Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2014, Page 2
Vikublað 6.–8. maí 20142 Fréttir
Kolaportið
áfram í tíu ár
Borgarráð samþykkti á fundi sín-
um á fimmtudag samning við
fjármálaráðuneytið og Fasteignir
ríkisins um húsnæði Kolaports-
ins. Þar með er framtíð starfsem-
innar tryggð til að minnsta kosti
næstu 10 ára. Í samningnum felst
líka að horfið er frá því að breyta
þaki Tollhússins í bílastæði og
kljúfa húsið með rampa. Þess í
stað leggur borgin fram fjármuni
til að gera norðurhlið hússins fal-
legri og aðgengilegri.
Á sama fundi voru tveir nýir
leigusamningar um húsnæði
frumkvöðlasetra samþykktir í
borgarráði á fimmtudag, annar
um gömlu Gasstöðina, þar sem
aðstaða strætisvagnastjóra var
áður, og hins vegar gamla bíla-
verkstæði Sveins Egilssonar. Á
bilinu 40–60 frumkvöðlar geta
fengið vinnuaðstöðu í þessum
rýmum en tónlistarklasi (Úttón,
Iceland Airwaves, Tónverkamið-
stöðin og ýmsir umboðsmenn) er
þegar búinn að koma sér fyrir á
jarðhæð hússins.
sjálfsvígi foreldra
leynt fyrir börnum
n Þöggunin djúpstæð í vestrænni menningu n Sorgarferlið erfiðara en ella n 2.500 nýir syrgjendur á ári
Á
hverju ári eru 35–40 sjálfs-
víg framin á Íslandi. Það þýð-
ir að árlega mæta um 2.500
nýir syrgjendur í jarðarfarir
vegna sjálfsvíga. Í þeim hópi
eru allavega 150 einstaklingar sem
eru að missa náinn ástvin, foreldrar,
systkini, makar eða börn. Á þetta
bendir Salbjörg Bjarnadóttir, verk-
efnastjóri hjá Landlæknisembættinu
sem hefur umsjón með geðheilbrigð-
is- og sjálfsvígsforvörnum. Hún segir
að sjálfsvíg séu samfélagslegur vandi
sem mikilvægt sé að ræða. „Þöggun
er alltaf óheilbrigð. Við eigum að þora
að tala um hlutina á ábyrgan hátt, svo
lengi sem við erum ekki að hetjuvæða
sjálfsvíg.
Þegar Kurt Cobain fyrirfór sér tóku
fjölmiðlar og fjölskyldan hans sig
saman um að tala um harmleikinn
sem það var, hvernig honum hafði
liðið og hvernig neyslan hafði farið
með hann og samband hans. Það var
í fyrsta skipti sem fréttaflutningur af
sjálfsvígi var með þessum hætti. Áður
fyrr kom það fyrir að sjálfsvígsbylgjur
færu stað þegar einhver frægur fyrir-
fór sér. Allir urðu svo hræddir og þess
vegna varð þessi þöggun.
Reyndar getum við líka farið enn
lengra aftur, til þess tíma er kirkj-
an þaggaði þetta niður með því að
segja að sjálfsvíg væri synd. Fólk vildi
ekki að ættingjar þess hefðu dáið í
sjálfsvígi því þá mátti ekki jarða þá
í kirkjugarði. Nokkrar aldir eru síð-
an sjálfsvíg voru bönnuð og fólk sem
fyrirfór sér átti að brenna í víti það
sem eftir væri. Það má því segja að
þöggunin sé djúpstæð í vestrænni
menningu en nú á 21. öldinni þurf-
um við að fara að horfast í augu við
að sjálfsvíg gerast.“
Ekki sagt frá sjálfsvígi foreldra
Hún segir að enn í dag séu dæmi þess
að börn hafi ekki fengið réttar upplýs-
ingar um dánarorsök foreldra sinna,
því sjálfsvíg þyki of erfið og viðkvæm
til þess. „Börn upplifa mikla höfnun
ef pabbi þeirra eða mamma sviptir
sig lífi. Þau eiga lengi erfitt upp dráttar
eftir það. Þess vegna höfum við séð
að fullorðið fólk fer í kringum þetta í
von um að hlífa börnunum og segir
að pabbi þeirra eða mamma hafi
orðið bráðkvödd. Síðan gerist það,
kannski ári eða tveimur árum seinna,
að börnin heyra hvernig pabbi þeirra
eða mamma dó. Þá eru þau búin að
vera í sorg og verða reið. Það getur
verið mjög erfitt.
