Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.2014, Blaðsíða 12
12 Fréttir Vikublað 28.–30. janúar 2014
Engin tengsl við
öryggissveitir
Ísland studdi þjálfunaráætl-
un Atlantshafsbandalagsins,
NATO, í Írak annars vegar með
framlagi í sjóð sem greiddi
ferðakostnað og uppihald Íraka
sem fengu þjálfun utan heima-
lands síns og hins vegar með
því að leggja til upplýsinga-
fulltrúa á árunum 2005–2007.
Heildarframlög vegna þessa
hlaupa á tugum milljóna króna.
Því er hins vegar hafnað að Ís-
land hafi tekið þátt í að fjár-
magna írakskar öryggissveitir
sem gerst hafi sekar um mann-
réttindabrot.
Þetta kemur fram í svari
Gunnars Braga Sveinssonar ut-
anríkisráðherra við fyrirspurn
Birgittu Jóns-
dóttur, þing-
konu Pírata.
Í svarinu er
kostnaður við
ferðakostn-
að Írakanna
sagður hafa
verið 300
þúsund evr-
ur á tveggja
ára tímabili.
Kostnaður vegna upplýsinga-
fulltrúa hafi samtals numið
26,65 milljónum króna á þrem-
ur árum, mest árið 2007.
DV hefur áður fjallað um
öryggissveitirnar en í ítarlegri
fréttaskýringu blaðamanns á
vefnum Truthout, sem byggði á
sendiráðsskjölum Wikileaks og
fyrri umfjöllun The Guardian,
kom fram að að hluti af þjálf-
unarverkefni NATO í Írak hafi
verið þjálfun pyntingasveita.
„Ekki hefur verið óskað eftir
frekari upplýsingum frá Atl-
antshafsbandalaginu um starf-
semi íröksku öryggissveitanna
þar sem engar upplýsingar hafa
komið fram, sem ráðuneytinu
er kunnugt um, sem benda
til þess að þjálfunarverkefni
Atlantshafsbandalagsins hafi
stutt við pyndingar eða önn-
ur mannréttindabrot á vegum
írakskra öryggissveita,“ segir í
svarinu.
„Meginmarkmið þjálfunar-
verkefnisins var að efla þekk-
ingu og getu hers og lögreglu
í Írak til að tryggja öryggi al-
mennra borgara og stjórnvalda.
Einnig kom skýrt fram í að-
gerðaáætluninni að verkefnið
yrði framkvæmt í samræmi við
alþjóðalög og mannréttinda-
og mannúðarlög,“ segir í svari
við því hvaða upplýsingar ís-
lensk stjórnvöld hafi fengið
um hvernig fjárframlögunum
vegna verkefnisins yrði varið og
í hverju þjálfun og starf öryggis-
sveitanna fælist.
Í skjölum sem Wikileaks birti
árið 2010 um Írakstríðið kom
meðal annars fram að það væri
stefna Bandaríkjanna og NATO
að bregðast ekki við fréttum af
pyntingum öryggissveita Íraks. Í
staðinn var haldið ítarlegt bók-
hald um pyntingarnar og þær
aðferðir sem þær beittu. Í þess-
um gögnum kom meðal annars
fram að fangar voru barðir með
þungum köplum, borað var í
hnéskeljar þeirra, pissað á þá
og þeir áreittir kynferðislega.
Gunnar Bragi
Sveinsson
Vék sér undan
spurningunum
Hanna Birna Kristjánsdóttir reiddist þingmönnum í umræðu um trúnaðarbrestinn
H
anna Birna Kristjáns-
dóttir innanríkisráðherra
reiddist þingmönnum sem
spurðu um trúnaðarbrest-
inn gagnvart hælisleit-
endunum Tony Omos og Evelyn
Glory Joseph í sérstakri umræðu á
Alþingi á mánudag. Þá vék hún sér
undan helstu spurningunum sem
fyrir hana voru lagðar en ítrekaði
fyrri svör sín um að ekkert benti til
þess að gögnum hefði verið lekið út
úr ráðuneytinu.
Þingmenn stjórnarandstöðunn-
ar gagnrýndu innanríkisráðherra
harðlega, undruðust viðbrögð
hennar í málinu og hvöttu hana til
að gera hreint fyrir sínum dyrum.
Tveir þingmenn Framsóknarflokks-
ins og Ragnheiður Ríkharðsdóttir,
þingflokksformaður Sjálfstæðis-
flokksins, komu Hönnu Birnu til
varnar.
Minnisblöð um ástamál
Bjarkey Gunnarsdóttir, þingkona
Vinstri grænna, óskaði eftir svör-
um við því hvers vegna rekstrar-
félag stjórnarráðsins, sem sér að
mestu leyti um skráningar á at-
vinnuleyfum og fasteignum, væri
látið athuga jafn alvarlegt mál og
umræddan leka á trúnaðarupplýs-
ingum. „Með hvaða hætti fór þessi
athugun fram? Ýmsum hætti, segir
hæstvirtur ráðherra en það er ekki
eðlilegt að stjórnarráðið athugi sig
sjálft að mínu viti,“ sagði Bjarkey.
Þá benti hún á að ráðuneytið
hafi fullyrt að trúnaðargögn um
Tony Omos hafi einungis farið til
aðila sem lögum samkvæmt eiga
rétt á þeim enda þótt Morgunblað-
ið segist hafa minnisblað innan-
ríkisráðuneytisins um Tony Omos
undir höndum. „Telur ráðuneytið
að fullyrðing Morgunblaðsins sé
röng? Hvers vegna hefur ráðu-
neytið ekki farið fram á leiðréttingu
hjá blaðinu? Hér er um trúverðug-
leika hæstvirts ráðherra að ræða,“
sagði Bjarkey en fékk engin svör frá
Hönnu Birnu. Þá sagði hún að mál-
ið vekti upp spurningar um hvort al-
gengt væri að ráðuneytið léti útbúa
minnisblöð um ástamál hælisleit-
enda þar sem fyrrverandi elskhugar
væru nafngreindir.
