Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.2014, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.2014, Blaðsíða 23
Umræða Stjórnmál 23Vikublað 28.–30. janúar 2014 Sandkorn Níu vikur til að svara Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra gat ekki svarað Árna Páli Árnasyni, formanni Sam­ fylkingarinnar, þegar hann spurði út í hverjum skuldaaðgerðir ríkis­ stjórnarinnar myndu gagnast. Árni Páll lagði níu spurningar, sem ekki fengust svör við, fyrir Sigmund í þinginu. Hann ætlar þó ekki að gefast upp og hefur ósk­ að eftir skýrslu um nákvæmlega það sama. Sigmundur hefur nú níu vikur til að koma fram með skýrslu um skuldaaðgerðirnar og hverjum þær gagnast en ólíklegt er að ráðuneytið verði nokkru nær um hverjum aðgerðirnar gagnast að þeim tíma liðnum en beðið er eftir upplýsingum um umfangs­ mikla gagnasöfnun Hagstofunnar. Óheppin Vinsældir ríkisstjórnarinnar hafa dalað talsvert frá því að kosið var í vor og hefur forsætisráðherrann Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þurft að svara fyrir gagnrýni á allar stærstu tillögur sínar og stjórnar­ innar. Núna síðast tillögur nefnd­ ar sem hann skipaði um afnám verðtryggingar en nefndin telur ekki hægt að afnema hana fyrr en seinna. Ágúst Ólafur Ágústsson, fyrrverandi vara­ formaður Sam­ fylkingarinnar og starfsmaður í for­ sætisráðuneytinu á tíma vinstrist­ jórnarinnar, virðist hafa samúð með þjóðinni vegna forsætisráð­ herrans. „Mikið finnst mér við öll, hvort sem við erum til vinstri eða hægri, vera óheppin með for­ sætisráðherra,“ skrifaði hann á Facebook­síðu sína á mánudag. Væringar í VG Vinstri græn undirbúa sig undir kosningabaráttuna í borginni líkt og aðrir. Ellefu bjóða fram krafta sína prófkjöri flokksins í Reykja­ vík. Ekki er þó endilega samhug­ ur í fólki en margir í flokknum eru óánægðir með stöðuna og stefnuna. Einn þeirra er Þorleifur Gunnlaugsson varaborgarfulltrúi sem ætlar ekki að bjóða sig fram aftur. Fleiri innan flokksins íhuga nú stuðning sinn við framboðið og eru uppi hugmyndir um að leggja frekar nafn sitt við róttækari vinstriflokk en VG. Gagnast þeim best sem hafa það best Verðtryggingartillögur stjórnarinnar ýta fólki út á leigumarkað Þ ær takmarkanir á verðtryggðri lántöku sem lagðar eru til í ný­ birtri skýrslu sérfræðingahóps á vegum forsætisráðuneytis­ ins verða líklega til þess að minnka verulega eða loka alveg á aðgang ungs fólks og lágtekjufólks að lánsfé til íbúðarkaupa. Það stendur í skýr­ slunni. Þessir aðilar eiga þess í stað að leita út á leigumarkaðinn eða búa lengur í foreldrahúsum, eins og stend­ ur líka í skýrslunni. Hvergi í Evrópu er ávöxtun leigusala jafn mikil og hér á landi, samkvæmt greiningu sem Arion banki gerði í sumar og fjallað var um í Fréttablaðinu, og gera má því ráð fyrir að lágtekjufólk þurfi að fara í minna og ódýrara húsnæði fyrir vikið. Í skýrslu nefndarinnar er tekið dæmi um fólk með 100 þúsunda króna greiðslugetu á mánuði. Án annarra takmarkandi þátta ræður það við að greiða af 27 milljóna króna verðtryggðu jafngreiðsluláni til fjör­ tíu ára. Eftir breytingarnar sem lagðar eru til getur sama fólk hins vegar að­ eins ráðið við afborganir af 16 millj­ óna króna láni, eða níu