Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2014, Blaðsíða 2
Helgarblað 14.–17. mars 20142 Fréttir
Fæst í apótekum, heilsubúðum, Krónunni og Celsus, Ægisíðu 121
Algjört orku- og næringarskot
„ Með því að taka Lifestream Spirulina og AstaZan
eykst krafturinn yr daginn í vinnunni og ængar
seinni part dags eru ekkert mál. Vöðvarnir eru
jótari að ná sér eftir ængar. Það að taka auka
Spirulina sem er lífrænt ölvítamín, fyrir leik
er algjört orku- og næringarskot. Spirulina er
líka frábær vörn gegn kve og ensum.“
Steinunn Erla Sigurgeirsdóttir
leikskólakennari og landsliðskona í íshokkí.
lífræn bætiefni fyrir alla - heilsa til framtíðar
TREYSTI Á
LIFESTREAM
BÆTIEFNIN!
Apótek, heilsubúðir, Krónan, Hagkaup, Viðir og Fríhöfnin.
Illugi svarar ekki
Mörgum spurningum er ósvarað varðandi ráðningu Hrafnhildar Ástu til LÍN
I
llugi Gunnarsson menntamála
ráðherra hefur ekki haft sam
band við blaðamann DV þrátt
fyrir ítrekaðar tilraunir hans til
að ná tali af ráðherranum í vikunni.
Allt frá því á mánudaginn hefur
DV reynt að ná sambandi við Illuga
til að spyrja hann út í ráðninguna
á Hrafnhildi Ástu Þorvaldsdóttur
í starf framkvæmdastjóra LÍN en
hann hefur ekki svarað beiðnum
um að hringja til baka. Samskiptin
hafa átt sér stað í gegnum aðstoðar
mann hans, Sigríði Hallgríms
dóttur.
Ráðningin á Hrafnhildi Ástu
komst í nýtt samhengi eftir starfs
lok Stefáns Thors, ráðuneytis
stjóra í umhverfisráðuneytinu, fyrir
skömmu. Stefán Thors var sá sem
veitti Hrafnhildi Ástu áminninguna
sem Sigurður Ingi Jóhannsson
ógilti svo skömmu áður en Illugi
Gunnarsson réð hana sem fram
kvæmdastjóra LÍN í lok október
síðastliðinn þrátt fyrir að hún hafi
ekki verið metin hæfust af stjórn
LÍN.
Líkt og DV greindi frá í vikunni
hyggst sá umsækjandi sem metinn
var hæfastur, Kristín Egilsdóttir,
leita réttar síns út af málinu með
höfðun dómsmáls.
Ein helsta spurningin sem
Illugi þarf að svara er hvenær
hann fékk tilkynningu um að búið
væri að afturkalla áminninguna
og af hverju dróst að ráða í starfið
í nærri mánuð. Ráðherrann hefur
hins vegar ekki enn haft samband
við DV. n
ingi@dv.is
Dómarinn vann að
máli systur sinnar
Ólafur Börkur Þorvaldsson er bróðir Hrafnhildar Ástu í umhverfisráðuneytinu
Ó
lafur Börkur Þorvaldsson
hæstaréttardómari kom að
því fyrir hönd systur sinnar,
Hrafnhildar Ástu Þorvalds
dóttur, að miðla málum í kjöl
far áminningar sem hún fékk í starfi
sínu í umhverfisráðuneytinu. Þetta
herma heimildir DV en blaðið hefur
fjallað um ráðningu Hrafnhildar Ástu
í starf framkvæmdastjóra Lánasjóðs
íslenskra námsmanna síðustu daga.
Aðkoma Ólafs Barkar var í gegnum
umhverfisráðherra, Sigurð Inga Jó
hannsson.
Vefmiðilinn Kjarninn greindi frá
aðkomu Ólafs Barkar að málinu á
fimmtudaginn en sagði ekki í hverju
hún hefði falist nákvæmlega.