„Eru þetta eðlileg vinnubrögð?“
Eins og DV hefur greint frá er að
finna persónuupplýsingar um
fjórar manneskjur í skjalinu. Gísli
Freyr Valdórsson, aðstoðarmaður
Hönnu Birnu, viðurkenndi í sam-
tali við DV í nóvember að aug-
ljóslega hefði trúnaðarupplýsing-
um verið lekið út úr ráðuneytinu.
„Það hefur ekkert komið fram sem
bendir til þess að ávirðingarnar
sem bornar voru á Tony Omos eigi
sér stoð í raunveruleikanum. Kem-
ur til greina að endurskoða hælis-
umsókn hans?“ spurði Bjarkey auk
þess sem hún minntist á að mað-
urinn hefði verið fluttur úr landi
í skjóli nætur án vitneskju lög-
manns. „Eru þetta eðlileg vinnu-
brögð að mati ráðherrans?“ sagði
hún auk þess sem hún spurði
hvort hælisleitendurnir hefðu ver-
ið beðnir afsökunar á trúnaðar-
brestinum með formlegum hætti.
Hanna Birna svaraði ekki spurn-
ingum Bjarkeyjar.
Mörður með minnisblaðið
Mörður Árnason, varaþingmaður
Samfylkingarinnar, sagðist hafa
minnisblað innanríkisráðuneyt-
isins undir höndum og benti á
að skjalið bæri öll merki þess að
vera samið þar. „Úr því hæstvirtur
innan ríkisráðherra hefur ekkert
að fela, þá á hæstvirtur innanrík-
isráðherra ekki að fela neitt,“ sagði
hann og bætti við: „Það er ekki nóg
fyrir hæstvirtan innanríkisráðherra
að láta ráðuneytið rannsaka ráðu-
neytið eða rekstrarfélag stjórnar-
ráðsins rannsaka stjórnarráðið.“
Sagði Mörður að efni, stíll og áferð
minnisblaðsins sýndu að það væri
augljóslega úr ráðuneytinu komið
eða frá undirstofnunum þess. „Ef
þetta minnisblað er ekki búið til í
innanríkisráðuneytinu eða undir-
stofnunum þess, þá er þetta ákaf-
lega góð fölsun, en hverjum er í
hag að falsa slík mál?“ sagði hann.
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmað-
ur Pírata, undraðist að innanríkis-
ráðuneytið hefði ekki kært málið til
lögreglu.
Reiddist og kvartaði
undan umræðunni
Hanna Birna hefur ítrekað gagn-
rýnt að rætt sé um trúnaðarbrest-
inn. Í desember ávítti hún Birgittu
Jónsdóttur, þingkonu Pírata, í
bakherbergjum þingsins fyrir að
hafa spurt um málið í óundirbún-
um fyrirspurnatíma. Stuttu síðar
urðu þingmenn vitni að því þegar
ráðherrann reyndi að sannfæra
Katrínu Jakobsdóttur, formann
Vinstri grænna, um að hætta við að
leggja fram fyrir spurn vegna máls-
ins.
Þessi tregða til að ræða mál-
ið með yfirveguðum hætti birtist
enn einu sinni í þingumræðunum
á mánudag. Eftir að þingmenn
stjórnarandstöðunnar höfðu beðið
um fullnægjandi svör steig Hanna
Birna upp í ræðustól og hélt mik-
inn reiðilestur yfir þingheimi. Með-
al annars sagði hún málflutning
stjórnarandstöðunnar snúast um
pólitík en ekki hag hælisleitenda.
„Nú er málið í kæruferli, það er
hinn löglegi eðlilegi farvegur, en
áfram halda menn að tala um mál-
ið. Áfram halda menn því að bera
fram ásakanir í garð fólks sem lýtur
að þessu máli,“ sagði hún.
Þá hvatti hún Mörð Árnason til
að upplýsa um það hvaðan hann
hefði fengið minnisblaðið og sagði
fjölmiðla og aðra vitna stöðugt í
skjal sem ekki væri sambærilegt
þeim gögnum sem fundist hefðu í
ráðuneytinu. Í ljósi þess að Valgerð-
ur Bjarnadóttir hafði, í fyrri ræðu
sinni, vitnað í samtal af fundi stjórn-
skipunar- og eftirlitsnefndar, sagði
Hanna Birna: „Ég held að Valgerður
Bjarnadóttir, talandi um trúnað, ætti
að læra að virða hann sjálf.“ Þá velti
hún því fyrir sér hvort umfjöllun-
in um lekamálið þjónaði þeim til-
gangi að koma í veg fyrir breytingar
á útlendingalöggjöfinni. n
„Ef þetta minnis-
blað er ekki búið
til í innanríkisráðuneytinu
eða undirstofnunum
þess, þá er þetta ákaf-
lega góð fölsun.
Jóhann Páll Jóhannsson
johannp@dv.is
Varði ráðherra
Ragnheiður Rík-
harðsdóttir er eini
þingmaður Sjálf-
stæðisflokksins
sem stökk Hönnu
Birnu til varnar.
Mynd SiGtRyGGuR ARi
Krafin svara
Hanna Birna Krist-
jánsdóttir vék
sér undan helstu
spurningunum
sem þingmenn
báru upp í sér-
stakri umræðu um
trúnaðarbrestinn.
Mynd SiGtRyGGuR ARi