Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.2014, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.2014, Blaðsíða 30
Vikublað 28.–30. janúar 201430 Sport Bas Dost Félag: Wolfsburg Aldur: 24 ára Þjóðerni: Hollendingur n Áður en Alfreð Finnbogason kom til Heerenveen sá Bas Dost um að skora mörkin fyrir liðið. Dost var sannkallaður markahrókur og skoraði 47 mörk í 66 leikjum. Árið 2012 var hann seldur til Wolfsburg í Þýskalandi en þar hafa hlutirnir ekki alveg gengið upp hjá honum. Á þessu tímabili hefur hann ekki enn byrjað leik fyrir Wolfsburg, en komið inn á sem varamaður fimm sinnum. Það er ljóst að Dost þarf að breyta til. n Frábærir leikmenn sem þurfa nýja áskorun eða fá ekki að spila nóg n Hagsmunum þeirra betur borgið annars staðar sextán leikmenn sem þurfa að komast annað Diego Contendo Félag: Bayern München Aldur: 23 ára Þjóðerni: Þjóðverji n Contendo er líklega ekki þekktasta nafnið í leikmannahópi Bayern. Ástæðan er auðvitað sú að hann hefur ekki fengið nógu mörg tækifæri. Hann hefur aðeins byrjað þrjá leiki í deildinni á tímabilinu en þegar hann hefur fengið tækifæri hefur hann staðið sig vel. Þetta er öflugur leikmaður á besta aldri sem getur bæði spilað sem vinstri bakvörður og miðvörður. Hann þarf meiri leiktíma og ef Bayern getur ekki gefið honum hann þarf hann að fara. Fabio Quagliarella Félag: Juventus Aldur: 30 ára Þjóðerni: ítali n Þessi ítalski framherji hefur fengið afar fá tækifæri hjá Juventus í vetur og til þessa aðeins byrjað þrjá leiki í deild. Ef hann ætlar sér að fá sæti í landsliðshópi Ítala fyrir HM í sumar þarf hann að komast annað, ella sitja heima. Umboðsmaður hans hefur látið hafa eftir sér að fjölmörg félög hafi áhuga á leikmanninum, en verðið sem Juventus vill fá fyrir hann sé of hátt. Heurelho Gomes Félag: Tottenham Aldur: 32 ára Þjóðerni: Braselíumaður n Markvörðurinn Heurelho Gomes hefur að mörgu leyti verið óheppinn á ferli sínum. Hann átti góðan tíma hjá PSV í Hollandi áður en hann var seldur til Tottenham árið 2008. Þar gerði hann sig sekan um slæm mistök í leikjum en sýndi þess á milli hvers hann er megnugur. Nú er Gomes þriðji í goggunar- röðinni hjá Tottenham, á eftir Hugo Lloris og hinum aldna höfðingja Brad Friedel. Gomes fær væntanlega ekki fleiri leiki hjá Totten- ham og þarf að komast annað hið fyrsta. Iker Casillas Félag: Real Madrid Aldur: 32 ára Þjóðerni: Spánverji n Casillas hefur um margra ára skeið verið einn besti markvörður heims. Það er því í raun ótrúlegt að hann hafi ekki enn byrjað einn einasta leik í spænsku deildinni í vetur. Hann hefur fengið að spila leiki Real Madrid í bikarnum og í Meistaradeildinni og staðið sig vel, að venju. Sjálfur tekur Casillas þessu með jafnaðargeði og segist samgleðjast liðsfélögum sínum sem eru að spila vel um þessar mundir. En Casillas verður að fá fleiri leiki enda HM í Brasilíu á næsta leiti. Javier Pastore Félag: Paris St. Germain Aldur: 24 ára Þjóðerni: Argentínumaður n Það var við miklu búist af Argentínu- manninum Javier Pastore þegar hann gekk í raðir Parísarliðsins frá Palermo árið 2011 fyrir 40 milljónir evra, 6,3 milljarða króna. Eftir að hafa spilað vel á sínu fyrsta tímabili með PSG hefur hann dalað með hverju tímabilinu sem líður. Í vetur hefur hann byrjað sjö leiki í deild og komið sjö sinnum inn á sem varamaður. Þessi sóknarsinnaði miðjumaður býr yfir miklum hæfileikum og gæti eflaust fundið fjöl sína annars staðar. Luuk de Jong Félag: Borussia Mönchengladbach Aldur: 23 ára Þjóðerni: Hollendingur n Bas Dost er ekki eini hollenski framherjinn sem á erfitt uppdráttar í þýska boltanum. Luuk de Jong var óstöðvandi við markaskor- un hjá Twente í Hollandi árin 2009 til 2012 og skoraði til dæmis 32 mörk tímabilið 2011/12. Hann fór til Mönchengladbach eftir það tímabil þar sem honum hefur gengið illa. Hann hefur spilað þrettán leiki í deild á tímabilinu en alltaf komið inn á sem varamaður. Newcastle er talið hafa áhuga á de Jong sem gæti reynst happafengur fyrir félagið. Michael Essien Félag: Chelsea Aldur: 31 árs Þjóðerni: Ganverji n Ramires, Frank Lampard, John Obi Mikel og David Luiz hafa byrjað fleiri leiki en Essien hjá Chelsea í vetur sem þýðir að hann er fimmti valkostur á miðjuna undir stjórn Jose Mourinho. Meiðsli hafa sett strik í reikninginn hjá þessum öfluga miðjumanni en enginn efast um hæfileika hans. AC Milan og Galatasaray eru sögð vilja fá hann í sínar raðir og það væri ekki óvitlaust hjá Essien að róa á önnur mið. Hann virðist kominn á endastöð hjá Chelsea. Baráttan um Bítlaborgina A ðdáendur enska boltans fá glaðning í miðri