Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2013, Page 44

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2013, Page 44
É g sat nýlega samkomuna Empower Week á vegum Stop Acid Attacks, grasrótarsam- taka í Delí á Indlandi. Sam- tökin vinna gegn sýruárásum, styðja við fórnarlömb og vinna að réttlæti fyrir þeirra hönd. Gerendur sýruárása sleppa oftast við dóm og fórnarlömbin fá litla sem enga að- stoð hvorki frá heilbrigðiskerfinu, dómskerfinu né félagslegan stuðn- ing,“ segir Gegga en hún hefur gef- ið ágóða af sölu á Smiler-hálsmen- inu, sem hún hannaði, til styrktar samtökum gegn sýruárásum á Ind- landi. Íslensk heimildamynd um sýruárásirnar Gegga segir frá því að stjórn UN Women á Íslandi hafi veitt stuðn- ing með því að kaupa armbönd af konunum sem verða seld sem aðgöngumiðar að hátíðar- kvöldverði UN Women á Íslandi þann 14 nóvember. „Þessi hug- mynd kviknaði eftir að fréttist að Bjarney S. Lúðvíksdóttir og Guðrún Lína Thoroddsen voru að vinna að heimildamynd um sýruofbeldi gegn konum og voru á leið til Delí. Myndin er framlag þeirra í barátt- unni gegn kynjabundnu ofbeldi og verður frumsýnd á næsta ári.“ Mikið hlegið og grátið Gegga segist hafa ásamt öðrum haldið vinnustofu með konunum og einum karlmanni sem hafa orðið fyrir sýruárásum. „Þar var stemn- ingin stórkostleg – mikið hlegið en líka grátið, og lái þeim enginn.“ Á lokakvöldinu var haldin athöfn og afhenti Gegga hverri stúlku dá- góða upphæð; 10% af innkomu Smiler síðasta hálfa árið. „Stúlk- urnar voru heiðraðar sem „smiler“ með heiðursskjali og fengu Smiler- hálsmen að gjöf, en hægt er að stinga gripnum á milli munnvikanna og framkalla þannig bros,“ segir Gegga. Að vera sinn eigin skapari Gegga hefur haldið námskeið í sjálfstyrkingu og segir ákveðna hugmyndafræði liggja á bak við hönnunina sem hún kallar Smiler. „Það er viðhorf okkar sem skiptir meira máli en atburðir og aðstæður. Hvert og eitt okkar eru miklir skap- arar og töfratækin okkar eru gleði, kærleikur og þakklæti. Þessar stúlk- ur eru kröftugir skaparar – konur sem kunna að sýna gleði og þakklæti yfir svo litlu að ég sem venjulegur Ís- lendingur roðna við viðmiðið.“ Lét lífið eftir hrottalega nauðgun Heiðursgestir samkomunnar voru foreldrar Badri Singh Pandey, stúlk- unnar sem var nauðgað af hópi manna á hryllilegan hátt í strætó 2012 og lét lífið. Þau nýta nú erfiða reynslu sína í baráttu gegn kynja- bundu ofbeldi í ýmsum myndum. „Það var mikill heiður fyrir mig að fá tækifæri til að kynnast þeim, kær- leika og þakklæti þeirra er þau þáðu Smiler að gjöf. Þau eru í raun að lifa þann boðskap sem Smiler boðar, enda magnaðar fyrirmyndir í að breyta áfalli í gjöf.“ Upplifði auðmýkt „Hér lærir maður auðmýkt og hégóma girnin hrapar hratt þegar maður stendur sig að því að finn- ast maður of sveittur og þreyttur fyrir myndatöku með ungri stúlku sem vantar hálft andlitið á. Ég hef fellt mörg tárin hér – bæði gleði og sorgar og fyrir það er ég þakklát. Þegar maður vill læra og þroskast þá er besta kennslan lífið sjálft með öll- um sínum fjölbreytileika.