Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2014, Side 25

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2014, Side 25
Umræða 25Helgarblað 14.–17. mars 2014 Spurningin Er rasismi vanda- mál á Íslandi? Þau voru náttúrlega öll hágrátandi þarna Þetta eru einhverjar sögusagnir Þetta var afskaplega ljúfur sigur Sigríður Jóhannesdóttir ræðir um rússneska konu sem var vísað úr landi. – DV.is Dóra María Lárusdóttir um sigur íslenska landsliðsins í leik gegn Svíþjóð á Algarve Cup. – Vísir Endurtekin svikráð Í sland og Úkraína eru nú bæði löndin í uppnámi af áþekkum ástæðum. Forseti Úkraínu hætti við að undirrita viðskiptasamn­ ing við ESB, sem hann hafði þegar sett stafina sína undir. Hann kallaði þannig yfir sig hörð viðbrögð lýð­ ræðissinna, sem hröktu hann frá völdum innan ramma þingræðisins. Forsetinn flúði til Rússlands. Þessi hörðu viðbrögð helguðust af því, að forsetinn gekk á bak orða sinna, en það var ekki eina ástæðan. Fólkið, sem mótmælti á götum Kænugarðs frá nóvember fram í febrúar, tekur samstarf við ESB fram yfir samstarf við Rússland. Fólkið tekur evrópskt lýðræði fram yfir rússneskt gerræði þrátt fyrir náin tengsl Úkraínu við Rússland. Rússar búast nú til að lima landið í sundur án samráðs við rík­ isstjórn landsins og án aðkomu kjós­ enda á landsvísu. Hér heima hefur ríkisstjórnin einnig kallað á hörð viðbrögð lýð­ ræðissinna með því að ganga á bak orða sinna. Báðir ríkisstjórnarflokk­ arnir lofuðu þjóðaratkvæði um ESB og búast nú til að svíkja loforðið. Fólkið á Austurvelli ber potta sína og pönnur til að mótmæla svikum ríkis­ stjórnar, sem býst til að taka völdin af fólkinu með því að svipta það réttin­ um til að eiga sjálft síðasta orðið um aðild Íslands að ESB. Ekki fyrsta aðförin Þetta er ekki fyrsta aðför Sjálfstæðis­ flokksins og Framsóknar að lýð­ ræðinu. Þessir tveir flokkar bera höfuð ábyrgð á, að ný stjórnarskrá, sem tveir þriðju hlutar kjósenda lögðu blessun sína yfir í þjóðarat­ kvæðagreiðslu í boði Alþingis, ligg­ ur nú þar í salti. Það hefur aldrei áður gerzt í lýðræðisríki, að löggjafarþingið svíkist aftan að kjósendum með þess­ um hætti, ekki þegar stjórnarskrá­ in er í húfi. Eitt er að svíkjast um að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá eins og lögþingið í Fær­ eyjum hefur gert og Alþingi býst nú til að gera í ESB­málinu. Annað mál og miklu alvarlegra er að halda þjóðar­ atkvæðagreiðslu og ganga síðan gegn henni. Það er ekki bara svik, það er valdarán. Hvers vegna lætur Sjálfstæðis­ flokkurinn, sem kallaði sig lýðræðis­ flokk á fyrri tíð, slíkt henda sig? Líkleg ástæða er, að flokknum er ekki lengur sjálfrátt, honum er fjarstýrt. Það mun koma skýrt í ljós, þegar nýtt frum­ varp um stjórn fiskveiða verður lagt fram, frumvarp, sem veitir útvegs­ mönnum rétt til að nýta sameignar­ auðlind þjóðarinnar mörg ár fram í tímann, kannski 20–25 ár, í stað þess að þeim hefur hingað til verið fenginn þessi réttur til eins árs í senn. Hér eru þriðju svikin í uppsiglingu, þar eð 83% kjósenda lýstu stuðningi við auð­ lindaákvæðið í nýju stjórnarskránni. Auðlindaákvæðið kveður skýrt á um þjóðareign á auðlindunum einmitt til að tryggja réttum eiganda fiskimið­ anna, fólkinu í landinu, fulla hlutdeild í arðinum af eign sinni í stað þeirrar mismununar og mannréttindabrota, sem enn viðgangast gegn vilja fólks­ ins. Við skulum kalla hlutina rétt­ um nöfnum. