Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2014, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2014, Síða 16
Helgarblað 14.–17. mars 201416 Fréttir Þau vildu ekki slíta viðræðum Tveir þingmenn Framsóknar vildu halda sömu stefnu og síðasta stjórn S jö núverandi þingmenn Framsóknarflokksins vildu ekki slíta aðildarviðræðum við Evrópusambandið fyrir síðustu kosningar. Þetta kom fram í svörum þeirra í Kosn­ ingaprófi DV sem lagt var fyrir fram­ bjóðendur í efstu sætum allra flokka sem buðu fram. Níu núverandi þingmenn flokksins svöruðu próf­ inu og voru aðeins tveir sem sögð­ ust vilja hætta aðildarviðræðunum. Tveir sögðu að Ísland ætti að halda áfram aðildarviðræðum og taka af­ stöðu til þess samnings sem býðst en fimm sögðu hvorugan þennan svarmöguleika lýsa afstöðu sinni í málinu. Þrír þeirra sem töldu hvor­ ugan svarmöguleikann eiga við sögðu í athugasemdum við spurn­ inguna að þjóðin ætti að kjósa um næstu skref. Þeir núverandi þingmenn Sjálf­ stæðisflokksins sem svöruðu spurn­ ingunum á prófinu voru hins vegar öllu skýrari í andstöðu sinni við áframhald viðræðna. Fimm af fram­ bjóðendum flokksins sem svör­ uðu prófinu náðu kjöri á Alþingi og sögðu þeir allir að Ísland ætti að slíta aðildarviðræðunum. Tveir þeirra sögðu hins vegar í athugasemdum við spurninguna að þjóðin ætti að kjósa um áframhald viðræðna. Lagði sjálf til spurningu Einn þeirra þingmanna sem svar­ aði spurningunni í Kosningaprófi DV var Vigdís Hauksdóttir. Svar Vigdísar, sem er formaður Heims­ sýnar, er sérstaklega athyglis­ vert en hún sagði hvorugan val­ kostinn lýsa afstöðu sinni. Hún setti aftur á móti fram mjög skýra athugasemd við spurninguna þar sem hún lagði fram hvaða spurn­ ingu ætti að spyrja í þjóðaratkvæða­ greiðslu um framhald viðræðnanna. „Leggja á umsóknina til hliðar og hefja ekki viðræður fyrr en að aflok­ inni þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem spurt verður: vilt þú hefja viðræður við Evrópusambandið með hugsan­ lega inngöngu í hug,“ skrifaði hún. Eygló Harðardóttir, félags­ og húsnæðismálaráðherra, sagði að málið ætti að fara í þjóðaratkvæða­ greiðslu. „Kjósa þarf um fram­ hald aðildarviðræðnanna við ESB,“ sagði hún í athugasemd við spurn­ inguna á prófinu. Framsóknar­ mennirnir Willum Þór Þórsson og Þorsteinn Sæmundsson sögðu hins vegar í prófinu að halda ætti sömu stefnu og mörkuð var á síðasta kjör­ tímabili; leggja ætti fullkláraðan samning í hendur þjóðarinnar í at­ kvæðagreiðslu. Allir framsóknarmenn samþykktu Eins og flestir vita lagði ríkisstjórnin til í lok febrúarmánaðar að aðildar­ viðræðum við Evrópusambandið yrði slitið án þjóðaratkvæðagreiðslu. Síðan þá hafa verið rifjuð upp ansi mörg ummæli sjálfstæðismanna frá því fyrir kosningar þar sem þeir voru afdráttarlausir varðandi mál­ ið og lofuðu þjóðaratkvæðagreiðslu. Minna hefur farið fyrir ummæl­ Svona var spurningin á Kosningaprófi DV Hver eftirtalinna valmöguleika lýsir afstöðu þinni til aðildarviðræðna við Evrópusambandið best? n Ísland á að halda áfram aðildarviðræðum og taka afstöðu til þess samnings sem býðst n Ísland á að hætta aðildarviðræðum n Hvorugt lýsir afstöðu minni n Veit ekki Eygló Harðardóttir Framsókn n Hvorugt lýsir afstöðu minni. n „Kjósa þarf um framhald aðildarviðræðnanna við ESB.“ Aðalsteinn Kjartansson adalsteinn@dv.is Karl Garðarsson Framsókn n Hvorugt lýsir afstöðu minni. Líneik Anna Sævarsdóttir Framsókn n Hvorugt lýsir afstöðu minni. Silja Dögg Gunnarsdóttir Framsókn n Hvorugt lýsir afstöðu minni n „Ég hefði kosið að fólk gæti kosið um það hvort halda eigi aðildarviðræðum áfram samhliða alþingiskosningum 27.apríl nk.“ Willum Þór Þórsson Framsókn n Ísland á að halda áfram aðildarviðræðum og taka afstöðu til þess samnings sem býðst. Þorsteinn Sæmundsson Framsókn n Ísland á að halda áfram aðildarviðræðum og taka afstöðu til þess samnings sem býðst. Elsa Lára Arnardóttir Framsókn n Ísland á að hætta aðildarviðræðum Vigdís Hauksdóttir Framsókn n Hvorugt lýsir afstöðu minni n „Leggja á umsóknina til hliðar og hefja ekki viðræður fyrr en að aflokinni þjóðarat- kvæðagreiðslu þar sem spurt verður: vilt þú hefja viðræður við Evrópusambandið með hugsanlega inngöngu í huga.“ Elín Hirst Sjálfstæðisflokkur n Ísland á að hætta aðildarviðræðum. Hanna Birna Kristjánsdóttir Sjálfstæðisflokkur n Ísland á að hætta aðildarviðræðum. Pétur H. Blöndal Sjálfstæðisflokkur n Ísland á að hætta aðildarviðræðum. n „Maður sækir ekki um aðild að ríkja- bandalagi nema vilja ganga inn.“ Frosti Sigurjónsson Framsókn n Ísland á að hætta aðildarviðræðum. n „Á meðan viðhorfskannanir sýna að 70% þjóðarinnar vilja ekki ganga í ESB, þá væri takmörkuðum fjármunum og tíma stjórn- kerfisins betur varið í að leysa brýn verkefni sem sátt er um.“ Valgerður Gunnarsdóttir Sjálfstæðisflokkur n Ísland á að hætta aðildarviðræðum. n „Þjóðin á að fá tækifæri sem fyrst til að taka afstöðu um hvort halda eigi áfram viðræðum.“ Vilhjálmur Árnason Sjálfstæðisflokkur n Ísland á að hætta aðildarviðræðum. n „Þjóðin á að fá að kjósa um hvort viðræð- urnar verði teknar upp aftur.“ um framsóknarmanna en þau sem birtust í athugasemdum við Kosn­ ingapróf DV eru nokkuð skýr; þjóð­ in átti að fá að hafa lokaorðið um framhald aðildarviðræðnanna. Það var í samræmi við ályktun flokks­ þings Framsóknarflokksins frá því í febrúar árið 2013 en þar töluðu flokksmenn um að stöðva viðræð­ urnar en ekki slíta þeim. Þrátt fyrir þetta samþykktu allir þingmenn Framsóknarflokksins að styðja tillögu Gunnars Braga Sveins­ sonar utanríkisráðherra um slit á viðræðum þegar hún var lögð fyrir þingflokkinn. Einhverjar umræður áttu sér stað innan þingflokksins þar sem því var meðal annars velt upp hvort hægt væri að setja viðræðurn­ ar á ís í staðinn en á endanum sam­ þykktu allir að styðja tillöguna. n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.