Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2014, Side 34

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2014, Side 34
Helgarblað 14.–17. mars 20146 Ferming Fermingartilboð Lín Design Laugavegi 176 Glerártorgi Akureyri www.lindesign.is 7.990 kr 8.990 kr 9.990 kr 3 verð á rúmfötum Manndóms- vígslur Myrtu hvern þann sem á vegi varð Gríski sagnfræðingurinn Plútark greindi frá því hvernig mann- dómsvígsla drengja í Spörtu fór fram til forna. Eftir að hafa undirgengist „agoge“, skólagöngu Spartverja, sem þeir þurftu að ganga í gegnum frá sjö ára aldri og fram á 21 árs aldur, gengu þeir sem skara þóttu fram úr – og þóttu eiga framtíð fyrir sér í yfirmanns- stöðu í spartneska hernum – í gegnum „krypteia“. Á hverju hausti voru ungir menn sendir út í nær- sveitir Spörtu með einn hníf og þeim fyrirskipað að drepa hvern þann þræl – „helota“ – sem yrði á vegi þeirra að næturlagi. Var þetta manndómsvígsla en jafnframt leið til þess að halda fjöl- mörgum þrælum Spörtu í skefjum, en talið er að helotar hafi verið í kringum 170–240 þúsund talsins þegar mest var, um sjö sinnum fleiri en Spartverjar. Vítiskvalir fylgja vígslunni Djúpt inni í Amazon-skóginum í Brasilíu býr Satere-Mawe ættbálk- urinn. Manndómsvígsluathöfn ungra drengja þar er ekki fyrir við- kvæma en í henni felst að dreng- urinn stingur hönd sinni inn í hólk sem vafinn er úr laufblöðum og er fylltur af conga-maurum, sem jafn- an kallast „hormigas veinticuatro“ meðal spænskumælandi íbúa í Amazon-skóginum. Það þýðir í lauslegri þýðingu „24 tíma maur“ en er þar verið að vísa til þess að sá sem er stunginn af maurnum finn- ur fyrir sársauka í 24 klukkustundir. Meðan á manndómsvígslu- athöfninni stendur þarf drengur- inn að hafa höndina í hólknum í tíu mínútur, án þess að í honum heyrist múkk. Þetta þurfa drengir að gera nokkrum sinnum áður en þeir teknir í fullorðinna manna tölu. Á ensku nefnist maur- inn „byssukúlumaur“, þar sem stungunni hefur verið líkt við að verða fyrir byssukúlu. Gefðu geitur í fermingargjöf Þ að getur reynst þrautinni þyngri að finna gjöf fyr- ir fermingarbarnið. Símar, tölvur og hvers kyns græjur verða oftar en ekki fyrir valinu. Þá bregða margir á það ráð að gefa einfaldlega peninga. En það eru aðrar og óhefðbundnari gjaf- ir í boði fyrir þá sem vilja bregða út af vananum. Hjálparstarf kirkjunnar býður upp á gjafabréf sem eiga það sammerkt að nýtast fólki úti í heimi sem er hjálparþurfi. Í gjafaverslun Hjálparstarfs kirkj- unnar á vefnum gjofsemgefur.is fást gjafir sem finnast hvergi annars stað- ar. Á vefsíðunni segir að með því að kaupa gjafabréf Hjálparstarfsins fá- ist gjöf sem móttakandinn hér heima gleðst yfir á meðan sá sem fær and- virði hennar verður enn kátari. „Því hvort sem það eru hænur eða heilt hús fyrir munaðarlaus börn þá eru það gjafir sem geta umbreytt lífinu fyrir fátækt fólk.“ DV skoðaði nokkr- ar af þessum gjöfum í tilefni þess að fermingartíðin rennur senn í garð. Geitur gefa af sér Það kostar einungis 9.600 krónur að gefa fjölskyldu í Úganda eða Malaví þrjár geitur. Fjölskyldurnar, þar á meðal munaðarlaus börn sem búa ein, taka þátt í þróunarverkefni með Hjálparstarfi kirkjunnar. Það felst í því að fyrst er vatns aflað og það svo nýtt til að veita á akra, til að gera fiski- ræktartjarnir eða til að halda skepnur. Geiturnar gefa ýmislegt af sér, svo sem mjólk, tað til áburðar, afkvæmi og skinn sem ýmist má nota heima eða selja fyrir nauðþurftum. Taðið bætir uppskeruna, fæðan verður fjöl- breyttari með prótínum geitaafurð- anna og heilsan batnar. Afkoman verður öruggari en með uppskerunni einni saman og lífsgæðin meiri. Þess má geta að auðvitað er hægt að gefa fleiri eða færri geitur en ein geit kostar 3.200 krónur. Vatn fyrir