“ Tíminn stendur í stað Gegga segir Delí vera merkilega borg. „Hér er algjör suðupottur og mikið að gerast á hverju andartaki. Hér ríkir tímaleysi og nokkuð víst að maður fær góða æfingu í þolin- mæði, þar sem fólk lifir ekki of stíft samkvæmt klukkunni. Fólkið er dá- samlegt – gleði, hjálpsemi og þakk- læti skín í gegnum traffík og kraðak á götum úti þar sem menn, kýr, apar og fílar troðast áfram á milli bíla af öllum gerðum. Til að enginn slasist nú þá er mikið flautað og hávaðinn verður nánast ærandi, sérstaklega í gömlu Delí. Sinn er víst siður í landi hverju.“ Hönnunin berst víða Að sögn Geggu hafa margir verið spenntir fyrir Smiler-hálsmeninu. „Smiler er alls staðar vel tekið. Með- al annarra hafa tvær flottar merkis- konur þegið hann að gjöf. Önnur þeirra er Anjali Gopalan stofnandi NAZ Foundation India Trust. Hún er ein af 100 áhrifamestu manneskjum heimsins í dag, samkvæmt Times of India og rekur meðal annars mun- aðarleysingjaheimili fyrir börn með alnæmi. Hún skellti gripnum upp í sig og ætlaði ekki að geta hætt að hlæja.“ Ósérhlífnar konur „Hin konan er hjartahlý yfirnunna á munaðarleysingjahæli fyrir fötluð börn sem rekið er undir nafni móður Theresu. Ósérhlífnar konur sem vilja breyta heiminum eru þær konur sem ég lít mest upp til og því var ég asskoti snortin yfir að fá að heimsækja þær og kynnast starfi þeirra. Ég mun vonandi aldrei gleyma hve heppin ég er að hafa fæðst á Ís- landi. Þras um pólitík, verðlag, traffík, stöðumælagjöld, ryk, rok og rigningu er hreint fáránlegt í samanburði við vandamálin hér!“ segir Gegga þakk- lát að lokum. n 44 Fólk 1.–3. nóvember 2013 Helgarblað Helga Birgisdóttir myndlistarkona, betur þekkt sem Gegga, er stödd á Indlandi um þessar mundir. Tilgangur ferðarinnar er að styðja við starf grasrót- arsamtaka sem berjast gegn sýruárásum. Nýverið hitti Gegga foreldra Badri Singh Pandey, stúlkunnar sem var nauðgað af hópi manna á hryllilegan hátt í strætisvagni. Heimsbyggðin fylgdist með hrollvekjandi fréttum af grimmilegu kynferðisofbeldi sem stúlkan var beitt. Gegga segir frá ferðalagi sínu og kynnunum af foreldrunum hugrökku sem deila nú reynslu sinni og beita sér í baráttunni gegn ofbeldisglæpum gegn konum á Indlandi. „Ég hef fellt mörg tárin hér – bæði gleði og sorgar og fyrir það er ég þakklát,“ segir Gegga. „Ég sem venjulegur Íslendingur roðna við viðmiðið Gegga með Anjali Gegga afhenti fórnar­ lömbum sýruárása 10% ágóða af inn­ komu Smiler síðasta hálfa árið. Gegga ásamt Sapna og Ruba „Gerendur sýruárása sleppa oftast við dóm og fórnarlömbin fá litla sem enga aðstoð hvorki frá heilbrigðis­ né dómskerfinu.“ Svala Magnea Georgsdóttir svala@dv.is Viðtal Gegga ásamt foreldrum Badri Singh Pandey „Það var mikill heiður fyrir mig að fá tækifæri til að kynnast þeim, kærleika og þakklæti þeirra,“ segir Gegga. Gleði og sorg í senn Að sögn Geggu nýta foreldrarnir erfiða reynslu sína í baráttu gegn kyn­ bundu ofbeldi í ýmsum myndum. Að breyta áfalli í gjöf

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.