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn sitja á svikráðum við lýð­ ræðið í landinu. Takist þeim svikin, verður Ísland aldrei samt. Tími til að tengja Hefði nýja stjórnarskráin, sem kjós­ endur samþykktu í þjóðaratkvæða­ greiðslunni 20. október 2012, nú þegar tekið gildi svo sem rétt hefði verið, hefði ekkert af þessu þurft að gerast. Þá myndu undirskriftir 10% kjósenda duga til að taka mál úr höndum Alþingis og færa þau í hendur kjósenda. Þá hefði ríkis­ stjórninni ekki tekizt að láta það verða sitt fyrsta verk að afturkalla ákvörðun fyrri stjórnar um hækkun veiðigjalds. Þá myndi Alþingi ekki líðast að draga umsókn um aðild að ESB til baka upp á sitt eindæmi. Þá myndi áformum Alþingis um að svíkja fiskimiðin af þjóðinni verða hrundið í kjörklefanum. Einmitt þess vegna var ákvæðið um beint lýðræði með auknu vægi þjóðaratkvæða­ greiðslna að frumkvæði almenn­ ings sett inn í nýju stjórnarskrána, ákvæði, sem 73% kjósenda lýstu fylgi við í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Þessi dæmi duga til að sýna, hvers vegna Sjálfstæðisflokknum og Framsókn er svo mjög í mun, að vilji þjóðarinnar í stjórnarskrármál­ inu nái ekki fram að ganga. Fleira hangir þó á spýtunni. Þessir flokkar óttast upplýsingaákvæðin, sem veita almenningi rétt til upplýsinga, sem hingað til hefur verið haldið leynd­ um. Þeir óttast umhverfisverndar­ ákvæðin, sem veita almenningi rétt til óspilltrar náttúru og aðildar að ákvörðunum um umhverfismál. Þeir óttast kosningaákvæðin, sem kveða á um jafnt vægi atkvæða og persónu­ kjör. Þeir óttast þær réttarbætur, sem nýrri stjórnarskrá er ætlað að færa fólkinu í landinu og myndu girða fyrir núverandi ófremdarástand og stilla til friðar. Þeir mega ekki til þess hugsa, að allir sitji við sama borð. Er ekki kominn tími til að tengja? n Þorvaldur Gylfason skrifar Kjallari R eyndar gildir þessi fyrirsögn um alla ráðherra, alla þing­ menn, alla ráðamenn og yfir leitt alla embættismenn í þeim heimi sem hér um ræðir. En heimurinn sá arna er heim­ ur orðræðunnar, þar sem við viðrum skoðanir okkar um manninn, heim­ inn og andann. Þeir eru nefnilega ekki af sama meiði; sá heimur sem við drögum andann í og sá heimur sem orðræðan stjórnar. Í heimi fótspora, getum við verið nokkurn veginn viss um að spor okkar í foldinni séu í alvöru okkar eigin spor; það orðspor sem af okkur fer hefur þá allajafna við einhver rök að styðjast. Og í þeim heimi erum við brennimerkt böli okk­ ar um aldur og ævi, hvort sem okkur líkar það eður ei. En í heimi orðræðunnar eru lög­ málin af allt öðrum toga, þar hafa orð eina merkingu hjá þeim sem tala og aðra merkingu hjá þeim sem hlusta. Orðin hafa svo enn aðra merkingu hjá þeim sem hlusta ekki en heyra þó. Og skrumskældust merkingin væntan­ lega hjá þeim sem heyra ekki nema hluta þess sem sagt er. Við getum