Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2014, Side 46
Helgarblað 14.–17. mars 201430 Fólk Viðtal
þar sem við vorum með
dásam legan prest og bæj
arbúar reyndust okkur vel.
Þeir komu færandi hendi
með mat fyrir fjölskylduna
þegar við höfðum ekki
rænu á að elda sjálf og
fundum ekki fyrir hungr
inu. Þá var erfitt að vita af
henni einni í Hafnarfirði
með dóttur sinni, sem var
aðeins ellefu ára gömul.“
Einangraðist eftir slysið
Næstu daga á eftir hélt fjöl
skyldan öll til heima hjá
Guðnýju. „Einhvern veginn
gerist það, og maður skilur
ekki hvernig, að lífið held
ur áfram. Dóttir mín sýndi
ótrúlegan styrk og skipulagði jarðar
förina og hugsaði um börnin sín.
Það var eins og líkaminn héldi bara
áfram. Hún var með eins og hálfs árs
gamalt barn og þurfti að vakna til að
gefa því að borða og svo var hún með
annað sjö ára gamalt barn sem var að
missa besta vin sinn og bróður og var
í gríðarlegri sorg. Mér tókst að halda
áfram af því að ég horfði á hana og
sá hvað hún var mögnuð, en það var
meira en að segja það. Þetta er engu
líkt, þessi sorg.“
Eftir það sem á undan var gengið
átti Guðný erfitt með að vera inn
an um fólk og sinna einföldum verk
um, eins og að fara út í búð. Ekki af
því að hún óttaðist að hitta fólk held
ur óaði henni við þessari aðgerð, að
þurfa að bíða í röð og þurfa kannski
að fara skyndilega út og skilja matinn
eftir og þá gæti hann skemmst. „Það
komu margar skrýtnar hugsanir upp,“
útskýrir hún.
„Mér fannst best að vera bara inn
an um mitt fólk og einangraðist eftir
slysið. Ég hafði heldur ekki orku til að
vera innan um margmenni eða í mik
illi gleði. Orkan var ekki sú sama og
áður. Með þessari göngu minni núna
er ég að reyna að rífa mig aftur upp.“
Ákvað að leita gleðinnar
Í margar vikur var lífið hálfóraunveru
legt og minningarnar eru hálfþoku
kenndar. Guðný man til dæmis ekki
eftir því að hafa farið fljótlega aftur
að vinna, en það var nú samt þannig.
„Ég gerði mér ekki grein fyrir því hvað
það leið stuttur tími frá slysinu og þar
til ég fór að vinna. Ég vann stutta daga
til að byrja með en mér fannst gott að
hafa eitthvað fyrir stafni og treysti mér
ekki til að fara í sumarfrí fyrsta árið.“
Þremur mánuðum eftir slysið fékk
Guðný áfallahjálp. Hún var sú eina úr
þessum armi fjölskyldunnar sem þáði
slíka hjálp, fyrir utan systur hennar og
systurdóttur. Eftir á að hyggja hefði
hún helst viljað vera lengur í slíku
prógrammi en hún útskrifaði sig sjálf
við fyrsta tækifæri, þegar hún átt gott
tímabil og fannst hún vera komin á
betra ról. Það entist ekki lengi.
Í raun var það ekki fyrr en hinn
10. júlí 2013 sem lífið fór að taka já
kvæðum breytingum. Það var þá sem
henni var sparkað fram úr rúminu,
eins og hún orðar það sjálf. „Þetta var
orðið gott,“ segir hún. „Það var orðið
tímabært að ég færi að vera aftur ég.