Áminningin var veitt í fyrra eftir
að rannsókn hafði farið fram vegna
kvartana sem beindust gegn henni frá
starfsmanni ráðuneytisins. Afturkalla
þurfti áminninguna til að Hrafnhildur
Ásta gæti fengið starfið og var það gert
og réð Illugi Gunnarsson mennta
málaráðherra hana þrátt fyrir að hún
hefði ekki verið metin hæfust af stjórn
LÍN heldur önnur kona, Kristín Egils
dóttir.
Talin hafa brotið gegn áminningu
Hrafnhildur Ásta fékk áminninguna á
fyrri hluta árs í fyrra eftir að fram hafði
farið rannsókn í ráðuneytinu á sam
starfsörðugleikum Hrafnhildar Ástu.
Stefán Thors ráðuneytisstjóri veitti
Hrafnhildi áminninguna. Eftir að hún
fékk áminninguna kom upp tilfelli þar
sem talið var að hún hefði brotið gegn
henni og kom upp sá möguleiki að
henni yrði vikið úr starfi. Af því varð
þó ekki.
Ólafur Börkur fundaði með Sigurði
Inga Jóhannssyni vegna þessa máls í
ráðuneytinu og hefur sést til hans þar.
Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrver
andi hæstaréttardómari, kom einnig
að því fyrir hönd Hrafnhildar Ástu að
reyna að fá áminninguna fellda nið
ur. Talsverður þrýstingur var settur á
Stefán Thors, fyrrverandi ráðuneytis
stjóra, um að afturkalla áminninguna
og fundaði hann meðal annars með
Hrafnhildi Ástu og Jóni Steinari vegna
málsins. Stefán gerði það þó ekki en
Sigurður Ingi gerði það á endanum.
Meðal þess sem Ólafur Börkur
mun hafa komið að fyrir Hrafnhildi
Ástu er umræða um hugsanlega bóta
kröfu hennar gegn íslenska ríkinu
vegna áminningarinnar. Líkt og DV
greindi frá á þriðjudaginn þá sagði
Hrafnhildur frá því í bréfi til ráðgjafa
fyrirtækisins sem sá um ráðninguna
í framkvæmdastjórastarf LÍN að ráð
herra hefði tjáð henni að hún gæti
átt bótaskyldu á hendur íslenska rík
inu út af áminningunni. „Á fundin
um tók ráðherra fram að hann búist
við bótakröfu frá mér vegna þessar
ar málsmeðferðar,“ sagði Hrafnhildur
Ásta í bréfinu.
Skýrar reglur gilda
Skýrar reglur gilda um störf hæstarétt
ardómara utan vinnu sinnar í réttin
um og þurfa þeir að sækja um sérstakt
leyfi til að fá að taka að sér önnur störf.
DV beindi fyrirspurn til skrifstofu
Hæstaréttar Íslands, án þess að nefna
Ólaf Börk Þorvaldsson sérstaklega á
nafn, um hversu algengt það væri að
dómarar við réttinn ynnu önnur störf
utan réttarins. Svarið er á þá leið að
slíkt sé ekki algengt. Aðallega mun
vera um það að ræða að þeir taki að
sér störf sem prófdómarar, haldi jafn
vel fyrirlestra auk þess sem einn dóm
ari sé dósent í lögum við háskóla.
Samkvæmt lögum um dómstóla
mega dómarar ekki taka að sér önnur
störf nema með leyfi sérstakrar nefnd
ar sem gefur leyfi eða synjar umsókn
um frá þeim eftir atvikum. Orðrétt
segir í lögunum: „Dómara er óheim
ilt að taka að sér starf eða eiga hlut í
félagi eða atvinnufyrirtæki ef slíkt fær
ekki samrýmst stöðu hans eða leiðir
af sér hættu á að hann geti ekki sinnt
embættisstarfi sínu sem skyldi. Nefnd
um dómarastörf setur almennar
reglur um hvers konar aukastörf geti
samrýmst embættisstörfum dómara.
Dómari skal tilkynna nefndinni um
aukastarf áður en hann tekur við því.
