Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2013, Page 49

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2013, Page 49
„Brjáluð ást“ Blue is the warmest color Leikstjóri: Abdellatif Kechiche Menning 49Helgarblað 1.–3. nóvember 2013 „Einstaklega ánægjulegt að fylgjast með barnaskaranum“ Óvitar Leikstjóri: Gunnar Helgason „Leiksýning sem flýgur hátt“ Hús Bernhörðu Alba Leikstjóri: Kristín Jóhannesdóttir Suðurkóresk poppstjarna gestur á Airwaves Ein frægasta poppstjarna Suður- Kóreu, Lee Hoyri, er í Reykja- vík í tilefni af Iceland Airwaves. Lee birti mynd af inngöngumiða sínum á hátíðina á Twitter-að- gangnum sínum. Lee Hoyri er 34 ára gömul og hefur marga fjöruna sopið á ferli sínum. Á fjögurra ára skeiði, í kringum aldamótin, var hún hluti af poppgrúppunni Fin.K.L. sem er vinsælasta grúppa sinnar tegund- ar frá upphafi í Suður-Kóreu. Síð- astliðinn áratug hefur Lee Hoyri gert efni undir eigin nafni og gefið út fimm plötur. Samhliða tónlist- arsköpun hefur hún reynt fyrir sér á hvíta tjaldinu og lék í fyrra í myndinni Dancing Queen. Agent Fresco  Mikil stemning var á tónleikum Agent Fresco í Listasafni Reykjavíkur á mið- vikudagskvöld.  Grísalappalísa Voru virkilega hressir í Listasafni Reykjavíkur.  Sóley Var með skemmtilega tónleika í Hörpu.  Emilíana Torrini Emilíana spilaði í Silfurbergi í Hörpu við góðar undirtektir.  Samaris Sigurvegarar Músíktilrauna 2011 spiluðu fyrir fullum sal í Silfurbergi í Hörpu.  Ojba Rasta Reggíhljómsveitin Ojba Rasta spilaði lög af nýrri plötu í Norðurljósasal Hörpu.  Bloodgroup Austfirska hljómsveitin Bloodgroup var í Hörpu. Myndir dAvíð ÞÓr Íslenskir tón­ listarmenn voru í aðalhlutverki á miðvikudaginn GusGus ekki á Airwaves Stórsveitin GusGus verður aldrei þessu vant ekki á tónlistarhá- tíðinni Iceland Airwaves í ár, aðdáendum bandsins til mikillar armæðu. Sveitin lék á hátíðinni í fyrra fyrir troðfullum sal í Hörpu og vakti mikla lukku eins og hún ger- ir yfirleitt með tónleikahaldi sínu. Ástæða þess að hún mætir ekki í ár er sú að upptökur standa yfir á nýrri plötu sveitarinnar. Þetta kom fram á Facebook-síðu GusGus. Að- dáendur bandsins ættu því að geta tekið gleði sína á ný, enda heyrir það til stórtíðinda þegar GusGus sendir frá sér nýtt efni. JÖR hýsir tónleika Samhliða Iceland Airwaves verða fjölmargir off-venue tónleikar í miðbæ Reykjavíkur. Guðmundur Jörundsson, fatahönnuður og eig- andi JÖR, mun hýsa slíka tónleika í búð sinni á Laugavegi. Fjölmargir þekktir tónlistarmenn munu leika list sína. Helst ber að nefna Retro Stefson, Prins Póló, Hjaltalín og Sísý Ey. Drykkir verða í boði í Ölgerðar- innar. Búist er við að fjölmargir muni leggja leið sína í verslunina og hlusta á ljúfa tóna sveitanna. JÖR fagnaði ársafmæli sínu fyrir skemmstu, en von er á nýrri fatalínu fyrir haustið. Þar á meðal verður kvennalína til sölu í fyrsta skipti og bíða kvenkyns aðdáend- ur hönnuðarins hennar með eft- irvæntingu. Mikill áhugi ríkir hjá ýmsum aðilum að koma merkinu á erlendan markað.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.