Mér fannst orðið eðlilegt að vera
komin í náttfötin um hálf fimm
leytið. Fólk hafði oft bent mér á að
fara að hreyfa mig því það myndi
hjálpa. Þegar þér líður svona þá ertu
ekki tilbúin til að taka á móti slíkum
athugasemdum. Innst inni vissi ég að
þetta væri rétt, en mig langaði mest
að skríða undir sæng og vera þar. Og
ég gerði það.“
Á þessum tíma var Guðný búin að
leita læknis vegna verkja víðs vegar
um líkamann og var búin að fara í
alls kyns rannsóknir vegna þess. Hún
var á sterkum verkjalyfjum, gigtar
lyfjum, þunglyndislyfjum auk þess
sem hún hafði notað svefnlyf frá því
að slysið varð. „Allt var þetta til þess
fallið að auðvelda mér lífið og þetta
hjálpaði mér í gegnum mesta svart
nættið en þetta var ekki ég. Án þess
að ég gerði mér grein fyrir því þá var
ég að glíma við líkamleg einkenni
áfallastreituröskunar og mér var illt
alls staðar.“
Grét í lauginni
Mælst var til þess að systir Guðnýjar
færi aftur á vettvang og þær systurnar
fóru saman ásamt systurdóttur Guð
nýjar. „Í gegnum tíðina hef ég oft farið
í sundlaugina en ég hafði aldrei áður
áttað mig á því hvað innilaugin er
pínulítil. Við ætluðum ekki að trúa því
hvað hún er lítil, eins og stór heitur
pottur. Af hverju sá enginn hvað
gerðist?“ spyr hún einlægt og bætir
því við að svona séu slysin.
Það var ein erfiðasta stundin
í sorgarferlinu. Þær systur brotn
uðu báðar niður. „Eftir á að hyggja
hefðum við átt að fá fylgd. Við hefð
um jafnvel átt að fara þegar það var
enginn í lauginni því það hefur ör
ugglega verið óþægilegt fyrir fólk að
sjá okkur brotna niður. Þetta var svo
tilgangslaust.“
Eftir slysið var eftirlit í sund
lauginni bætt. Öryggismyndavél
arnar voru settar upp auk þess sem
starfsfólki var fjölgað. „Í dag er alltaf
virkt eftirlit með lauginni. Ég hef tekið
eftir því að það situr alltaf starfsmað
ur í horninu þegar það er einhver í
lauginni, jafnvel þótt ég sé bara ein á
ferð og fullorðin.“
Það var mjög stórt skref fyrir hana
að fara sjálf að synda í lauginni, sér
staklega í innilauginni. „Það gerðist
ekki fyrr en löngu seinna. Síðan hef ég
oft grenjað úr mér augun í lauginni.
Og ég get varla synt þegar það eru
börn í lauginni því ég
er alltaf að fylgjast með
þeim. Og ekki bara
börnum, um daginn
var maður í lauginni
sem hvarf skyndilega
sjónum mínum. Ég
var á leiðinni upp úr
en gat ekki fengið það
af mér að fara fyrr en
ég var búin að finna
manninn með bláu
sundhettuna svo ég
leitaði hans úti um
allt. Verst var samt
að vera í lauginni
þegar jafnaldrar Vil
helms Þórs og krakk
arnir sem hann hefði
með réttu átt að vera
með í bekk komu í
laugina. Þá var það
mikil áskorun að gefast ekki upp en
ég hleypti mér ekki upp úr lauginni
fyrr en ég hafði synt nokkrar ferðir.“
Aðspurð segist hún aldrei hafa
fundið reiði gagnvart neinum nema
almættinu. „Ég skil ekki forgangsröð
ina, að taka lítið barn þegar fullt af
fólki er orðið gamalt og þreytt og þrá
ir að deyja. En reiðin hefur aldrei var
að lengi og ég hef sem betur fer getað
leitað til hans og beðið mínar bænir. Í
raun hef ég fundið fyrir meiri sorg en
reiði, en ég varð helst reið yfir því að
foreldrar hans þyrftu að horfa á eftir
barninu sínu svona ung.“
Ólýsanleg sorg
Sorgin sem fylgir því er ólýsanleg,
segir hún, sem hefur misst bæði nána
aðstandendur og vini. Það var öðru
vísi. „Mamma fékk að lifa lífinu í 76 ár
og lést eftir veikindi. Hún kunni að lifa
lífinu lifandi og var mjög dugleg. Það
var gríðarlega erfitt að missa hana
og ég hélt að ég myndi aldrei upplifa
aðra eins sorg. En sorgin yfir að missa
mömmu mína er gjörólík því sem
fylgir því að missa barnabarnið. Það
er svo óréttlátt.
