Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2014, Síða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2014, Síða 19
Fréttir 19Helgarblað 14.–17. mars 2014 S alur 101 í Héraðsdómi Reykjavíkur var þéttsetinn á fimmtudag þegar aðalmeð- ferð í svokölluðu „shaken- baby“-máli fór fram. Þar hef- ur verið ákærður Scott James Carcary, faðir fimm mánaða telpu sem lést þann 17. mars 2013. Hann er ákærð- ur fyrir stórfellda líkamsárás með því að hafa hrist dóttur sína svo harkalega að hún hlaut blæðingar og þrýsting í heila sem leiddu hana til dauða. Fyrir dóminn komu vitni, bæði for- eldrar telpunnar og sérfræðingar auk annarra sem tengjast málinu. Þing- haldið var lokað er móðir barnsins bar vitni, en aðrir hlutar þinghaldsins voru opnir almenningi og var ljóst að mikill áhugi er á málinu. Voru ein Fyrir dómi kom fram að daginn örlagaríka, þann 17. mars í fyrra, hafi móðir barnsins farið til vinnu rétt fyrir klukkan sex um kvöldið. Hér á eftir kemur fram atvikalýsing eins og hún birtist í skýrslutöku vitna fyrir hér- aðsdómi. Þar kom fram að fyrr þenn- an sama dag höfðu þau fjölskyldan rætt við móður Scotts í Skype-sam- tali. Fyrir dómi sagði móðir Scotts að þau hefðu virst venjuleg, telpan hefði verið kát og glöð. Undir lok samtalsins hefði litla telpan byrjað að gráta. En þá fór móðir hennar niður með barnið á neðri hæð íbúðarinnar og gaf henni brjóst og svæfði hana. Stuttu áður höfðu þau tekið myndir af telpunni, þar sem hún var kát og glöð. Scott var á efri hæð íbúðarinnar á meðan barnsmóðir hans hafði sig til. Hann var í tölvunni. Þegar móðirin fór til vinnu fór hann niður til barns- ins sem vaknaði fljótlega. Telpan var óvær og grét og segist Scott hafa þess vegna farið með hana í göngutúr í 10– 15 mínútur, en oftast tókst honum að róa barnið með því að ganga með það. Stuttu áður en þau fóru út að ganga hringdi móðir barnsins og heyrði í því. Barnið grét í göngutúrnum og grét enn þegar þau komu heim. Reyndi að hugga hana „Ég snéri aftur heim og reyndi að hugga hana og róa. Ég tók eftir því að hún var hætt að gráta eins hátt og hún hafði gert og hún var hreyfingarlítil. Ég veit ekki hversu lengi hún hafði verið þannig, hreyfingarlítil, því hún lá á öxl minni. Ég tók eftir því að hljóðin sem komu frá henni voru óvenjuleg, ég reyndi að ná til hennar en hún brást ekki við. Ég reyndi að ná sambandi við hana en það gekk ekki. Þegar ég varð þessa var þá fór ég til nágranna og bað þá að hringja eftir aðstoð,“ sagði Scott fyrir dómnum á föstudag. Ekkert hefur komið fram hvenær nákvæm- lega barnið hlaut áverkana og faðir þess neitar staðfastlega sök. Berfættur og hræddur Nágrannar greindu frá því að Scott hefði komið yfir til þeirra, berfættur og augljóslega í miklu uppnámi, hrædd- ur og vissi ekki hvað var að barninu. „Ég kom fram og þar var Scott með hana í fanginu. Hann var í uppnámi og sagði „What's wrong with her“,“ sagði nágrannakonan um það sem gerðist þegar feðginin komu yfir í íbúðina. Kallað var eftir aðstoð lækna sem komu og sóttu feðginin. Mjög slösuð Á sjúkrahúsinu var ljóst að barnið var illa statt og lífshættulega slasað. Hún fór fyrst á Barnaspítala Hringsins en var síðar flutt á Landspítalann í Foss- vogi til að fara í bráðaaðgerð. Þar tóku við henni svæfingalæknir og heila- og taugasérfræðingur. Barnið var með- vitundarlaust þegar það kom þangað. Fyrir aðgerðina var ljóst að mikill þrýstingur var á höfði barnsins og miklar blæðingar, en það sást á sneið- myndum. Við aðgerðina kom í ljós að þessi mikli þrýstingur var af völd- um mikilla blæðinga og að bláæða- tengingar höfðu farið í sundur. „Þetta voru miklar blæðingar fyrir þennan litla kropp,“ sagði Ingvar Hákon Ólafs- son, heila- og taugasérfræðingur og bætti við: „Ef það sem gerðist hefur rofið þær allar (bláæðatengingarnar) í einu hefur það verið mikið högg og mikill þrýstingur.