Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2014, Side 8
8 Fréttir Helgarblað 14.–17. mars 2014
Óljós staða Ekki fást
svör varðandi það
hvort Hanna Birna
Kristjánsdóttir
og aðstoðar-
menn hennar,
þau Þórey
Vilhjálmsdóttir
og Gísli Freyr
Valdórsson, séu
með réttarstöðu
grunaðs.
R
annsókn lögreglunnar á
höfuð borgarsvæðinu og
embætti sérstaks saksóknara
á leka minnisblaðs innan-
ríkisráðuneytisins í fjölmiðla
í nóvember á síðasta ári er í fullum
gangi. Ríkissaksóknari vísaði málinu
til lögreglurannsóknar þann 7. febrú-
ar síðastliðinn. Stefán Eiríksson, lög-
reglustjóri á höfuðborgarsvæðinu,
veitir engar upplýsingar um gang
rannsóknarinnar en greint hefur ver-
ið frá því að ráðuneytisstarfsmenn
séu á meðal þeirra sem kallaðir hafa
verið í skýrslutöku.
Heimildarmaður DV innan lög-
reglunnar segir lögreglumenn hafa
búist því í upphafi að rannsóknin
tæki stuttan tíma. Þó gæti vel farið
svo að hún dragist á langinn, sérstak-
lega þegar litið er til tæknilegrar hlið-
ar rannsóknarinnar. Sérstakur sak-
sóknari kemur að þeirri hlið en það
getur tekið töluverðan tíma að fara yfir
ráðuneytispóst og önnur tölvugögn
málsins. Eins og DV hefur greint frá
höfðu einungis örfáir aðgang að skjal-
inu þegar því var lekið til fjölmiðla:
starfsmennirnir sem útbjuggu það
hjá skrifstofu réttarfars og stjórnsýslu,
Hanna Birna Kristjáns dóttir innan-
ríkisráðherra og aðstoðarmenn ráð-
herra, þau Gísli Freyr Valdórsson og
Þórey Vilhjálmsdóttir.
Heimildir DV herma að rann-
sóknaraðilum sé þetta ljóst en engar
upplýsingar fást um það hjá lögreglu
eða ríkissaksóknara hver sé kom-
in með réttarstöðu grunaðs. Ljóst er
að ef rannsókninni lýkur með ákæru
getur sá seki átt yfir höfði sér allt að
þriggja ára fangelsi, en rík þagnar-
skylduákvæði gilda um starfsmenn
innanríkisráðuneytisins, emb-
ættismenn, aðstoðarmenn
ráðherra og ráðherra sjálf-
an, þegar kemur að með-
höndlun persónuupp-
lýsinga. Málið gæti haft
afdrifaríkar afleiðingar
fyrir varaformann
Sjálfstæðis flokksins,
Hönnu Birnu Krist-
jánsdóttur.
Þagnarskyldu
ákvæði brotin
Áður hef-
ur verið greint
frá því að Þórey
Vilhjálmsdóttir
átti símtöl við
fréttamenn 365 og Mbl.is um málefni
hælis leitendanna Tonys Omos og Ev-
elyn Glory Joseph þann 19. nóvem-
ber, eða sama dag og fjölmiðlar fengu
minnisblaðið í hendur. Þrátt fyrir
ítrekaðar fyrirspurnir hafa engin svör
fengist frá henni varðandi aðkomu
hennar að málinu. Þórey hefur hins
vegar neitað því að hafa sent minnis-
blaðið til fjölmiðla.
Í 136. grein almennra hegn-
ingarlaga segir að opinber starfsmað-
ur, sem segi frá nokkru, er leynt á að
fara og hann hefur fengið vitneskju
um í starfi sínu eða varðar embætti
hans eða sýslan, skuli sæta fangelsi
allt að einu ári. „Hafi hann gert það
til þess að afla sér eða öðrum órétt-
mæts ávinnings, eða noti hann slíka
vitneskju í því skyni, má beita fangelsi
allt að 3 árum.“
Í minnisblaðinu sem lekið var á
fjölmiðla voru persónuupplýsingar
um fjóra nafngreinda einstaklinga.
