Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2014, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2014, Síða 4
Helgarblað 3.–6. janúar 20144 Fréttir Sækja trén Starfsmenn hjá Seltjarnarnes- bæ munu hirða jólatré sem lögð verða út fyrir lóðamörk dagana 6. og 7. janúar, íbúum að kostn- aðarlausu. Forsvarsmenn bæj- arins vilja benda þeim sem vilja nýta sér þessa þjónustu á að koma jólatrjánum fyrir á áberandi stað við lóðarmörk og ganga þannig frá þeim að sem minnstar líkur séu á að þau fjúki. Litlu mátti muna í bruna Það munaði litlu að stórbruni yrði á Selfossi á fimmtudagsmorgun þegar eldur læsti sig í gamla kennslustofu. Húsnæðið, sem er færanleg kennslustofa, stóð á lóð byggingarfyrirtækis í iðnað- arhverfi. Eldsupptök voru í stof- unni, en nálægt henni stóð svo vörubíll. Ef eldur hefði borist í bíl- inn hefði geta farið mun verr, enda hefði þá myndast talsverð sprengi- hætta. Með snarræði tókst að færa bílinn áður en verr fór. Vel gekk að ráða niðurlögum eldsins, en allt tiltækt slökkvilið var kallað út. „Hvernig var farið að þessu er bara lélegt“ n Stálskip segir upp fjörutíu sjómönnum n Útgerðin líklega seld Ö llum fjörutíu sjómönnum á togaranum Þór HF-4 var sagt upp 17. desember síðast- liðinn. Frystitogarinn er eina skip útgerðarinnar Stálskipa sem hefur gert út frá Hafnar firði. Líklegast þykir að uppsagnirnar sé liður í söluferli útgerðarinnar en vit- að er til þess að önnur útgerðarfyrir- tæki hafi skoðað kaup á Stálskipum. Sjómenn útgerðarinnar eru mjög ósáttir við hvernig staðið var að uppsögnunum. „ Það hefur enginn neitt álit á þessu fólki“ „Hvernig var farið að þessu er bara lélegt,“ segir einn sjómaður á Þór sem var sagt upp störfum. Hann vildi ekki koma fram undir nafni þar sem hann þyrfti nú að leita sér að nýrri vinnu. „Það var ekkert búið að láta þá sem voru í fríi í þessum túr vita af því að það væri verið að hætta þannig að þeir gætu leitað sér að nýrri vinnu. Skipstjórinn fékk að vita þetta deginum áður en við komum í land. Mjög illa að þessu staðið. Það hefur enginn neitt álit á þessu fólki um borð,“ segir sjómaðurinn. Segir að logið hafi verið að sjómönnum Einn sjómannanna gagnrýnir eina helst að þeim hafi ekki verið gefin meiri fyrirvari eða gefin vísbending um að þeim yrði sagt upp. „Einu sögurnar sem við fengum um borð voru bara kjaftasögur, það eru þær sögur sem við lifðum á. Það var alltaf talað um það að það yrði haldið áfram en það var bara lygi. Menn hefðu getað leitað að nýrri vinnu en það var alltaf sagt að það yrði haldið áfram,“ segir hann. Sjómaðurinn segir að það hafi verið beinlínis log- ið að sjómönnum skipsins. Hann segir að haft hafi verið samband við einn þeirra og honum sagt að leita sér ekki að nýrri vinnu. „Hann var beðinn um að leita sér ekki að nýrri vinnu því það ætti að halda áfram,“ segir sjómaðurinn. Spurningarmerki við lögmæti uppsagnanna Sjómaður á Þór velti fyrir sér hvort uppsagnirnar hafi verið með öllu löglegar. „Okkur var sagt upp í haust og höfðum við þrjá mánuði í upp- sagnarfrest. Við skrifuðum bara undir einn túr í einu. Þau geta gert það sem þau vilja þar sem við erum bara ráðnir í einn túr í einu. Þetta virðist bara vera löglegt að ráða menn bara einn túr í einu,“ segir hann. Í samningum er þó kveðið á um það að ef farið er í fleiri en þrjá túra þá sé viðkomandi fastráðinn. Flestir þeirra sem voru reknir nú höfðu farið í fleiri en þrjá túra frá því þeim var sagt upp á sínum tíma. Líklegast að útgerðin verði seld Eins og fyrr segir hefur öllum sjó- mönnum á frystitogaranum Þór HF-4 verið sagt upp og vekur það upp spurningar um framtíð