Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.2014, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.2014, Blaðsíða 27
Vikublað 28.–30. janúar 2014 Lífsstíll 27 n Svitaholurnar fá að anda. n Þú þarft ekki að þrífa málninguna af um kvöldið. n Þú þarft ekki að spyrja hvort þú sért með maskara niður á kinnar. Þú veist nákvæmlega hvernig þú lítur út. n Óvænt sundlaugarpartí eru engin fyrirstaða. n Þú þarft ekki að læðast fram úr og athuga málninguna eftir óvænta heimsókn næturgests. n Þú getur horft á Notebook og allar hinar væmnu myndirnar án þess að klessa málninguna. n Þú getur notið þess að nudda þreytt augun. n Þú hefur meiri tíma fyrir mikil- vægari hluti – til dæmis að sofa. n Líkurnar á augnsýkingu minnka. n Þú kemst að því að heimurinn ferst ekki þótt þú sért ómáluð. Það munu allir þekkja þig og lífið mun halda áfram sinn vanagang. n Þú munt fá hrós fyrir útlitið og uppgötva hvað þú ert sæt án „make up-s“. 11 ástæður til að sleppa förðuninni Auðvitað er gaman að punta sig og fegra en það er um að gera að gefa húðinni smá frí annað slagið. Deschanel hannar fyrir Hilfiger Litríkir sixtískjólar í anda leikkonunnar B andaríska leikkonan Zooey Deschanel hefur hannað línu af kjólum fyrir fata- hönnunarhúsið Tommy Hilfiger. Í línunni eru 16 kjólar og munu 14 þeirra koma í versl- anir vestanhafs um miðjan apr- íl næstkomandi en línan í heild sinni verður svo fáanleg á vefsíðu Tommy Hilfiger viku síðar. Kjól- arnir eru allir nefndir í höfuð bestu vina Deschanel og munu kosta á bilinu 98 til 199 Bandaríkjadollara, eða um 11 þúsund til 23 þúsunda íslenskra króna. Deschanel hefur mikið dá- læti á kjólum og verða kjólar línunnar ekki ósvipaðir þeim sem hún klæðist gjarnan. Línan verð- ur í anda sjöunda áratugar síð- ustu aldar og verða rauðir, hvítir og bláir litir áberandi auk þess sem mikið verður um skemmti- leg mynstur. Tommy Hilfiger seg- ir línuna verða í anda Londontísk- unnar á sjöunda áratugnum og að kjólarnir muni sérstaklega minna á ensku fyrirsæturnar Twiggy og Jean Shrimpton sem, líkt og kunn- ugt er, voru með frægustu fyrir- sætum þess tíma. Samstarf þeirra Deschanel og Hilfiger hefur að sögn gengið vel enda deila þau sameiginlegum áhuga á fortíðinni, svo sem „old school“ tísku, klass- ískum kvikmyndum og gömlum Hollywood-stjörnum. Allt þetta segir Deschanel hafa haft áhrif á þau við hönnun línunnar sem að hennar sögn verður kvenleg, skemmtileg og litrík. n horn@dv.is Smekkleg Deschanel klæðist ósjaldan kvenlegum kjólum í anda sjöunda áratugarins. Glansandi varir eru málið Undanfarið hefur mattur vara- litur verið allsráðandi, og þá helst í dökkum tónum. Á hinum fjöl- mörgu verðlaunahátíðum sem staðið hafa yfir allan janúar hafa ófáar stjörnur hins vegar skartað glansandi varalit eða glossi og svo virðist sem ný varalita- tíska sé að ryðja sér til rúms. Dökk- ir og kraftmiklir litir með glansandi áferð sáust til dæmis á stjörnum eins og Jennfier Lawrence, Söndru Bullock og Katy Perry og þóttu koma afar vel út. Þessari nýju tísku má auðveldlega ná fram án þess að endurnýja varalitasafnið því lítið mál er að smella léttri áferð af glæru glossi yfir varalit að eigin vali til að ná fram sjóðheitum og glansandi vörum. „Þetta er búið“ Þ etta er ákveðið skref fyrir mig að fara þessa þakkargöngu á fimmtudaginn því að þetta hefði allt eins getað verið minningarganga um mig. Það er alls ekkert sjálfsagt að ég hafi sloppið svona vel frá þessu,“ segir Ólafur Sveinsson fjallakappi sem féll um 60 metra á Esjunni fyrir ári. Fall- ið var harkalegt en Ólafur slapp til- tölulega vel. Hann er þakklátur fyrir að svo vel hafi farið. Ólafur sem er 67 ára hefur gengið fjöll síðustu ár en fór ekki að ganga markvisst fyrr en fyrir um 3–4 árum. „Shit – þetta er búið“ „Við fórum þarna upp tveir saman og þetta var í raun okkar fyrsta æfingaganga fyrir Mont Blanc. Göngufélagi minn var á mann- broddum en ég var bara á venjuleg- um broddum. Það gekk alveg ljóm- andi vel að fara upp en svo ákváðum við að fara niður hina hefðbundnu leið,“ segir Ólafur þegar hann rifjar upp fallið. „Það gekk vel fyrst en svo á ákveðnum stað kom klaki og mér skrikar fótur og ég renn niður. Sá sem var með mér reyndi að grípa í mig en sem betur fer náði hann nú ekki neinu taki því þá hefði hann bara farið með. Ég gerði í rauninni allt rétt sem ég átti að gera. Setti fæturna nið- ur og setti ísöxina í klakann nema ég setti vitlausan enda og fór í tvo koll- hnísa. Ég fór niður á miklum hraða og svo langt sem augað eygði sá ég ekkert nema klaka. Þarna hugsaði ég með mér: „Shit – þetta er bara búið.