Í 18. grein laga um réttindi og
skyldur starfsmanna rík-
isins segir að hverjum
starfsmanni sé skylt
að gæta þagmælsku
um atriði er hann
fær vitneskju
um í starfi sínu og leynt skulu fara
samkvæmt lögum, fyrirmælum yfir-
manna eða eðli málsins. Mörg fleiri
þagnarskylduákvæði eru í lögum.
Fór með rangt mál
Minnisblað innanríkisráðuneytisins
um hælisleitandann Tony Omos er
til á málaskrá ráðuneytisins og var út-
búið að beiðni Hönnu Birnu og að-
stoðarmanna hennar þann 19. nóv-
ember. Skjalið var afhent fjölmiðlum
sama dag, en ekki skráð á málaskrá
fyrr en nokkru síðar samkvæmt heim-
ildum DV innan úr ráðuneytinu.
Skjalið sem fór á fjölmiðla innihélt
ásakanir sem sagðar voru komnar
úr úrskurði innanríkisráðuneytisins
í málinu. Það reyndist ekki rétt og er
ásakanirnar hvergi að finna í öðrum
gögnum málsins.
Gísli Freyr Valdórsson sagði í sam-
tali við blaðamann DV þann 20. nóv-
ember að minnisblaðið væri ekki til
á málaskrá. Þessi fullyrðing hans er
samhljóða heimildum DV innan úr
ráðuneytinu sem herma að skjalið
hafi ekki verið skráð formlega fyrr en
nokkrum dögum síðar. Sú staðreynd
að minnisblaðið er til inni á málaskrá
gengur hins vegar í berhögg við fyrri
yfirlýsingar Hönnu Birnu sem sagði
til dæmis á Alþingi þann 27. janúar
síðastliðinn að „… minnisblaðið sem
hefur verið í gangi á ýmsum fjölmiðl-
um og hér og þar er ekki sambærilegt
við nein gögn í ráðuneytinu.“
Óánægja með ráðherra
Eftir því sem DV kemst
næst var minnisblað-
ið útbúið á skrif-
stofu réttarfars
og stjórnsýslu.
Heimildar-
menn DV innan ráðuneytisins stað-
festa að starfsmenn af þeirri skrifstofu
hafi krafist þess að gerð yrði óháð og
ítarleg rannsókn á lekanum um leið
og fréttir Mbl.is og Fréttablaðsins birt-
ust þann 20. nóvember. Hins vegar
hafi Hanna Birna, og aðstoðarmenn
hennar, ekki orðið við þeirri kröfu. Af
samtölum við starfsfólk ráðuneytisins
að dæma gætir talsverðrar reiði í garð
ráðherra og aðstoðarmanna.
„Sú krafa kom upp sama dag og
fréttir Mbl.is og Fréttablaðsins birtust,
en ráðherrann og aðstoðarmennirn-
ir lögðust gegn því,“ sagði starfsmað-
ur sem DV ræddi við í síðasta mánuði.
Allt frá upphafi málsins hefur mikil
þögn hvílt yfir því hvort minnis-
blaðið hafi yfirleitt verið til inni hjá
innanríkis ráðuneytinu. Þannig var
beiðni lögmanna um að fá aðgang að
skjalinu hafnað strax í upphafi og ekk-
ert staðfest um tilvist skjalsins. Þá hef-
ur ítrekuðum spurningum lögmanna,
blaðamanna og nú síðast þing-
mannanna Marðar Árnasonar og Val-
gerðar Bjarnadóttur varðandi minnis-
blaðið ekki verið svarað.
