Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2014, Page 21
Helgarblað 14.–17. mars 2014 Skrýtið 21
n 2.900 þorp standa tóm n Sum fást gefins gegn ákveðnum skilyrðum
Þetta vissir þú
ekki um Rússland
n Sautján ótrúlegar staðreyndir um land Pútíns n Seldu Alaska árið 1868
Helmingur auðgaðs úrans
Rússar eiga 695 tonn af auðguðu úrani, meira en nokkurt annað ríki. Raunar eiga þeir helm-
ing alls auðgaðs úrans í heiminum. Bandaríkjamenn eru næstir og eiga 604 tonn. Heimild:
International Panel on Fissile Materials Mynd ReuteRs
Miklar olíulindir
Í Rússlandi eru gríðarmiklar olíuauðlindir.
Áætlað er að þar sé olía sem fylla myndi
87 milljarða olíutunna. Rússar nota 3,2
milljónir tunna á dag svo auðlindirnar
sem eru notaðar eru taldar duga í 75
ár í viðbót – haldist notkunin óbreytt.
Heimild: British Petroleum
Þúsund milljarða vegspotti
Vegurinn á milli Adler og Krasnaya Polyana, sem byggður var í aðdraganda Ólympíuleikanna,
var dýrasta mannvirkið sem reist var fyrir leikana. Vegurinn, 48 kílómetrar að lengd, kostaði
966 milljarða króna. Ódýrara hefði verið að þekja svæðið sem vegurinn tók með gæsalifur
(kílóið á tæplega 9.900 krónur). Ekki spyrja hvers vegna. Heimild: Esquire Mynd ReuteRs
Á stærð við Plútó
Yfirborðsflatarmál Rússlands er ámóta og
yfirborðsflatarmál plánetunnar Plútó. Rúss-
land er 17 milljónir ferkílómetrar á stærð.
Heimild: Universe Today
Rússum fækkar
Rússar voru 141,9 milljónir árið 2010. Gert er
ráð fyrir að þeim muni fækka niður í 126,6
milljónir fyrir árið 2050. Þeim hefur fækkað
um 6,6 milljónir síðan 1983 – eða um fleiri en
sem nemur öllum íbúum Danmerkur. Heim-
ild: Bloomberg Businessweek Mynd ReuteRs
13,2 milljarðar
sundlauga
Jarðgas sem fyrirfinnst í rússneskri jörðu
myndi að rúmmáli fylla 13,2 milljarða af
ólympíusundlaugum. Aðeins Íran á meira
gas. Heimild: British Petroleum Mynd ReuteRs
Flykkjast í lestir
Níu milljónir Rússa nota neðanjarðarlestina í Moskvu dag
hvern. Það er meira en í London og New York samanlagt. Park
Pobedy-stöðin er heilum 85 metrum undir yfirborði jarðar.
Fjölmennasta stöðin er hins vegar Vykhino. Heimild: Reuters
Þamba te
Rússar eru miklir tedrykkjumenn. Árlega
drekkur hver Rússi að jafnaði te úr einu og
hálfu kílói. Það er þrefalt meira en Banda-
ríkjamenn gera, svo dæmi sé tekið. Heimild:
Euromonitor Mynd ReuteRs
Ógnarstórt vatn
Baikal-vatnið í Rússlandi er gríðarstórt og
djúpt. Vatnið geymir hvorki meira né minna
en fimmtung alls ferskvatns jarðarinnar.
Heimild: Chicago Tribune. Mynd ReuteRs
Blaðamenn drepnir
Fimmtíu og sex blaðamenn hafa verið
drepnir í Rússlandi frá árinu 1992 þar sem
fyrir liggur hvað bjó að baki. Grunur leikur
á um að 24 til viðbótar hafi verið myrtir.
Rússland er fimmta hættulegasta land í
heimi fyrir blaðamenn. Mynd ReuteRs
Seldu Alaska
Rússland seldi Bandaríkjamönnum
Alaska fyrir rúmlega 800 milljónir króna
1868. Landið er 2.428 ferkílómetrar að
stærð. Bandaríkjamenn borguðu 329
þúsund krónur fyrir hvern ferkílómetra.
Auðmenn
Rússlands
20 ríkustu Rússarnir eiga
svo mikla peninga að samanlagðar eignir
þeirra nema hærri upphæð en verg þjóðar-
framleiðsla Pakistan. Rússarnir 20 eiga 25
þúsund milljarða. Heimild: Bloomberg
Hættulegt
stöðuvatn
Geislun við strendur vatnsins Karachay
er slík að ólíklegt er að óvarin manneskja
myndi lifa það af að standa þar. Techa-áin,
sem sér nálægum þorpum fyrir vatni var svo
menguð að þar glímdu 65 prósent íbúa þjást
af veikindum af völdum geislavirkni. Læknar
töluðu um „special disease“ fram til ársins
1990, því ekki mátti nefna að um geislun á
vatnasvæðinu væri að ræða. Heimild: Grist
Drekka stíft
Rússar drekka að jafnaði 6,3 einingar
af áfengi vikulega, samanborið við 3,3
einingar hjá Bandaríkjamönnum. Suður-
Kóreumenn eru manna blautastir. Þeir
drekka 13,7 einingar af áfengi vikulega.
Sjálfsvíg algeng
9,7 Rússar á hverja 100 þúsund fyrirfara sér
árlega. Hlutfallið er 4,7 í Bandaríkjunum.
Í fyrra frömdu 13.826 Rússar sjálfsvíg.
Heimild: UNODC
Níu tímabelti
Rússland nær svo langt frá austri til
vesturs (og reyndar öfugt) að þar eru
níu tímabelti. Þau voru reyndar 11 þar til
árið 2010, þegar þeim var fækkað. Það
var meðal annars gert til að einfalda
tímaáætlanir í samgöngum. Heimild:
The Economist
Lagnir á lagnir ofan
Leiðslukerfið í Rússlandi er svo umfangsmikið
að það gæti náð sex sinnum hringinn í kringum
hnöttinn. Í þeim er flutt eldsneyti, gas og vatn.
Leiðslurnar eru 259.913 kílómetrar að lengd.
Ummál jarðarinnar er um 40 þúsund kílómetr-
ar. Heimild: The World Fact Book Mynd ReuteRs