“ Þá öskraði ég alveg eins og ég gat – þá sá ég að það var möguleiki fyrir mig að fara til vinstri og stoppa mig af í grjótinu. Það tókst og ég náði að stoppa mig á brúninni,“ segir hann. Upp aftur um leið og hann gat Ólafur slasaðist í raun ótrúlega lítið við fallið. „Ég fékk stóran skurð á lappirnar og það voru saumuð 20 spor í fæturna, ég marðist mjög illa og viðbeinsbrotnaði. Ég var í sjúkra- þjálfun í um tvo mánuði eftir slysið.“ Ólafur gafst þó ekki upp og um leið og hann var orðinn göngufær fór hann aftur á Esjuna í fylgd nokkurra göngufélaga. „Það skipti mig miklu máli að fara upp og klára þetta. Það var á einum stað á leiðinni upp sem ég fraus og fannst erfitt að halda áfram. En ég komst í gegnum það og komst upp á toppinn á Esjunni. Ekki hæsta fjall í heimi en það er fjallið sem ég datt niður. Þetta var nauðsyn- legt skref fyrir mig.“ Veiktist af háfjallaveiki Fyrir fallið hafði Ólafur ákveðið að ganga Mont Blanc. „Ég var frá í sirka tvo mánuði eftir slysið og síðan var markmiðið að fara á Mont Blanc um miðjan september. Það voru ýmis fjöll sem ég varð að klifra áður en ég tæki ákvörðun um hvort ég færi þangað. Ef ég kæmist upp Eyjafjalla- jökul þá ætlaði ég að fara Hvanna- dalshnjúk og ef ég kæmist þangað upp þá ætlaði ég að fara á Mont Blanc. Það tókst.“ Það gekk þó ekki alveg sem skyldi að komast upp. Ólafur veiktist af há- fjallaveiki áður en hann náði upp á topp. „Þegar við komum út var rign- ing í tvo daga og ég náði því ekki að- lagast nógu vel. Ég fann fyrst fyrir því að ég væri að veikjast í 3.200 metra hæð. Ég fékk hósta sem fylgir há- fjallaveiki þegar ég var að fara sofa en var svo sem allt í lagi daginn eftir og hélt því áfram upp.“ Hann gekk þó áfram en byrjaði svo að veikjast meira á leiðinni. „Ég varð gífurlega þreyttur og andstuttur og ældi eins og múkki. Þegar maður er búinn að æla er maður ekki til mik- ils. Þá kom upp sú umræða hvort við ættum að fara niður eða halda áfram upp í næsta skýli. Ég vildi ekki snúa við vegna þess að þá þyrfti öll línan að snúa við.“ Engin vonbrigði Hann gekk því fárveikur í um klukku- tíma þar til komið var að skálanum. „Þetta var mjög erfitt og eftir á að hyggja sá kafli sem mér finnst lang- merkilegastur. Ég var að reyna eitt- hvað sem ég hafði ekki gert áður og á afli sem ég vissi ekki að ég ætti til. Ég var fárveikur, mjög andstuttur og ældi öðru hverju. Þetta var mikil lífs- reynsla,“ segir hann. Ólafur beið í skálanum meðan ferðafélagar hans fóru á toppinn. Hann segist þó ekki hafa verið vonsvikinn yfir því að kom- ast ekki upp. „Nei, þetta voru engin vonbrigði. Ég var búinn að hugsa þessa ferð eins og maður gerir og gera ráð fyrir því að allt gæti gerst. Það gæti komið fyrir að ég fengi háfjallaveiki og var viðbúinn að taka því. Þegar svona kemur upp þá hugsar maður ekki um vonbrigði heldur tekur því bara og snýr við.“ Gefst ekki upp Ólafur gefst ekki auðveldlega upp og ákvað strax að hann myndi fara aftur á fjallið. „Ég stefni að því að fara í júlí á þessu ári og elsta dóttir mín ætlar með,“ segir hann. Þakkargangan hans Ólafs verður á fimmtudaginn klukkan 13.30 og það eru allir velkomnir. n n Ár frá 60 metra falli á Esjunni n Veiktist af háfjallaveiki á Mont Blanc Viktoría Hermannsdóttir viktoria@dv.is „Þegar svona kemur upp þá hugsar maður ekki um vonbrigði heldur tekur því bara og snýr við. Gefst ekki upp Ólafur féll 60 metra á Esjunni fyrir ári. Hann er þakklátur fyrir að ekki fór verr en raunin varð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.