Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.2014, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.2014, Blaðsíða 28
Vikublað 28.–30. janúar 201428 Lífsstíll Hættuleg efni í barnafötum? Tískurisinn Burberry hefur svar­ að ásökunum Greenpeace um að hættuleg eiturefni fyrirfinn­ ist í barnafötum frá fyrirtækinu. Greenpeace gerði athugun á 82 barnaflíkum frá 12 fataframleið­ endum, þar á meðal Gap, Amer­ ican Apparel, H&M, Burberry og Disney, en tilgangurinn var að athuga hvort finna mætti skað­ leg efni í fötunum. Á meðal þeirra flíka sem voru prófaðar var fjólu­ blá barnaskyrta frá Burberry sem enginn annar en Romeo Beckham klæddist auglýsingaherferð fyrir­ tækisins á síðasta ári. Burberry hefur nú svarað ásökunum Green­ peace og segir ekkert hæft í því að skaðleg efni fyrirfinnist í fötum frá þeim. „Allar Burberry­vörur eru öruggar og falla undir alþjóðlega umhverfis­ og öryggisstaðla,“ segir í yfirlýsingu frá fyrirtækinu. T ískuvikan í París er nú í full­ um gangi en þar sýna helstu hátískuhönnuðir heims það sem koma skal í vor og sum­ ar. Sumt hefur verið heitt undanfarin misseri en annað kem­ ur nýtt inn, en meðal þess sem var einna mest áberandi á tískupöll­ unum eru „old school“ íþróttaföt, blómamynstur og bert á milli. Hér er brot af því heitasta í vor­ og sum­ artískunni 2014. Slagorð og merki Eitt af því sem sést hefur hvað mest á tískupöllunum er fatnaður með áprentuðum orðum, slagorðum og merkjum. Hvort sem það er á kjól, pilsi eða háskólapeysu þá eru áprentuð orð og merki málið í vor og sumar en þessi tíska er vel í takt við götu­ og íþróttatískuna sem nú tröllríður öllu og minnir óneitanlega á níunda áratug síðustu aldar. Blómamynstur Blómamynstur voru áberandi á mörgum af stærstu tískusýningum vikunnar en þau sáust meðal annars hjá hönnuðum á borð við Ninu Ricci, Oscar de la Renta og Giorgio Armani. Blóm eru klassík þegar kemur að vor­ og sumartísku en að þessu sinni eru mynstrin af ýmsu tagi; allt frá því að tilheyra pastellit­ aðri rómantík yfir í neon, teknó og íþróttatísku. Bert á milli Það hefur verið í tísku undanfar­ in misseri að hafa bert á milli svo miðhluti bolsins sé berskjaldaður. Svo verður áfram í vor og sumar en áherslan er á að efri og neðri hlut­ inn séu samstæðir, helst úr sama efni. Slíkt sást til dæmis á sýn­ ingum hjá Dolce & Gabbana, Calvin Klein og Michael Kors. Íþróttaföt Eitt heitasta trendið í vor­ og sum­ artískunni er íþróttafatnaður. Hlaupaskór hafa verið vinsælir undanfarin misseri en nú er komið að því að taka íþrótta­ tískuna alla leið. Fatn­ aðurinn á að vera „old school“ en úr góðum efnum og á tískupöll­ unum í París hefur sést mikið af striga­ skóm, íþróttastuttbux­ um, fótboltasokkum og vindjökkum svo eitt­ hvað sé nefnt. Köflótt Köflótt mynstur sáust mikið á tískupöllunum í París og verða heit í sum­ ar. Engar reglur virðast gilda um litaval eða ann­ að því fötin mega vera af öllum stærð­ um og gerðum, svo lengi sem þau eru köflótt. Allt frá pastellituðum blúnd­ um yfir í svarthvítt rokk og ról sást til dæmis í hönnun Balmain, Oscar de la Renta og House of Holland. Gull og silfur Margir hönnuðir sýndu málmlitan fatnað á sýningum sínum. Mest fór fyrir gulli og silfri á tískupöllunum og höfðu flíkurnar gjarnan glansandi áferð sem gera litnum góð skil, en meðal þeirra sem vilja gyllt og silfur­ litað í vor eru Dolce & Gabbana, Marc by Marc Jacobs og Tom Ford. n Blómamynstur og íþróttaföt í sumar n Hátískuhönnuðir leggja línurnar fyrir vorið Hörn Heiðarsdóttir horn@dv.is Bert á milli Sú tíska að hafa bert á milli verður áfram heit í sumar. Blómamynstur Blómamynstur af öllum gerðum og í öllum litum eru málið í sumar. Slagorð og merki Fjölmargir hönnuðir notuðust við áprentuð merki og slagorð í hönnun sinni. Slagorð og merki Alexander Wang. Íþróttaföt Tommy Hilfiger, Marc by Marc Jacobs og Emilio Pucci eru meðal þeirra sem sýndu íþróttafatnað í París. Gull og silfur Hönnuðir á borð við Altuzarra, Saint Laurent og Balmain eru meðal þeirra sem sýndu föt í gulli og silfri. Nýir Nike-skór á markað Hlaupaskór voru afar heitir í tísk­ unni á síðasta ári og þá sérstak­ lega Free Run­skórnir frá Nike. Bandaríski íþróttavörufram­ leiðandinn hefur nú sent frá sér nýja skó sem að mati tískuspek­ úlanta eru fullkomin blanda af íþróttum og tísku og þykja líklegir til vinsælda á nýju ári, enda verða íþróttaföt eitt það heitasta í tísk­ unni í ár. Skórnir heita Nike Lunar 2 og þykja sérlega góðir til íþrótta­ iðkunar en einnig afar smart og passa vel við venjulegan klæðn­ að. Þeir eru fáanlegir í nokkrum litum og kosta 185 Bandaríkja­ dali, eða um 21 þúsund íslenskar krónur, á vefsíðu Nike. Svanakjóll frá Valentino Svo virðist sem hinn heimsfrægi svanakjóll sem Björk Guðmunds­ dóttir klæddist á Óskarsverð­ launahátíðinni árið 2001 hafi veitt hönnuðum hjá Valentino innblástur nú, þrettán árum síðar. Hönnuðirnir Maria Grazia Chiuri og Pier­ paolo Piccioli hjá ítalska hátískuhúsinu sýndu nefnilega línu á tískuvikunni í París þar sem meðal annars mátti finna svanakjól sem minnti á þann sem Björk klæddist á sínum tíma. Svanakjóll Bjarkar var hann­ aður af hinni makedónsku Marjan Pejoski og vakti gríðarlega athygli en gert hefur verið óspart grín að kjólnum á síðustu árum sem virð­ ist nú loks fá uppreisn æru.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.