Hanna Birna hefur ítrekað ýjað
að því að aðrar stofnanir gætu hafa
haft sömu upplýsingar undir hönd-
um en slíkar fullyrðingar stand-
ast ekki skoðun. Tilhæfulaust var að
bendla Rauða krossinn, lögregluna
og Útlendingastofnun við lekann líkt
og ráðherra gerði margsinnis. Ljóst
er að minnisblaðið var útbúið í inn-
anríkisráðuneytinu og einungis örfá-
ir einstaklingar höfðu aðgang að því
þegar því var lekið á fjölmiðla, þar
á meðal ráðherra og aðstoðarmenn
hans. Ráðuneytið svarar engum fyrir-
spurnum DV um lekamálið. n
Jón Bjarki Magnússon
jonbjarki@dv.is „Hafi hann gert það
til þess að afla sér
eða öðrum óréttmæts
ávinnings, eða noti hann
slíka vitneskju í því skyni,
má beita fangelsi allt að
3 árum.
n Allt að þriggja ára fangelsi n Óljóst hverjir hafa réttarstöðu grunaðs
Hörð refsing
Aðskilin
Minnisblaðið innihélt
persónuupplýsingar
um Evelyn Glory
Joseph og Tony
Omos en þau eru nú
aðskilin.
Barði konu
með flösku
Laust fyrir klukkan tvö aðfaranótt
fimmtudags barst lögreglunni á
höfuðborgarsvæðinu tilkynning
um líkamsárás í Vesturbænum.
Þar hafði maður veist að konu
og lamið hana með flösku í and-
litið. Var konan flutt til skoðunar
og aðhlynningar slysavarðstofu
en lögreglan hafði ekki hendur
í hári árásarmannsins. Um hálf-
tíma síðar barst lögreglunni síðan
tilkynning um aðra líkamsárás í
Vesturbænum en þar hafði karl-
maður veist að öðrum karlmanni
og ógnað honum með eggvopni.
Samkvæmt upplýsingum frá lög-
reglu var erlendur karlmaður
handtekinn á vettvangi, fluttur á
lögreglustöðina við Hverfisgötu og
vistaður í fangageymslu. Er hann
grunaður um báðar líkamsárás-
irnar sem hér hefur verið sagt frá.
Lögreglan óskar
upplýsinga um
dýraníðing
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
óskar eftir upplýsingum um
mannaferðir og bílaumferð í
grennd við Kirkjuland og Árvelli
á Kjalarnesi á laugardagskvöld
og aðfaranótt sunnudags, vegna
rannsóknar á dýraníði sem
framið var á svæðinu á laugar-
dag. Líkt og DV greindi frá á
mánudag var skorið með beittu
eggvopni í kynfæri hryssu á Kjal-
arnesi um helgina. Skurðurinn
var fimm sentímetra langur og
eins sentímetra djúpur. Lög-
reglan tekur málið alvarlega og
er rannsókn í fullum gangi. Hafi
einhver upplýsingar um málið er
viðkomandi beðinn um að hafa
samband við lögreglu í síma 444-
1000, í tölvupósti á sigurdur.pet-
ursson@lrh.is eða í skilaboðum
á Facebook-síðu lögreglunnar á
höfuðborgarsvæðinu.
Neikvæð um
23 milljarða
Tekjuafkoma hins opinbera
reyndist neikvæð um 23 milljarða
króna á fjórða ársfjórðungi 2013,
eða sem nemur fimm prósentum
af áætlaðri landsframleiðslu árs-
fjórðungsins og 11,5 prósentum
af tekjum hins opinbera. Þetta
kemur fram í tölum sem Hagstofa
Íslands birti í vikunni. Þar kemur
fram að þetta megi bera saman
við um 36 milljarða neikvæða af-
komu á sama tíma árið 2012. Þá
er þess getið að til að finna hag-
stæðari afkomu á þessum árs-
fjórðungi þurfi að fara aftur til
ársins 2008.