Það er verra en allt að missa barn,
sem á allt lífið fram undan. Hann átti
að byrja í skóla þarna um haustið og
var búinn að velja sér fyrstu skóla
töskuna sína. Ég var að vinna í búð og
hann kom þangað að velja sér tösku.
Hann var frekar stuttur en valdi sér
stóra tösku því hann ætlaði að læra
mikið. Hann var eins og gangandi
skólataska með hana á bakinu,“ segir
hún með angurvært bros á vör.
„Ég hef misst vini mína í blóma
lífsins, fertuga vinkonu sem glímdi
við veikindi og vin sem varð bráð
kvaddur. Öll sorg er sorg, en þetta er
engu líkt. Það kemur svo mikið inn í.
Það var erfitt að sjá barnið mitt í
svona mikilli sorg, og þau öll, því hin
börnin mín voru náttúrlega að missa
frænda sinn. Yngsta dóttir mín hafði
búið hjá þeim í tvö sumur og var mjög
tengd þeim. Það er ekki auðvelt að
vera unglingur að glíma við sorg. Ung
lingar skilja ekki þennan sorgarferil
og halda að allt sé búið eftir jarðar
förina. Þeir skilja ekki af hverju hún er
enn að hugsa um frænda sinn.“
Hreinsun
Eftir nokkra góða mánuði hrundi
Guðný aftur niður andlega núna í
desember og fram í janúar var lægðin
dýpri en áður. „Líðanin var ekki eins
og ég vildi hafa hana. Þá finn ég fyrir
þessu öllu í bland, depurð, sorg og
söknuði. Stundum veit ég ekki hvað
er hvað eða hvað veldur.
Þetta þriðja ár virðist vera okkur
öllum svolítið erfitt. Þessi desember
mánuður var erfiðari en hinir sem á
undan komu. Kannski af því að það
er að renna upp fyrir okkur að þetta er
komið til að vera.
Dóttir mín hrundi líka niður í
haust. Þá kom hennar skellur. Það er
víst algengt að líkaminn taki völdin
og ýti sorginni frá svo fólk geti haldið
áfram þegar á reynir. Sorgin kemur
þá seinna, og núna er hún í miðju
sorgarferli og í sjúkraleyfi frá vinnu.
Ég get ekki tekið sorgina frá henni,
ekki frekar en nokkur hefði getað
linað sársauka minn. “
Allt þetta ferli í kringum minn
ingaferðina er mikil hreinsun fyr
ir Guðnýju. Strax á fyrsta degi fann
hún breytinguna, þegar hún ákvað að
finna gleðina á ný og verða eins glöð
og hún gæti. Ef ekki fyrir sig þá fyrir
barnabörnin sem eftir lifa. „Þau eru
fimm og þau eru minn fjársjóður. Mig
langar að verða gömul með þeim.
Frá því að ég byrjaði að ganga hef ég
gengið bæði í gleði og sorg, ég hef grátið
og hlegið, hugsað, talað við sjálfa mig,
hlustað á tónlist og sungið á leiðinni.