Þau geta jafnvel lent í því að vera
að rífast við vin sem segir allt í einu:
pabbi þinn drap sig. Við höfum séð
það gerast og vitum til þess að á síð-
ustu árum hefur fólk verið að nota
hvítar lygar í kringum sjálfsvíg því þau
eru svo óþægileg.
Betra er að segja varlega frá því
að foreldri hafi svipt sig lífi því því
leið svo illa að það gat ekki lifað leng-
ur. Það fer auðvitað eftir aldri barns-
ins hvernig það gert og mikilvægt að
vanda til verka.“
Öðruvísi sorgarferli
Sorgarferlið er alltaf erfitt. „Það er líka
erfitt fyrir foreldra að kveðja börnin
sín. Spurningar sækja að, hefði ég
getað gert eitthvað? Hefði ég átt að
hlusta betur? Og svo framvegis. Nán-
ustu aðstandendur þurfa gjarna frek-
ari aðstoð því hætt er við því að þeir
fari sjálfir inn í þunglyndi og spyrji
sig, af hverju á ég að lifa fyrst hann er
farinn? Hef ég þá einhvern tilgang?
Það er mjög algengt.
Þannig að það þarf að vinna mjög
mikið með syrgjendur eftir sjálfsvíg.
Það eru svo ótalmargar spurningar
sem kvikna. Fólki líður svo illa og
það myndast svo mikið tóm á eftir
vegna þess að sumir eru hræddir við
að spyrja um þann látna. Ef þú miss-
ir einhvern úr krabbameini þá máttu
endalaust tala um hann en það hef-
ur verið mikið tabú að tala um þann
sem lést í sjálfsvígi. Þetta sorgarferli
er annað en eftir sjúkdóm eða slys.
Þetta er ekkert sem fer frá þér.
Það er setning á íslensku sem segir
að tíminn lækni öll sár en það er ekki
þannig. Þetta er eitthvað sem þú lær-
ir að lifa með og tala um, en þetta býr
alltaf með þér.“
Hún bendir á að þegar á reyni þurfi
vinir og vandamenn að hafa frum-
kvæði að því að veita aðstandendum
aðstoð. „Fyrst eftir áfallið er svo mik-
ið umleikis, svo kom jarðarförin og
síðan kom tómið. Tómið var rosalega
langt því fólk sagði þér að hafa sam-
band þegar þú treystir þér til eða vild-
ir að það gerði eitthvað. Raunin er
sú að aðstandendur eru í svo miklu
sjokki og svo dofnir að þeir hafa ekki
krafta til þess. Það er ekki hægt að láta
þá sem eru í harmi sínum hafa frum-
kvæðið, því þeir geta það ekki. Sumir
segja að þeir viti vel hverjir séu vinir
sínir eftir svona því hinir hurfu.“
Einelti drepur
Mikilvægt er að skilja að hvert
sjálfsvíg er harmleikur og að hvert
sjálfsvíg er sérstakt. „Það er enginn
glaður og hamingjusamur þegar
hann sviptir sig lífi. Það er alltaf eitt-
hvað á bak við það, en stundum er
það falið fyrir nánustu aðstandend-
um, kannski í einhvers konar tilraun
til að hlífa þeim. Sálarheillin er alltaf
í ójafnvægi þegar þessi ákvörðun er
tekin og einstaklingurinn kominn í
öngstræti, í samskiptum, í vinnuum-
hverfinu, í skólanum. Það er eitthvað
búið að vera í gangi. Eins getur harm-
ur í kringum skilnaði eða önnur áföll
valdið því að fólki finnst það ekki ráða
fram úr vandanum.“
Það er helst að yngsti hópurinn lúti
öðrum lögmálum því þar eru einstak-
lingarnir hvatvísari og gera sér ekki
endilega grein fyrir endanleikanum.
„Yngsti hópurinn er sá hópur sem
erfiðast er að fullyrða að hafi verið
að glíma við þunglyndi eða langvar-
andi vanlíðan því á þessum aldri er
fólk svo hvatvíst. Það langar kannski í
frí frá þessari vanlíðan og ákveður að
svipta sig lífi. Við erum alltaf hrædd
um þennan hóp,“ segir hún, en sem
betur fer eru sjálfsvíg innan hans fátíð
hér á landi. Þess eru þó dæmi að börn
hafi svipt sig lífi. „Eitt og eitt barn hef-
ur verið í vandræðum og svipt sig lífi.
Þá höfum við sagt að einelti drepi. Ein-
elti í sinni alvarlegustu mynd getur
orðið til þess að þolendur sjá enga leið
færa í lífinu vegna allrar þeirrar niður-
lægingar sem þeir hafa orðið fyrir.
