Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2014, Blaðsíða 6
Vikublað 6.–8. maí 20146 Fréttir
Sambíóin skömmuð
Lokuðu Facebook-síðu sinni vegna gagnrýni reiðra viðskiptavina
S
ambíóið í Álfabakka hefur
lokað Facebook-síðu sinni og
er hún nú óaðgengileg net-
notendum. DV.is greindi frá
því um helgina að uppsögn
tveggja ungra kvenna í Sambíóunum
hefði vakið hörð viðbrögð í samfé-
laginu og að fólk notaði Facebook til
að koma mótmælum sínum á fram-
færi við kvikmyndahúsið.
DV greindi frá því að þær Sess-
elja Þrastardóttir og Brynja Sif hefðu
fengið uppsagnarbréf frá Sambíóum
vegna þátttöku þeirra í umræðum í
hópnum Kynlegar athugasemdir á
Facebook um kynjamisrétti á vinnu-
staðnum. Báðar höfðu unnið í árar-
aðir hjá Sambíóunum og var Sesselja
verkstjóri í Álfabakka. Þær voru ósátt-
ar við ákvörðun yfirmanna sinna um
að úthluta konum og körlum sérstök-
um verkefnum, en yfir mennirnir báru
því meðal annars við að „konur seldu
meira“ í sjoppum kvikmyndahússins.
Á Facebook-síðu Sambíóanna er
hægt að gefa stjörnur og einkunn og
hafa fjölmargir viðskiptavinir nýtt sér
þann mögulega til þess að lýsa yfir van-
þóknun sinni. Margir gáfu kvikmynda-
húsinu eina stjörnu og rökstuddu með
vísun til uppsagnar Sesselju og Brynju.
Sögðust margir ætla að sniðganga
kvikmyndahúsið. „Af hverju mega
stúlkur ekki starfa sem dyraverðir hjá
ykkur? Af hverju mega piltar ekki af-
greiða einir í sjoppunni? Af hverju eru
aðeins 6 af 40 starfsmönnum hjá ykkur
karlkyns? Af hverju missa tvær stúlkur
vinnuna eftir að hafa sagt frá því kynja-
misrétti sem virðist við lýði hjá ykkur?“
sagði einn ósáttur viðskiptavinur, Sig-
urrós Jóna Oddsdóttir, í rökstuðningi
með einni stjörnu.
Sem kunnugt er sagði Alfreð Ás-
berg Árnason, framkvæmdastjóri
Sambíóanna, í samtali við DV að Sess-
elja og Brynja hefðu fengið uppsögn
vegna skipulagsbreytinga, en neitaði
að tjá sig frekar um málið þegar eftir
því var leitað. n astasigrun@dv.is
Á uppsagnarfresti Sesselja og Brynja
vinna nú þriggja mánaða uppsagnarfrest
sinn. Mynd Sigtryggur Ari
Ólafur Arnar-
son gjaldþrota
Meiðyrðamál endaði í gjaldþroti
Ólafur Arnarson, hagfræðingur og
ritstjóri Tímaríms, hefur verið úr-
skurðaður gjaldþrota. Skuldirnar
eru til komnar vegna fyrirtækja-
rekstrar fyrir hrun sem gekk illa.
„Ég lenti í vandræðum vegna
fyrirtækjarekstrar skömmu fyrir
hrun. Eftir hrunið hefur mér því
miður ekki tekist að komast út úr
þessu og því er þessi staða komin
upp núna,“ segir Ólafur í samtali
við DV. Bú hans var innkallað var
þann 22. apríl síðastliðinn, en sá
sem fór fram á gjaldþrotaskiptin
fékk kröfu í bú hans eftir dómsmál.
Ólafur segir að Friðrik J. Arn-
grímsson, fyrrverandi fram-
kvæmdastjóri LÍÚ, hafi farið fram
á gjaldþrotaskiptin en Friðrik átti
300 þúsunda króna kröfu eftir
meiðyrðamál sem hann höfðaði á
hendur honum árið 2012. Ólafur
var dæmdur til þess að greiða
Friðriki 300 þúsund krónur í
miskabætur fyrir ummæli sín, en
þau voru um áróðursvefinn AMX
og LÍÚ.
„Það er spurning hvort þetta er
einhver velgjörð Friðriks í minn
garð,“ segir Ólafur. „Án þess að
fara í gjaldþrot þá eru þessar kröf-
ur lifandi um aldur og ævi ef þeim
er haldið þannig.“
Kaupa allt að
tólf sorpbílum
Reykjavíkurborg hefur gert samn-
ing um kaup á allt að tólf metan-
knúnum sorphirðubílum. Fyrstu
fjórir bílarnir verða afhentir í
október og frekari pantanir munu
ráðast af endurnýjunarþörf flot-
ans. Bílarnir verða með tvískipt-
um sorpkassa svo hægt verður að
sækja tvo flokka af úrgangi sam-
tímis. Sá fjórði verður með krana
sem þýðir að hægt verður að hífa
upp niðurgrafna gáma þar sem
aðkoma er erfið og þröng. Ráðgert
er að koma fyrir niðurgröfnum
sorpgámum á nýjum bygginga-
svæðum svo sem í Vestur bugt og
á Valssvæðinu.
Eignir metnar
á 270 milljónir
Vel stæð ferðaþjónusta Hreiðars Más rennir hýru auga til Svartagils í Borgarfirði
F
erðaþjónustufyrirtæki í eigu
Hreiðars Más Sigurðssonar,
fyrrverandi forstjóra Kaup-
þings, á eignir sem nema
tæplega 270 milljónum
króna. Þetta kemur fram í ársreikn-
ingi félagsins Gistivers ehf., fyrir árið
2012. Stykkishólmur er heimabær
Hreiðars Más.