viku þegar heil umferð fer fram í úrvalsdeildinni. Margir athyglisverðir leikir eru á dag- skránni og ber þar hæst viðureign Liverpool og Everton á Anfield í kvöld, þriðjudag. Bæði lið hafa spil- að góðan bolta í vetur; Liverpool er í 4. sæti með 43 stig en Everton í 6. sæti með 42 stig. Bæði lið eru tap- laus á árinu. Á miðvikudag verður ekki síðri leikur á dagskránni en þá tekur Tottenham á móti Manchester City. Fátt virðist geta stöðvað City-liðið þessa dagana en liðið hefur unnið sjö leiki í röð í deildinni. Þrátt fyr- ir það er liðið aðeins í 2. sæti deildarinnar með 50 stig, stigi á eft- ir toppliði Arsenal sem heimsækir Southampton á þriðjudag. Totten- ham hefur gengið allt í haginn að undanförnu og liðið unnið fjóra leiki í röð í deildinni og því má bú- ast við hörkuleik. Stuðningsmenn Manchester United bíða eflaust margir óþreyju- fullir eftir að berja Juan Mata aug- um, en Mata varð dýrasti leikmað- urinn í sögu félagsins um helgina þegar hann gekk í raðir United frá Chelsea. United tekur á móti Car- diff á þriðjudagskvöld og þarf á sigri að halda til að halda í vonina um 4. sætið í deildinni og um leið þátt- tökurétt í Meistaradeild Evrópu að ári. United er í 7. sæti með 37 stig en Cardiff er á botninum með 18 stig. Chelsea á góðan möguleika á að festa sig enn frekar í sessi í titilbar- áttunni en liðið tekur á móti West Ham í Lundúnaslag á miðvikudag. Chelsea er sem stendur í 3. sæti deildarinnar en West Ham er í 18. sæti deildarinnar með 18 stig, jafn- mörg og Cardiff og Sunderland sem eru með lakari markatölu. n einar@dv.is n Liverpool tekur á móti Everton n Mata spilar sinn fyrsta leik fyrir United Vissir þú … … að síðan Leighton Baines gekk í raðir Everton hefur hann lagt upp 33 mörk í deildinni, fjórtán fleiri en næsti varnarmaður. … að Wilfried Bony hjá Swansea hefur skorað sex mörk í síðustu fimm leikjum sínum fyrir félagið. … að Sergio Aguero hefur skorað í sjö síðustu leikjum sínum fyrir Manchester City. … að frá því í ágúst 2011 hefur Juan Mata lagt upp 27 mörk í úrvalsdeildinni. Aðeins David Silva hefur lagt upp fleiri mörk frá þeim tíma. … að Romelu Lukaku hefur lagt upp 5 mörk fyrir Everton á tímabilinu, einu fleira en hann gerði allt tímabilið í fyrra með West Brom. … að níu lið hafa fengið fleiri stig á heimavelli en Manchester United í úrvalsdeildinni í vetur.Markahrókur Luis Suarez hefur skorað átta mörk í síðustu fimm leikjum Liverpool á Anfield. Skorar hann gegn Everton? Baines framlengir Leighton Baines, vinstri bakvörð- ur Everton, hefur skrifað undir nýjan fjögurra ára samning við félagið. Baines, sem var orðað- ur við Manchester United síðasta sumar, átti átján mánuði eftir af samningi sínum við félagið. Baines, sem er 29 ára, hefur spil- að með Everton frá árinu 2007 en hann kom til félagsins frá Wigan. Hann hefur um árabil verið einn allra besti bakvörður deildarinn- ar og eftirsóttur eftir því. Frá því hann kom til Everton hefur hann lagt upp 38 mörk í ensku úrvals- deildinni og ber þar höfuð og herðar yfir aðra varnarmenn. „Töpuðu fyrir betra liði“ Guðmundur Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari Ís- lands í handknattleik og verðandi þjálfari danska landsliðsins, seg- ir að Danir hafi tapað fyrir betra liði í úrslitaleik EM í handbolta á sunnudag. Danir steinlágu, 41– 32, gegn Frökkum í úrslitaleikn- um en Guðmundur var á meðal áhorfenda á leiknum. „Þetta var mjög erfiður leik- ur fyrir Dani. Frakkarnir spiluðu frábærlega. Danska vörnin átti ekki góðan leik og markverðirn- ir hafa átt betri dag. Heilt yfir áttu Danir mjög gott mót og það er engin skömm að því að tapa gegn betra liði,“ segir Guðmund- ur í viðtali á vef danska ríkisút- varpsins. Guðmundur fær nú það verkefni að taka við starfi landsliðsþjálfara Dana, af Ulrik Vilbeke sem lætur af störfum eft- ir að hafa náð frábærum árangri. Liðið varð Evrópumeistari 2012 en tapaði úrslitaleik HM í fyrra gegn Spánverjum. Chelsea að landa Costa? Forráðamenn Chelsea eru í bresk- um fjölmiðlum sagðir hafa náð „munnlegu samkomulagi“ við Atletico Madrid um kaup á fram- herjanum Diego Costa. Costa hefur verið frábær í liði Atletico á tímabilinu og skorað 24 mörk í 29 leikjum. Í samningi hans er ákvæði þess efnis að honum sé frjálst að semja við annað félag svo lengi sem það borgi 30 millj- ónir punda, 5,7 milljarða króna. Ekki þykir útilokað að Atletico fái að halda markverðinum Thi- bault Courtouis í staðinn, en belgíski landsliðsmarkvörðurinn hefur verið í láni hjá Atletico frá Chelsea undanfarin þrjú tímabil.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.