út- gerðarinnar. Frystitogarinn er eina skip útgerðarinnar sem hefur verið með þeim allra arðbærustu á Ís- landi. Síðastliðinn október greindi DV frá því að útgerðin hefði verið til sölu og að nokkrir aðilar hefðu íhug- að kaup á fyrirtækinu. Ágúst Sig- urðsson, annar eiganda Stálskipa, sagði í október að útgerðin væri ekki til sölu. „Við erum ekkert að fara að hætta,“ sagði Ágúst þá. Ætla má að lítið verið gert út án áhafn- ar og því óvíst hvað taki við á nýju ári fyrir fyrir tækið. Sjómaður á Þór HF-4 segir í samtali við DV að líkleg- ast sé að útgerðin verði seld. „Hvort það sé ekki bara verið að leggja skip- inu og bíða eftir frekari aflaheimild- um þannig að hægt sé að græða sem mest á því að selja þetta,“ segir sjó- maðurinn sem baðst undan því að koma fram undir nafni. Eigendur útgerðarinnar vildu ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. n Hjálmar Friðriksson hjalmar@dv.is „Það hefur enginn neitt álit á þessu fólki um borð – sjómaður á Þór HF-4 Stálfrúin Guðrún Lárusdóttir hefur átt og rekið Stálskip ásamt eiginmanni sínum, Ágústi Sigurðssyni, í fjörutíu ár. Hún sagði í desember það vera dellu að útgerðin yrði seld. Mynd ViðSkiptabLaðið„Hvort það sé ekki bara verið að leggja skipinu og bíða eftir frekari aflaheimild- um þannig að hægt sé að græða sem mest á því að selja þetta, Viltu verða útvarpsstjóri? Þeir sem hafa hug á að sækja um útvarpsstjórastöðuna geta andað rólega þar sem umsóknarfrestur til að sækja um hana hefur verið framlengdur frá 6. janúar til 12. janúar. Þetta mun vera gert að tillögu Capacent sem hefur um- sjón með um- sóknarferlinu. Nöfn umsækj- enda verða birt eftir 12. janú- ar, en þangað til er engar upplýsingar að fá um fjölda umsókna. Búist er við því að ferlinu verði lokið í janúarlok og að þá liggi ákvörðun stjórn- ar RÚV fyrir varðandi það hver næsti útvarpsstjóri er. páll Magnússon „Fólki með vinnu“ fjölgar Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir húsnæðisskorts gæta Í búðalánasjóður hefur nýlega verið gagnrýndur harðlega bæði af bæjarstjóra á Akranesi sem og bæjaryfirvöldum á Selfossi. Gagnrýnin snýst um að fjöldi íbúða í eigu Íbúðalánasjóðs standa auð- ar meðan húsnæðisskortur er til- finnanlegur í bæjarfélögunum. Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanes- bæ, er ekki eins gagnrýnin á Íbúða- lánasjóð í samtali við DV en segir þó íbúðarhúsnæði vera af skornum skammti. „Í okkar bæjarfélagi hefur verið fjölgun íbúa frá hruni, svo augljóst er að fólk finnur sér enn húsnæði. Margt af þessu fólki er að færa sig nær störfum við flugvöllinn því við sjáum tekjustofna bæjar- ins fremur styrkjast en veikjast við þessa fjölgun. Þetta er sem sagt fólk með vinnu,“ segir Árni. Hann telur þó að ætla mætti að þessi fjölgun hefði orðið meiri og endurreisnin hraðari ef tilbúið húsnæði fengist leigt eða selt. Hann segir skorts gæta sérstaklega í eldri bæjar kjörnum. „Frá miðju ári 2012 hefur Íbúða- lánasjóður auglýst um hundrað og fjörutíu íbúðir. Þá eru ekki tald- ar með þær tæplega tvö hund- ruð íbúðir sem Íbúðalánasjóður hefur leigt gerðarþolum eða íbú- um við uppboð. Þetta eru þó varla allar leiguhæfar eignir Íbúðalána- sjóðs en kann þó að láta nærri. Um hundrað og fimmtíu eignir sjóðs- ins á Suðurnesjum eru á söluskrá og mér sagt að um hundrað eignum verði bætt við á allra næstu vikum,“ segir Árni. n hjalmar@dv.is Í framboði Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, tilkynnti á Facebook á fimmtudaginn að hann myndi bjóða sig fram til bæjarstjórnarkosninga í ár. Hann hefur nú verði bæjarstjóri í þrjú kjörtímabil.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.