Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.2014, Blaðsíða 31
Vikublað 28.–30. janúar 2014 Sport 31
n Frábærir leikmenn sem þurfa nýja áskorun eða fá ekki að spila nóg n Hagsmunum þeirra betur borgið annars staðar
sextán leikmenn sem
þurfa að komast annað
Saber Khalifa
Félag: Marseille
Aldur: 27 ára
Þjóðerni: Túnisi
n Khalifa sýndi það og sannaði á síðasta
tímabili að hann er mjög frambærilegur
knattspyrnumaður. Þetta er framherji sem
skoraði 13 mörk fyrir Evian Thonon Gaillard
á síðasta tímabili en tók svo stærra skref
síðasta sumar þegar hann gekk í raðir
Marseille. Þar hefur hann þurft að verma
varamannabekkinn lengst af og aðeins
byrjað tvo leiki í deild í vetur. Khalifa þarf að
fá fleiri mínútur en mun væntanlega ekki fá
þær hjá Marseille.
Shinji Kagawa
Félag: Manchester United
Aldur: 24 ára
Þjóðerni: Japani
n Miklar vonir voru bundnar við Kagawa
þegar Manchester United keypti hann frá
Dortmund sumarið 2012. Kagawa hefur ekki
þótt standa undir væntingum og oftar en
ekki verið stillt upp á vinstri vængnum, þótt
hans besta staða sé í holunni fyrir aftan
framherjann. Í 18 leikjum á þessu tímabili
hefur Japaninn enn ekki skorað mark. Með
tilkomu Juans Mata til Manchester United
virðist erfitt að sjá að Kagawa eigi framtíð
á Old Trafford.
Steven Defour
Félag: Porto
Aldur: 25 ára
Þjóðerni: Belgi
n Framtíð Defour hjá Portúgalsmeisturunum
er í lausu lofti. Hann hefur ekki fengið mörg
tækifæri hjá Porto á tímabilinu og er sagður
vilja komast frá félaginu. Porto hefur ekki
enn ákveðið hvort það vill selja hann eða
lána. Defour var á árum áður talinn í hópi
efnilegustu miðjumanna Evrópu og gæðin eru
svo sannarlega enn til staðar. Defour virðist
þurfa á nýrri áskorun að halda – hann þarf að
minnsta kosti að spila til að eiga möguleika á
að komast í hóp Belga fyrir HM í sumar.
Thomas Vermaelen
Félag: Arsenal
Aldur: 28 ára
Þjóðerni: Belgi
n Frábær frammistaða Per Mertesacker
og Laurent Koscielny í vörn Arsenal hefur
haldið Vermaelen úti í kuldanum. Þessi
belgíski varnarmaður er frábær þegar sá
gállinn er á honum og eflaust leikmaður
sem gæti styrkt fjölmörg lið. Á þessu
tímabili hefur hann aðeins byrjað þrjá leiki
í deild sem er einfaldlega ekki nóg fyrir
leikmann eins og Vermaelen. HM í Brasilíu er
á næsta leiti og þar þurfa Belgar á fyrirliða
sínum að halda.
Victor Valdes
Félag:Barcelona
Aldur: 32 ára
Þjóðerni: Spánverji
n Valdes hefur verið aðalmarkvörður
Barcelona sleitulaust frá árinu 2002 og
staðið sig heilt yfir vel á milli stanganna.
Valdes hefur sjálfur sagt að hann þurfi á
nýrri áskorun að halda og hyggist yfirgefa
herbúðir Spánarmeistaranna í vor þegar
samningur hans rennur út. Það er rétt skref
hjá Valdes sem hefur unnið allt sem hægt er
að vinna í heimi fótboltans. Valdes segir að
peningar skipti hann engu máli og hann gæti
allt eins farið í hvaða lið sem er ef það heillar.
Micah Richards
Félag:Manchester City
Aldur: 25 ára
Þjóðerni: Englendingur
n Michah Richards var fyrir örfáum árum
talinn einn efnilegasti og jafnvel besti varnar-
maður Englendinga. Síðan þá hefur mikið
vatn runnið til sjávar og nú er hann í algjöru
aukahlutverki hjá ógnarsterku liði City. Manuel
Pellegrini, stjóri City, hefur sagt að Richards
þurfi að leggja harðar að sér til að komast aftur
í liðið. Meiðsli hafa vissulega sett strik í reikn-
inginn hjá Richards en þrátt fyrir að vera orðinn
heill heilsu kemst hann ekki í liðið. Á þessu
tímabili hefur hann spilað tvo leiki í deildinni.
Demba Ba
Félag: Chelsea
Aldur: 28 ára
Þjóðerni: Senegali
n Meiðsli Fernando Torres gætu gert það
að verkum að Ba fái fleiri tækifæri í framlínu
Chelsea á næstunni. Þegar Torres snýr til
baka fer væntanlega allt í sama farið. Það
sem af er þessu tímabili hefur þessi öflugi
Senegali aðeins leikið 286 mínútur í deildinni,
rösklega þrjá leiki í það heila. Hann hefur
ekkert komið við sögu í síðustu sex leikjum
liðsins. Demba Ba ætti að reyna að komast í
miðlungssterkt lið í ensku úrvalsdeildinni þar
sem hann virðist kunna best við sig.
