Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.2014, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.2014, Blaðsíða 15
Vikublað 28.–30. janúar 2014 Fréttir Viðskipti 15 Dómar banna stjórnarsetu Í uppgjöri hrunsins hafa fjölmörg dómsmál verið höfðuð gegn einstaklingum og fyrirtækjum. Margir kölluðu eftir því að „útrásarvíkingarnir“ svokölluðu og fleiri úr viðskiptalífinu svöruðu til saka, þar sem ábyrgðin á hrun- inu hlyti að vera þeirra. Meðal þeirra sem hafa hlotið fangelsisdóma eru fyrrverandi ráðuneytisstjóri í fjármálaráðu- neytinu, Baldur Guðlaugsson, fyrr- verandi stjórnarformaður Byrs, Jón Þorsteinn Jónsson, og Ragnar Z. Guðjónsson, fyrrverandi for- stjóri Byrs. Þeir síðastnefndu voru dæmdir í Exeter-málinu, fyrir um- boðssvik. Þá voru þeir Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi for- stjóri Kaupþings, Sigurður Einars- son, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, og Ólafur Ólafsson, sem átti stóran eignarhlut í bankan- um, allir dæmdir til fangelsisvistar í Héraðsdómi Reykjavíkur í Al-Thani málinu. Stystan dóm fékk Magnús, til þriggja ára, en lengstan dóm fékk Hreiðar Már eða til fimm og hálfs árs. Fjórmenningarnir munu þó all- ir áfrýja dómnum til Hæstaréttar. 10 ára bann við stjórnarsetu Hvaða þýðingu hefur slíkur dómur fyrir menn sem vanir eru að hafa haft áhrif í fjármálalífi landsins? Í 52. grein laga um fjármálafyrirtæki kemur skýrt fram að stjórnarmenn og framkvæmdastjórar slíkra fyr- irtækja megi ekki hafa hlotið dóm á síðustu tíu árum í tengslum við atvinnurekstur, fyrir refsiverðan verknað samkvæmt almennum hegningarlögum, samkeppnislög- um, lögum um hlutafélög og gjald- þrotaskipti svo eitthvað sé nefnt. Þá mega þeir ekki hafa verið úr- skurðaðir gjaldþrota á síðustu fimm árum. Að auki mega stjórnarmenn og framkvæmdastjóri í hlutafélögum ekki hafa hlotið dóm fyrir refsiverð- an verknað á síðustu þremur árum. Því mega þeir sem hér eru nefnd- ir til sögunnar ekki sitja í stjórnum hlutafélaga, en mega þó eiga hluti í þeim. Sagði sig úr öllum stjórnum Jón Ásgeir Jóhannesson, fyrrver- andi forstjóri Baugs, var dæmdur í 12 mánaða skilorðsbundið fang- elsi fyrir tæpu ári, en þá féll dóm- ur í hluta Baugsmálsins. Honum var einnig gert að greiða 62 milljón- ir króna, en hann gerðist sekur um skattalagabrot. Það var ekki í fyrsta sinn sem Jón Ásgeir hlaut dóm, en hann hafði meðal annars áður hlot- ið þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm í máli sem einnig var hluti af hinu stóra Baugsmáli, árið 2008. Jón Ásgeir sat hins vegar aldrei í stjórn fjármálafyrirtækis, þrátt fyrir að hafa átt meirihluta í Glitni í gegnum ýmis eignarhaldsfélög. Árið 2008 þurfti Jón Ásgeir einnig að segja sig úr stjórnum einkahlutafélaga sinna í kjöl- far dómsins sem hann hlaut þá. Hann lét af stjórnarformennsku hjá einkahlutafélaginu 365 miðlum og eiginkona hans, Ingibjörg Pálma- dóttir, tók við. Undanfarið hefur Jón sinnt ráðgjafastörfum fyrir fé- lagið, en frægt varð á síðasta ári þegar fréttamenn voru ýmist rekn- ir eða sögðu upp í kjölfar þess að hafa gagnrýnt áhrif Jóns Ásgeir á fréttaumfjöllun um mál tengd hon- um. n n Mega ekki sitja í stjórnum fjármálafyrirtækja í 10 ár n Jón Ásgeir tvisvar sakfelldur