Sé ekki getið um heimild til að gegna
starfinu í almennum reglum nefndar
innar skal dómari þó fyrir fram leita
leyfis hennar til þess.“
Samkvæmt þeim upplýsingum
sem DV hefur aflað sér er líklegt að
störf dómara fyrir ættingja eða vini
heyri undir þessa tilteknu grein í lög
um. DV hafði samband við Hæstarétt
og skildi eftir skilaboð til Ólafs Bark
ar og bað hann að hafa samband við
blaðið. Þegar DV fór í prentun hafði
hann ekki enn sett sig í samband. n
„Á fundinum tók
ráðherra fram að
hann búist við bótakröfu
frá mér.
Ingi Freyr Vilhjálmsson
ingi@dv.is
Fundaði í ráðuneytinu Ólafur Börkur
hefur fundað í umhverfisráðuneytinu vegna
málsins.
Ráðin til LÍN Illugi Gunnarsson skipaði
Hrafnhildi Ástu í starf framkvæmdastjóra
LÍN í október í fyrra.
Þrýstingur Nokkur þrýstingur var
á ráðuneyti Sigurðar Inga vegna
áminningarinnar og hafa þeir Jón
Steinar Gunnlaugsson og Ólafur Börkur
Þorvaldsson meðal annars komið að
málinu fyrir hönd Hrafnhildar Ástu.
„Þú verður
rotaður“
Héraðsdómur Reykjavíkur hef
ur dæmt konu í 30 daga skilorðs
bundið fangelsi fyrir hótanir í
garð einstaklings sem bjó fyrir
ofan hana í húsi á höfuðborgar
svæðinu. Var konan meðal
annars ákærð fyrir að hóta að
drepa viðkomandi. Einnig fyrir
að segja: „Þú verður rotaður ein
hvern daginn af mínu fólki“.
Fólkið hafði átt í deilum um
nokkurt skeið og hafði sá sem
hótanirnar beindust gegn fengið
nálgunarbann á konuna. Konan
játaði að hafa látið umrædd um
mæli falla, en ekki beint þeim
gegn manninum.
Svarar ekki Illugi Gunnarsson mennta-
málaráðherra hefur ekki gefið færi á viðtali
vegna ráðningar Hrafnhildar Ástu Þorvalds-
dóttur til LÍN. MyNd SIgTRygguR ARI
Vill skýrari svör
frá Sigmundi
Brynhildur Pétursdóttir, þingmað
ur Bjartrar framtíðar, vill fá frek
ari og skýrari svör frá Sigmundi
Davíð Gunnlaugssyni forsætisráð
herra vegna umdeildra styrkja sem
hann veitti nýverið. Hún hefur lagt
fram nýja fyrirspurn á þingi eftir að
hafa áður fengið svar frá Sigmundi
Davíð vegna
styrkjanna.
„Ráðherra
svaraði þeirri
fyrirspurn ekki
fyllilega í öll
um atriðum. Á
það sérstak
lega við um 3.
og 4. tölul. þar
sem spurt var
um verklagsreglur ráðuneytisins,
hvort styrkir hefðu í öllum tilfellum
byggst á skriflegum umsóknum og
hvernig ráðuneytið tryggði að jafn
ræðis væri gætt,“ segir Brynhildur
í greinargerð með fyrirspurninni.
Hún vill vita hvort skriflegar verk
lagsreglur hafi verið í gildi í ráðu
neytinu þegar styrkjum til menn
ingarminja var úthlutað. Þá vill
hún líka vita hvort að styrkirnir hafi
verið auglýstir og þá hvar auk þess
hvernig jafnræðisreglur voru virtar.
Í fyrra svari Sigmundar kom í ljós
að meirihluti styrkjanna hafi farið
í hans eigið kjördæmi. Brynhildur
vill líka skýrari svör um hvaða
gögn og umsóknir forsætisráð
herra studdist við. „Byggðust styrk
veitingar í einhverjum tilfellum á
gömlum umsóknum? Var styrkur
í einhverjum tilfellum veittur á
grundvelli gagna sem ráðuneytið
óskaði eftir að eigin frumkvæði þar
sem umsókn lá ekki fyrir?“ spyr
hún.
Brynhildur Pétursd.