milljónum lægra láni. Óverðtryggðu lánin eiga að vera ódýrari þegar á heildina er litið en róðurinn erfiðari til að byrja með. Auðvitað hljómar það miklu betur að borga minni heildarsummu en meiri. Þegar maður er hins vegar að borga af láni, eða hvaða mánaðarlegu greiðsl­ ur sem er, skiptir fyrst og fremst máli að geta borgað í hverjum mánuði. Ef það er ekki hægt skiptir engu hversu mikið þú gætir sparað ef þú værir bara aðeins ríkari. Mótvægisaðgerðirnar sem lagðar eru til eru óljós­ ar eða gagnast líklega ekki þeim sem þurfa mest á að halda. Ein mótvægisað­ gerðin felst í því að bíða og sjá hvað annar hópur á veg­ um stjórnarinnar leggur til varðandi framtíð húsnæð­ ismála. Þetta er algjörlega óútfært og enginn vissa fyrir því að sá hópur komi með lausnirnar sem þarf til að gera leigumarkaðinn hæfan til að taka á móti öllu þessu fólki án þess að leigu­ verð hækki í takt við stóraukna eftir­ spurn. Önnur mótvægisaðgerð er að gefa fólki færi á að greiða séreignarlíf­ eyrissparnað inn á lánin í ákveðinn tíma. Þeir sem tilheyra þessum hópi sem um ræðir að hjálpa eru alls ekki í stöðu til að leggja mikinn sparnað inn í séreignarlífeyrissjóð til að byrja með og það mun ekki breytast þó peningarnir eigi að fara í steypu en ekki sjóð. Staðan eins og hún blasir við núna er þannig að ungt fólk og tekjulágir þurfa að fara í dýrara húsnæði á almennum leigumarkaði, en íbúðar­ eigendur sem ekki hafa verið í sérstökum vanda með lánin sín fá pen­ inga frá ríkinu í sanngirnisbætur fyrir verðbólgu. Boðaðar verðtryggingar­ breytingar og skuldaniðurfellingar eru til þess fallnar að gera mest fyrir þá sem best hafa það. n Hópurinn Sérfræðingar á vegum forsætisráðuneytisins vilja setja takmarkanir á hvaða lán geta verið verðtryggð en leggja ekki til afnám verðtryggingar. MyND SiGtryGGur Ari T ekist hefur verið á um hvort samþykkja eigi fríverslunar­ samning við Kína sem undirritaður var á síðasta kjörtímabili. Samningurinn er umdeildur vegna stöðu mann­ réttindamála í Kína. Birgitta Jóns­ dóttir, þingmaður Pírata, er í hópi þeirra sem barist hafa gegn full­ gildingu samningsins og hefur sagst hafa fyllst skelfingu þegar hún kynnti sér framferði kínverskra stjórnvalda og fyrirtækja í þeim löndum þar sem samningar hafa verið gerðir. Viðræð­ ur um samning á milli Íslands og Kína hófust árið 2007 en lauk á síð­ asta ári en ekkert er talað um mann­ réttindi í samningnum. Fæstir þræta fyrir mannréttinda­ brot Kínverja og hefur það komi til umræðu á fundum, meðal annars í tengslum við undirritun samn­ ingsins. Brynjar Níelsson, þingmað­ ur Sjálfstæðisflokksins, telur hins vegar samninginn geta bætt mann­ réttindin. „Væri nú ekki hollt fyrir okkur að líta í eigin barm í stað yfir­ lætis og hroka gagnvart lögum og menningu annarra þjóða? Og er til einhver betri aðferð til að bæta mannréttindi í Kína en frjáls við­ skipti?