Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2014, Síða 32
Helgarblað 14.–17. mars 20144 Fréttir
Siðfesting á
eigin forsendum
Ásatrúarfélagið hefur staðið fyrir siðfestingu unglinga frá stofnun félagsins
S
iðfesta ásatrúarmanna er
meðal elstu siða trúarsam-
takanna en það er valkostur
fyrir ungmenni vilja dýpka
skilning sinn á heiðnum
sið. „Þetta er með fyrstu athöfnun-
um sem félagið stóð fyrir. Eftir stofn-
un félagsins voru tveir ungir menn
sem kröfðust þess að fá ígildi ferm-
ingar þannig að sagan nær mjög
langt aftur. Þetta er saga sem teygir
sig lengra aftur en fjögurtíu ár,“ segir
Hilmar Örn Hilmarsson, allsherjar-
goði Ásatrúarfélagsins, í samtali við
DV. Hann hefur ásamt Jóhönnu G.
Harðardóttur Kjalnesingagoða tek-
ið sér að siðfesta ungmenni í ása-
trúarsið síðastliðin ár.
Athöfnin þróuð af unglingunum
Hilmar segir að þrátt fyrir að fjöl-
skylda unglinga sem siðfesta sig sé
oft og tíðum ekki ásatrúar hafi ávallt
náðst góð sátt. „Við höfum verið að
fá skemmtilega og sjálfstæða krakka
í gegnum árin sem hafa ákveðið að
gera þetta mikið á eigin forsendum.
Þau hafa ekki alltaf komið úr fjöl-
skyldum sem eru skráðar í Ásatrúar-
félagið en þetta hefur alltaf endað
í mjög góðri sátt við fjölskylduna,“
segir Hilmar Örn. Hann bendir auk
þess á að ólíkt fermingu hafi ung-
lingarnir sjálfir mikil áhrif á hvern-
ig siðfestingin fer fram. „Við leggj-
um áherslu á að vinna athöfnina
með unglingunum sjálfum. Þau eru
ekki að ganga inn í eitthvert fastmót-
að ferli, athöfnin er þróuð áfram af
þeim sjálfum, þau setja öll sitt mark
á hvaða áherslur eru í athöfninni.
Við höfum haft allt frá myndlistar-
sýningum til hljóðfæraleiks hjá við-
komandi. Þetta er ákaflega opið og
skemmtilegt ferli,“ segir allsherjar-
goðinn.
Margt líkt með fermingu
Þrátt fyrir að um mjög ólík trúar-
brögð sé að ræða er margt líkt með
siðfestingu ásatrúarmanna og ferm-
ingu kristinna manna. „Það er
alltaf helgiathöfn þar sem við helg-
um stað og stund. Þetta er ákveðið
form af manndómsvígslu þannig að
þetta er ekki bara eitthvað út í blá-
inn. Þau átta sig á því að þetta er
stór stund þar sem þau eru að stíga
skref frá bernsku yfir í fullorðins-
árin,“ segir Hilmar Örn. Að lokinni
vígslu er svo hefðbundin veisla.
