Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.2014, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.2014, Blaðsíða 24
Vikublað 28.–30. janúar 201424 Neytendur „Umhverfisvæn“ olía útrýmir órangútan Náttúruleg heimkynni skógarmannanna í hættu vegna skógareyðingar P álmaolía er ein ódýrasta olían á markaðnum í dag en eftirspurn eftir henni hef- ur aukist mikið undanfarna áratugi. Ræktun olíupálma ógnar regnskógunum og lífsskilyrðum órangútanapa í Suðaustur-Asíu því sífellt er rutt meira land undir rækt- un olíupálma. Heimkynni órangú- tanapa eru regnskógar Súmötru og Borneó en þeir eru nú á lista yfir dýr í útrýmingarhættu. Þess vegna hvetja mörg náttúruverndarsam- tök til þess að vörur sem innihalda pálmaolíu séu sniðgengnar. Olíupálmi er fljótvaxinn hita- beltispálmi upprunninn frá Vestur- og Suðvestur-Afríku. Einn hektari af olíupálma gefur af sér um 3.000 kíló af pálmaolíu og 250 kíló af pálmakjarnaolíu. Pálmaolía er ekki það sama og kókosolía. Pálmaolía er notuð í snyrtivörur, sápur, súkkulaði, brauð, kökur, kex, eldsneyti, kerti og fleira um allan heim, en pálmaolía er ein ódýrasta olían á markaðnum í dag. Þótt olían sé náttúruleg og efnið sjálft náttúruvænna en til dæmis parafín, sem er hliðarafurð sem verður til við olíuvinnslu og kerti eru steypt úr, þá er pálmaolían sjaldnast vist- væn vegna þess hvernig akrarnir eru til komnir. Nokkur ár eru síðan náttúru- verndarsamtök skoruðu til að mynda á IKEA að hætta að nota pálmaolíu í kertaframleiðslu sína. Mjög lítill hluti þeirrar pálmaolíu sem notaður er á Vesturlöndum er af sjálfbærum ökrum. Starfandi eru samtökin Roundtable on Sustain- able Palm Oil en þau eru þó talin hafa brugðist hlutverki sínu þar sem brögð eru að því að þau hafi gefið út falska vottun. Merking innihaldsefna á vörur er stöðug krafa frá neytendasam- tökum og náttúruverndarsamtök- um því oft er einungis tilgreint að vara innihaldi jurtaolíu. n fifa@dv.is Órangútan Órangútan er náskyldur mönnum en nafnið þýðir skógarmaðurinn. Vítahringur kreditkorta n Svona losnar þú frá neyslulánum og kreditkortum n Þetta er sálfræði en ekki hagfræði n Hættu að taka neyslulán Þ að er meginregla að taka aldrei neyslulán. Munur- inn á einstaklingum og fyrirtækjum er sá að lán sem fyrirtæki taka þau koma til með að ávaxta sig. Fyrir- tæki taka lán til að auka fram- leiðni sína og geta þannig borgað til baka bæði höfuðstólinn og vext- ina. Þegar við tökum lán til að fá okkur að borða eða kaupa flug til útlanda ávaxtar slík lánveiting sig ekki. Þannig að við erum að kaupa þessar vörur og þjónustu miklu dýrara verði en við þurfum.“ Þetta segir Ingólfur H. Ingólfsson hjá Sparnaði. Hann segir töku neyslu- lána órökrétta að því leyti að ef fólk geti greitt neyslulánið þá hafi það efni á því sem það tekur lánið til að kaupa. Ingólfur segir fólk þurfa að skoða hvað það sé sem geri það að verkum að fólk eyði laununum sín- um fyrirfram. „Það er alltaf þannig að sá sem á peningana hann ræð- ur ferðinni. Ef við eigum þá ráðum við, ef við skuldsetjum okkur ræð- ur lánveitandinn. Það er slæmt að vera upp á aðra kominn hvað varð- ar hvað maður gerir við peningana sína.“ Eins geti ýmislegt komið upp á sem krefst aukinna útgjalda eða geri það að verkum að tekjurnar verði lægri en reiknað er með. Borgar sig að borga Þegar föst útgjöld hafa verið greidd um mánaðamót eru margir í þeim aðstæðum að eiga rétt nóg til að greiða VISA-reikninginn og standa eftir á núlli. Þá hefst aftur skulda- söfnun á kortið og svo koll af kolli. Ingólfur segir aðeins eitt ráð við því. „Eina ráðið er einfaldlega að semja við lánastofnunina um að greiða niður skuldina á ákveðnum tíma. Segja til dæmis að 1. febrúar hætti maður að nota kortið og greiði upp skuldina á til dæmis einu ári.