Javier Hernandez
Félag: Manchester United
Aldur: 25 ára
Þjóðerni: Mexíkói
n Hernandez er markaskorari af Guðs náð eins
og hann hefur sýnt á ferli sínum hjá United.
Robin van Persie og Wayne Rooney hafa
glímt við meiðsli undanfarnar vikur en samt
hafa tækifæri Mexíkóans verið af skornum
skammti. Hann hefur aðeins einu sinni leikið
90 mínútur í úrvalsdeildinni til þessa en í
heildina hefur hann spilað 522 mínútur. Þó að
stuðningsmenn United vilji ekki sjá þennan
frábæra framherja yfirgefa liðið gæti hags-
munum hans verið betur borgið annars staðar.
Indiana í stuði
T
ímabilið í bandarísku NBA-
deildinni í körfubolta er nú
rúmlega hálfnað og óhætt að
segja að línur séu farnar að
skýrast um hvaða lið komast í úrslita-
keppnina.
Í austurdeildinni heyja Indiana
Pacers og Miami Heat harða baráttu
um deildarmeistaratitilinn en eftir
leiki sunnudagskvöldsins var sigur-
hlutfall Indiana 79,1 prósent. Státar
ekkert lið af jafn góðum árangri og
Pacers í vetur. Meistarar síðustu
tveggja ára, Miami Heat, eru með
örlítið lakari árangur, eða 72,7 pró-
senta vinningshlutfall. Þessi tvö lið
bera höfuð og herðar yfir önnur lið í
austurdeildinni, en Atlanta Hawks er
í þriðja sæti deildarinnar með 53,5
prósenta vinningshlutfall.
Spennan í vesturdeildinni er öllu
meiri þar sem Oklahoma City Thund-
er og San Antonio Spurs eru í harðri
baráttu. Oklahoma er með 77,8 pró-
senta vinningshlutfall samanborið
við 75 prósenta hjá Spurs. Portland
er skammt á eftir (73,3%), en nokk-
uð á eftir þessum liðum koma Los
Angeles Clippers (67,4%), Houston
Rockets (63%) og Golden State Warri-
ors (60%). Athygli vekur að aðeins
fimm lið í austurdeildinni hafa unnið
fleiri leiki en þau hafa tapað en í vest-
urdeildinni eru þau tíu. n
einar@dv.is
Lykilmaður Paul George hefur
verið lykilmaður í árangri Indiana
í vetur. Hann hefur skorað 23,3
stig að meðaltali í leik í vetur.
Mata vildi
ólmur spila
með United
Juan Mata, nýjasti liðsmaður
Manchester United, segir að
hann hafi ólmur viljað ganga
í raðir Manchester United
þegar hann heyrði fyrst af
áhuga liðsins. Mata gekk í raðir
United frá Chelsea sem greiddi
37 milljónir punda fyrir leik-
manninn, sjö milljarða króna.
„Ég er meðvitaður um að
verðið er hátt. En ég er sann-
færður um að ég muni spjara
mig,“ sagði Mata í viðtali við
MUTV-sjónvarpsstöðina á
mánudag. „United er með mjög
sterkan leikmannahóp, góðan
stjóra og stuðningsmennirnir
eru ótrúlegir – þetta félag hef-
ur alla burði til að vera sigur-
sælt,“ segir Mata
og bætir við
að hann
hafi verið
upp með
sér þegar
hann
heyrði
fyrst af
áhuga United.
„Þetta er félag sem hefur unnið
fjölmarga titla á undanförnum
árum. Það er ótrúlegt að vita
til þess að félag á borð við
Manchester United vilji fá
mann. Það er mjög góð tilfinn-
ing.“
Mata segir að markmið
hans sé að vinna ensku úrvals-
deildina með United og hann
hafi fulla trú á að honum muni
takast það undir stjórn David
Moyes.
„Ég mun reyna mitt allra
besta. Ég er enn ungur en hef
verið heppinn á mínum ferli
og unnið nokkra titla. Ég er
ekki orðinn saddur og vil vinna
fleiri.“
Sjálfur segist Mata ekki vilja
spila í einhverri sérstakri stöðu
og hann geti skilað sínu vinstra
megin á miðjunni, hægra
megin eða beint fyrir aftan
framherjann. „Á fyrsta tímabili
mínu með Chelsea spilaði ég
vinstra megin, á öðru tímabil-
inu – sem var líklega mitt besta
tímabil – spilaði ég fyrir aftan
framherjann og á þessu tímabili
spilaði ég hægra megin. Þetta
skiptir í raun ekki máli svo lengi
sem ég fæ að spila.“