Hann segir að líkt og í fermingu fari
fram ákveðin fræðsla áður en kemur
að athöfninni sjálfri. „Við erum með
fræðslu alltaf seinasta laugardaginn
í mánuði. Við förum yfir siðfræðina
og ræðum trúarbrögð og heimspeki
á mjög breiðum grundvelli. Við töl-
um ekki eingöngu um ásatrú, við
setjum þessar hugmyndir í breiðara
samhengi.“
Mikil fjölgun undanfarið
Að sögn Hilmars hefur nýverið
orðið mikil fjölgun unglinga sem
kjósa að siðfestingu að ásatrúars-
ið. „Það hefur verið mikil fjölgun
milli ára. Á tímabili var þetta einn
eða tveir krakkar á ári. En eftir að
fólk fór að upplifa þetta hjá öðr-
um þá hefur þeim fjölgað sem sið-
festa sig á hverju ári. Undanfar-
ið hafa þetta alltaf verið fleiri en tíu
á ári,“ segir Hilmar. Athöfnin er þó
ekki eingöngu fyrir unglinga því fjöl-
margir fullorðnir láta siðfesta sig á
hverju ári. Hilmar segir þó fræðslu
fullorðinna og unglinga að mestu
aðskilda. Sumir einstaklingar hafa
dvalið sólarhringslangt einir með
sjálfum sér og náttúrunni að lok-
inni siðfestingu. „Það er meira þegar
fólk er orðið fullorðið og vill ganga
í gengum það. Menn hafa þá verið
að horfa til manndómsvígslna sem
hafa tíðkast hjá indíánum. Við erum
ekki að senda krakka í útilegu, þetta
er aðeins mildara en það,“ segir
Hilmar Örn. n
Hjálmar Friðriksson
hjalmar@dv.is
Allsherjargoði Hilmar Örn
Hilmarsson segir unglinga sem
siðfesta sig hjá Ásatrúarfé-
laginu stýra athöfn sinni að
miklu leyti. Mynd SteFÁn KArlSSon„Þau eru ekki
að ganga inn í
eitthvert fastmótað ferli,
athöfnin er þróuð áfram
af þeim sjálfum.
tvöfaldaðu fermingarpeningana
Ingólfur hjá Spara.is ráðleggur ungu fólki að leggja peninginn í vísitölusjóð
Á
átta árum getur fermingarbarn,
ef rétt er að staðið, tvöfaldað
þá upphæð sem það fær í gjöf.
200.000 krónur, sem barn gæti
fengið í fermingargjöf, verða orðnar að
rétt tæplega 400.000 krónum nokkrum
árum síðar, miðað við meðalávöxtun
síðustu fjögurra ára á vísitölusjóði
GAMMA. Á tveimur áratugum má
fimmfalda upphæðina, að nafnvirði.
Afar misjafnt er hversu háa upp-
hæð fermingarbörn fá í gjöf þegar
þau fermast. Sum börn fá aðallega
gjafir á meðan önnur fá frekar reiðu-
fé. Auðvitað eru upphæðir og stærðir
gjafanna mjög mismunandi frá einni
fjölskyldu til annarrar. DV hefur heyrt
dæmi þess að fermingarbörn fái allt
að hálfri milljón í gjöf – en væntan-
lega heyra svo háar peningagjafir til
algjörrar undantekningar. Flestir fá
mun minna.
DV leitaði til Ingólfs Ingólfssonar,
fjármálaráðgjafa hjá Spara.is. Hann
segir að ef til standi að ávaxta pening-
ana – og safna þannig hærri upphæð
yfir nokkurra ára tímabil – sé ráðlegt
að leggja þá inn á vísitölusjóð. „Það er
verðbréfasjóður sem fylgir verðbréfa-
vísitölu.“ Ávöxtun sé oft mun hærri
en á bankareikningum auk þess sem
þar sé binding til þriggja ára lögfest.
Á móti fylgi því kostnaður að geyma
peninginn í sjóðum. „Kostnaðurinn
hjá vísitölusjóði er yfirleitt lægri en
hjá öðrum sjóðum. En peningarnir
ávaxta sig yfirleitt ágætlega.“
Ekki hafa öll fermingarbörn hug á
því að leggja peningana fyrir. Ingólf-
ur segir að það skipti litlu sem engu
máli hvar peningarnir séu geymdir ef
til stendur að ganga á þá jafnt og þétt.
Þá skipti vextirnir næstum engu máli.