“ spyr þingmaður í stöðuupp­ færslu á Facebook­síðu sinni. Meðal þeirra sem lýst hafa sig andsnúna fríverslunarsamningn­ um er Alþýðusamband Íslands. Var það gert á grundvelli mannréttinda­ brota alþýðulýðveldisins. „Fyrir ligg­ ur að kínversk stjórnvöld viðurkenna ekki mannréttindi og hafa áratug­ um saman hunsað grundvallar­ samþykktir Alþjóðavinnumála­ stofnunarinnar og þannig meinað launafólki að stofna frjáls stéttarfé­ lög til að semja um sín kjör,“ sagði í yfirlýsingu ASÍ vegna samningsins. Samningurinn er sá fyrsti sem Kína gerir við evrópskt ríki. n Mannréttindi bætt með fríverslun Tekist á um fríverslunarsamning Íslands við Kína Fyrsti samningurinn Fríverslunarsamningur Íslands og Kína er sá fyrsti sem alþýðulýð- veldið gerir við evrópskt ríki. J óhanna María Sigmunds­ dóttir, þingkona Fram­ sóknarflokksins, er sá þingmaður allsherjar­ og menntamálanefndar sem mætt hefur minnst á nefndar­ fundi. Hún var einnig sá þingmað­ ur sem talað hafði minnst þegar DV kannaði ræðutíma þingmanna úr ræðustól á Alþingi á yfirstand­ andi þingi. Hún vermir því topp­ sætið á báðum þessum listum. Þrettán fjarvistir Samkvæmt upplýsingum úr fundargerðum allsherjarnefndar­ innar sem birtar eru á vef Alþing­ is kemur fram að hún er sá þing­ maður sem hefur hvað flestar fjarvistir án þess að kalla inn vara­ mann en flestar þeirra eru óút­ skýrðar. Athygli vekur að Jóhanna María mætti vel á sumarþinginu en þegar hausta tók fór kom­ um hennar á nefndarfundina að fækka. Hún er með tólf skráðar fjarvistir án þess að kalla inn vara­ mann, samkvæmt gögnunum. Þar að auki hefur hún einu sinni kallað inn varamann. Þrjár fjarvistanna eru vegna annarra þingstarfa en níu eru óútskýrðar. Allar nema ein fjarvist eru á tímabilinu október til desember 2013. Eini nefndarmaðurinn sem kemst nálægt Jóhönnu Maríu í fjarvistum er formaður nefndar­ innar Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokks­ ins. Hún er níu sinnum skráð fjarverandi án þess að kalla inn varamann en þar af eru sjö fjarvistir vegna þingstarfa erlend­ is, ein af persónulegum aðstæð­ um og ein óútskýrð. Þá hefur hún þrisvar sinnum kallað til vara­ mann í sinn stað. Mikið erlendis Jóhanna María segir fjarvist­ irnar útskýrast af öðrum verk efnum. „Til dæmis er ég í Íslandsdeild Norður­ landaráðs og ég hef verið erlendis í næstum hverj­ um mánuði. Fundirnir eru oftast á virkum dög­ um úti og það hittir þannig á að ég er er­ lendis,“ segir hún í samtali við blaða­ mann um fjarvistirn­ ar. Hún hefur engin svör við því af hverju hennar fjarvistir eru óútskýrðar í gögnum þingsins. „Þetta eru ýmist veikindi, aðr­ ir fundir, bara allur pakkinn.“ Óvart á þingi Jóhanna María er yngsti þing­ maður sem kjörinn hefur verið á Al­ þingi. En hvernig endaði hún á þingi? „Við bjuggumst ekki við svona rosa­ lega góðu gengi og maður er bara ennþá að reyna að ná þessu,“ sagði hún að loknum kosning­ um í apríl eftir að ljóst var að hún hefði náð inn. Jóhanna bauð sig fram eftir að hafa setið nám­ skeið í stjórnmálaskóla Fram­ sóknarflokksins en hún gekk í flokkinn sumarið fyrir kosningarnar. Í sam­ tali við Mbl.is sagðist hún ekki hafa reiknað með að ná kjöri og að hún hafi ekki gengið með þingmanninn í maganum, eins og sagt er um þá sem eiga sér draum um að komast á þing. n Yngsti þingmaður sögunnar með óútskýrðar fjarvistir Mætir verst og talar minnst Aðalsteinn Kjartansson adalsteinn@dv.is Óvart Segja má að Jóhanna María hafi óvart lent á þingi en hún reiknaði ekki með að ná sæti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.