Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2014, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2014, Page 26
Helgarblað 14.–17. mars 201426 Umræða Umsjón: Henry Þór BaldurssonMakrílsamningamaðurinn 50 milljónir undirskrifta V ið Íslendingar erum alltaf að nota þessa víðfrægu höfða- tölu sem viðmið á allt mögu- legt í sambandi við okkur og útlönd – við erum best í þessu og hinu, miðað við höfðatölu. Það þarf ekki að segja neinum sem fylgist með fréttum að umræða síðustu vikna hefur snúist um til- lögu þess efnis að hætta eigi aðildar- viðræðum við ESB. Núverandi utanríkisráðherra hef- ur sagt að hann vonist til þess að Ís- land gangi aldrei í Evrópusambandið. Hann hefur einnig sagt að hann vilji í auknum mæli líta til Bandaríkjanna og „vestur um haf“ í staðinn. Þeir sem kunna eitthvað í sögu vita að Bandaríkin urðu til sem samfélag frjálsra manna, sem losuðu sig und- an leiðinlegum konungi sem sífellt var að atast í þeim með skattheimtu og fleiru. Íbúarnir í nýlendunum 13 settu á fót samfélag frjálsra manna þann 4. júlí 1776 með sjálfstæðisyfir- lýsingu Bandaríkjanna. Hoppum til nútímans: Þegar kosið er í Bandaríkjum nútímans, er kosið um fjölda málefna í hin- um fjölmörgu fylkjum þessa stóra og mikla ríkis. Þar virðist þjóðar- viljinn og „fylkjaviljinn“ vera virtur og virkur! Segjum sem svo: Settur er upp undirskriftalisti í Bandaríkjunum í ákveðnu máli. Um 50 milljónir manna skrifa undir listann. Myndi Barack Obama hlusta á það? Dæmi nú hver fyrir sig! n Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Af blogginu Verður verkfall? Á ður en ég var kjörin á þing starfaði ég í Menntaskól- anum á Tröllaskaga sem náms- og starfsráðgjafi og því hef ég eins og margir aðrir miklar áhyggjur af þeirri stöðu sem nú er uppi í framhalds- skólum landsins. Í vikunni heimsótti ég nem- endur í FÁ og ein af þeim spurn- ingum sem ég fékk var hvort ég héldi að það yrði verkfall og hvað það myndi standa lengi. Nem- endur eru ekki síður en kennarar mjög uggandi um sinn hag. Þegar þessi orð eru skrifuð hafa háskóla- kennarar einnig boðað að greiða skuli atkvæði um verkfall þannig að stór hluti skólasamfélagsins, tugir þúsunda nemenda, er í mik- illi óvissu um sína stöðu. Formaður framhaldsskóla- kennara hefur sagt að kjaravið- ræðurnar snúist fyrst og fremst um sanngjarnt endurgjald fyrir kennarastarfið, að launakjörin ættu að vera sambærileg launa- kjörum samanburðarhópsins hjá sama atvinnurekandanum – rík- inu. Því miður hefur eina inn- legg menntamálaráðherra, Illuga Gunnarssonar, verið í þá átt að launaleiðréttingar framhalds- skólakennara séu framkvæman- legar ef nám til stúdentsprófs verð- ur stytt. Þetta þýðir á mannamáli að með því að fækka framhalds- skólakennurum sé hægt að hækka launin við hina sem eftir eru. Þrátt fyrir þessi orð segir ráðherrann að kerfisbreytingarnar sem hann boðar með Hvítbók, sem er unn- in í ráðuneytinu án beinnar að- komu framhaldsskólanna, séu ekki hugsaðar sem hagræðingar- aðgerð. Hér er ráðherrann að hverfa aftur til gamalla hugmynda sem voru skoðaðar og þeim hafn- að í tíð fyrrverandi menntamála- ráðherra Sjálfstæðisflokksins, Þor- gerðar Katrínar Gunnarsdóttur. Þá var mikið rætt um styttingu fram- haldsskólans en ákveðið að leggja fremur áherslu á