Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2014, Síða 72
Helgarblað 14.–17. mars 2014
21. tölublað 104. árgangur Leiðbeinandi verð 659 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000
Sigmundur
tjaldar
ekki til einnar
nætur!
Líst ekki á Bitcoin
n Alþingismaðurinn og við-
skiptafræðingurinn Frosti Sig-
urjónsson varar við notkun á
rafmyntinni Bitcoin á bloggi
sínu. Honum virðist vera mik-
ið í nöp við rafmyntina og hefur
hann meðal annars sagt krón-
una glíma við mikil vandamál
en „fátt er svo vont að það geti
ekki versnað til muna“ og á þá
við notkun Bitcoin. Nú ásakar
hann Seðlabanka Íslands um
að sofa á verðinum vegna þess
að bankinn hefur ekki varað Ís-
lendinga við notkun rafmynt-
arinnar. Segir hann að tölvu-
þrjótum hafi tekist að stela
innstæðum og að glæpamenn
sæki í „sýndargjaldmiðla“.
Tjaldaði ekki
með Jóhönnu
n Sigmundur Davíð Gunnlaugsson,
forsætisráðherra Íslands, varð þrjá-
tíu og níu ára á miðvikudaginn.
Hann þakkaði innilega fyrir all-
ar afmæliskveðjur á Facebook-
síðu sinni og sagðist ætla að njóta
seinasta ársins fyrir fertugt. Hann
notaði tækifærið til að snúa sögu-
sögnum, um að hann hafi fundað
með Davíð Oddssyni, á haus. „Af
gefnu tilefni er hins vegar rétt að
taka fram að sögusagnir um að ég
hafi dvalið næturlangt í tjaldúti-
legu á Þingvöllum með Jóhönnu
Sigurðardóttur og drukkið með
henni uppáhalds
koníakið hans
Össurar eiga
ekki við rök að
styðjast,“ skrif-
aði Sigmund-
ur Davíð.
Spurningin um aðild að Evrópusambandinu
er stærri og mikilvægari en svo að einstakir
stjórnmálaflokkar eða ríkisstjórnir eigi að
ráða svarinu.
Alþingi ber að sýna þjóðinni þá virðingu að
leggja framhald aðildarviðræðna Íslands og
Evrópusambandsins í dóm allra Íslendinga.
Þess vegna er hafin undirskriftasöfnun á
vefnum Þjóð.is þar sem skorað er á Alþingi
að leita þjóðarviljans.
Alþingismenn starfa í umboði okkar. Látum
þá vita hvað við viljum og skrifum undir.
www.þjóð.is
SAMST
ÖÐUFUN
DUR 3
Fjölmen
num á A
usturvö
ll kl. 15
-16
laugard
aginn 1
5. mars
Ætlar að ná titlinum heim
Hafþór Júlíus Björnsson keppir um titilinn Sterkasti maður heims
É
g er mjög sigurstranglegur,
það segja þeir margir úti. Þurf-
um við ekki að ná titlinum aft-
ur heim?“ spyr kraftajötunninn
Hafþór Júlíus Björnsson í samtali við
DV. Hann keppir um titilinn Sterk-
asti maður heims næstkomandi
helgi. Keppnin er haldin í Los Angel-
es og stendur yfir í alls tíu daga. Haf-
þór Júlíus segist vera gríðarlega vel
stemmdur fyrir keppninni en hann
hefur verið í þriðja sæti síðastliðin
tvö ár. Hann hefur alls keppt fjórum
sinnum í keppninni. Hafþór Júlíus er
aðeins tuttugu og fimm ára og hefur
undangengin ár verið yngsti þátttak-
andinn. „Sá sem vann í fyrra er þrjá-
tíu og þriggja ára og sá sem hefur
verið vinna þetta á undan honum er
þrjátíu og átta ára. Þessir menn eru
töluvert eldri,“ segir Hafþór Júlíus.
Hann er nýkominn heim frá
Ástralíu þar sem hann keppti á
móti sem heitir FitX Expo. Þar atti
hann kappi við ellefu aflrauna-
menn og rúllaði þeim upp og vann.
Hafþór Júlíus segir líkur sínar á sigri
í Sterkasti maður heims vera sér-
lega góðar í ár þar sem þær grein-
ar sem keppt er í í úrslitum henti
honum vel. „Þetta er allt svolítið
óljóst, en það er búið að segja okk-
ur svona hér um það bil í hverju
verður keppt. Ég myndi segja að
fimm af sex greinum sem verða
þarna séu mjög góðar fyrir mig.
Þetta eru sennilega bestu greinar
fyrir mig síðan ég byrjaði að keppa.
Þetta eru greinar sem ég hef verið
að vinna síðastliðin ár,“ segir Haf-
þór Júlíus. n
hjalmar@dv.is
Sigurstranglegur Hafþór Júlíus Björns-
son tekur þátt í keppninni Sterkasti maður
heims í fjórða skipti. MynD www.StronGMancl.coM
„Vanvirkt“ barn
n Alþingismaðurinn Brynj-
ar níelsson sagði frá æsku
sinni í viðtali við RadioStam,
netvarp sem beinir athygli að
stömurum. „Þetta var átaka-
lítil æska. Ég var yngstur minna
systkina, þú getur rétt ímynd-
að þér við hvað mikið ofbeldi
ég bjó í æsku. Þetta gekk þó
snurðulaust fyrir sig. Síð-
an gekk þetta fyrir eins og hjá
flestum; menntaskóli, háskóli,
gifti mig og fór svo að vinna,“
sagði Brynjar. Hann neitaði því
að hafa ver-
ið prakkari
sem barn
og sagði sig
hafa verið
„það sem
kallað er
vanvirkur.“