Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2013, Page 55

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2013, Page 55
Lífsstíll 55Helgarblað 1.–3. nóvember 2013 Kvefbani Tími kvefs og annarra pesta er að renna í garð og tilvalið að reyna að koma í veg fyrir það. Hér er uppskrift að safa sem er stútfull­ ur af öflugum kvefbönum svo sem steinselju sem berst gegn sýking­ um, piparrót sem hreinsar ennis­ holurnar og hvítlauk sem berst gegn veirum. Um leið og þú lætur frá þér fyrsta hnerrann skaltu blanda þér einn svona og þú færð friðhelgi gegn kvefinu. n 1 búnt af steinselju n 2 sítrónur n 1 stk. piparrót n 1 appelsína n 12 cm bútur af engifer n 1 stórt hvítlauksrif n 1 agúrka n 2 stilkar sellerí Radísur fyrir húðina Radísur eru hollar, ekki síst fyrir stærsta líffærið okkar, húðina. Þær innihalda fjölda steinefna og efnasambönd sem hjálpa til við að gera húðina fallega og heilbrigða. Í radísunum er mikið af C­ vítamíni, fosfór, sinki og B­ vítamínum. Gott er að mauka radísurnar og nota þær sem hreinsiefni á húðina en vegna sótthreinsandi eiginleika þeirra er þetta gott við þurrki, útbrotum, sprungum og fleiri húðvandamál­ um auk þess sem þetta viðheldur raka húðarinnar. Við matargerð má skera þær niður og setja í salatið eða narta í þær einar og sér eða með dýfu. Viðurkenndu áhyggjurnar Það upplifa allir áhyggjur og streitu á einhverjum tímapunkti á lífsleiðinni. Það eru nokkrar leið­ ir til að róa hugann og minnka áhyggjurnar og ein þeirra er að viðurkenna þær og gera áþreifan­ legar. Á vefsíðu Opruh Winfrey segir dr. Oz að gott ráð sé að eyða 15 mínútum á dag í að búa til lista yfir 10 stærstu áhyggjuefnin eða færa inn í dagatal stressandi viðburði. Með þessu nærðu að skipuleggja og ná tökum á hverju vandamáli fyrir sig og þau verða ekki að óyfirstíganlegri stærð. M ekkín Silfá Karlsdóttir er 14 ára gömul Súðar­ víkurmær. Hún hefur farið fjórum sinnum í hjartastopp síðan hún fékk bjargráðinn fyrir tveimur og hálfu ári. Hún var yngsta barn á Ís­ landi til þess að gangast undir slíka aðgerð. Hún hefur komist langt á húmornum og gerir iðulega grín að aðstæðum sem fylgja veikind­ um sínum. „Ég var á Ísafirði með vinkonu minni og var að fara í skíðalyftu þegar ég fann að það var eitthvað að en við ákváðum að fara aðra ferð. Í seinni ferðinni fann ég það sama en þá var það of seint og ég skutlaði mér úr lyftunni til að fólk slasaði sig ekki þegar ég myndi félli niður.“ Er umhugað um aðra „Vinkona mín skalf og nötraði eftir lyftuferðina á Ísafirði en mér fannst aðallega leiðinlegt að allir skyldu hafa séð mig í þessum að­ stæðum,“ segir Mekkín. En hvernig lýsir þetta sér? Verð­ ur hún ekki hrædd og fylgir þessu ekki mikill kvíði? „Ég hef ekki tíma í að vera hrædd þegar þetta er að gerast. Ég finn að hjartað byrjar að slá óreglulega og ég missi mátt í líkamanum og hryn niður. Síðan dett ég út í smá stund á meðan bjargráðurinn er að koma hjartanu í gang aftur. Ég verð mjög þreytt eftir þetta og er langan tíma að jafna mig og ná þreki aftur. Eftir hvert skipti tekur það mig lengri tíma að jafna mig. Í hvert skipti sem ég fæ stuð þá styttist líftími minn en læknar mínir segjast ekki vita hversu mikið – en það styttist.“ Hjartastopp númer fjögur Mekkín var stödd í Reykjavík þegar hún lenti í því að fá hjartastopp þann 30. október síðastliðin. „Ég var með vinkonu minni og við vorum að missa af strætó og nenntum ekki að bíða eftir næsta sem átti að koma eftir 11 mínútur. Vinkona mín byrjaði að hlaupa á eftir honum og náði að stoppa hann þangað til að ég kæmi að honum. Ég gekk að honum því ég má ekki hlaupa vegna hjartasjúk­ dómsins. Þegar ég kom að honum þá stressaðist ég upp því allir voru að horfa á mig úr strætisvagninum. Ég fann að eitthvað var að gerast og barði á hurðina á vagninum og kallaði „hjartastopp“.