hundruð manna Ýmis önnur gjafabréf eru í boði og á öllu verðbili. Þannig má nefna að hægt er að gefa fjölskyldu í Eþíópíu svokallaðar sparhlóðir fyrir litl- ar 1.600 krónur en notkun þeirra gerir það að verkum að eldiviðar- þörf dregst saman um allt að fimmtíu prósent. Vilji menn gerast þeim mun stórtækari og færa fermingarbarninu eitthvað sem mun breyta lífi hund- ruð manna má alltaf fjárfesta í nýjum vatnsbrunni fyrir 180 þúsund krónur. „Í þorpi í Malaví tekur lífið stakka- skiptum með nýjum brunni. Hreint vatn fyrir allt að sex hundruð manns forðar fólki frá sjúkdómum, léttir vinnuálagi af konum og gefur þeim tíma til að sinna matvælarækt og uppeldi og stúlkur fá tíma til að fara í skóla,“ segir á vefsíðu Hjálparstarfs kirkjunnar en þar er einnig tekið fram að fyrir andvirði þessa gjafabréfs muni vatnið streyma í áratugi. Saumavél eða kamar Ekki er víst að öll fermingarbörn yrðu sátt við að aðalfermingargjöfin þeirra yrði brunnur í Afríku en fjöldinn all- ur af ódýrari gjafabréfum er að sjálf- sögðu í boði. Þannig má gefa fjöl- skyldu kamar fyrir litlar 8.500 krónur eða ungri stúlku á Indlandi saumavél fyrir 11.500 krónur. „Þær sem ljúka saumanámi verða ekki lengur háðar duttlungum náttúrunnar við upp- skeruna sína og geta forðast erfið og hættuleg störf sem ein hefðu staðið þeim til boða annars,“ segir á vefsíðu Hjálparstarfsins. Þá eru einnig í boði gjafabréf fyrir húsbúnaði á heimili munaðarlausra barna, sumarnám- skeið fyrir íslensk börn sem búa við lítil efni, eða verkfærakassi handa munaðarlausum börnum í Úganda svo eitthvað sé nefnt. Svo má auðvitað líka færa ferm- ingarbarninu hið svokallaða ferm- ingargjafabréf en það kostar fimm þúsund krónur: „Með þessu gjafa- bréfi hefur þú bæði þegið og gefið gjöf – gjöf sem nýtist einhverjum á þínum aldri sem býr við örbirgð og hefur jafnvel verið hnepptur í þræl- dóm. Það er einhver sem á enga möguleika á mannsæmandi lífi – án utanaðkomandi aðstoðar. Nú hefur þú veitt hana. Megi trúin verða þér styrkur og hvatning til þess að vera náungi náunga þínum – óháð trú hans, þjóðerni, litarhætti, kyni eða öðru sem er ólíkt með fólki. Sælla er að gefa en þiggja.“ n Hjálparstarf kirkjunnar býður upp á óhefðbundnar fermingargjafir sem gefa af sér Jón Bjarki Magnússon jonbjarki@dv.is Margir leita aðstoðar Fá hjálp til fermingarhalds hjá Fjölskylduhjálp Íslands Þ að eru margir sem hafa leitað til okkar sem þurfa hjálp við að ferma börnin sín,“ segir Ásgerð- ur Jóna Flosadóttir hjá Fjöl- skylduhjálp Íslands en undanfarin ár hafa þau reynt að hjálpa efnaminni foreldrum fermingarbarna til ferm- ingarhalds. „Við léttum undir með fólki með grunnatriði til baksturs meðal annars, svo höfum við verið með notuð ferm- ingarföt sem fólk hefur getað feng- ið fyrir fermingarbörnin og svo erum við að bjóða upp á ljósmyndatöku fyrir fermingarbörn,“ segir Ásgerður. „Þessir skjólstæðingar okkar halda flestir fermingarveislurnar heima og baka allt. Það hefur því hjálpað þeim að fá þessi grunnatriði til baksturs og svo gos, kaffi, servíettur og kerti. Við höfum einnig verið með notuð ferm- ingarföt sem sumir hafa getað nýtt sér og svo er frábær ljósmyndari, Krist- björg Sigurjónsdóttir, sem bauð sig fram og ætlar að bjóða fimmtán ferm- ingarbörnum upp á endurgjaldslaus- ar myndatökur núna á laugardaginn,“ segir Ásgerður. „Okkur vantar kerti og servíettur og svo tökum við á móti fermingarfatnaði hér alla virka daga.“ Þeir sem vilja leggja sitt að mörk- um geta haft samband við Fjölskyldu- hjálp Íslands alla virka daga milli 13 og 18. Fjölskylduhjálpin er staðsett í Iðufelli 14. n viktoria@dv.is Geit sem gefur Geit er dæmi um gjöf sem kemur sér afar vel. Mynd SiGtryGGur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.