuð um grimma nýfrjálshyggju. Henni finnst það fáránlegt. „Það er svo týpískt að um leið og þú vilt opna umræðuna um bótamál þá er því stillt upp eins og þú viljir níðast á fátækum. Mér finnst ástæða til að ræða það að fjölskyldur í Reykjavík borgi hlutfalls­ lega meira í fjárhagsaðstoð en íbúar annarra sveitarfélaga. Það er enginn munur á fólki í Reykjavík og Hafnar­ firði svo það er einhver stefnumörk­ un sem veldur því. Mér skilst að um 70 prósent þeirra sem fá fjárhagsaðstoð séu undir fertugu. Líklega hefur þessi hópur aldrei fengið nein tækifæri og þá held ég að það sé betra að skapa þau en að rétta þeim bara bætur, sem mér finnst andfélagslegra í sjálfu sér. Réttindi og skyldur verða að fara saman. Af sömu ástæðu gagnrýndi ég hækkun bóta. Af því að þær eru komn­ ar ansi nálægt lægstu launum, en það má ekki vera betra að sitja heima en að fara af stað. Þegar við vitum að það vantar fé til að sinna öldruðum og fötluðum með viðunandi hætti þá megum við ekki stækka hópinn með fólki sem gæti bjargað sér sjálft ef það fengi hvatninguna til þess. Fjár­ magnið verður að komast þangað sem þörfin er mest.“ Skilnaður foreldranna Pabbi hennar er ekki bara góður vinur hennar heldur einnig hennar helsti ráðgjafi og sá sem hún leitar helst til. „Sem barn var ég mikið að flækjast með honum í þessum vafstri og ein­ hvers staðar hlýt ég að hafa orðið fyrir áhrifum frá honum.“ Þar sem hann var oft á kafi í vinnu var hann hins vegar ekki jafn mikið með þær systur og mamma þeirra, sem var þó í sjálfstæðum rekstri og rak hárgreiðslustofu, þar til hún hætti því, hélt utan í nám og fékk skilnað. Áslaug var þá átján ára, „en ég held að manni sé aldrei alveg sama. Skiln­ aður foreldra hefur svo mikil áhrif á allt lífið. En ég var samt orðin stór og frjálsari en lítið barn sem þarf að fara í gegnum þetta ferli. Ég var búin að eiga mína góðu daga.“ Pabbi hennar fór í annað sam­ band og eignaðist dóttur sem er yngri en Þórkatla. „Fyrst var hann fullorðni maðurinn í lífi mínu en síðan varð hann jafningi minn. Það var góð upp­ lifun að átta sig á því að hann er ekkert svo frábrugðinn mér. Hann hefur alltaf verið mjög kröfu­ harður og lagt ríka áherslu á að ég standi mig vel í öllu sem ég tek mér fyrir hendur. Ef ég er í námi þá á ég að sinna skólanum vel og það átti líka við þegar ég var barn í barnaskóla. Mamma er hins vegar eina mamman sem ég þekki sem hefur farið á „Mamma hvíslaði því að mér þegar hún hitti hann í fyrsta sinn: „Er hann svona ungur?“ Litrík fjölskylda Áslaug ásamt fjölskyldunni en elsta dóttirin vildi helst vera ein á mynd.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.