„Ég myndi taka sjóðinn GAMMA
Index,“ segir Ingólfur þegar
hann er spurður hvaða til-
tekna sjóð hann myndi
velja. GAMMA, eða Gam
Management, er rekstrarfé-
lag verðbréfasjóða og fjár-
festir í ríkistryggðum bréfum
(íbúðabréfum, ríkisbréfum og
spariskírteinum) í sömu hlut-
föllum og samsetning vísitölu
íslenska skuldabréfamark-
aðarins. Áhættan er því til-
tölulega lítil að sögn Ingólfs.
GAMMA býður upp á níu
sjóði en Ingólfur mælir með Index.
Vísitala sjóða GAMMA hefur að
meðaltali hækkað um tæp níu pró-
sent árlega síðustu fjögur ár, eða
nokkuð umfram verðlag. Miðað við
sömu ávöxtun á næstu árum, sem fyrr
segir, tvöfaldast upphæð sem lögð er
inn í sjóðinn á átta árum. Kostnaður-
inn við að eiga peninga inni í sjóðn-
um nemur 0,45 prósentum á ári. Sá
sem leggur 200 þúsund krónur inn í
dag greiðir um 11.700 krónur í kostn-
að á þessum átta árum sem það tekur
upphæðina að tvöfaldast – miðað við
fyrirfram gefna ávöxtun. n
baldur@dv.is
Ógeðfelld
athöfn
Umskurður á kynfærum
markaði manndóminn
Þegar drengir meðal Mardudjara-
frumbyggjanna í Ástralíu uxu úr
grasi gengu þeir í gegnum athöfn
þar sem forhúðin á getnaðarlim
þeirra var fjarlægð. Athöfnin gekk
þó töluvert lengra eftir það.
Athöfnin fór þannig fram að
þegar drengur náði 15–16 ára
aldri var hann leiddur að varð-
eldi og hann látinn leggjast niður
við hliðina á honum. Einn eldri
meðlimur ættbálksins settist á
bringu hans og sneri að klofinu.
Tveir aðrir skiptust síðan við á að
skera forhúð drengsins af, með
hníf sem þeir töldu sig hafa gætt
töframætti.
Eftir það var skjöldur lagður
yfir eldinn og drengurinn látinn
standa yfir honum, svo reykurinn
„hreinsaði sár hans“. Var honum
að svo búnu sagt að opna munn-
inn og kyngja „góðu kjöti“ án
þess að tyggja, en kjötið var raun-
ar forhúð drengsins. Eftir það var
honum tilkynnt að hann hefði
innbyrt hluta af sjálfum sér sem
muni gera hann sterkan. En mál-
inu var þar með ekki lokið.
Nokkrum mánuðum eftir
athöfnina var drengurinn aftur
færður að eldinum. Eldri með-
limur ættbálksins þreif í getn-
aðarlim hans og stakk priki ofan
í sáðrásina. Að því búnu komu
aðrir og skáru eftir sáðrásinni
endilangri, frá kónginum og nið-
ur að pung, og í áttina að prikinu.
Eftir þetta þurfti drengurinn að
hafa þvaglát sitjandi, líkt og kon-
urnar í ættbálknum.
Athöfnin virðist ekki tíðkast
lengur enda hafði hún í för með
sér ýmis heilsufarsleg vandamál,
og sýkinga varð vart í ófá skipti
eftir slíka athöfn.
dollarar Þessi ungmenni fjárfesta líklega ekki í GAMMA.
Öðruvísi
fermingar-
kaka
Kransakökur hafa löngum ver-
ið vinsælar í fermingarveislum.
Það eru þó ekki allir jafn hrifnir
af þeim og sumum finnst kran-
sakrökur hreinlega vondar. Það
má þó gera öðruvísi kransa-
kökur. Til dæmis með því að
raða saman makkarónukökum.
Hægt er að hafa þær einlitar
eða í alls kyns litum og skipta
þá litum eftir hæðum. Sama er
hægt að gera með bollakökur
og raða þá mismunandi kökum
í nokkrar hæðir og búa þannig
til bollakökukransaköku. Öðru-
vísi og skemmtilegt!