aldrei reiknað með því að fullkominn skilningur fari frá manni til manns, kannski fyrst og fremst vegna þess að það er ekki hægt, með óyggjandi hætti, að ganga úr skugga um að áheyrandinn noti sömu hugtök og sá sem talar. Einn af fjötr­ um tungumálsins er þá, samkvæmt þessari skilgreiningu, sá hugtakaforði sem hver og einn hefur yfir að ráða. Því hefur verið hvíslað að okkur í gegnum árin, að tungumálið sé afar fullkomið, skiljanlegt og einfalt. Að vísu höfum við Íslendingar yndi af því að tjá þeim sem vilja læra okkar ylhýru þjóðtungu, hversu skelfilega flókið beygingakerfi okkar hljóti að teljast. En við látum jafnan þar við sitja og reiknum svo fastlega með því að all­ ir átti sig sem gleggst á því að hér er talað fegursta tungumál veraldar. Og víst er það að tungumál geymir feg­ urð og eins er víst að tungumál geym­ ir ljótleika. Það er svo einfaldlega háð smekk og upplifun hvers og eins hvort hann finnur til sorgar eða gleði þegar orðin hafa fundið sér skjól í hugskot­ inu. Fyrirsögnin hér að ofan, hefur þannig enga merkingu, nema hún sé slitin úr samhengi við það sem pistill­ inn fjallar um; nefnilega það, að til er heimur orðræðunnar, þar sem orðin hafa þá merkingu sem hver og einn vill þeim gefa. Og ef ein setning – sem hefur enga merkingu í orðræðu þess sem skrifar – fær skyndilega merk­ ingu, þá er sú merking ekki af völdum þess sem skrifar, heldur er hún komin frá þeim sem les. n Að yrkja vel ég elska mest og af mér stundum gustar, en ljóðatúlkun lýsir best löngun þess sem hlustar. Kristján Hreinsson Skáldið skrifar Forsætisráðherra er fábjáni Myndin Éljagangur Það hefur verið umhleypingasamt víðast hvar á landinu síðustu daga. Snjóflóð hafa fallið á líklegum stöðum og jafnvel í Bláfjöllum. Í höfuðborginni tekur snjóinn þó jafnan fljótt upp á milli élja þegar svona viðrar. MynD SiGTryGGur Ari „Ég held ekki. Ég hef ekki upplifað mikinn rasisma á Íslandi.“ Elín Guðmundsdóttir 15 ára nemi „Ég hef ekki tekið mikið eftir því.“ Ingunn Anna Kristinsdóttir 14 ára nemi „Mér finnst það ekki. Ég held að það sé ekki vandamál.“ Apríl Mist Ágústsdóttir 14 ára nemi „Já, mér finnst það.“ Sara Hlín Henriksdóttir 15 ára nemi „Já, það er vandamál en það er samt ekki mikið um það í kringum mig.“ Anna Guðný Ingólfsdóttir 15 ára nemi Gunnar Bragi Sveinsson kannaðist ekki við að ESB, Noregur og Færeyjar hafi samið í makríldeilunni. – Alþingi 1 Upplifðu rasisma í tollinum Systur frá Asíu lentu í miður skemmtilegu atviki í Leifsstöð. 2 „Þetta er ótrúlegt klúður“ Samið um makrílinn án þess að utanríkisráðherra hefði hugmynd um. 3 „Augljóslega orðið einhver misskilningur“ Aðstoðarmaður Sigmundar segir ESB-stefnu Framsóknar hafa verið skýra í síðustu kosningum. 4 „Það eru margir einmana“ Íslendingar notast við nýja vefsíðu til þess að eignast vini. 5 Móðir barnsins ber vitni fyrir lokuðum dyrum „Shaken-baby“-málið var tekið fyrir á fimmtudag. 6 „Hljóðin sem komu frá henni voru óvenjuleg“ Faðirinn neitar að hafa veitt dóttur sinni alvarlega áverka í „shaken- baby“-málinu. Mest lesið á DV.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.