Við vitum um nokkra einstaklinga
á aldrinum 18–22 ára sem hafa verið
búnir að berjast mikið við einelti og
ákveðið að svipta sig lífi af því að þeir
sáu ekki fyrir að þeir ættu neina fram-
tíð. Einelti er grafalvarlegt mál sem
þarf að vinna enn betur með, sérstak-
lega innan þessa yngsta hóps.“
Vildi ekki lifa vegna sektar
Talið er að um helmingur þeirra sem
fyrirfara sér geri það undir áhrifum
áfengis. „Áfengi losar um hömlur
þannig að þú gerir kannski eitthvað
sem þú myndir ekki gera allsgáður.
Þannig að þegar fólk er í mikilli vanlíð-
an mælumst við til þess að það láti
áfengi vera. Undir áhrifum er erfiðara
að halda yfirsýn og þá getur maður far-
ið að sjá allt svart fram undan.
Nú er ég búin að vinna í 34 ár með
fólki sem glímir við alvarlegan vanda,
og vann lengi á geðdeild. Ég hef hitt
fólk sem hefur gert alvarlegar sjálfs-
vígstilraunir og unnið að forvörnum
og með eftirlifendum. Ég hef heyrt
oftar en einu sinni og oftar en tvisvar
að á fylleríi hafi fólk talað um að
fremja sjálfsvíg, svo var það allt í einu
orðinn veruleiki og vinirnir sitja uppi
með sektarkennd og samviskubit.
Þess vegna höfum við lagt áherslu
á að unglingar sitji ekki einir með þá
vitneskju þegar vinir þeirra fara að
tala um dauðann. Að þeir leiti til for-
eldra, kennara, námsráðgjafa eða
skólahjúkrunarfræðings. Af því að ég
man til dæmis eftir vinahóp þriggja
stráka þar sem einn sagði að hon-
um þætti hann ekki eiga skilið að lifa
þar sem hann sagði engum frá sjálfs-
vígspælingum vinar síns heldur hló
og sagði þú þorir þessu aldrei. Sömu
nótt fyrirfór vinur hans sér og næsta
dag vildi hann ekki lifa. En sá sem
sviptir sig lífi ber einn ábyrgð á því.“
Getur gerst í hverri fjölskyldu
Eins og Salbjörg bendir á er hvert til-
felli sérstakt. Fólk sem fyrirfer sér hér
á landi er á öllum aldri, allt frá fimm-
tán ára og upp í 81 árs. Fram til ársins
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
ingibjorg@dv.is
„Ef þú missir ein-
hvern úr krabba-
meini þá máttu enda-
laust tala um hann en
það hefur verið mikið
tabú að tala um þann
sem lést í sjálfsvígi.
Mikilvægt að opna umræðuna
Salbjörg segir að á 21. öldinni sé kominn tími
til að horfast í augu við að sjálfsvíg eiga sér
stað og ræða það. MynD SIGtryGGur ArI
Milljónir til ÖSE
Gunnar Bragi Sveinsson utan-
ríkisráðherra hefur ákveðið að
auka stuðning við eftirlitsverk-
efni ÖSE í Úkraínu. Hann hefur
ákveðið að til komi sex milljóna
króna viðbótarframlag við þá að-
stoð sem þegar hafi verið veitt.
Að auki muni ráðuneytið senda
annan starfsmann til starfa við
verkefnið. Þetta kemur fram í til-
kynningu frá ráðuneytinu. Gunn-
ar Bragi, sem er staddur í Vín í
Austurríki, fundaði á mánudag
með Lamberto Zannier, fram-
kvæmdastjóra ÖSE. Segir að
Zannier hafi þakkað Íslendingum
fyrir sýnilegt hlutverk í eftirlits-
sveit stofnunarinnar í Úkraínu.
Símaskráin
komin út
Ný símaskrá kom út í gær, mánu-
dag, en að þessu sinni er hún gef-
in út í samstarfi við Rauða kross-
inn á Íslandi. Félagið heldur upp
á 90 ára afmæli á þessu ári og hef-
ur hrundið af stað skyndihjálpar-
átaki, svo kunnátta og færni al-
mennings í skyndihjálp aukist.
Í símaskránni er skyndihjálpar-
kafli frá Rauða krossinum, auk
þess sem ýmsar upplýsingar um
félagið og skyndihjálp er að finna
í skránni. Símaskráin er fáanleg í
verslunum Símans, Vodafone og
Tals, verslunum Krónunnar og við
bensínstöðvar Olís og Skeljungs.