“ Við krufningu komu í ljós, það sem virtust vera, eldri blæðingar á heila barnsins. Raunar er erfitt að segja til um hvenær þær blæðingar áttu sér stað, þær gætu jafnvel verið nýjar. Að auki var barnið með gömul beinbrot, brotinn sköflung og brotið rifbein vinstra megin. Þessir áverkar eru að mestu óútskýrðir. Mínútur Bæði heila- og taugasérfræðingnum og réttarmeinafræðingi bar saman um að barn sem hefði hlotið slíka áverka hefði mjög fljótlega sýnt af sér einkennilega hegðun, orðið slappt og jafnvel meðvitundarlaust. Meira að segja ófaglært fólk hefði gæti séð að ekki væri í lagi með barnið. „Miðað við útlit blæðingarinnar þá get ég ekki með nokkru móti séð ann- að en að sú blæðing og hennar líðan hafi versnað mjög fljótt eftir það sem gerðist, og þá er ég að tala um ein- hverjar mínútur,“ sagði Ingvar. Hann sagði að í aðgerðinni hefði orðið ljóst að: „Það sem hafði gerst var henni ofviða.“ Réttarmeinafræðingurinn Regina Preuss tók í sama streng. „Allir þeir áverkar sem hér hefur verið lýst passa við að barnið hafi ver- ið hrist. Áverkarnir passa við dæmi- gerðan ungbarnahristing,“ sagði hún. Er hægt að hrista barn óvart, eða af gáleysi? spurði Sigríður Friðjónsdótt- ir saksóknari, réttarmeinafræðinginn. „Nei, það er útilokað. Hér er um að ræða svo massífa áverka að það er ekki neinn möguleiki að þeir hafi get- að orðið til í gáleysi, leik eða minni- háttar pústra, hvað þá slysi í dags- ins önn. Það þarf miklu ákveðnari og kraftmeiri áverka til að þetta geti átt sér stað,“ sagði Regina. Harmi sleginn Foreldrum stúlkunnar var tjáð í hvað stefndi og sama kvöld lést telpan. Fað- ir hennar greindi frá því að honum hefði reynst erfitt að skilja hvað var að gerast þar sem upplýsingarnar voru allar á ensku. „Ég var harmi sleginn,“ sagði hann. Læknar sögðu að hann hefði verið þögull en augljóslega sleginn. Neitar sök Scott neitar því að bera ábyrgð á dauða dóttur sinnar og segist ekki geta ímyndað sér hver geri það. „Ég vil ekki segja hver gerði það og get ekki tjáð mig um hver kann að hafa gert þetta. Ég get ekki bent fingri á neinn sem gæti hafa gert eitthvað án þess að hafa verið sjálfur viðstaddur,“ sagði Scott. Um áverka dóttur sinnar hafði hann þetta að segja: „Ég er ekki læknir svo ég get ekki getið mér til um það. Það er greinilegt að barnið hafði hlot- ið áverka, en ég gat ekki sagt til um hvort þeir væru nýir eða eldri. En það er greinilegt að hún varð fyrir áverkum á heila. Áverkar á [nafn barns] bera vott um að það hafi verið haldið fast um það og það hrist.“ Erfitt samband Í skýrslutökunni greindi hann frá því að samband og barnsmóður hans hefði verið erfitt og stirt. Hann sagði hana hafa verið þunglynda. „Hún var döpur varðandi vissa hluti en ég þekki ekki svo vel til þunglyndis að treysta mér til að tjá mig um það,“ sagði Scott. Hann sagðist hafa rætt við barnsmóð- ur sína, tvisvar sinnum, um alvarleika þess að hrista kornabörn. Það hefði verið að hennar frumkvæði. „Hún hafði sagt mér frá því að hún væri þunglynd og að hún hefði stundum fundið þörf til þess að