“ Má ekki stressast upp „Meira man ég ekki fyrr en ég rank­ aði við mér þar sem að bílstjórinn var að reyna að ná sambandi við mig. Ég hafði runnið að hluta til undir vagninn og þar komu kona og maður að mér sem hjálpuðu mér að standa upp og hringdu á sjúkrabíl. Þau biðu með mér og vinkonu minni á meðan sjúkrabíll­ inn var á leiðinni. Það komu líka tveir lögreglubílar og allt varð mjög dramatískt. Vinkona mín fékk sjokk vegna hræðslu en hún svaf ekkert um nóttina. Hún hélt í fyrstu að ég hafði verið að grínast þegar ég kallaði „hjartastopp“. Á leiðinni í sjúkrabílnum var ég ekki stressuð nema að því leyti að ég hafði áhyggjur af því að hafa gleymt að þakka bílstjóranum og fólkinu fyrir aðstoðina.“ Mekkín var flutt á Barnaspítala Hringsins þar sem hún var rann­ sökuð. Henni var gefinn annar tími morguninn eftir þar sem hún hitti hjartalækni sinn. Í þeirri heimsókn fékk hún á sjá línurit sem bjargráð­ urinn hafði skráð um atvikið og þar mátti glögglega sjá alvöru málsins. Ekki skilningur Mekkín hefur ekki alltaf notið skilnings í skólanum. Henni hefur hefur sárnað skilningsleysið oftar en einu sinni. „Ég má ekki vera með símann minn á mér í skólanum, en fyrir mér er síminn öryggistæki. Ég verð að hafa hann á mér til þess að geta látið mömmu mína vita ef eitthvað kemur upp á. Í eitt skiptið þá lagð­ ist ég niður því ég fann fyrir óreglu­ legum hjartslætti og kallaði en engin heyrði í mér. Í annað skipt­ ið var ég að hjóla heim og þurfti að leggjast í götuna því ég fann að ég var að detta út. Í þessi skipti hefði síminn komið sér vel.“ Guðrún Long, móðir Mekkínar, segir að bjargráðurinn hafi sann­ að sig. „Án hans væri spurning um hvort að Mekkín væri á lífi í dag,“ segir Guðrún. Guðrún er einnig með bjargráð, en þetta er ættgengur sjúkdómur. Amma Mekkínar og móðursystir eru komnar með bjargráð en fimm frændsystkin til viðbótar ganga með þennan hjartasjúkdóm sem heitri Long QT Syndrome. Þær mægður segjast vera bjartsýnar að eðlisfari og taki þessu af æðruleysi. „Þetta er verkefni sem við verð­ um að takast á við í sameiningu.“ n Fjögur hjartastopp n Mekkín væri varla hér til frásagnar ef ekki væri fyrir bjargráðinn Á Barnaspítalanum Eftir hjartastopp númer fjögur. Mekkín Silfá Hún fer áfram á gleðinni og segist ekki hafa tíma til þess að vera hrædd. Mynd Sigtryggur Ari Hvað gerir bjargráðurinn? n Bjargráðurinn er forritaður til að grípa inn í með hraðri örvun eða rafstuði þegar hjartsláttur fer úr skorðum. Bjargráðurinn er stilltur á efri og neðri mörk púlsins. Oft er fólk sett á lyfjameð- ferð til að halda hjartslætti hæfilega hröðum. Þú getur alltaf beðið hjúkrunarfólk eða lækninn þinn að útskýra betur hvað þar er um að ræða . n Ef þú færð hjartsláttarkast geymir bjargráðurinn allar upplýsingar, bæði um hjartsláttinn og eins hvernig bjargráðurinn hefur brugðist við. Þessar upplýsingar er síðan hægt að lesa með aðstoð sérstaks tölvubúnaðar. n Ef bjargráðurinn skynjar að hjartsláttur þinn verður óeðlilega hraður þá grípur hann inn í og fær hjartað til að slá eðlilega aftur. n Við sleglahraðtakt, þegar hjartslátturinn verður allt að 150–300 slögum á mínútu get- ur bjargráðurinn gefið frá sér hraða raförvun sem oft nægir til að stöðva sleglahraðtaktinn. Stundum er þó ekki unnt að rjúfa sleglahraðtakt á þennan hátt. Þá gefur bjargráðurinn frá sér rafstuð sem fær hjartað til að slá eðlilega aftur. n Ef hjartslátturinn verður of hægur örvar bjargráðurinn hjartað eins og venjulegur gangráður og viðheldur eðlilegum hjartslætti. n Bæði forritunin á bjargráðnum og aflesturinn fer þannig fram að lítill nemi, sem tengdur er við tölvu, er lagður yfir bjargráðinn utan á húðinni . Íris Björk Jónsdóttir blaðamaður skrifar iris@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.