Rögnvaldur Már Helgason rognvaldur@dv.is dæmdur dæmdur dæmdur dæmdur dæmdur Hreiðar Már Sigurðsson Hlaut einn þann þyngsta dóm sem fallið hefur gegn stjórn- anda fjármálafyrirtækis í Al-Thani málinu. Dómnum verður áfrýjað til Hæstaréttar. Jón Ásgeir Jóhannesson Hlaut dóm í Baugsmálinu árið 2007 og aftur í öðrum hluta þess á síðasta ári. Hann þurfti að segja sig úr öllum stjórnum hlutafélaga árið 2008. Jón Þorsteinn Jónsson Fyrrum stjórnar- formaður Byrs var dæmdur fyrir umboðssvik í Exeter málinu. Hann fékk fangelsisdóm til fjögurra og hálfs árs. Ragnar Zophanías Guðjónsson Var eins og Jón Þorsteinn dæmdur fyrir um- boðssvik í Exeter málinu. Hann fékk einnig fangelsisdóm til fjögurra og hálfs árs. Sigurður Einarsson Fyrrverandi stjórnar- formaður Kaupþings má ekki sinna slíku starfi aftur næstu tíu árin, verði niðurstaða Hæstaréttar sú sama og í héraðsdómi. Víking Gylltur seldist vel Vínbúðin hefur birt sölutölur síðasta árs, flokkað eftir áfengis- tegundum. Á síðasta ári varð lítil aukning á sölu en alls seldust rúmlega átján og hálf milljón lítra af áfengi. Mest var selt af lager- bjór, rúmlega fjórtán milljón- ir lítra. Víking Gylltur bar höfuð og herðar yfir aðrar bjórtegund- ir í flokkri ljóss lagerbjórs, en alls seldist rúmlega 2,1 milljón lítra af bjórnum í dósum og flöskum. Hans helsti keppinautur, Egils Gull, seldist ekki eins vel. Rúm- lega 860 milljónir lítra seldust af slíkum bjór. B æjaryfirvöld í Hafnarfirði bíða enn eftir því að skrif- legt erindi berist frá út- gerðarfyrirtækinu Stál- skipum. Í bókun bæjarráðs frá 16. janúar kemur fram að for- kaupsréttur skuli boðinn þeirri sveitarstjórn sem á hlut að máli, og að söluverð og aðrir skilmál- ar skuli tilgreindir samkvæmt lögum um fiskveiðar. Í samtali við DV segir bæjarstjórinn, Guð- rún Ágústa Guðmundsdóttir, að ekkert hafi heyrst frá Stálskipum. „Ég geng út frá því að sala hafi ekki farið fram ennþá, því það er al- veg skýrt að sveitarfélaginu eigi að bjóðast forkaupsréttur.“ Í samantekt DV á sögu Stál- skipa fyrr í mánuðinum kom fram að áhugasamir aðilar hafi haft samband við bæjaryfirvöld með kaup í huga, en þó ekki á form- legan hátt. Sveitarfélagið má ekki eiga eiga útgerðina heldur verð- ur að bjóða öðrum að kaupa. „Við teljum þetta mikilvægt til að halda fjölbreyttu atvinnulífi hér í bænum og nýta hina góðu höfn sem við höfum hér áfram,“ segir Guðrún Ágústa enn fremur. Vestmannaeyjabær höfðaði dómsmál í fvyrra á hendur selj- anda og kaupanda útgerðarinnar Bergur-Huginn, í tilraun til þess að ógilda viðskiptin. Rekstur út- gerðarinnar var seldur til Síldar- vinnslunnar í ágúst árið 2012, án þess að tilkynnt hefði verið um slíkt til bæjarstjórnar og henni boðinn forkaupsréttur. Selj- andinn, Magnús Kristinsson, hafnaði kröfum bæjarins og sagði að lögin ættu aðeins við um sölu á fiskiskipum en ekki hlutabréfum eða veiðiheimildum. Ekki hefur enn fengist niðurstaða í málið. n rognvaldur@dv.is „Alveg skýrt að sveitarfélaginu eigi að bjóðast forkaupsréttur“ Hafa ekkert heyrt frá Stálskipum Þór Ekki er víst hvað verður um skipið við sölu Stál- skipa. Hafnarfjarðarbær vill halda útgerðinni áfram í bænum.Mynd SiGtRyGGuR ARi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.