hrista barnið,“ sagði hann. Vinkona barnsmóður hans bar einnig vitni og greindi frá því að sér væri kunnugt um þessi samtöl móðurinnar og Scotts. Hún taldi hins vegar að móðir barnsins hefði verið að gera Scott ljóst að það væri alvar- legt mál að hrista börn og þrátt fyrir að löngun kæmi upp mætti ekki gera slíkt. Hrædd Vinkonan sagði einnig að brestir hefðu verið í sambandi Scotts og barnsmóð- ur hans. Parið hafði búið heima hjá téðri vinkonu um hríð áður en barnið fæddist. Hún sagði að eftir fæðingu barnsins hefði hann sinnt barninu lítið en spilað tölvuleiki mjög mikið. Þá hefði litla telpan verið hrædd við föður sinn og grátið mikið þegar hún sá hann. „Barnið virtist vera hrætt við hann. Hún fór að gráta þegar hún sá hann,“ sagði vinkonan og sagðist hafa orðið vitni að því sjálf. Barninu var illa við að vera hjá öðrum en móður sinni, sem gat reynst henni erfitt um vik. Vinkonan kann- aðist að auki við það að móðir barns- ins væri skapstór, en sagði hana ekki vera ofbeldisfulla. Átakafælinn Geðlæknir, Sigurður Hrafn Pálsson, sem hitti Scott nokkrum sinnum sagði hann vera afar átakafælinn. Hann sagði andlát barnsins hafa verið mikið áfall fyrir Scott. Hann kvað enga alvar- lega geðsjúkdóma vera undirliggjandi hjá Scott en sagði hann kvíðinn. Scott hefur verið hér á landi, atvinnulaus og í farbanni og gæsluvarðhaldi frá því í fyrravor. Hann kvað ekkert vera til staðar sem benti til þess að hann væri ofbeldismaður og að hann virtist vera einstaklingur sem byrgir inni hluti og þá gætu varnir hans brostið. Hann taldi skýringar á saknæmi ekki vera að finna í geðrannsókn nema Scott hefði byrgt allt inni. Móðir Scotts greindi frá því fyrir dómi, með aðstoð túlks, að samskipti hennar og Scotts hefðu ver- ið góð og að hún teldi hann ekki eiga við andlega erfiðleika að stríða. Hún hafði miklar áhyggjur af framhaldi málsins. Aðalmeðferðin heldur áfram í dag, föstudag. n „Of miklar blæðingar fyrir þennan litla kropp“ n „Shaken baby“-mál fyrir dóm n Faðir neitar sök n „Ég var harmi sleginn“ Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is Yfirvegaður Scott var yfirvegaður í réttarsalnum, talaði rólega og varlega um málið. MYNd SigtRYgguR ARi „Áverkarnir passa við dæmigerðan ungbarnahristing. „Ég reyndi að ná sambandi við hana en það gekk ekki Einkenni „Shaken baby- syndrome“ Í „shaken baby“-málum ber barn sjaldn- ast útvortis áverka en þeir koma þess í stað fram á heila og í taugakerfi sem blæðingar í heila, eða sem heilabjúgur og blæðingar í lithimnu augans. Líkt og DV hefur áður greint frá geta komið fram einkenni eins og slappleiki eða pirr- ingur, uppköst og jafnvel meðvitundar- leysi. Á vefnum doktor.is er greint frá því hvernig slíkir áverkar geta komið fram. „Þegar barnið er tekið upp á útlimum eða haldið um brjóstkassa og það hrist svo kröftuglega að höfuð þess skellur fram og aftur til skiptis hvað eftir annað, skellur heilinn innan á veggi höfuðkúp- unnar, æðar og himnur rofna og bjúgur og bólga myndast í heilanum,“ segir þar. „Þegar um er að ræða ungbarnahristing þá er það ævinlega svo að það er auð- þekkjanlegt, líka hjá fólki sem er ekki heilbrigðisstarfsfólk, að það er ekki í lagi hjá barninu,“ sagði réttarmeinafræðing- ur fyrir dómi á föstudag. Vert er að geta þess að undanfarin ár hafa verið margar rannsóknir gerðar á ungbarnahristingi og er slíkt ekki óumdeilt eins og DV hefur áður greint frá.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.