Félagið á og rekur tvö gistiheim-
ili í Stykkishólmi, Hótel Egilsen og
Bænir og brauð.
Helstu eignir félagsins eru hús-
eignirnar sem gistiheimilin tvö eru
rekin í. Félagið tapaði rúmlega 25
milljónum króna í fyrra. Hreiðar Már
er skráður stjórnarmaður í félaginu
en það er í eigu eignarhaldsfélagsins
Valens ehf. sem er í eigu eiginkonu
hans, Önnu Lísu Sigurjónsdóttur.
Móðir Hreiðars, Gréta Sigurðar-
dóttir, hefur séð um rekstur gisti-
heimilanna í Stykkishólmi.
Hundrað milljóna veð
Rúmlega 100 milljóna króna veð-
bönd hvíla á Hótel Egilsen, sem er í
reisulegu, gömlu húsi við Aðalgötu 2
í Stykkishólmi. Annars vegar er um
að ræða 54 milljóna króna lán frá
MP banka sem var flutt af fasteign
sem Hreiðar Már á í Fossvoginum í
Reykjavík og hins vegar veðbönd frá
fjárfestingarsjóði sem rekinn er af
Stefni, sjóðsstýringarfyrirtæki Arion
banka. Sjóðurinn heitir Stefnir,
Icelandic Travel Service. Ferðaþjón-
ustufyrirtæki Hreiðars Más virðist
því vera fjármagnað að hluta til af
sjóði í vörslu Arion banka.
Í ársreikningi Gistivers koma
bæði þessi lán fyrir, lán MP banka
annað sem hefðbundið lán en hitt
sem skuldabréf með breytirétt en í
því felst væntanlega að sjóðurinn
getur breytt láninu í eignarhlut í hús-
inu eða félaginu Gistiveri að ákveðn-
um forsendum gefnum.
Haslar sér völl
Hreiðar Már hefur á síðustu árum
verið að hasla sér völl í ferðaþjónustu
á Íslandi en auk áðurnefndra gisti-
heimila kom hann að kaupunum
á Hótel Hengli á Nesjavöllum en
það hótel heitir í dag ION Luxury
Adventure Hotel. Gistiver á 50 pró-
sent í félaginu sem á það hótel.
Þá greindi DV frá því í lok síðasta
árs að Hreiðar Már hefði áhuga á að
reisa 300 manna hótel á Skógum á
Suðurlandi. Stofnað hefur verið félag
utan um hótelbygginguna sem heit-
ir Skógar fasteignafélag ehf. en það
félag er stofnað af ferðaþjónustufyr-
irtækinu Reykjavík Backpackers ehf.
og eignarhaldsfélaginu Nitri ehf. Að-
standendur Reykjavík Backpackers
eru meðal annarra Hilmar Hafsteins-
son, fyrrverandi starfsmaður Kaup-
þings, og Davíð Másson. Þeir Hilmar
og Davíð eru einnig eigendur félags-
ins Stara ehf. sem meðal annars hef-
ur leigt Þverá og Kjarrá í Borgarfirði.
Hreiðar Már, líkt og margir aðrir
þekktir athafnamenn, virðist því sjá
tækifæri í þeirri ört vaxandi atvinnu-
grein sem ferðaþjónusta er á Íslandi.
Hann hefur auk þessa eignast hlut í
ferðaþjónustufyrirtæki.
Fjármagnið til eignauppkaupa
hér á landi hefur Hreiðar Már með-
al annars flutt inn í gegnum fjár-
festingarleið Seðlabanka Íslands
en í lok árs í fyrra fór Gistiver ehf. í
skuldabréfaútboð fyrir samtals 500
milljónir króna. Með því að nýta sér
fjárfestingarleiðina til að flytja inn
erlendan gjaldeyri fæst 25 prósenta
afsláttur á íslenskum krónum í gegn-
um Seðlabanka Íslands.
rennir hýru augu til Svartagils
DV hefur auk þess heimildir fyrir
því að Hreiðar Már renni hýru augu
til jarðarinnar Svartagils í Borgar-
byggð en jörðin er sem stendur í
eigu jarðafélags Lífsvals. Landsbank-
inn tók Lífsval yfir í ársbyrjun 2012
og hefur reynt að selja eignir þess.
Með jörðinni fylgja veiðiréttindi í
Norðurá. Fasteignamat jarðarinnar
er tæplega 50 milljónir króna.
Á nærliggjandi jörð í Borgarfirði
á Sigurður Einarsson, fyrrverandi
stjórnarformaður Kaupþings, þekkt
sumarhús sem lengst af var inni í
eignarhaldsfélagi sem heitir Veiði-
lækur ehf. Félagið var að hluta til
fjármagnað af tryggingafélaginu VÍS.
Á húsinu, sem Sigurður afsalaði sér
til félagsins Rhea ehf. árið 2011, hvíla
veðbönd frá Sparisjóði Reykjavík-
ur og nágrennis og VÍS fyrir samtals
tæplega 280 milljónir króna.
Umsvif Hreiðars Más Sigurðs-
sonar á Íslandi eru því umtalsverð
í dag, og er það sem hér er nefnt
örugglega bara hluti af þeim, þó svo
að þau séu á öðrum sviðum en á ár-
unum fyrir hrunið 2008. n
ingi Freyr Vilhjálmsson
ingi@dv.is „Umsvif
Hreiðars
Más Sigurðssonar
á Íslandi eru því
umtalsverð í dag
Vill jörð í Borgarfirði Hreiðar Már rennir hýru auga til jarðarinnar Svartagils í Borgarfirði. Hann hefur keypt upp umtalsvert eigna á Íslandi
eftir hrunið, aðallega á sviði ferðaþjónustu.