Þetta hefur verið mikil hreinsun fyr
ir mig. Það hefur gert mér gott að vera
ein með sjálfri mér. Með tímanum tókst
mér að hætta á öllum lyfjunum.“
„Ég get þetta“
Í fullkominni hreinskilni segir hún
að það hafi verið auðveldara að
undirbúa sig andlega og líkamlega
fyrir minningaferðina þegar enginn
vissi hvað hún ætlaði sér. Eftir að
hafa fengið leyfi frá foreldrum Vil
helms Þórs tilkynnti hún fjölskyldu
sinni fyrirætlanir sínar á afmælisdegi
hans, hinn 1. desember.
Í kjölfarið hófst þessi dýfa sem
hún talaði um hér að ofan. „Kannski
af því að þetta var afmælismánuð
urinn hans og jólamánuðurinn líka.
Kannski var það af því að margir
spurðu hvort ég gæti þetta. Ég get
þetta, ég veit það. Þetta verður erfitt
og ég verð þreytt, en ég get þetta.“
Þrátt fyrir þessa dýfu hefur hún
aldrei hætt að æfa og nú er hún að ná
andlegu jafnvægi á ný. Undirbúning
ur fyrir gönguna stendur sem hæst,
enda ekki þörf á þar sem Guðný ætl
ar sér að ganga 57,7 kílómetra leið.
Systir hennar hefur fengið það hlut
verk að halda utan um skipulagn
ingu og safna styrkjum. Þannig
standa þær saman að þessu verkefni.
Öllum er velkomið að ganga með
henni en gangan hefst upp úr mið
nætti og hún vonast til þess að geta
verið komin á Selfoss um kaffileytið.
Hún reiknar með að gangan muni
taka fjórtán tíma. Þá reiknar hún
með því að taka sér smá pásu og fá
sér að borða áður en hún syndir af
stað. „Ég gef mér allan þennan sólar
hring. Það skiptir ekki máli hvað ég
verð lengi, ég ætla mér bara að klára
þetta í nafni Vilhelms Þórs,“ segir
hún að lokum. n
27. mars 2013
„Í maí 2011 var ég og fjölskyldan slegin alveg
kylliflöt og það svo um munaði. Það er fullt
af fólki sem næstum segir mér að nú sé
komið nóg. Ég sé jafnvel að velta mér upp úr
sorginni eða ríghalda í hana, og þetta er fólk
sem stendur mér þokkalega nærri. Ég bið
góðan Guð að þeir sömu þurfi aldrei að upp
lifa nokkuð í líkingu við áfallið sem við í minni
fjölskyldu urðum fyrir,“ skrifar Guðný.
„Þegar ég tel mig var á réttri leið í sorgar
ferlinu þá kemur bakslag og ég hryn niður.
Stundum er það lag í útvarpinu eða að ég
mæti börnum á leið úr skólanum eða að sólin skín og allt er að vakna til lífsins. Þá er
eins og fótunum sé kippt undan mér. Jafnvel þegar ég er að gleðjast með hinum fimm
yndislegu barnabörnum mínum get ég skyndilega orðið svo hrygg.“
Hún tekur dæmi frá því að barnabarnið hennar gisti hjá ömmu sinni og afa eina nótt.
