Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2013, Blaðsíða 49

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2013, Blaðsíða 49
„Brjáluð ást“ Blue is the warmest color Leikstjóri: Abdellatif Kechiche Menning 49Helgarblað 1.–3. nóvember 2013 „Einstaklega ánægjulegt að fylgjast með barnaskaranum“ Óvitar Leikstjóri: Gunnar Helgason „Leiksýning sem flýgur hátt“ Hús Bernhörðu Alba Leikstjóri: Kristín Jóhannesdóttir Suðurkóresk poppstjarna gestur á Airwaves Ein frægasta poppstjarna Suður- Kóreu, Lee Hoyri, er í Reykja- vík í tilefni af Iceland Airwaves. Lee birti mynd af inngöngumiða sínum á hátíðina á Twitter-að- gangnum sínum. Lee Hoyri er 34 ára gömul og hefur marga fjöruna sopið á ferli sínum. Á fjögurra ára skeiði, í kringum aldamótin, var hún hluti af poppgrúppunni Fin.K.L. sem er vinsælasta grúppa sinnar tegund- ar frá upphafi í Suður-Kóreu. Síð- astliðinn áratug hefur Lee Hoyri gert efni undir eigin nafni og gefið út fimm plötur. Samhliða tónlist- arsköpun hefur hún reynt fyrir sér á hvíta tjaldinu og lék í fyrra í myndinni Dancing Queen. Agent Fresco  Mikil stemning var á tónleikum Agent Fresco í Listasafni Reykjavíkur á mið- vikudagskvöld.  Grísalappalísa Voru virkilega hressir í Listasafni Reykjavíkur.  Sóley Var með skemmtilega tónleika í Hörpu.  Emilíana Torrini Emilíana spilaði í Silfurbergi í Hörpu við góðar undirtektir.  Samaris Sigurvegarar Músíktilrauna 2011 spiluðu fyrir fullum sal í Silfurbergi í Hörpu.  Ojba Rasta Reggíhljómsveitin Ojba Rasta spilaði lög af nýrri plötu í Norðurljósasal Hörpu.  Bloodgroup Austfirska hljómsveitin Bloodgroup var í Hörpu. Myndir dAvíð ÞÓr Íslenskir tón­ listarmenn voru í aðalhlutverki á miðvikudaginn GusGus ekki á Airwaves Stórsveitin GusGus verður aldrei þessu vant ekki á tónlistarhá- tíðinni Iceland Airwaves í ár, aðdáendum bandsins til mikillar armæðu. Sveitin lék á hátíðinni í fyrra fyrir troðfullum sal í Hörpu og vakti mikla lukku eins og hún ger- ir yfirleitt með tónleikahaldi sínu. Ástæða þess að hún mætir ekki í ár er sú að upptökur standa yfir á nýrri plötu sveitarinnar. Þetta kom fram á Facebook-síðu GusGus. Að- dáendur bandsins ættu því að geta tekið gleði sína á ný, enda heyrir það til stórtíðinda þegar GusGus sendir frá sér nýtt efni. JÖR hýsir tónleika Samhliða Iceland Airwaves verða fjölmargir off-venue tónleikar í miðbæ Reykjavíkur. Guðmundur Jörundsson, fatahönnuður og eig- andi JÖR, mun hýsa slíka tónleika í búð sinni á Laugavegi. Fjölmargir þekktir tónlistarmenn munu leika list sína. Helst ber að nefna Retro Stefson, Prins Póló, Hjaltalín og Sísý Ey. Drykkir verða í boði í Ölgerðar- innar. Búist er við að fjölmargir muni leggja leið sína í verslunina og hlusta á ljúfa tóna sveitanna. JÖR fagnaði ársafmæli sínu fyrir skemmstu, en von er á nýrri fatalínu fyrir haustið. Þar á meðal verður kvennalína til sölu í fyrsta skipti og bíða kvenkyns aðdáend- ur hönnuðarins hennar með eft- irvæntingu. Mikill áhugi ríkir hjá ýmsum aðilum að koma merkinu á erlendan markað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.