Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2013, Blaðsíða 50
50 Menning 1.–3. nóvember 2013 Helgarblað
Andri Snær
með nýja bók
Rithöfundurinn Andri Snær
Magnason hefur gefið út nýja bók
sem ber heitið Tímakistan en hann
fagnaði útgáfunni í Borgarleikhús
inu á dögunum. Bókin er að sögn
Andra Snæs ævintýri fyrir „nú
verandi og fyrrverandi börn“ og
fjallar um stúlku sem vaknar upp í
draugaborg. Þar búi óður konung
ur sem reyni að sigra tímann og
Exel aðstoðarmaður kóngsins sem
breyti lofti í gull. Í borginni sem
er lýst með skrautlegum hætti má
einnig finna prinsessuna Pangeu
og mosavaxna bíla sem líkjast
broddgöltum. Andri Snær hefur
áður gefið út bækurnar Drauma
landið, Bláa hnöttinn og Lovestar.
U
m helgina frumsýnir Bíó
Paradís myndina Við erum
bestar eftir leikstjórann
Lukas Moodysson, sem var
sérstakur gestur á RIFF í ár.
Myndin segir frá þremur stelpum
í Stokkhólmi árið 1982 sem ákveða
að stofna pönkhljómsveit. Fólk hef
ur litla trú á þessu uppátæki, ekki
aðeins sé pönkið dautt heldur sé það
að vera í hljómsveit fyrst og fremst
fyrir stráka.
Hin frábæra mynd Ragnars Braga
sonar, Málmhaus, sem sýnd er í Há
skólabíói og víðar, segir einnig frá
stelpu sem spilar rokktónlist og ná
grannar hennar í íslenskum smá
bæ átta sig lítið á. Málmhaus gerist
einnig á 9. áratugnum, og er kannski
ekki að undra, því það var einmitt á
þeim tíma sem að stelpubönd fóru
fyrst að ryðja sér til rúms í rokkinu.
Í lagi að vera ljótur
Konur höfðu snemma tekið þátt í
popptónlist, bæði stúlknahljómsveit
ir eins og Ronettes og Supremes eða
söngkonur eins og Aretha Franklin
og síðar Janis Joplin og Mama Cass,
sem báðar létust reyndar um aldur
fram. Þó fannst mörgum sem þær
væru enn fastar í hefðbundnum hlut
verkum, sem kyntákn eða einhvers
konar jarðmæður.
Alveg frá því Patti Smith birtist
framan á umslagi fyrstu plötu sinnar
með bindi og ögrandi augnaráð var
ljóst að pönkið hafði önnur viðhorf.
Patti var fyrsta flokks ljóðskáld, en
hún lét þó strákunum eftir að spila á
hljóðfærin. Brátt birtust hljómsveitir
eins og The Slits þar sem konur voru
í öllum hlutverkum, eða voru mjög
áberandi eins og Siuoxie Siuox,
Lydia Lunch, Joan Jett og Chrissie
Hynde. Sjálfur æðstiprestur pönks
ins, Johnny Rotten, leit á pönkið sem
málsvara allra jaðarhópa og sagði:
„Fólk sem hafði enga sjálfsvirðingu
fór að líta á sig sem fallegt … með því
að vera ekki fallegt. Konur hættu að
líta á sig sem annars flokks þegna.
Pönkið gerði það ljóst.“
Ísland var lengi aftarlega á
merinni. Til dæmis varð lagið Think
með Arethu Franklin, sem fjallaði
um konu sem krafðist virðingar,
hér að Slappaðu af þar sem konu er
sagt að hætta þessu nöldri. Íslenskar
konur urðu seinar til að svara fyrir
sig, en það gerðist loks með pönk
inu.
Slegist við Bubba
með berum hnefum
Konur höfðu þó áður tekið þátt. Eitt
þekktasta lag hippatímabilsins á Ís
landi er vafalaust Án þín, sungið
af Shady Owens. Lagið er fallegt en
varla innlegg í jafnréttisbaráttu, það
segir frá konu sem getur ekki hugsað
sér lífið án manns síns. Hægt er að
bera þetta saman við eitt þekktasta
lag Röggu Gísla rúmum áratug síðar,
þar sem hún gagnrýnir upphafningu
hefðbundinnar karlmennsku: „Hvað
er svona merkilegt við það að vera
karlmaður? Hvað er svona merki
legt við það að bor’ í vegg?“ Ragga
stofnaði hljómsveitina Grýlurnar
með þrem konum sem varla kunnu
að spila á hljóðfærin í fyrstu en sótt
ist námið hratt.
Hljómsveitin Q4U var skipuð
meðlimum af báðum kynjum.
Hún var á yfirborðinu ópólitísk
og sótti ekki í kvenréttindabarátt
una með eins meðvituðum hætti og
Grýlurnar, en klæðaburðurinn og
ögrandi framkoma voru á sinn hátt
byltingarkennd. Söngkonan Ellý lýsti
samkeppninni á milli hljómsveit
anna í viðtali við DV og ljóst er að hér
var ekki um hefðbundin kvennahlut
verk að ræða: „Ef einhver reyndi að
tala við mann þá barði maður hann
bara. Ég lenti til dæmis í slagsmálum
við Röggu Gísla, sem ég hafði aldrei
hitt áður og við fórum inn á klósett
og afgreiddum okkar mál. Við slóg
umst, og sættumst svo. Ragga Gísla
var síðan lamin fyrir utan af einhverj
um ókunnugum aðila. Bubbi hélt að
ég hefði gert það og elti mig uppi í
Fischersundi. Hann ætlaði að berja
mig, en hætti við á síðustu stundu og
kýldi í gegnum vegginn.“ Konur tóku
ekki aðeins upp slagsmálatækni karl
manna, heldur einnig gredduna sem
einkennt hafði rokkið. Þannig söng
Lísa Pálsdóttir í Kamarorghestum um
að „fá sér á snípinn“.