„Það var alveg yndislegt. Amma Guðný fór út á róló eða völlinn eins og hann kallaði
rólóin. Við róluðum og renndum okkur og ég hló og tók af honum milljón myndir, en
svo skyndilega og af engri sérstakri ástæðu var ég komin með tárin í augun og átti
fullt í fangi með að halda andlitinu fyrir litla kút. Ég fór að hugsa af hverju þetta gerð
ist þegar þarna þegar það var yndislegt vor í lofti og við kát og glöð og ég fann enga
sérstaka ástæðu nema ég græt yfir því sem var gleði mín.“
8. ágúst 2013
„Enn og aftur rekst ég á fólk sem er að pæla í „hvort ég sé að festast í sorginni“ eða
hefur áhyggjur af því að ég sé að „sökkva“ mér í sorgarferlinu. Ég veit að þetta er
trúlega vel meint og þetta er fólk sem að hefur ekki upplifað að missa barn eða
barnabarn. Það er jafnvel að bera sorgina við barnmissi saman við það þegar aldraður
faðir eða móðir lést – og er ég ekki að gera lítið úr þeirri sorg. Hef sjálf upplifað að
missa mína yndislegu móður, hef misst unga vini og vinkonu og það var allt hræðilega
erfitt. En ekkert í líkingu við andlát litla drengsins okkar Vilhelms Þórs.“
17. september 2013
„Í dag á elsta barnabarnið mitt 10 ára afmæli,“ skrifar Guðný. „Ég gleðst yfir þessum
tímamótum sólarinnar okkar en um leið er ég svo óendanlega döpur þar sem litli
bróðir hennar er ekki lengur með okkur. Hann fær ekki fleiri afmælisdaga og það
hryggir mig svo óendanlega mikið. Ég bara dett í grát hvað eftir annað. Hvort sem ég
sit í vinnunni, er í bílnum eða hér heima. Ég bara græt – en ég veit að það kemur annar
dagur og suma daga mun mér líða öðruvísi en í dag. Love you 4 ever.“
22. janúar 2014
„Ég er enn að stúdera orðið sorg,“ skrifar Guðný og segir að ekki sé hægt að setja sig
í spor annarra: „Ég get ekki sett mig í spor fimm og sjö ára frænda litla Vilhelms Þórs
sem misstu kæran vin og frænda. Ég get ekki sett mig í spor ellefu ára barns sem var
líka með í sundi þennan hörmulega dag, né get ég sett mig í spor ömmusystur hans
sem var með honum í sundi þennan dag.“
Hún veit hins vegar hvernig það er fara í gegnum sorgina: „Og veit að þau eru oft á
tíðum svo þung að ég held að ég komist ekki úr þeim. En einhvern veginn líða dagarnir
og vikurnar og árin. En sorgin nístir hjartað suma daga meira en aðra. Ég get sett mig
í mín eigin spor þegar ég horfi á dóttur mína kveðja litla drenginn sinn, syngja fyrir
hann í hinsta sinn, segja honum síðustu söguna, tala til hans og kyssa hann síðustu
kossana. Ég horfi á hana lamaða af sorg, losa af honum slöngur, tól og tæki svo hún
geti betur haldið á honum síðustu andartökin í lífi hans. Ég horfi á hana svo magnaða
fyrstu dagana á eftir þegar hún hugsar svo fallega um litlu börnin sín og heldur utan
um þau og huggar. Ég horfi á hana leggja lokahönd á barnið sitt í kistunni. Fer heim og
finn ljóð sem hún hefur ort til hans mitt í sorginni. Hún er mögnuð ung kona en innst
inni veit ég að hún er tifandi og það er bara spurning hvenær hún brotnar.“
Hún horfir á dóttur sína, fylgist með og veit að það er bara spurningum um tíma. Ekki
hvort heldur hvenær. Þá sé eins gott að byggja sig upp svo hún geti stutt hana. „Nú get ég
sett mig í móðursporin sem horfir á barnið sitt svo brothætt að stundum er ég ráðþrota.“
Hugleiðingar um sorg
Guðný hefur haldið dagbók frá því að slysið varð og leyfði okkur að
birta nokkra kafla þar sem hún fjallar um sorg og sorgarviðbrögð
„Mig langaði mest
að skríða undir
sæng og vera þar. Og
ég gerði það. Ég get ekki
tekið sorgina frá henni,
ekki frekar en nokkur hefði
getað linað sársauka
minn.
Hér breyttist allt Þegar Guðný
komst loks af stað gekk hún að
leiði Vilhelms og gaf honum loforð
um að verða sú amma sem hún
vildi vera. mynd siGtryGGur ari
síðasta myndin Þessi mynd var tekin af börnunu
m þegar þau voru að leggja
af stað í sund. Þremur korterum síðar var Guð
ný kölluð á vettvang slyssins.