“ Ingólfur segir vissulega dýrt að dreifa skuldinni með þessum hætti því vextir af kreditkortum eins og öðrum neyslulánum eru með þeim hæstu sem þekkjast. „En ef manni tekst það þá skilar það sér margfalt til baka því þá er maður orðinn herra yfir tekjunum sínum,“ segir hann. Nota 90 prósent teknanna En hvað með þá sem vilja hafa kreditkortið sem neyðarúrræði ef eitthvað óvænt kemur upp á? Ingólfur segir marga ætla sér að nota kortið einungis fyrir neyðartil- felli. Neyðartilfellunum hættir hins vegar til að fjölga mjög hratt þannig að á endanum er fólk búið að ráð- stafa laununum sínum fyrirfram. „Það er aðeins ein aðferð til að koma í veg fyrir þetta. Hún er að leggja alltaf til hliðar inn á spari- bók hluta af tekjum sínum. Sum- ir halda að þetta sé ekki hægt, þeir nái varla endum saman og geti ekki lagt neitt til hliðar,“ seg- ir hann og samsinnir því að ekki sé hægt að leggja til hliðar í lok mánaðar. „En ef maður tekur tíu prósent af tekjum sínum í upphafi mánaðar og leggur til hliðar, þá er þetta hægt. Og meira en það, þetta er mjög auðvelt vegna þess að fólk á níutíu prósent eftir af tekjunum sínum. Í flestum tilfellum skiptir litlu máli hvort fólk notar níutíu eða hundrað prósent. Þetta er ekki hagfræði held- ur sálfræði og snýst um hvernig Auður Alfífa Ketilsdóttir fifa@dv.is „Það er slæmt að vera upp á aðra kominn hvað varðar hvað maður gerir við peningana sína Eyddu minna í bílinn Leiðir til að draga úr ferðakostnaði Húsnæði, matur og ferðir eru stærstu útgjaldaliðir flestra heim- ila. Margir eiga erfitt með að komast af án bílsins en hér eru nokkur ráð til að draga úr kostn- aði við rekstur hans: n Kauptu rétt eldsneyti fyrir bílinn. n Æfðu þig í sparakstri. n Láttu smyrja bílinn reglulega og sinna stillingum og öðru viðhaldi. n Útréttingar geta kostað sitt, safnaðu saman erindum og sinntu þeim öllum í einni ferð. n Forðastu óþarfa akstur, gott viðmið er að fara allra ferða, sem eru innan við 1,5 til 2 kílómetra, fótgangandi. n Fáðu að sitja í með öðrum. n Gerðu verðsamanburð á meiriháttar viðgerðum. n Passaðu upp á að borga eins lág iðgjöld til tryggingafélaga og mögulegt er, fáðu ný tilboð reglulega. n Ekki fá stöðumælasektir. Ef þú vinnur til að mynda í miðborginni er ágæt regla að koma til vinnu með strætó eða leggja bílnum þar sem ekaki þarf að greiða fyrir stæði, jafnvel þótt það kosti fimm mínútna göngu í vinnuna. Matarbýtti á netinu Á Facebook hefur verið stofnað- ur hópur sem heitir Matarbýtti. Í lýsingu á hópnum segir: „Þessi hópur er fyrir fólk sem vill skipta á frosnum eða ferskum réttum og/eða hráefni. Sem dæmi: Ég er búin að vera að elda mat sem ég get fryst og hitað upp seinna, og á núna inni í frysti til dæmis fisk- rétt fyrir tvo (ca. 400–500 gr.). Svo á einhver annar kannski eitthvað annað sniðugt og vill fá t.d. frosinn fiskrétt hjá mér […] Ef maður eldar of stóran skammt og á afgang þá er líka tilvalið að býtta á svoleið- is. Sniðugt fyrir fólk sem eldar fyrir lítil heimili en neyðist til að kaupa mat í stórum skömmtum eins og virðist vera eini möguleikinn í stórmörkuðunum. Líka gott ef maður vill elda sjaldnar en í stærri skömmtum, gott fyrir budduna.“ Merkja skuli matvæli Bændasamtök Íslands, Samtök atvinnulífsins og Neytendasam- tök hafa skrifað undir sáttmála um að bæta upprunamerkingar á matvælum. Samtökin telja það sjálfsögð réttindi neytenda að vita hvaðan maturinn þeirra kemur. Í sáttmála samtakanna þriggja segir að þau „fagni þeirri umræðu sem uppi hefur verið um mikilvægi þess að neytendum sé ávallt ljóst hvert er upprunaland matvör- unnar sem þeim stendur til boða, bæði í verslunum og veitingahús- um hérlendis.“ Samstarfsaðilarn- ir þrír hafa hleypt af stokkunum átaksverkefni í tengslum við bætt upplýsingaflæði til neytenda. Sáttmálinn var undirritaður af formönnum samtakanna í höfuð- stöðvum Sölufélags garðyrkju- manna á mánudag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.