Pönkstelpur með stutt hár
Á 10. áratugnum kom síðan upp
næsta bylgja kvennahljómsveita,
sem kölluðu sig Riot Grrrls og hét sú
helsta Bikini Kill. Nú var ekki lengur
nóg að konur spiluðu tónlist, heldur
fóru þær að skipta sér af öllum hlið
um tónlistarbransans, svo sem að
stofna tónlistarblöð.
Þó konur séu enn í minnihluta í
rokktónlist hérlendis hafa þær orðið
meira áberandi en áður var og ein
þeirra, Björk, lagði heiminn að fót
um sér. Þessa helgina á Airwaves há
tíðin sér stað, þar sem rjóminn af ís
lenskum tónlistarmönnum mun
koma fram í bland við erlenda. Þrjá
tíu árum eftir að pönkið á Íslandi náði
hápunkti sínum spilar nú fólk af báð
um kynjum allar gerðir tónlistar, frá
reggíhljómsveitinni Amaba Dama,
metalistunum í Angist, hinni draum
kenndu popphljómsveit Aragrúa og
strengjasveitinni Aminu, auk ótal
fleiri sem telja bæði stelpur og stráka.
Jafnframt má sjá sjóaðar sólósöng
konur eins og Eivöru og Emilíönu og
LayLow dúetterar við Helga í Benny
Crespo‘s Gang.
Poppfræðingurinn Dr. Gunni lýsti
því þannig í rokksögu sinni fyrir rúm
um áratug: „Bráðnauðsynlegt braut
ryðjandastarf Grýlanna skilaði þó
nokkrum árangri … Á Íslandi eru þó
kvennabönd ennþá jafnsjaldséð og
svartir svanir.“ Eitthvað hefur ræst úr
síðan það var ritað, en mun seint vera
nóg. n
Rokkstelpur rúla!
n Íslensk kvennabönd ennþá jafnsjaldséð og svartir svanir
Lítil tiltrú „Fólk hefur litla
trú á þessu uppátæki, ekki
aðeins sé pönkið dautt heldur
sé það að vera í hljómsveit
fyrst og fremst fyrir stráka.“
Mynd MeMfiS fiLM/P-A JörgenSen
Kvikmyndir
Valur Gunnarsson
valurgunnars@gmail.com
grýlurnar „Hvað er svona merkilegt við
það að vera karlmaður? Hvað er svona
merkilegt við það að bor’ í vegg?“ Ragga
stofnaði hljómsveitina Grýlurnar með þrem
konum sem varla kunnu að spila á hljóð
færin í fyrstu en sóttist námið hratt.
Patti Smith Alveg frá því Patti Smith birtist framan á umslagi fyrstu plötu sinnar með
bindi og ögrandi augnaráð var ljóst að pönkið hafði önnur viðhorf. „Ef einhver
reyndi að
tala við mann
þá barði maður
hann bara
Minning Þorvalds
Þorsteinssonar
heiðruð
Þann 10. nóvember mun Arnar
Jónsson frumsýna einleikinn
Sveinsstykki eftir Þorvald Þorsteins
son á stóra sviði Þjóðleikhússins.
Verkið er sett upp á þeim tímamót
um sem Arnar kveður Þjóðleikhús
ið eftir langan og farsælan feril við
húsið en Arnar varð nýlega sjötugur.
Með sýningunni vill Þjóðleikhús
ið einnig heiðra minningu Þorvalds
Þorsteinssonar sem lést á árinu,
langt fyrir aldur fram.
Sveinsstykki fjallar um reglu
manninn, íslenskumanninn og
lager starfsmanninn Svein Kristins
son sem á bæði stórafmæli og
starfsafmæli og fagnar þessum
tímamótum með því að bjóða til
veislu. Hann er að halda upp á það
að hafa alla sína ævi aldrei gert ann
að en það sem rétt getur talist. En
fyrst allt lítur svona vel út, hvernig
stendur þá á því að líf þessa blíða,
greinda og framsýna manns er rjúk
andi rúst?
Leikstjóri verksins er Þórhildur
Þorleifsdóttir sem tekst hér á við þá
áskorun að leikstýra eiginmanni
sínum á kveðjusýningu hans í
Þjóðleikhúsinu.
Miðborgarvaka
á Airwaves
Kátir og gestrisnir miðborgar
kaupmenn fagna á fimmta þús
und erlendum Airwavesgestum
með viðeigandi hætti föstudags
kvöldið 1. nóvember. Þá verður
efnt til sérstakrar Miðborgarvöku
þar sem fjölbreytilegir viðburðir
og tilboð verða á boðstólum og
verður útfærsla þessa jafn fjöl
breytileg og rekstraraaðilarnir
eru margir. Tónlistaruppákomur
verða nánast á hverju horni alla
helgina, þar á meðal offvenue
viðburðir og sérstakir barnvænir
Airwavesviðburðir.
Sumar verslanir bjóða upp
á veitingar, aðrar upp á tónlist
og sértilboð eru á vörum allt frá
10% að 50%