sveigjanleika og sjálfstæði kólanna. Við eigum ekki að ræða styttingu framhaldsskólans nema í tengslum við endurskoðun á grunnskólanum og inntak skóla- starfs því að fyrst og fremst eig- um við að ræða hvernig við bætum menntun. Ég tel nefnilega að brott- hvarf nemenda úr framhaldsskóla skýrist ekki eingöngu af löngum námstíma heldur geti þeim fullt eins fjölgað með styttingu. Það er vitað að ekki var hægt að veita fé til að innleiða nýja menntastefnu þar sem hér var Hrun og fjármunir af skornum skammti. Nú er lag því sýnt er að afkoma landsins hefur batnað og ekki hefði nú verið verra að þær tekjur sem ríkisstjórnin afsalaði sér á sumarþinginu væru til ráð- stöfunar til viðbótar. Þá gætum við frekar leiðrétt laun kennarastéttar- innar og séð til þess að sú mennta- stefna sem var lagður grunnur að með lögunum 2008 og útfærð í nýjum námskrám 2011 nái alla leið inn í skólastofuna með öfl- ugum kennurum. En með hug- myndum ráðherrans lítur út fyrir að sveigjanleiki og aukið val sé fyrir borð borið því eina sem hann hefur sett fram er að nám til stúd- entsprófs skuli vera þrjú ár án þess t.d. að færa rök fyrir því hvernig hann hyggst stytta starfsnám. Þar með gengur ráðherrann ekki í takt við þá stefnu sem mörk- uð var með lögunum 2008, að gefa skólunum aukið frelsi til að þróa námsbrautir, bæði verklegar og bóklegar, og afgreiðir út af borðinu þá hugmynd að framhaldsskólar landsins geti mótað sér sérstöðu og boðið upp á fjölbreytt nám sem hentar ólíkum nemendum. Þannig væri hægt að nýta mannauð skól- anna betur, þjóna nærsamfélögum þeirra og stuðla að framhaldsskóla fyrir alla. n Kjallari Bjarkey Gunnarsdóttir þingmaður VG „Þetta þýðir á mannamáli að með því að fækka fram- haldsskólakennurum sé hægt að hækka launin við hina sem eftir eru. Vinsæl ummæli við fréttir DV í vikunni „Síðan bara svona milli okkar og internetsins, þá er ákveðinn ósiður að skamma fólk sem gerir vel, fyrir að gera ekki eitthvað miklu meira. Víðsvegar um heiminn hefði enginn gert neitt. Við verðum að kunna að meta það þegar fólk reynir að hjálpa.“ Þingmaðurinn Helgi Hrafn Gunnarsson svaraði gagnrýni sem Biggi í Maus fékk fyrir að gera ekki meira til stöðva ofbeldi gegn stúlku. 58 „Gangi þér vel, ég geng með mottuna mína stoltur, tileinkuð mönnum eins og þér.“ Ólafur Björgvin Jóhann- esson óskað Kára Erni góðs gengis í baráttu sinni við við krabbamein. 28 „Með allt virðing fyrir það skelfileg reynslu sem þær hafa upplífað, er það virðing að kenna „menningu þeirra og trú“ fólks frá Tyrklandi og Marokkó um kynferðislegt áreitni sem gerðist?“ Paul Fontaine gagnrýndi orðalag Diljár Ámundadóttur er hún sagði frá reynslu sinni af kynferðislegri áreitni í Hollandi. 20 „Takk fyrir jákvæð viðbrögð, gott fólk. Maður veit aldrei við hverju maður á að búast þegar maður opnar sig um svona viðkvæm málefni og það er gott að heyra að fólk vilji rjúfa þögnina.“ Gunnar Hrafn Jónsson var ánægður með viðbrögð almennings í kjölfar forsíðu- viðtals við DV meðal annars um sjálfsvíg vinar hans. 22 „Hanna Birna er líklega stjörnuhrap aldarinnar í stjórnmálum.“ Jón Ingi Cæsarsson sagði sína skoðun á stjórnmálaferli Hönnu Birnu eftir að frænka hennar fékk yfirmannsstöðu hjá Lög- regluskóla Íslands. 22

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.